Vísir - 10.10.1972, Blaðsíða 8
8
VÍSIR Þriöjudagur 10. október 1972.
VtSIR Þriðjudagur 10. október 1972.
9
Sýna Olympíumeistar-
arnir listir sínar hér?
— Ég hef skrifað sovézka
fimleikasambandinu og
jafnframt iþróttasam-
bandinu i Sovétrikjunum
og boðið Olympíumeistur-
unum Olgu Korbut og Lud-
millu Turistevu hingað til
keppni 3. desember, sagði
dr. Ingimar Jónsson, for-
maður iþróttakennara-
félags islands, þegar blaðið
ræddi við hann í morgun.
Einnig höfum við skrifað
fimleikasambandi A-Þýzkalands
og beðið það að sénda hinar
kunnu fimleikakonur Karin Janz
og Ericu Zuchold hingað á sama
mót. A þessu stigi málsins get ég
ekkert sagt um hvort þessar
frægu stúlkur koma hingað, en ég
reikna með að fá fljótlega svar —
að minnsta kosti frá austur-þýzka
sambandinu. Dr. Ingimar sagðist
einnig hafa haft samband við
sovézka sendiráðið hér i sam-
bandi við þessi heimboð og hefðu
þeir þar tekið málaleitun hans
vel.
Á almennum fundi, sem
iþróttakennarafélagið efndi til i
gærkvöldi skýrði dr. Ingimar frá
þessum boðum félagsins, og gat
þess þá jafnframt, að félagið
mundi efna til fimleikasýningar i
Laugardalshöllinni 3. desember,
þar sem fyrirhugað væri að fræg-
ir, erlendir keppendur sýndu list-
ir sinar á.'
Sovézku fimleikastúlkurn
ar Olga Korbut og Lud-
milla l’uristseva eru nu hik-
laust frægustu fimleikakonur
heims — og Karin Janz gefur
þeim litið eftir. Þær sovézku
sýndu afburða leikni á Olympiu-
leikunum i Munchen og einkum
vann Olga hug og hjörtu allra
áhorfenda — og hundruð milljóna
sjónvarpsáhorfenda — þegar hún
sigraði með miklum glæsibrag i
frjálsum gólfæfingum. Sýning
hennar þar þótti einn af hápunkt-
um leikanna og er þá langt til
jafnað. Vissulega væri það mikill
fengur ef Islendingum gæfist
Fékk hœsta getrauna-
— í annað sinn!
vmning
— Þetta er i þriðja
sinn, sem ég fæ vinning i
getraununum og i annað
sinn, þar sem ég fæ
hæsta vinning og fjár-
hæðin skiptir verulegu
máli, sagði fertugur
Vestmannaeyingur,
llagnar Jóhannesson,
þegar blaðið ræddi við
hann i morgun. Ragnar
var einn með 12 rétta i
getraununum, þegar
farið hafði verið yfir
seðlana i gær, og fékk
þvi nú 269 þúsund krónur
i lilut.
— Ég „tippa” á 10 seöla vikulega
og er ekki með neitt fast kerfi, en
reyni oftast að hafa átta leiki
fasta, sagði Ragnar ennfremur.
Ég hef mjög gaman af ensku
knattspyrnunni — fylgist með
kostur á að sjá þessar frábæru
fimleikakonur i keppni hér á
landi.
Fundurinn i gærkvöldi var fjöl-
mennur og umræður miklar, en
þar var rætt um Olympiuleikana
ög þátttöku tslendinga i þeirh.
Kom þar fram nokkur gagnrýni á
störf Olympiunefndar tslands og
jafnframt á fararstjórnina á leik-
unum. Þrjú framsöguerindi voru
flutt af þeim Guðmundi Harðar-
syni, sundþjálfara, Jóhannesi Sæ-
mundssyni, frjálsiþróttaþjálfara,
og Jóni Erlendssyni, sem var
liðsstjóri islenzka liðsins i hand-
knattieiknum. Þeir ræddu um
undirbúning og þjálfun islenzku
keppendanna á leikunum.
