Vísir - 27.09.1972, Qupperneq 3
Visir Miðvikudagur 27. september 1972.
3
er aö vera hjá Trúbroti
'h'inu nýja. Það æfir nú sem
sextett myrkranna á milli og
bregður nú svo við, að i þessari
til þessa raddlausu hljómsveit
eru allt i einu sex raddir. Allir
hafa þeir sungið til þessa,
Gunnar Þórðarson, Magnús
Kjartansson og Rúnar Július-
son, þó aldrei hafi þeir beinlinis
hlotið mikla viðurkenningu
fyrir það framlag sitt til
islenzka poppsins. Nú vex þeim
þó vafalaust ásmegin við að fá
sér við hlið þá þrjá, Vigni Berg-
mann og Ara Jónsson úr Roof
Tops, og svo aldavin sinn Engil-
bert Jensen, sem þeir Gunnar
og Rúnar áttu svo eftirminni-
lega samvinnu með i Hljómum.
Allir hafa nýliðarnir þrir i
Trúbroti sungið við góðar undir-
tektir um langt skeið. Ari meira
að segja einsamall á plötu. Það
er þvi ekki nema eðlilegt, að
hresst skuli hafa verið upp á
söngkerfi hljómsveitarinnar.
Og það hefur verið gert svo um
munar — Trúbrot hefur komið
sér upp söngkerfi fyrir liðlega
400 þúsund krónur, eða með
öðrum orðum kerfi, sem er
dýrara en allur útbúnaður sem
margir keppinautar hljóm-
sveitarinnar notast við.
Það kom fæstum á óvart
þegar það fréttist, að Engilbert
Jensen væri á leiðinni i Trúbrot.
Þáttur hans i siðustu LP-plötu
hljómsveitarinnar þótti boða
eitthvað slikt, ótvirætt. (Skyldi
hann koma út sóló-plötu sinni úr
þessu, hann Engilbert?)
Þá má minna á kunningsskap
þeirra Vignis Bergmann og
Magnús Kjartanssonar i Trú-
broti. En þeir spiluðu saman i
Keflavikurhljómsveitinni Júdas
frá upphafi til enda, eða þangað
til Magnús innlimaðist i Trú-
brot.
Það verður um þar næstu
helgi, sem Trúbrot hættir
störfum i núverandi mynd, en
hljómsveitin tekur sennilega
ekki til starfa eftir breytingar-
nar fyrr en i lok næsta
mánaðar.
ROOF TOPS ÆFA
INN NÝJA MENN
Roof Tops ætlar ekki að láta
blóðtökuna miklu verða sér að
aldurtila. Og það er alveg eins
möguleiki á þvi, að hljómsveitin
taki til starfa að nýju um likt
leyti og þeir Vignir óg Ari i nýja
Trúbroti.
Æfingar hafa nú farið fram i
grið og erg fyrir luktum dyrum
með nýjum mönnum við
trommurnar og gitarinn.
Innganga þeirra tveggja i
hljómsveitina er þó ekki fast-
ákveðin ennþá, en um þau mál
var þingað i búðum Roof Tops i
nótt og i morgun. Þar eð endan-
legar ákvarðanir lágu ekki
fyrir þar að lútandi nú i
morgun, fengust ekki nöfn hinna
hugsanlegu ,,nýliða” gefin upp.
Það hefur aftur á móti kvisazt,
að þar séu jafnvel á ferðinni
spilarar, sem orðnir eru gamlir
i hettunni, en kræfari en margir.
En við sem sé biöum og sjáum
hvað setur.
NÁTTÚRA TIL
PLÖTUGERÐAR
Og ekki má gleyma Náttúru,
en hljómsveitin heldur af stað til
London 15. október n,k. þar sem
hljóðrituð verða tólf lög fyrir
plötu, sem meiningin er að
koma á markaðinn fyrir jól.
Þetta er raunar ekki i fyrsta
skipti, sem útkoma Náttúru-
plötu er boðuð, en nú leikur vist
ekki lengur nokkur vafi á þvi,
að fyrsta plata hljóm-
sveitarinnar er á leiðinni.
