Vísir - 10.10.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR Þriðjudagur 10. október 1972.
AP/NTB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
Aldrei meiri friðarlíkur í Víetnom
THIEU FORSETI
SAGÐUR VERA SÍÐ-
ASTA HINDRUNIN
Framtið Thieus, for-
seta Suður-Vietnam, er
sögð vera aðalágrein-
Thieu
ingsmálið, sem eftir er i
viðræðum Kissingers
ráðgjafa Nixons við
Norður-Vietnama.
Aldrei hafa verið taldar
jafnmiklar likur og nú á
friðarsamningum i Viet-
nam, en viðræðunum er
haldið leyndum og þvi
óvist, hversu langt er
komið. Kissinger heldur
i dag áfram viðræðun-
um, og er það þriðji
fundurinn á þremur
dögum.
Ellsworth Bunker sendiherra
Bandarikjanna ræddi i gær:i 45
minútur við Thieu forseta i
Saigon. Talsmaður sendiráðsins
kvaðst ekki vita um efni viðræðna
þeirra, en talið var vist, að þær
væru i beinu sambandi við við-
ræður Kissingers í Paris.
Tilkynningar frá Washington
herma, að „hraði Kissinger-við-
ræðnanna hafi verið aukinn” og
menn einbeittu sér að þvi vanda-
máli, hvernig stjórnin i Saigon
skyldi verða skipuð, þegar friður
hefði verið saminn.
Norður-Vietnamar og þjóð-
frelsishreyfingin hafa látið að þvi
liggja, að þeir kunni að sætta sig
við samsteypustjórn i Suður-Viet-
nam, en Thieu forseti verði þó að
vikja.
Thieu hefur margsinnis sagt
opinberlega, að hann muni aldrei
sætta sig við samsteypustjórn
með kommúnistum.
Hins vegar stendur Thieu-
stjórnin auðvitað og fellur með
stuðningi Bandarikjanna. Eila
gæti hún ekki staðið af sér innrás
Norður-Vietnama.
Kissinger mun væntanlega fara
til Washington i kvöld. A skýrslu
hans mun Nixon byggja næsta
leik sinn.
Báðir aðilar eru þöglir sem
gröfin um efni viðræðnanna.
SJÖUNDI IRA-FOR-
INGINN TEKINN
En Enoch Powell segir: „IRA er að sigra"
Bretar vonast til, að
irski lýðveldisherinn
verði að draga úr starf-
semi sinni, eftir að þeir
hal'a haft hendur i hári
eins foringja hans,
Cornelius McHugh. En
Enoch Powell, sem er
foringi hægri arms
ihaldsflokksins, segir,
að Bretar séu að biða
ósigur i striðinu á
Norður-íiiandi.
McHugh var foringi aðgerða
IRA i Belfast og sjöundi f röðinni
af forystumönnum hreyfingar-
innar, sem hefur verið hand-
tekinn siðan um miðjan júli i
sumar.
Til hans sást á götu, og eftir leit
i mörgum húsum i Andersons-
townhverfinu fannst hann.
Enoch Powell sagði i ræðu i
Belfast, að menn þyrftu að
„hrópa það i eyra rikisstjórnar-
innar, að óvinirnir eru að sigra
og við að tapa stríðinu i Ulster,
sem beinist gegn Bretlandi’.
Powell sagði, að mannfall á
Norður-frlandi hafi meira en tvö-
faldazt á þessu ári þrátt fyrir að-
gerðir brezku stjórnarinnar til að
sefa kaþólska minnihlutann með
undanslætti.
383 hafa látið lifið i ár, en alls
er manntjónið frá byrjun orðið
597, segir i fréttaskeyti AP-frétta-
stofunnar. Fyrsta fórnardýr
trúarbragðaátakanna féll i ágúst
1969.
Bretar segjast i gær hafa fellt
fjórar leyniskyttur i kaþólskum
hverfum Belfast.
Bretar náðu þýzkri vélbyssu,
sem þeir segja, að sé öflugasta
vopnið, sem fundizt hefur i fórum
skæruliða á Norður-Irlandi.
„Hvað heitir hundurinn?"
Gömul kona vatt sér að Jens Otto
Krag, eftir að hann baðst lausnar,
og þakkaði honum fyrir unnin
störf. „Hvað heitir hundurinn?”
spurði Krag.
Á hvolfi
Stjórnarfarið er að vísu á hvolfi á
Kilippseyjum, en daglegt lif
fólksins er samt við sig. Betli-
toi
drcngurlnn fer venjulegar ferðir
sinar og gengur á höndunum,
þegar umferðarljós eru rauð, eins
og hann hefur jafnan gert til
skemmtunar þeim, sem pen-
ingana eiga,
Höfrungar til að
fjarlœgja dufl úr
höfnum
Ilölrungum verður
brátt kennt að fjar-
lægja tundurdufl eins
og þau, sem Banda-
rikjamenn hafa lagt i
hafnarmynni i Norður-
Vietnam, að sögn yfir-
manns i bandariska
flotanum.
Dýrin hafa verið þjálfuð viö
að fást við gerviskeyti, sem
svipar til skeyta þcirra, sem .
herskip beita gegn kafbátum.
Sex froskinenn flotans hafa
annazt þjálfun dýranna. Wilbur
Pattcrson yfirmaður i flotanum
segir, að frá 18. október verði
höfrungarnir látnir glima við
raunvcruleg skeyti, sem skotið
verði af freigátu, og siðan
raunvcruleg tundurdufl.
Flotinn hyggst einnig reyna,
livort höfrungar geti orðið til að-
sloðar, ef kafbátur festist á
miklu dýpi.
Dýrunum er stjórnað með
hljóðmerkjum.
Af tilviljun komust
menn að andláti dótt-
ur Nikita Krustjevs
Gestkomandi í Novode-
vitsji j-kirkjugarðinum i
Moskvu hafa af tilviljun
komizt á snoðir um, að
yngsta dóttir Nikita
Krustjevs, Elena, dó i
sumar, 35 ára að aldri.
Fáir munu hafa vitað þetta ut-
an fjölskyldunnar, en á legsteini
fundu menn nafn hennar.
Elena var yngst fjögurra
dætra. Hún lagði stund á laganám
og blaðamennsku og var ógift.
Þá kom i ljós, að kunnur banda-
riskur læknir, Harvey, prófessor
við John Hopkins-háskólann ,
hafði farið til Moskvu til að ann-
ast Elenu. Hann dvaldist i marg-
ar vikur á heimili Krustjev-fjöl-
skyldunnar.
Ekki hefur komið fram, hver
var dánarorsökin.
Bólusótt í London?
Gruuur leikur á, að bólusótt sóttar. ...
hafi komið upp i London. 50 voru bólusettir 1 skyndi,
23ja ára kinversk stúlka i St. starfsfólk sjúkrahússins og
Stephens sjúkrahúsinu reyndist sjúklingar, sem voru taldir hafa
hafa einkenni, sem bentu til bólu- haft samneyti við stúlkuna.