A eftir voru miklar umræður,
sem margir tóku þátt i og stóð
fundurinn langt fram yfir miö-
nætti. Skoðanir voru skiptar og
meðal þeirra, sem tóku til máls
má nefna Hermann Guðmunds-
son, framkvæmdastjóra tSt, og
Sigurð Magnússon, ritstjóra
tþróttablaösins. Umræðuefnið
var allt of umfangsmikið til að
hægt væri að gera þvi skil á einu
kvöldi.
Olga Korbut — vinsælasti sigurvegarinn i
leikunum i Miinchen
fimleikum á Olympiu-
henni i blöðunum, en fyrir kemur
þó að ég hlusta á BBC og fæ þar
úrslitin.
Þú sagðir, að þetta væri þriðji
vinningurinn, sem þú færð?
— Já, rétt fyrir jólin 1970 var ég
með 11 rétta á seðli og skipti þá
efsta vinningnum ásamt öörum.
Þá fékk ég 164 þúsund krónur.
Nokkru siðar var ég aftur með 11
rétta, en þá voru margir meö
sama leikjafjölda, svo hluturinn
var ekki nema 1100 krónur. Auk
þess hefur eiginkonan einnig
fengið vinning i getraununum.
Hvað var það mikið?
— Það voru 5700 krónur og hún
hafði mikið gaman af þvi.
Frúin heitir?
Hólmfriður Sigurðardóttir,
Þetta kemur sér liklega vel?
Jú, það kemur sér vel. BÖrnin
eru þrjú — það þriðja fæddist
fyrir tveimur mánuðum.
Ragnar Jóhannesson er með
verzlun i Friðarhöfn og selur þar
sjómönnum ýmsa hluti. En hann
er þar lika með getraunaseðla og
selur þá fyrir tþróttafélagið Þór,
þó svo hann sé gamall Týrsari og
keppti sem slikur i knattspyrnu
og fleiru hér á árum áður.
Vestmannaeyingar voru oft ágengir viö mark Vikings I bikarleiknum á
laugardag. Þarna sækja „skallarnir” miklu Friðfinnur og Haraldur
Júliusson að Vikingsmarkinu eftir hornspyrnu, en Diðrik ólafsson
markvörður Vfkings, var vel á veröi og sló knöttinn yfir. Ljósmynd
Guðmundur Sigfússon.
Milljón sterlingspunda
sölur síðustu vikuna!
— Gífurlegar hreyfingar hjó ensku liðunum undanfarna daga
Tveir kunnir, brezkir
knattspyrnumenn skipta
um félög í dag og hafa þá
sölurátt sérstaö fyrir eina
milljón sterlingspunda i
siðustu viku- Slíkteral-
gjört einsdæmi i ensku
knattspyrnunni, en sýnir
greinilega að miklir
peningar eru þar i um-
ferö, þrátt fyrir minnk-
andi aðsókn á leikina í
haust, en það stafar af því
að mikið sjónvarpsefni
frá Olympiuleikunum
gerði það að verkum að
fólk sat heima í stað þess
að halda á vellina um og
eftir mánaðamótin ágúst-
september.
Coventry er enn á höttunum
eftir nýjum leikmönnum og hef-
ur náð samningum við Black-
pool um skozka landsliðsmann-
inn Tom Hutchinson, sem mun
skrifa undir samning hjá
Coventry i dag. Söluverðið er
145 þúsund sterlingspund og er
það góð fjárfesting hjá Black-
pool, sem keypti Hutchinson
fyrir fjórum árum frá skozka 2.
deildarliðinu Alloa fyrir aðeins
sex þúsund pund. Með i sölunni
fylgir leikmaöurinn Billy
Rafferty — ungur miðherji hjá
Coventry, sem fer til Blackpool,
en hann er metinn á 45 þúsund
pund.
