Vísir - 27.09.1972, Qupperneq 16
vism
Miftvikudagur
27. september 1972
Rœndur veski,
úri og óvís-
anahefti
Ölvaftur maöur var i nótt rænd-
ur veski sinu, armbandsúri,
ávisanahefti og húslyklum. Var
þetta i Holtunum, ekki langt frá
Þórskaffi, þar sem hann haffti
vcrift aft skemmta scr í gær-
kvöldi.
Lögreglunni var tilkynnt um
slagsmálá þessum slóðum um kl.
2.25 i nótt, en þegar hún kom á
staðinn, var ekki annað að sjá en
þennan mann, sem allur var
krambúleraður. Var hann of
ölvaður til þess að geta nokkuð
sagt um, hvað komið hafði fyrir.
Hins vegar bar að hóp pilta, og
sögðust tveir þeirra hafa séð einn
úr hópnum bogra yfir manninum
og hirða peninga úr veski hans, en
sá þrætti íyrir og sór og sárt við
lagði sakleysi sitt.
Þar við sat, meðan ekki var
hægt að styðjast við vitnisburð
fórnarlambsins, og það var ekki
fyrr en löngu eftir að hann var
kominn heim til sín, sem kona
hans saknaði armbandsúrs hans,
og ávisanaheftis, sem var nær
fullt af eyðublöðum.
En mál hans verður fengið i
hendur rannsóknarlögreglunni til
rannsóknar i dag. — GF.
„Versta ástand
4 • • W Mg
i morg ar
Útgerð
í dvala
Ástandið i útvegsmálum er
verra en verið hefur i mörg ár.
,,Sem dæmi um ástandið má
nefna, að fjórir stórir bátar liggja
bundnir i Hafnarfirði og er ekki
ráðgert að gera þá út. t Vest-
mannaeyjum er ástandið verst,
og um allt landið er svipaða sögu
að segja.
Þetta sagði Kristján Ragnars-
son formaður Landssambands
islenzkra útvegsmanna i morgun.
Kristján sagði, aö gengið hefði
þolanlega að fá mannskap á þá
báta, sem gerðir hafa verið út. Nú
færi skólafólkið aftur i skólana en
vegna óvissunnar um framtið i
málefnum útgerðarinnar væri
ekki timabært að áætla neitt um
hvernig ganga muni að fá fólk.
Það væri ekki fyrr en séð yrði,
hvernig brugðizt yrði við þörfum
útgerðarinnar, svo sem við
ákvörðun fiskverðs um næstu
mánaðamót, að unnt yrði að gera
áætlanir. — II11.
„Hef órum
saman leitað
að flug-
virkjum"
segir Tryggvi Helgason
„Þeir virðast helzt ekki geta
unnið nema innan Hringbrautar-
innar i Reykjavik”, sagði
Tryggvi Helgason hjá Norður-
flugi á Akureyri i morgun þegar
atvinnuleysi flugvirkja bar á
góma. ,,Ég hef árum saman verið
að leita að flugvirkja, og svo les
maður um þetta mikla „atvinnu-
leysi” þeirra”, sagði Tryggvi. „í
minum augum er ekki um at-
vinnuleysi að ræða hjá flugvirkj-
unum, eitthvað annað”. Kvaðst
Tryggvi hafa boðið sömu kjör og
aðrir, en aldrei tekizt að fá fast-
ráðinn flugvirkja til félagsins.
— JBP —
Þóttist vera „dauður" og
slapp frá árásarmönnunum
4 varnarliðsmenn réðust á 17 ára ungling, sem var bjargað af leigubílstjóra
4 varnarliðsmenn
gengu i skrokk á 17 ára
unglingi suður á Kefla-
vikurflugvelli á laugar-
dagskvöld, börðu hann
og spörkuðu harkalega
i hann, en honum tókst
að leika á þá með þvi
að þykjast vera dauð-
ur.
Þá fyrst gerðu varnarliðs-
menn sig ánægða og gengu frá
„likinu”, sem þeir héldu sig
hafa gert kirfileg skil.
En pilturinn stóð of snemma
upp og lagði á flótta. Voru árás-
armennirnir ekki komnir lengra
frá honum en svo, að þeir sáu til
hans og hófu þá eftirför.