Platan veröur hljóðritúð i
,,Orange”-stúdiói og verða öll
lög hennar frumsamin. Eitt
laganna, sem upphaflega var
ráðgert að setja á plötuna, er
eftir Jóhann G. Jóhannsson,
sem spilaði með hljómsveitinni
um skeið. Frá þvi hefur nú
verið horfið og fer lagið þvi að
likindum á sóló-plötu höfundar-
ins sjálfs, en komum að þvi
siðar.
Þess má geta, að Náttúru
stendur til boða skipulagt
hljómleikaferðalag um Bret-
land, og er nú verið að kanna
möguleika á að taka þvi boði.
Þá hefur Náttúra annað tilboð
til ihugunar, en það kemur
neðan frá Tjörn. Leikfélag
Reykjavikur hefur óskað eftir
að fá hljómsveitina til að annast
undirleikinn við fyrirhugaða
uppfærslu á pop-óperunni
JESUS CHRIST
SUPERSTAR. Er slik spila-
mennska þeim i Náttúru ekki
með öllu ókunn. Hún annaðist
einmitt undirleikinn við upp-
færsluna á HÁR á siðasta vetri.
Náttúra hefur ekki gefið Leik-
félaginu neitt svar ennþá við
málaleitan þess, en helzt mun
það standa i þeim hljómlistar-
mönnum, hvort hið umdeilda
Iönó taki nógu marga i sæti tíl
að svo umfangsmikil sýning
sem á Superstar geti nokkurn
tima skilað hagnaði.
,,En við metum mikilsviðleitni
Leikfélagsins i þá átt, að koma
til móts við unga fólkið með
uppfærslu þessarar pop-óperu,
og viljum þvi ekki útiloka með
öllu þann möguleika, að veita
okkar liðsinni,” segja þeir i
Náttúru — hugsandi.
JÓHANN G. MEÐ
TVÆR PLÖTUR
Jóhann G. Jóhannsson var sá
er siðast hlaut útnefninguna
„lagasmiður ársins” og var
hann þá um leið spilandi i
hljómsveitinni Óðmenn, sem
hlaut viðurkenningu fyrir
,,beztu plötur” þessa sama árs.
Þvi mætti ætla, að fengur verði i
plötunum, sem væntanlegar
eru á markaðinn, önnur næstu
daga, en hin með næsta vori.
Fór Jóhann til London með
sinar fyrir skömmu og kynnti
þær hl jóðfæraleikurunum
brezku, sem munu aðstoða hann
við undirleik þá er LP-plata
hans verður hljóðrituð i marz.
Eru það allt þekktir hljóðfæra-
leikarar og islenzkum popunn-
endum að góðu kunnir.
t þessari ferð sinni til fundar
við þá brezku fékk Jóhann
hljóðritaða tveggja laga plötu,
sem sett verður á markaðinn
inna tiðar. Ekki vitum við
gjörla hvað hún hefur að flytja.
Vitum bara að það verður eitt-
hvað virkilega óvenjulegt. Og
liklega „vafasamt" um leið, að
minnsta kosti telji útgefendurn-
ir vissara að innsigla plötuum-
slögin vandlega fyrir dreifingu
til að platan verði ekki spiluð i
plötuverzlunum eöa annars-
staðar við óhagstæð skilyrði.
,,Og óvist er að platan hljóti náð
fyrir augum útvarpsins,” bæta
útgefendur við — glottandi.
Dave Duford: Brezki trommar-
inn, sem kominn cr hljómsveit-
inni Rifsberja til hjálpar....
RIFSBERJA MEÐ
BREZKAN TROMMARA
Það er vist mörgum pop-
unnendum gleðiefni, að hljóm-
sveitin Rifsberja skuli vera
komin á kreik að nýju. Það sem
stöðvaði hljómsveitina i fyrra i
allri velgengni hennar, var
trommuleikaraskortur. „Það
var enginn nógu góður i faginu á
lausu, svo endirinn varð sá, að
við neyddumst til af fara á
„veiðar” til London,” segja þeir
i hljómsveitinni. Úr Lundúna-
ferð sinni komu þeir svo með
Dave Duford, en hann er svo
frægur að hafa verið einn stofn-
enda hljómsveitarinnar East of
Eden, sem meira að segja hefur
komið lagi á vinsældarlistann
hér á Fróni. Dave hefur einnig
leikið með þeim furðulega en
geysivinsæla Arthur Brown,
sem einnig hefur átt lög á list-
anum hér, eins og t.d. lagið
„Fire”.
