Vísir - 10.10.1972, Blaðsíða 2
2
VtSIR Þriöjudagur 10. október 1972.
É»
Fariö þér oft að horfa á
íþróttakeppni?
Asgeir Bjarnason, kaupmaöur.
Nei, ekki nú orðið. Ég fór mikið
áður fyrr. Ég horfi frekar á
iþróttir i sjónvarpinu heldur en að
fara á keppnirnar sjálfar.
Jakob llafstcin . liigfræöingur.
Ég fer ekki á iþróttakeppni nú
orðið. Ég gerði það oft þegar ég
var yngri.
Siguröur Sigurösson. Ég iór^ oft
áður en ekki lengur. Ég fór i
skipulagðar hópfcrðir til útlanda
til að horl'a á knattspyrnuleiki. Ég
er að mestu hættur að l'ylgjast
með þessu núna.
Ilaldór Bcrgmann, nemandiJá,
óg fer oft að horfa á handbolta og
fótboltaleiki. Ég æfi dálitið hand-
bolta sjálfur.
Birkir Njálsson sjóniaður. Ég
geri það ekki mjög oft. Stundum
fer ég að horfa á knattspyrnu-
leiki. Ég er ekkert i iþróttunum
sjálfur.
Dagur Jónsson. Já, það kemur
fyrir að ég horfi á iþróttakeppni.
Helzt á handbolta og fótboltaleiki.
Ég horfi aldrei á sundkeppni. Ég
er ekkert i iþróttum sjálfur.
AMMA MEÐ 12 MILLJON
##
KRONA TOGARA
## Rœtt við Sigríði Kristinsdóttur,
einu útgerðarkonuna ó landinu
,,Ef okkur konur langar
aö fara út í atvinnulífið,
þá erum við um leið
komnar i tvö störf. Við
höfum með heimilið að
gera og störfin í kringum
það, og við erum komnar í
atvinnu fyrir utan heimil-
ið”.
Þetta segir Sigriður Kristins-
dóttir eina útg.konan á land
inu, og sjálfsagt eina konan á ts-
landi sem látið hefur smiða
nýjan 50 tonna bát til þess að
gera út. Sigriður er nærri
fimmtug að aldri, býr á Éski-
firði og sjálf vinnur hún þrjú
störf. Húsmóðurstarfið, útgerð-
ina og einnig rekur hún verzlun
á staðnum.
Það má þvi með sanni segja
að Sigriður sé kjarnorkukona.
Asamt þessum störfum, en hún
hefur með stórt heimili að gera,
tekur hún mikinn þátt i félags-
störfum á Kskifirði, og það er
þvi kannski ekki svo ýkja
undarlegt, þó að konur á staðn-
um segi við hana: Ja, þér trúi ég
til alls, þegar hún segist hafa
hug á að gera eitthvað sérstakt.
Kn hvernig kviknaði áhugi
l'yrir útgerðinni?
,,Ég er fædd og uppalin i sveit,
en ég hef alltaf búið við sjóinn
þannig að ég hef þekkt vel til
sjómanna og sjósóknar. Ahug-
inn hel'ur kviknað mjög
snemma, og á seinni timum
vildi ég ia að fara á linu, en ég
fékk það ekki einhverra hluta
vegna. Þa voru eingöngu linu-
stúlkur, karlmenn beittu ekki
þá. Það var fyrir neðan þeirra
virðingu. Það má þá lika
kannski geta þess, að ég sem
_ekkert gat teiknað, teiknaði þó
alltaf báta".
,,Þegar ég varð eldri giftist ég
sjómanni. Giftist i sjávarþorp,
þannig að ég hef alltaf haft eitt-
hvað með sjóinn að gera frá þvi
ég man eftir mér. Árið 1971,
var siðan keyptur báturinn Við-
ir Trausti SU 517, en áður
höfðum við stofnað hlutafélag,
ég, maðurinn minn og tveir syn-
ir. Ég var svo heppin að fá
happdrættisvinning og er
stærsti hluthafinn”.
— Krt þú ekki látin gjalda
þess að þú ert kona i þessu
starfi?
,,Nei, ekki beint. Það hefur þó
komið fyrir. Ég man sérstak-
lega eftir þvi i Vestmannaeyj-
um, þegar ég kom þangað, þá
var litið á mig öðrum augum af
þvi, að ég er kona i útgerð en
ekki karlmaður. Ýmis
skemmtileg atvik og eftirminni-
leg hafa þó gerzt vegna þessa.