Piltinum til happs varð leigu-
bifreið á vegi hans, og hljóp
hann beint til bílsins. Stökk
hann inn i bilinn og bað bilstjór-
ann að aka i i guðanna bænum
hið snarasta á brott. En bilstjór-
inn varð höndum seinni, og
komu þá árásarmennirnir i
sömu svifum að bilnum.
Mennirnir rifu upp hurðina á
leigubilnum og drógu piltinn út.
Byrjuðu þeir þá aftur barsmið-
arnar og spörkin, en þegar bil-
stjórinn ætlaði að blanda sér i
málið, létu þeir spörkin dynja á
bifreiðinni lika. Þegar þeir ætl-
uðu einnig að dangla til leigubil-
stjórans, mættu þeirsjálfum sér
fyrir, en ekki óhörðnuðumungl-
ingi. Svaraði hann þeim i sömu
mynt og hefur vist ekki til spar-
að, þvi að honum tókst að
stugga þeim á brott, þótt fjórir
væru á móti einum.
Fór bilstjórinn með piltinn til
læknis, en kærði sjálfur atvikið
til lögreglunnar á Keflavikur-
flugvelli.
Pilturinn hefur ekki ennþá
kært árásina til lögreglunnar,
né gefið skýrslu i málinu, en
mun þó bera vitni i dag. Hins-
vegar hefur lögreglan þegar
haft uppi á árásarmönnunum
fjórum, og eru þeir undir eftir-
liti, meðan málið er i rannsókn.
SJÁ ÖKUMENN EKKI NEITT’O
„Ég sá ekki hinn bilinn.” ég
sá ekki hina bilana... ég sá ekki
hinn koma... ég sá ekki manninn
fyrr en um seinan....”.
Eins og rauður þráður i gegn-
um árekstrarskýrslur lögregl-
unnar ganga þessar skýringar
ökumanna á orsök árekstranna,
sem þeir verða valdir að.
Á sama hátt og gárungarnir
sneru út úr margtuggðu orðatil-
tæki eins og þvi, að „jafnvel elztu
menn muna ekki annað eins”, á
þann veg, „að elztu menn muna
aldrei nokkurn skapaðan hlut...”
eru nú gárungarnir farnir að
segja, að ökumenn sjá aldrei
nokkurn skapaðan hlut”.
„Ég stöðvaði við gatnamót
Háaleitisbrautar og Kringlu-
mýrarbrautar, áður en ég fór inn
á Kringlumýrarbrautina, en ég sá
ekki hinn bilinn”, sagði ökumað-
ur, sem ók i veg fyrir annan bil
þar.
Á þessum gatnamótum er þó
vitt útsýni til allra átta, hinn bill-
inn flautaði og hemlaði og kom
það samt fyrir ekki. Billinn, sem
ók inn Kringlumýrarbrautina,
valt við áreksturinn, en enginn
meiddist.
„Ég sá ekki bflana, fyrr en of
seint”, sagði annar ökumaður,
sem ók á tvo kyrrstæða bila við
gatnamót Skeiðvallarvegar og
Miklubrautar. Þar kastaðist far-
þegi út úr öðrum kyrrstæðum
bilnum, og meiddist i baki. - GP
Deilt
borð í
um
Hval
— „Manndrápsfleyta" eða ekki?
„Ég cr ennþá algjörlega mót-
fallimi þcirri ákvörftun, aft Hvalur
9 vcrfti gcrftur út til landhelgis-
gæzlustarfa. Og þaft verftur ekk-
ert gamanniál að fá ef til vill allt i
ólagi þcgar vift tökum við skipinu
aftur”, sagði Loftur Bjarnason i
vifttali vift Visi i gær.
Landhelgisgæzlan boðaði til
blaðamannafundar i gær til þess
að sýna Hval 9. Þar um borð voru
meðal annarra Ingólfur Þórðar-
son skipstjóri hvalbátsins, Loftur
Bjarnason útgerðarmaður, Pétur
Sigurðsson forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar og Helgi Hallvarðsson
skipherra.