Þá mun welski landsliðsmað-
urinn John Roberts yfirgefa
Arsenal i dag, en þar er ekki
lengur rúm fyrir hann eftir að
Arsenal keypti Jeff Blockley frá
Coventry fyrir 200 þúsund pund,
auk þess, sem Arsenal á tvo frá-
bæra miðverði fyrir, Frank
McLintock og Peter Simpson.
Söluverðið á Roberts verður 120
þúsund sterlingspund og hafa
tvö félög i London — sennilega
bæði i Lundúnum, þó það væri
ekki gefið upp i gær — boðið þá
upphæð i Roberts, en hann mun
sjálfur ákveða til hvaða félags
hann fer. Þegar þessar tvær söl-
ur eru afstaðnar hafa sem sagt
ein milljón punda færzt milli fél-
•aga á Englandi og þar hafa
Crystal Palace og Manch. Utd.
verið hvað mest á markaðinum.
Þrir kunnir knattspyrnukapp-
ar voru talsvert i fréttum i gær
— sennilega þrir þeir frægustu i
heimi, Pele, Eusebio og Bobby
Charlton.
Eusebio — skoraði fjögur mörk
Eftir að Charlton var settur út
úr liði Manch. Utd. á laugardag
hafa mörg félög á Englandi —
þar á meðal Nottm. Forest —
spurzt fyrir um framtið Charl-
ton hjá United. Framkvæmda-
stjórinn Frank O’Farrell lýsti
þvi yfir i gær, að ekki kæmi til
greina að Bobby færi frá félag-
inu. Það hefur þörf fyrir kapp-
ann og i haust gerði það samn-
ing við hann til fjögurra ára.
Pele endurnýjaöi einnig
samning sinn við Santos og mun
leika áfram að minnsta kosti i
tvö og hálft ár enn, þrátt fyrir
ýmsar yfirlýsingar um að hann
væri að hætta. Samningur Pele
hljóðaði upp á tvö hundruð þús-
und króna mánaðargreiðslur
næstu 13 mánuðina, en ef hann
leikurmeð liðinu á erlendri
grund mun hann fá rúma hálfa
milljón fyrir hvern leik. Eftir
þessa 13 mánuöi hækka mánað-
argreiðslur til hans I 600 þúsund
á mánuði og veröur svo i aðra 13
mánuði — en Pele mun þá aftur
á móti fá minni greiöslur fyrir
leiki erlendis. Hann er enn að-
eins 32ja ára aö aldri og þessum
nýja samningi hans við Santos
hefur verið fagnað mjög I
Braziliu, enda lá við „þjóðar-
sorg” þegar Pele tilkynnti að
hann væri aö leggja skóna á hill-
una.
Og af Eusebio er það að
frétta, að hann var heldur betur
á skotskónum, þegar lið hans
Benfica mætti sinum aðalmót-
herja, Sporting Lissabon i 1.
deildinni portúgölsku á laugar-
dag. Benfica sigraði með 4-1 og
það var Eusebio, sem skoraði
öll mörk liðsins — flest á gaml-
an, kunnan máta. Benfica hefur
nú forustu i 1. deild i Portúgal.
Bobby Charlton
ekki um félag
skiptir alls
Það er talsvert fj.ör i þessari niynd, scm Bjarnleifur tók i bikarleik KR og Kefla vikur á Melavellinum á laugardag. Knötturinn kom fyrir mark Keflvikinga, en
Guðni Kjartansson stökk hæst og skallaði frá. Á myndinni eru frá vinstri KR ingarnir Björn Pétursson og Atli Þór Iiéðinsson, Ástráöur Gunnarsson, Guðni og
Karl llermannsson.
Olympíuskókmótið í Skopje _
Albanir reknir heim og Is-
land féll niður í 5. sœtið
Albanska skáksveitin á
Olympiuinótinu mætti ekki
til leiks fíejín Grikkjum i gær
i 12. uml'erð — i annað
skipti, sem sveitin leikur
þann leik gegn löndum, sem
eru á annarri pólitiskri linu.
