Vísir - 27.09.1972, Síða 8

Vísir - 27.09.1972, Síða 8
..f)vikudagur 27. september 1972. i/:c:r 1V1 iftvilríiíin anr 97 ,Vonandi ekkert þorskastríð ó White Hart Lane' — sagði Magnús Pétursson, knattspyrnudómari, sem dœmir leik í Evrópukeppninni í Lundúnum í kvöld — Ég vona, að áhorf- endur á leikvelli Totten- ham i Lundúnum, White Ilart Lane, láti þorska- striðið ekki bitna á mér — fari ekki að klippa á buxnastrenginn minn eða eitthvað þviumlikt — sagði Magnús Péturs- son, knattspyrnudóm- ari, þegar blaðið náði tali af honum áður en hann hélt til Englands, en hann mun i kvöld dæma leik í UEFA-bik- arkeppninni milli Tottenham Ilotspurs og norska liðsins Lyn frá Osló. Það er siðari leik- ur liðanna og hinn fyrri i Osló vann Tottenham með 6-:}. Línuverðir Magnúsar i leiknum verða Einar Hjartarson og Guðjón Finnbogason. Þetta er i fyrsta sinn siðan landhelgin var stækkuð að tslendingar koma fram í meiri háttar hlutverki á Englandi — vissulega er það stórt hlutverk að dæma leik i Lundúnum frammi fyrir tugþúsundum áhorfenda. Þorskastriðið, Magnús? — Þegar öllu gamni er sleppt, þá held ég, að landhelgismálið þurfi ekki að spila neitt inn i þarna á White Hart Lane — ég ef- ast um, að áhorfendur muni nokkuð eftir þorskastriðinu, þegar leikur Tottenham og Lyn er hafinn. íslendingar hafa rétt fyrir sér i landhelgismálinu og brezkir vita, að það þýðir ekkert að deila við dómarann — hann hefur alltaf rétt fyrir sér!! Þú ert þá ekkert hræddur við að dæma þarna? — Hræddur! Maður er alltaf spenntur, þegar slíkir leikir eru dæmdir og brezkir áhorfendur gera miklar kröfur til dómar- anna. Þeir geta það lika — dóm- arar á Englandi eru hálaunaðir menn. Þú hefur oft dæmt erlendis áður? — Já, þeir eru orðnir nokkrir, leikirnir. Ég hef dæmt einn leik i Wales, annan i Skotlandi, tvo i Sviþjóð, einn i Noregi og einn i Finnlandi. Auk þess hef ég tvi- vegis verið linuvörður i leikjum á Skotlandi. Og hvaða leikur er þér minnis- stæðastur? — Það er hiklaust leikurinn i Helsinki. Hann var milli úrvals- liðs frá Norðurlöndunum og Sovétrikjanna. Enginn islenzkur leikmaður komst i Norðurlanda- liðið og þess vegna var ég valinn sem dómari. Þessi leikur var háður 10. júni 1967 og var stórskemmtilegur. Jafntefli varð 2-2 og þess má geta, að sá frægi kappi, Jashin, lék i marki Sovét- rikjanna og það voru allir ánægð- ir eftir leikinn. Þú ert nú búinn að dæma lengi. — Já, ég er búinn að dæma i 22 ár i knattspyrnu — þar af 16 ár i fyrstu deild. Og mikið dæmt i sumar? — Já, ég hef dæmt mikið i sumar — allt niður i fjórða og fimmta flokk, og það eru jafnvel skemmtilegustu viðfangsefnin. Ég tók eftir þvi, að þú varst gagnrýndur talsvert i blöðunum um daginn fyrir að hafa ekki dæmt viti á KR i bikarleik Fram og KR. Nú sá ég ekki þann leik, en hvað skeði þarna eiginlega, og er ekki vont að fá slika gagnrýni áður en farið er út i stórleiki ytra? — Ég er ekki hörundsár fyrir gagnrýni — en viðvikjandi atvik- inu i leik Fram og KR get ég sagt að dómari dæmir ekki vitaspyrnu á algjörlega óviljandi atriði, eins og þarna átti sér stað. t>ar var leikmaður KR