Skömmu eftir að fundurinn
byrjaði sló i brýnu milli Lofts og
Péturs og blandaði Ingólfur sér
inn i þær deilur. Loftur og Ingólf-
ur töldu það af og frá að taka
skipið til gæzlustarfa. Byrðingur
væri lágur, en reiðinn hár og þvi
væri isingarhætta mikil. Jafn-
framt sagði Ingólfur að gang-
hraðinn væri hámark liðlega 13
sjómilur. Pétur Sigurðsson taldi
að Gæzlan myndi hafa góð not af
skipinu og vildi gera litið úr þeim
vanköntum, sem Loftur og Ingólf-
ur höfðu fram að færa. Fór svo að
lokum, að Loftur deildi hart á
Pétur, en sá siðarnefndi varðist
fimlega. Siglingamálastjóri,
Hjálmar R. Bárðarson, sat I mill-
um deiluaðila og bar klæði á
vopnin. Kvað hann það af og frá
að skipið sigldi frá höfn nema
með haffærisskirteini i fullkomnu
lagi.
Engar upplýsingar fengust um
hvenær skipið færi út til starfa,
hvort á það yrði sett byssa eður
ei, hvað greitt yrði i leigugjald,
hversu lengi skipið yrði i leigu-
námi, eöa yfirleitt annað sem
máli skiptir. — SG.
Sóðalegir þjófar:
HVAR ER RÖK-
STUÐNINGURINN?
Það er mikift rætt manna á
meftal þessa dagana um hvort
lögreglan hafi haft fullan rétt efta
ekki til aft taka drenginn, sem
áöur liefur vcrift sagt frá, af móft-
ur sinni. Ýmsir aftilar hafa haft
samband vift blaftið og fullyröa aft
hér liafi ranglega verift farift aö.
Visir sneri sér þvi til Jóns
Magnússonar lögfræðings
Barnaverndarnefndar. Eftir þvi
viðtali að dæma hefur nefndin
vald til þess að taka barnið af
móðurinni og færa það á vöggu-
stofuna aftur. Hins vegar var ekki
hægt að fá um það upplýsingar,
hvort sálfræðingar hefðu verið
spurðir álits á þeim aðgerðum,
sem framkvæmdar voru þegar
barnið var sótt á heimili konunn-
ar. Eins og fram kom i Visi i gær
segir Jón Magnússon að konunni
hafi verið veittur frestur i hálfa
klukkustund áður en lögreglan
ruddist inn. Móðirin mótmælir
þessu eindregið og kannast ekki
við að hafa fengið neinn frest.
Eftir þeim upplýsingum, sem
blaðið hefur aflað sér, þarf rök-
studdan úrskurð til að hægt sé að
dæma barn af foreldri. Rökstuðn-
ingur barnaverndarnefndar i
þessu máli liggur ekki fyrir og
virðist þvi ekki hafa verið kveð-
inn upp. Mál þetta væri þvi á
allan hátt hlægilegt, ef ekki væri
um að ræða þriggja ára gamlan
dreng, sem svo illa hefur orðið
fyrir barðinu á deilum foreldra
annars vegar og hins opinbera
hins vegar. Hvaða áhrif hefur
svona atburður á barnið? — SG
ÞRJÁ TlMA AÐ TAKA
TIL EFTIR INNBROTIÐ
Vindlár og sigarettur flutu i
vatnstjörninni, sem flætt hafði
um allt gólf i veitingasölunni
Bautanum, á Akureyri, þegar
starfsfólk mætti þar til vinnu i
gærmorgun.
Um nóttina hafði verið brotizt
inn, og þjófarnir gengið svo
sóðalega um. Þeir höfðu dritað
tóbakinu um allt gólf, skrúfað
frá vatnskrana i gosblöndunar-
vélinni og dregið út skúffur i
skrifborðum — og hvolft inni-
haldi þeirra á gólfið.
„Við vorum nær þrjár klukku-
stundir i hreingerningum eftir
þetta,” sagði Jónas Þórarins-
son, veitingamaður i Bautanum
i Hafnarstræti.
Þjófarnir höfðu með sér á
brott alla skiptimyntina, að
upphæð milli 11 og 13þúsund
krónur.
Sömu nótt var einnig brotizt
inn i Borgarsöluna á Akureyri,
en það er kvöldsölubúð. Þar var
stolið kr. 17.500, auk sælgætis og
vindlinga. — GP