Eftir það ákvað dr. Max
Euwe að visa sveitinni úr
mótinu og jafnframt að all-
ir fyrri leikir sveitarinnar i
keppninni i 2. riðli skyldu
þurrkaðir út. ísland náði
mjög góðum árangri gegn
Albaniu — hlaut 3.5 vinn-
inga — og við að missa
þessa vinninga féll sveitin
niður i fimmta sæti i riðlin-
um.
Tólfta umferðin var tefld i gærkvöldi
og tefldi tsland þá við England og gekk
ekki vel. Tveimur skákum lauk með
sigri Englendinga — Wade vann
Magnús Sólmundarson og Markland
vann Jónas Þorvaldsson. Tvær skákir
fóru i bið. Þaö var á tveimur efstu
borðunum, þar sem Guðmundur
Sigurjónsson og Jón Kristinsson tefldu
fyrir Islands hönd, og standa þeir
heldur höllum fæti i biðskákunum.
t riðli 1 i tólftu umferðinni sigruðu
Sovétrikin Bandarikin með 3-1 og hafa
enn forustu i riðlinum méð 33.5 vinn-
inga. Ungverjaland tefldi viö
Argentinu og hafði hlotið tvo vinninga i
gærkvöldi — en tvær skákir fóru i bið
og standa Ungverjar i betur i þeim
báðum. Takist þeim að vinna þessar
biðskákir verður spennan i hámarki —
Ungverjar hafa þá einnig hlotið 33.5
vinninga og aðeins þremur umferöum
er ólokið. Júgóslavar eru i þriðja sæti
með 29 vinninga og tvær biðskákir
Úrslitin i tólftu umferðinni bárust
blaðinu ekki að öðru leyti i gær.
tslendingar töpuðu báöum biðskák-
um sinum úr elleftu umferð gegn Nor-
egi i Skopje og hlutu þvi aðeins einn
vinning gegn þremur vinningum Nor-
egs. Guðmundur Sigurjónsson tapaði
fyrir Christiansen og Ólafur Magnús-
son tapaði fyrir Ogaard. Eftir 11. um-
ferðina var staðan þannig i 2. riðli.
England 28 vinninga, Kanada og ts-
land 26.5, ísrael 25.5 og fjórar ótefldar
skákir við Albaniu, Austurriki og Nor-
egur 25.5, Filipseyjar 25, Kúba 22.5,
Kolombia 21.5, ttalia 20.5, Indónesia
19.5, Albania 19, Mongólia 18.5, Grikk-
land 15.5 Belgia 15 og Perú 14.
Einstakir leikir i 11. umferð i 2. riðli
fóru þannig. Mongólia-Filipseyjar
2-2 (Ujtumen-Torre jafnt, Mjag-
marsurem-Cardoso 0-1, Naindobzi-
Badilles 1-0, Tumburbator-Todripuez
jafnt), Albania-Kolombia 1.5-
2.5 ( Vila-Gutierrez 0-1, Adh-
ami-Guartes 1-0, Muco-de Greiff
jafnt, Pustina-Cuellar O-l),
Kanada-England 2-2 ( Suttles-
Keene jafnt, Yanofsky-Hartstone
jafnt, Vranesic-Wade jafnt, Biyiasas-
Markland jafnt), Belgia-Austurriki 2-2
Van Seters-Rohrl jafnt, Verstraeten-
Strobel 1-0, Beyem-Janetschek jafnt,
Wostym-Holaszek 0-1) Indónesia-
ttalia 3.5-0.5 (Ardijansjar-Tatai 1-0,
Sawpouw-Paoli jafnt, Suradi-Mecheli
1-0 Turalakey-Capello 1-0), Kúba-
tsrael 2-2 ( Gracia-Kagan 1-0, Cobo-
Kraidman 0-1, Diaz-Kaldor jafnt,
Estevez-Geller jafnt) Perú-Grikkland*
(Rodriguez-Siaperas 1-0, Vasquez-
Vizantiadis 1-0, Pesantes-Trikaliotis 0-
1, Garcia-Makropoulos 0-1)
11. riðli fóru leikar svo, aö Sovétrlk-
in náðu sigri gegn Júgóslövum 2.5-1.5,
og staðan eftir þessar 11 umferöir var
þannig:
Sovétrikin 30.5 vinningar, Ungverja-
land 29.5, Júgóslavia 28, Rúmenia 25.5,
Vestur-Þýzkaland 25, Tékkóslóvakia
og Búlgaría 23.5, Holland 21.5. Banda-
rikin 21, Spánn 20.5, Austur-Þýzkaland
20, Pólland 19, Sviþjóð 18.5, Argentina
17.5, Danmörk 15 og Sviss 13.5.