að spyrna knettin- um og leikmaður Fram kemur skáhalt á fót hans og dettur. Ég var rétt hjá þessum leikmönnum, þegar atvikið átti sér stað og það hvarflaði aldrei að mér — kom ekki upp i hugann — að dæma vítaspyrnu. Alls ekki. Áhorfendur voru flestir i stúkunni og þaðan var erfitt að dæma um atvikið. Þeir sáu ekki leikmann Fram — vegna annarra leikmanna — fyrr en hann datt yfir fót KR-ingsins. Þetta var algjört óviljaverk. Svo þú stendur fastur á þinu? — Já, þegar maður er alveg viss um að hafa gert rétt þá hvarflar engin efasemd að manni. Hins vegar fannst mér leið inlegt hvað ýmsir forustumenn Fram voru hörundssárir eftir leikinn. Þarna var rétt dæmt að minum dómi — og menn þurfa lika að kunna að tapa eins og að sigra. Það getur verið erfitt að sætta sig við tap eftir langa sigur- göngu. En sleppum þvi — nokkuð sér- stakt um stórleikinn á White Hart Lane? — Nei, það held ég ekki. Ég vona að það gangi vel og ég er með góða menn með mér. — hsim. Spjallað um getraunir: Efstu liðin ó útivöllum og varla aftur 10 heimasigrar Á 27. getraunaseðlinum með leikjum 30. september eru mörg af beztu liðunum á útivöllum og það er því ekki að búast við sömu osköpunum og sl. laugar- dag, þegar heimaliðin töpuðu ekki leik. En erfiður verður seðillinn og skemmtilegur og við skuium aðeins líta á leikina. Það er fyrst og fremst leikur Leeds og Liverpool, sem athygli vekur. Bæði liðin eru með Evrópuleiki i þessari viku — Liverpool lék reyndar i Þýzka- landi i gær — en Leeds leikur heima i kvöld gegn tyrknesku liði. Eitt stig skilur liðin að i fyrstu Alan Gilzean, skozki landsliðs maðurinn, er alitaf hættulegur meö skalla, þó árin færist yfir hann og hárið þynnist. En á þess- ari mynd hefur markvörður West Iiam, Peter Grotier, betur og hirðir knöttinn af skalla Gilzean. Myndin var tekin i viðureign Lundúnaliðanna sl. laugardag, þegar Tottenham sigraði 1-0. deild, en Leeds er þó sigurstrang- legra, þar sem liðið hefur unnið fjóra leiki heima og gert eitt jafn- tefli — engum tapað, en Liverpool er engan veginn sannfærandi á útivelli. Einn sigur, tvö jafntefli og tvö töp. Þá ætti leikur Derby og Totten- ham að bjóða upp á mikla spennu — einnig leikur Everton og Newcastle. Arsenal hefur ekki gengið allt of vel með Dýrlingana frá Southampton, en leikmenn liðsins hafa fyrir miklu að berj- ast og sigur gegn Dýrlingunum þýðir sennilega efsta sætið i 1. deildinni, og það gefur af sér tals- verða peninga fyrir leikmenn. Leikirnir á seðlinum eru þessir og fyrir framan þá er lausleg spá blaðsins. 1 Arsenal—Southampton 2 Coventry—Chelsea x C. Palace—Norwich 2 Derby—Tottenham x Everton—Newcastle 1 Ipswich—Leicester 1 Leeds—Liverpool 1 Manch. City—WBA x Sheff.Utd.—Manch.Utd. 1 West Ham—Birmingham 1 Wolves—Stoke 1 Q.P.R.