Þegar ég var i Færeyjum eitt
sinn sagði ég manni einum að
ég væri að fara út i útgerð.
Stuttu siðar kom hann að máli
við mig, og sagði þá: ,,Ég get
bara alls ekki gleymt þessu,
amma með 12 milljón króna
togarai”!.
Ýmsar eldri konur segja einn-
ig við mig, þegar ég se&i þeim
hvað ég starfa: Það hlýtur að
vera maðurinn þinn. Og þær
segja huh, þegar ég segi svo
ekki vera”.
— Hvernig er þinu starfi hátt-
að?
„Það er ekki svo gott að lýsa
þvi, en ég verð að sjá um það að
koma bátnum á þær veiöar sem
eru haganlegastar, og ég sé um
allt skrifstofustarf. Það er að
segja framkvæmdahliðina. Kn
mikið hefði ég verið sæl að gera
út, þegar allt var á vasabók, en
ekkert skrifstofudót i kringum
starfið”.
— Hefurðu ekki menntað þig
sérstaklega fyrir þetta starf?
„Nei, ég hef ekki nokkra
menntun, nema frá Laugar-
vatnsskóla, og svo hef ég jú lesið
allar þær bækur sem ég hef
komizt i. Ég las þó engar sér-
stakar bækur um tækni áður en
báturinn var keyptur, en ég og
maðurinn minn höfum lesið
saman erlendar bækur um vélar
og tækni i sambandi við allt það.
Hann les ekki erlend tungumál
en treystir þvi að ég geri það, og
þannig hef ég lært margt við-
vikjandi vélum.Ég æflaði þó á
vélstjóranámskeið i kringum
1960 og ég sé mjög eftir þvi að
hafa ekki gert það. Kn það var
eingöngu vegna heimilis-
ástæðna, sem ég hafði ekki nógu
mikinn kjark til þess að drifa
mig. Ég var heldur ekki nógu
frek til þess að láta eiginmann-
inn fá heimilið, þvi hann var
heima á þvi timabili.”
— Þar sem þú vinnur þrjú
störf, þá hlýtur eitthvert þeirra
að sitja á hakanum?
„Ég hef reynt að láta allt sitja
jafn mikið á hakanum, en það
verða þó helzt húsmóðurstörfin
sem verða útundan, þvi að þau
eru persónulegust. Það er erfið-
ara að láta vixla og annað slikt
biða. Reyndar hef ég aldrei ver-
ið neitt gefin fyrir húsmóður-
störfin, en ég vinn verkin vegna
þess að ég þarf að vinna þau.
Ég er mjög hlynnt þvi að kven-
fólk fari að hugsa meira um at-
vinnuvegina. Það stendur sig
sizt siður en karlmennirnir, þvi
að kvenfólkið fer yfirleitt ekki út
i atvinnuna frá húsmóður-
störfunum nema það hafi áhuga
á atvinnunni. Kvenfólkið yrði
áreiðanlega mjög góðir verk-
stjórar, þvi að ég held það hafi
meiri skipulagsgáfu en karl-
menn. Kn húsmóðurstarfið á að
virða.”
— Hefurðu sótt sjóinn á þinum
50 tonna bát?
,, Nei, það hef ég reyndar
aldrei gert, en ég hefði sizt á
móti þvi. Ég tek þó þátt i þvi að
mála hann, og ég fer með hann
þegar hann þarf i viðgerð. Ég
var til dæmis kokkur um borð
þegar fariö var með hann i við-
gerð til Seyðisfjarðar fyrir
nokkru.”
— Sjálfsagt munt þú halda
áfram með útgerðina, en
hyggstu auka bátaflotann?
„Nei, ég kæri mig alls ekki
um að fá fleiri báta, ég er eins
manns kona og ég er einnig eins
báts kona. Annars er þessi bátur
eiginlega of stór til þess að
sækja heima en einnig of litill til
þess að sækja langt. Svo hann er
ekki beint heppileg stærð.”
„Ég mun halda áfram, og
gefst ekki upp nema nauðug og
það verður þá með trega”.
—KA
Sigriður Kristinsdóttir — „Ég gefst ekki upp viö útgeröina nema nauö-
ug".
Lesendur
hafa
oráié'
Hver er falleg?