Verður nánar getið um endur-
komu Rifsberja hér i blaðinu á
næstunni — og þá jafnframt
borin fleiri tiðindi frá þeim
miklu pop hræringum, sem nú
eiga sér stað. — ÞJM.
„Kórónan var mér þungt
— segir Boris Spasskí
1(110 í viðtali við Dimitrijé Bjelica
„Þaö var ekki fyrr en í siöustu
skákinni (21.) að ég missti alla
von um sigur i einviginu, ég fann
þá að öllu var lokiö,” segir Boris
Spasski, fyrrverandi heimsmeist-
ari i skák, i nýlegu viðtali við
Júgóslavann Dimitrijé Bjelica.
„Mér liður betur núna en fyrir
þremur árum þegar ég vann titil-
inn af Petrosjan. Siðan hefur
kórónan verið mér þungt farg —-
og ég er feginn að losna undan ok-
inu sem hvilt hefur á mér.”
Spasski segist gera sér nokkrar
vonir um að tefla aftur við Fisch-
er i heimsmeistaraeinvigi og þá
verði sú keppni erfiðari fyrir
Fischer. Hann telur 19. skákina
þá beztu i einviginu, en erfiðasta
augnablik keppninnar hafi verið i
13. skákinni þar sem hann varð að
þola tap eftir að hafa átt kost á
jafntefli.
„Ég ætla að hvila mig eftir
átökin og býst ekki við að fara á
neitt stórmót i bráð,” segir
Spasski að lokum i viðtali sinu við
Bjelica.
GF
„Okkar er þörf á miðunum"
— segir skipherra Þórs og siglir heim í nœstu viku
„Ætli maöur reyni ekki að
fylgja þeim fyrirmælum sem sett
verða” sagði Þröstur Sigtryggs-
son, skipherra á varðskipinu Þór,
þegar Visir náði tali af honum I
Alaborg i morgun.
Þröstur sagði að reiknað væri
með prufukeyrslu á laugardaginn
og kvaðst vona að skipiö gengi 17
til 18 milur. Auk nýrrar vélar var
sett þyrluskýli á skipið og
ennfremur gerðar breytingar á
ankerisfestingum. Skipherrann
kvaðst ekki hafa neinar klippur
um borð ennþá, ,,en við fáum þær
sjálfsagt þegar til Reykjavfkur
kemur” bætti hann við. Aætlað er
að Þór sigli frá Alaborg næstkom-
andi miðvikudag og er áhöfnin að
tinast til Danmerkur þessa dag-
ana.
Hvaða aöferðum ætlið þið að
heita við landhelgisbrjótana?
„Ja, það er ýmislegt hægt að
gera. Til að byrja með er ágætt að
fá klippur um borð og siðan sjá-
um við hvað setur” sagði Þröstur.
Hann sagði að Danir væru mjög
rólegir þegar landhelgismálið
bæri á góma og vonlitið væri að
fá þá til að gerast stóryrta. „En
við komum til Reykjavikur i
næstu viku, en það veröur sko
ekki til að liggja þar við hafnar-
garða. Okkar er þörf á miðunum”
sagði Þröstur að lokum. — SG
HJÓNIN BÆÐI
í FREMSTU RÖÐ
Það er liklcga ekki algcngt að þekktir söngvarar séu hjón. Þannig er
það þó um þau Söndru Wilkes og Ncil Jenkins. Gagnrýnendur hafa lof-
að þessi ungu hjón einróma og telja þau I fremstu röð. Hafa þau víða
ferðazt og sungið einsöng og tvisöng, og annaö kvöld er röðin komin að
Reykjavik. Þá syngja þau i Austurbæjarbiói kl. 7. Myndin var tekin af
þeim hjónunum þegar þau voru á ælingu meö undirleikara sinum, Olati
Vigni Albcrtssyni. Sandra Wilkes er sópran, en Neil Jenkins hefur
tenórrödd.
ergilegf
þegar varahlutir
eru ekki til
Hjó okkur er varahlutaþjónustan 99%
1% sem ó vantar bætum við upp
með góðu viðmóti og hollróðum.
TÉKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42600
KÓPAVOGI
SÖLUUMBOD A AKUREYRI: SKODAVERKSTÆÐID KALDBAKSG. 11 B SlUI 12520