—Cardiff Þýzku meistarornir í handknattleik leika hér 3 leiki! Göppingen kemur hingað á fimmtudag Þá er handknattleikurinn að hefjast á ný og það verða ekki neinir smáleikir, sem leiktimabilið hefst á að þessu sinni. Þýzku meistar- arnir Göppingen eru að koma i heimsókn og leika þrjá leiki um helgina — við íslandsmeistara Fram, FH og islenzka Olympiuliðið. Það er handknattleiksdeild Fram, sem stendur að þessari heimsókn og hún hefur ekki ráðizt á garðinn þar sem hann er lægstur — fengið hingað til keppni eitt kunnasta handknatt- leikslið heims. Göppingen hefur tvi- vegis orðið Evrópubikarmeistari og hefur oftsinnis orðið þýzkur meistari og er það nú — vann hið fræga lið Gummersbach með 14-12 i úrslita- leiknum I vor. I liði Göppingen eru margir frægir leikmenn og nokkrir, sem léku i vest- ur-þýzka Olympiuliðinu i Munchen. Má þar til dæmis nefna Uwe Rathien markvörð sem leikið hefur 30 lands- leiki og átti mesta heiðurinn af þvi, að lið hans varð þýzkur meistari i vor, Peter Bucher með 46 landsleiki og Max Muller, fyrirliða liðsins, sem leik- ið hefur 51 landsleik fyrir Vestur- Þýzkaland. Einnig er i liðinu leikmað- ur, sem þunnur er hér — Austurrikis- maðurinn Christian Patzer, sem leikið hefur 62 landsleiki fyrir Austurriki, meðal annars gegn íslandi i heims- meistarakeppninni 1969 og i undankeppni Olympiuleikanna á Spáni i ár. Þetta þýzka meistaralið mun leika hér þrjá leiki. Hinn fyrsti verður á úföstudagskvöld við tslandsmeistara :Fram, sem þar fá góða æfingu fyrir Evrópuleikina við danska meistara- liðið Stadion siðast i október. Eins og kunnugt er þá er fyrirhugað, að báðir leikirnir við Stadion verði hér i Laugardalshöllinni. Leikur Fram og Göppingen hefst kl. 20.30. Á laugardag leikur Göppingen svo við hið léttleikandi lið FH-inga og ætti það einnig að geta orðið skemmtileg viðureign. Siðasti leikur þýzka liðsins verður svo við islenzka Óíympiuliðið, sem lék i Miinchen og að þvi bezt er vitað verða allir Olympiufararnir með nema Gisli Blöndal, sem verður jafn- vel frá handknattleik i allan vetur. Nánar verður sagt frá heimsókn þýzka liðsins i föstudagsblaðinu. Peter Bucher, þekktasti leikmaður Göppingen, sem leikið hefur 46 landsleiki og var í Olympiuliði Vestur-Þýzkalands í MUnchen. Hann er örvhentur linuspilari og er þarna annar til vinstri á myndinni. Arsenal með 14 stig Arsenal skauzt upp að hliðinni á Liverpool og Tottenham i gærkvöldi, þegar liðið sigraði Birmingham í 1. deildarleik á Highbury i gærkvöldi með 2-0. Charlie George kom nú loks inn i iið Arsenal á ný og átti stórgóðan leik. Hann skoraði annað mark liðsins, en hitt skoraði Peter Storey. Arsenal hef- ur nú 14 stig. i UEFA-bikarkeppninni tryggði Liverpool sér sæti i 2. umferð með þvi að gera jafntefli við Eintracht, Vestur- Þýzkalandi i gærkvöldi i Frankfurt. Ekkert mark var skorað i leiknum en i fyrri leiknum i Liverpool sigruðu brezku leikmennirnir með 2-0. Þá er svissneska liðíð Grasshoppers frá Ziirich einnig komið i aðra umferð. Það sigraði franska liðið Olympique frá- Nimes í gærkvöldi i Sviss með 2-1. Fyrri leikinn vann svissneska liðið einnig með sömu markatölu. Valur íslandsmeistari Valur varð tslandsmeistari < fjórða aldursflokki i knattspyrnu i gær- kvöldi. Þá mætti Valur liði Breiða- bliks úr Kópavogi og var leikið á Melavellinum. Eftir allskemmtilegan leik nokkuð jafnra liða urðu úrslit þau, að strákarnir úr Hliðunum skoruðu eina markið i leiknum og nýr bikar bættist þvi við safnið i Hliðarenda. Nú er að- eins eftir að fá úrsiit i 2. aldur'sflokki i islandsmótinu. 