Einstakir leikir i umferðinni fóru
þannig: Sovétrikin-Júgóslavia 2.5-1.5
Petrosjan-Gligoric jafnt, Smyslov-
Ljubovic 1-0, Ivkov-Kortsnoj jafnt ,
Tal-Matahovic jafnt), Sviþjóð-Holland
2-2 (Jonsson-Donner jafnt, Ornstéin-
Ree 0-1, Olsson-Hartoch 1-0, Udden-
feldt-Enklaar jafnt), Sviss-Pólland 2-2
(Hug-Schmidt jafnt, Lombard-Bed-
narski 1-0, Schaufelberger-Sznapik
jafnt, Gereben-Sydor 0-1), Tékkósló-
vakia-Austur-Þýzkaland 1.5-2.5 (Hort-
Uhlman jafnt, Jansa-Schoneberg
jafnt, Pribyl-Voigt 0-1, Smeikal-
Malich jafnt), Danmörk-Búlgaria 1.5-
2.5 (Hamman-Bobosov jafnt, Sloth-
Radulov 0-1, Pedersen-Peev 1-0, Holm-
Padevsky 0-1), Bandarikin-Vestur-
Þýzkaland 1.5-2.5 (Kavalek-HUbner
jafnt, Benkö-Pfleger jafnt, Bisguier-
Kestler jafnt, Kane-Duaball 0-1),
Spánn- Ungverjaland 0.5-3.5 (Pomar-
Portisch 0-1, del Corral-Bilek jafnt,
Medina-Ribli 0-1, Visier-Gzom 0-1),
Argentina-Rúmenia 0.5-3.5 (Garcia-
Gheorghiu 0-1, Emma-Ciocaltea 0-1,
Debarnot-Ungureanu jafnt, Hase-
Ghidescu 0-1)
Opið mót í
badminton
Næsta sunnudag ferfram opið
mót i badminton i Laugardals-
höllinni og er miðað við að kepp-
endur séu orönir 16 ára til að öðl-
ast þátttöku. Keppt veröur i ein-
liöaleik karla, einliðaleik kvenna
i A-flokki og tvíliða leik kvenna.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast til Hængs Þorsteinssonar
fyrir 12. október.
Chelsea í
Chelsea sigraði i gærkvöldi
Derby County meö 3-2 i hörku-
skemmtilegum leik á Stamford
Bridge í Lundúnum. Þetta var
leikur liðanna i 3 umferö deildabik-
arsins og leikur Chelsea þvi i f jóröu
umferö við 4. deildarliðið Bury á
útivelli. Bury sló sem I kunnugt er
Manch City útiþriðju umferðinni.
Nokkrir leikir voruháðiri 3. og 4.
deild I gærkvöldi og urðu úrslit
þessi:
4. umferð
3. deild
Brentford-Tranmere 2-0
Rocbdale-IIalifax 0-0
Southend-Oldham 0-1
V’ork-Blackburn 1-0
4. deild
Colchester-Aldersbot 2-3
Mansfield-Pctcrbro 4-2
Stockport-Crcwe 0-0