X og C skrifa:
„Ég skil ekki til hvers þessar
fegurðarsamkeppnir eiginlega
eru. Getur nokkur dæmt um hver
er falleg eða ekki? Þessi skripa-
leikur er blátt áfram hlægilegur,
hefur engan tilgang og hefur m.a.
i för með sér, að stúlkur upp-
veðrist. Ég gef ekki mikið fyrir
þann frama, sem stúlkur hljóta
aöeinsmeð fegurð sinni. Kru það
tilboðin, glæsileg framtið eða
utanlandsferðirnar sem gera
slikar keppnir svo eftirsóknar-
verðar fyrir ungar stúlkur? Ég
spyr.
Mér finnst ömurlegt að sjá
þessar stelpur ganga frammi
fyrir dómurum og áhorfendum i
von um að hljóta titilinn „Ungfrú
tsland” eða „Ungfrú Kvrópa”
o.s.frv.
Kinnig má bæta þvi við, að svo
virðist sem þær hugsi aðeins um
stráka og föt.
Svona fegurðarsamkeppnir ætti
að leggja niður hið bráðasta.
Þeim má likja við slikar sýningar
þegar ambáttir voru boðnar upp
til að seljast góðum eiganda.
Skora á rauðsokkur að gerast
sem róttækastar við mótmæli sin.
Hver er fegurst?
Við erum
amerísk hópsál
- segir NN
Gamlall kennari skrifar.
„Miklar breytingar hafa
undanfarið orðið á hinum ýmsu
sviðum þjóðfélagsins með til-
komu nýrra ráðamanna. Og með
nýjum mönnum koma nydr siðir
Einna mest áberandi hafa tii-
tektir nýrra ráðamanna rikis
fjölmiðlanna verið, ekki hvaö
sizt formanns útvarps
ráðs, herra NN. Með þessu bréfi
er ætlun min að vekja athygli á
viðtali sem haft var við NN
þennan i sænska s jónvarpinu og
við áttum kost á að sjá nokkur
hópur kennara. 1 viðtali þessu
lýsti útvarpsráðsformaðurinn
okkur Islendingum sem algerlega
amerikaniseraðri hópsál og sagði
það til marks um alger
menningarleg yfirráð Amerikana
hér, að börn okkar lærðu fyrst
„amerisku” á undan islenzkunni
og að þau lærðu að teikna
ameriska fánann á undan þeim
islenzka. Allt var viðtalið i
þessum dúr. Nú vil ég beina þeirri
spurningu til islendinga almennt,
hvort þeir séu ánægðir með land
kynningu sem þessa og hvort
þetta seu þau verkefni, sem þeir
ætluðu formanninum er honum
var trúað fyrir verkefni sinu.”
Fyrirspurn til
borgaryfirvalda
Nýlega var okkur foreldrum til-
kynnt með orðsendingu er 9 ára
börn i Æfinga- og tilraunaskóla
Ki voru send með heim, að verið
væri að hefja leikfimikennslu við
skólann. Skyldu börnin mæta við
iþróttahús Jóns Þorsteinssonar
við Lindargötu kl. 8.45 á
morgnana i vetur. Nú vil ég
spyrja: Er þessi ráðstöfun gerð
með vitund og vilja fræðsluyfir-
valda Reykjavikur? Ætlast þau
sömu yfirvöld til, að við sendum
börn á þessum aldri að heiman
frá sér kl. 8 á morgnana i hvaða
veðri sem er i svartasta skamm-
deginu? Er þessi ráðstöfun rök-
rétt framhald þess, er yfirvöld
hafa gripið til þess ráðs að setja
sérstaka gangbrautarverði við
umferðarmestu göturnar i
grennd við skóla borgarinnar.
Hefur verið séð fyrir slikum
gangbrautarvörðum til aðstoðar
þeim litlu börnum er senda á ein-
sömul i myrkri i svartasta
skammdeginu, ofan úr Holtum og
efri hluta Hlfðahverfis og niður i
Miðbæ. Svona hugulsemi fæ ég
ekki skilið og er ekki einn um þá
skoðun af foreldrum barna i um-
ræddu skólahverfi. Væri ekki
skynsamlegra að fara að eins og
skólastjóri Álftamýrarskóla
gerði, og neita að hefja leikfimi-
kennslu við skólann, fyrr en búið
væri að byggja iþróttahús á
sjálfri skólalóðinni. ólikt væri
það heppilegra og myndi vist ekki
saka þessi börn fremur en þau er
voru i Alftamýrarskóla á þeim
tima er vandamál þetta var á
döfinni þar.
-Faðir.