Vísir - 10.10.1972, Side 1
62. árg. — Þriðjudagur 10. október 1972. — 231. tbl.
VEL VAKANDI LESENDUR
Lesendur Visis hafa um árabil
verið vakandi fyrir þvi sem
gerist i kring um þá. Og okkar
gæfa er sú, að þeir hafa ævin-
lega liaft gott samband við
blaðið. Arangur þessa er að
finna i fréttum blaðsins og ekki
sizt i dálkinum Lesendur hafa
orðið.
i dag er rætt um skort á
iþróttahúsum við skóia,-
fegurðarsamkeppnin fær sitt, og
Njörður P. Njarövik, sem sagði
i sjónvarpi i Svíþjóð að börn á
islandi lærðu fyrst amerisku og
að teikna ameriska fánann, fær
orð i eyra frá gömlum kennara,
sem horfði og hlýddi á formann
útvarpsráðs i umræddum þætti.
— SJA BLS. 2
Togarinn
hennar ömmu!
Þegar talað er um útgerðar-
menn kemur upp i hugann
mynd af stórum og itur-
vöxnum manni meö sex
þumlunga vindil i miðjuand-
litinu. Já, það hefur engum
dottið i hug að kona gæti
verið útgerðarmaöur. Og
það þurfti engar rauðsokkur
til að benda konu austur á
Eskifirði á að taka sér
þennan starfa fyrir hendur.
Við ræddum við Sigriði
Kristinsdóttur i gær. — SJA
BLS. 2.
Fann Magnús
upp flugvélina?
„Segjum svo, að Magnús
Kjartansson iðnaðarráö-
herra boðaði fund með
blaðamönnum og segði
þeim, að hann hefði fundið
upp flugvélina. Gaman væri
að vita hvort fréttastofur út-
varps og sjónvarps mundu
éta þetta hugsunarlaust eftir
ráðherranum ásamaháttog
þær gerðu fyrir helgina,
þegar ráðherrann sagðist
vera að koma af stað iðnbylt-
ingu á íslandi”. — Sjá
leiðarann á bls 6.
Fékk hœsta get-
raunavinning
í annað sinn
Fertugur Vestmanna-
eyingur, Ragnar Jóhannes-
son, var einn með 12 rétta i
getraununum i gær og fékk
269 þúsund krónur i sinn hlut.
Þetta er i þriðja sinn, sem
Ragnar fær vinning i get-
raununum, og i annað sinn,
sem hann fær hæsta vinn-
inginn, þar sem fjárhæðin
skiptir verulegu máli.
Ragnar er áhugamaður um
enska knattspyrnu og „tipp-
ar” vikulega á tiu seðla.
Sjá nánar iþróttir i opnu.
Þegar neyðin
er stœrst........
Það hefur oft sannazt mál-
tækið, að þegar neyðin er
stærst, er hjálpin næst. Við
urðum vitni að óhappi öku-
manns rétt utan við Reykja-
vikigærdag. Og hjálpin var
ekki lengi að berast, og nóg
af henni. — Sjá bls. 3
52 IBUÐIR I GEIG-
VÆNLEGRI ELDHÆTTU
KOMI ELDUR UPP í EINNI
eldvarnareftirlitið hefur vakið athygli ó ótryggum eldvörnum
Framkvœmdanefndarblokka — En ekkert svar frá F.nefnd
Hér má sjá hvernig viðarklæðning tengir stærstu Ibúðirnar að Hjalta-
bakka við hina miður eldtraustu sorpgeymslu....
„Það kom eldur upp i einni
Framkvæmdanefndarblokkinni
um daginn. Það var bara litill
eldur, en engu að siður mætti allt
slökkviliöiö á staðinn og meira
aö segja meö sjúkrabifreið. Að
slökkvistarfinu loknu spurðum
við þá slökkviliðsmenn, hvers-
vegna þeir hefðu fjölmennt svo á
staðinn. Svarið var einfaldlega
það, að þessar blokkir okkar
væru svö eldíimar”.
Þannig sagðisteinum blokka-
ráðsmanna frá á fundinum, sem
blaðamaöur Visis átti rrieð
blokkaráði fimm blokka i Breið-
holti 1 siðastliðinn sunnudag, en
þá bárust jafnframt i tal van-
efndir Framkvæmdanefndar
Byggingaráætlunar varðandi
lóðafrágang við sömu blokkir,
eins og sagt var frá i blaðinu i
gær.
„Nú höfum við i höndum álit
eldvarnareftirlitsins á eld-
vörnum tveggja blokka og biðum
eftir að hinar þrjár verði einnig
skoðaðar”, sagði Ragnar Björns-
son form. blokkaráðsins.
Athugun eftirlitsins á blokk-
unum leiddi i ljós, að ekki hefur
verið farið eftir ákvæðum bygg-
ingarsamþykktar Reykjavikur i
nokkrum tilvikum.
Og blokkaráðið sýndi blaða-
manni Visis nokkrar eld-
gildranna.
Þannig háttar til i blokkum
þessum, að átta stigahús mynda
einskonar U og er hægt að komast
eítir kjallaranum undir 52
ibúðum frá einum enda til
annars. Þar eru stigahúsin opin
inn i geymslusvæðin. Annars-
vegar er enginn dyraumbúnaður
og binsvegar er stórt op yfir dyr-
um.