1972 9 Víkingur í Varsjá Þeir frœgu leika í dag Þá er komið að siðasta stór- leiknum við erlent lið hér heima á þessu sumri — og það er leikur, sem margir hafa beðið eftir, leik- urinn við Real Madrid, frægasta knattspyrnufélag heims. Síðari leikur liðsins við Keflvik- inga i Evrópukeppni meistaraliða hefst kl. 5,30 á Laugardalsveli- inum og verður leikurinn að byrja svo snemma vegna þess hve birtu er farið að bregða snemma. Laugardalsvöllurinn hefur að- eins lagazt siðustu daga og ef veður helzt þurrt í dag ætti að vera allt i lagi með völlinn — hann cr betri en verið hefur i siðustu leikjum. Bæði. liðin verða með sitt sterkasta lið og eftir lciknum i Bikarmeistarar Vikings leika siðari leik sinn i Evrópukeppni bikarhafa gegn Legia i Varsjá I Póilandi i kvöld. Legia er eitt af sterkustu liðum Evrópu og verður þvi við erfiðan reip aö draga fyrir Vikinga. Þeir héldu utan á sunnud og komutil Varsjá daginn eftir. Allir þekkt- ustu ieikmenn Víkings eru með i förinni nema fyrirliöinn Gunnar Gunnarsson, sem komst ekki vegna anna. Þetta er fyrsti leikur Vikings á erlendri grund I fjöl- mörg ár og ef liðinu tekst jafn vel upp og i fyrri leiknum gegn Legia ættu úrslit ekki að veröa mjög óhagstæð — þó svo leikurinn sé mjög hættulegur. Madrid á dögunum að dæma ætti að geta orðið um mjög skemmti- lega viðureign að ræða. Keflvlk- ingar eru ákveðnir i að selja sig dýrt i leiknum — ná jafnvel stigi af hinum frægu mótherjum sinum. Forsala á aðgöngumiðum cr við Útvegsbankann i dag. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Simi 21240. Volkswagen bilarmr at ,,gerö I" eru óvenjulegastir en þó þekktustu og eftir- sóttustu Dilar heims. tnn þá einu sinni hafa þeir skarað fram ur; - þegar 15.007.034 þíllinn af sömu gerð kom úr framleiðslu, þá var sett heimsmet. Leyndarmálið á bak við þennan heims- meistaratitil, er uppbygging bilsins, sem þegar er ævintýri likust; traustleiki hans, ending - örugg þjónusta, og siðast en ekki sizt, hin marg-reynda grundvallar- stefna Volkswagen: „Endurbætur eru betri en breytingar". SÝNINCARBÍLAR Á STAÐNUM KOMIÐ - SKOÐIÐ REYNSLUAKIÐ Enn þá einu sinm hafa endurbætur átt sér stað. Sérstaklega á V. W. 1303 (t. h.). Að utan: Stærri og kúptari framrúða, stærri og hringlaga afturljósasamstæða. Að innan: Nýtt, glæsilegt mælaborð. I öllum „gerðum I" - (1200, 1300 og 1303) er ný gerð framstóla, með sérstak- lega bólstruðum hliðum, sem falla þétt að og veita aukið öryggi í beygjum. Fjöl- margar og auðveldar stillingar. Nýtt fersklofts- og hitunarkerfi, og betri hljóðeinangrun frá vél. V. W. ,,gerð 1“ erfáanleg með þremur mismunandi vélarstærðum: V. W. 1200 (til vinstri) 41,5 h.a. V. W. 1300 (i miðju) 52 h.a. V. W. 1303 (til hægri) 52 h.a. V. W. 1303 S 60 h.a. Það er sama hvaða V. W. ,.gerð I" þér veljið. - þér akið á framúrskarandi bíl ryi ALLTAF FJOLCAR (\X/) VOLKSWACEN ÁRGERÐ 1973 er KOMIN VOLKSWAGEN CERÐ I ' - 1200, 1300, 1303

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.