„Eldvarnareftirlitið vill láta
loka stigahúsunum á eldtraustan
og reykþéttan hátt. Það bendir á,
að i kjallara þurfi að vera eld-
varnarveggir með tilheyrandi
eldvarnarhurðum með ekki
minna en 50m millibili”, útskýrði
Snjólfur Fanndal úr blokkaráði.
Og blaðamaður horfði eftir
ganginum þar sem geymslurnar
voru inn eftirá aðra hönd.Veggir
þeirra og hurðir. úr timbri, sem
augljóst er að fuðra mundi upp á
svipstundu ef eldur kæmi upp.
Hurðirnar voru ekki nærri eins
margar og mælt er fyrir um og
ekki eldtraustar. Þar að auki er
oþið "fyrir ofan þær, en rör, sem
liggja eftir loftinu gera það lfka
erfitt, að loka þeim opum á reyk-
þéttan hátt.
„Maður gæti imyndað sér, að
eldur bærist hratt um blokkina”,
vakti einhver máls á. „Fyrir
nokkrum dögum var til að mynda
kveikt i póstkassa á Hjaltabakka
2 og þar fylltist allt af reyk og
sömuleiðis kjallaragangurinn
alla leið að stigahúsi númer
fjögur”.
„Sorpgeymslur og bilskúrar
hafa löngum verið talin eld-
hættustu einingar húsa”, var
næst vikið að. „En þvi er þannig
háttað i þessum Framkvæmda-
nefndarblokkum, að sorp-
geymslurnar standa einmitt
beint undir stærstu ibúðunum.Og
það er langt frá þvi að þessar
sorpgeymslur okkar séu eld-
traustar, eins og raunar eld-
varnareftirlitið bendir á. Þær eru
hvorki eldtraustar I hólf né gólf og
þar er viðartenging i klæðningu
yfir dyrum. Komi upp eldur i
sorpgeymslu og læsi hann sig i
veggina, þá logar strax i viðar-
klæðningunni upp eftir öllu
húsinu”.
1 áliti eldvarnareftirlitsins
segir jafnframt: Sorprennur eiga
að ganga með óbreyttu þvermáli
beint upp úr þaki. En i risinu er
loftræsting frá snyrtiherbergjum
og sorprennur tengdar saman
með pipum gegnum eldvarnar-
veggi. t veggjunum er opið með-
fram pipum og væntanlega engar
eldvarnalokur innan i pipunum.
„Og þá má ekki gleyma einu
veigamesta atriðinu”, sagði næst
einn blokkaráðsmanna. „t risinu
ná eldvarnarveggirnir ekki þétt
upp að yztu þakklæðningu, og
viðarbönd liggja yfir og ofaná
veggjunum undir þakklæðning-
unni, sem þýðir það, að sam-
stundis og eldur kæmi upp i t.d.
stigahúsi númer 2 er þakið alelda
allt til stigahúss númer 16.”
Af framantöldu má sjá, að
þessar blokkir Framkvæmda-
nefndarinnar við Hjaltabakka,
Ferjubakka og Grýtubakka, eru
hreinar eldgildrur. En Fram-
kvæmdanefndin hefúr ekki tekið
við sér ennþá, að þvi er virðist.
„Þeir fengu afrit af áliti eld-
varnareftirlitsins um leið og við i
blokkaráði, eða 2. júli siðast-
liðinn. Enn hafa þeir þó hvor-
ugum aðilanum svarað”, sagði
formaðurinn, Ragnar Björnsson.
Það leiðréttist hér, að
fundurinn, sem blokkaráðið
hefur beðið eftir i marga mánuði
og minnst var á i viðtalinu við
ráðið i gær, er með félagsmála-
ráðherra, en ekki félagsmálaráði.
—-ÞJM
J I----------L
7. 8. 9. 10.
Árekstrarnir
sprengja
„skalann"
Það liggur við, aö
árekstrarfjöldinn sprengi
hjá okkur „skalann”, þvi að
eftir gærdaginn eru þeir
orðnir' 119 árekstrarnir I
október. t gær urðu nefnilcga
10.
En til þess að leyfa les-
endum að fylgjast meö á
Jinuriti hjá okkur, þar sem
við spáöum þvi, að að yröu
398 árekstrar i mánuðinum
— eða 13 að jafnaöi á dag —
þá ætlum við að skipta línu-
ritinu. Við erum búnir að
sýna árekstralínuna frá
fyrsta til áttunda, en næstu
daga höldum við henni
áfram frá sjöunda október.
Eins og sést á linuritinu
eru árekstrarnir núna
orðnir tvcimur fleiri en viö
spáðum. Mest var bilið þann
7. okt., þvi að þá var um-
feröin heilum degi á undan
okkur eftir laugardags um-
ferðina.
Þá voru nefnilega komnir
104 árekstrar i stað 91
áreksturSj sem við höfðum
spáð. — GP
1 2. 3■ 4- S- 6.
Hvað kostar það
að brjóta af sér í
umferðinni?.
— Sjá bls. 3