Vísir - 10.10.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 10.10.1972, Blaðsíða 16
VÍSIR „Aðrír geta haft aðra skoðun" .STJÓRNIN MUN SITJA ÚT A ÞINGTfMABILIÐ' =ja*£- £T - Eysteinn Jónsson „Það er ekki vitaö fyrir vist, hvort fjárlagafrumvarpið verður lagt fyrir Alþingi í dag eða á morgun, cn liklegra er þó að það verði ekki fyrr en á morgun,” sagði Jón Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri i viðtali við Visi. Eysteinn Jónsson, forseti sam- einaðs Alþingis hló við, er Visir lagði fyrir hann þá spurningu, hvort hann teldi rikisstjórnina liklega til að sitja út þetta þing- timabil. ,,Já, á þvi leikur enginn vafi,” sagði hann. „Það megið þið hafa eftir mér, að það telji ég full- vist.” Hann kvaðst ekki hafa leitt hugann að þvi, hvert kunni að verða helzta hitamál þingsins að þessu sinni. „Vandamál útgerðar og fisk- vinnslu i sambandi við efnahags- málin verða áreiðanlega rædd nokkuð á þessu þingi,” sagði Matthias A. Mathiesen alþ.m stuttu spjalli við Visi i tilefni se ingu Alþingis, sem er i di „Úrræða- og stefnuleysi núv andi valdhafa hefur komið fy nefndum mjög i koll nú á siðu: mánuðum eins og kunnugt e: —þjt segir Lúðvík „Ég tel tilgangslaust að efna til ráðherravið- ræðna, nema Bretar stigi næsta skrefið. Fulltrúar þeirra i viðræðum hér sögðust ekki hafa umboð til að ræða um aðalat- riðin. Auðvitað geta menn alltaf rætt málin". Lúðvik Jósefsson sjávarút- vegsráðherra lýsti afstöðu sinni þannig i viðtali i morgun. Hann telur ráðherraviðræður úti- lokaðar en hafnar ekki, að ein- hverjir fulltrúar rikjanna komi saman til viðræðna. „Þetta er min persónulega afstaða”, sagði Lúðvik, þegar hann var spurður, hvort hann mælti fyrir hönd rikisstjórnarinnar. „Aðrir geta haft aðra skoðun”, sagði hann. „Bretar ráða, hvernig þeir túlka viðræðurnar. Ég tel þær hafa verið árangurslausar og ég hef skýrt frá gangi þeirra. Ef Bretar álita, að þær hafi verið árangursrikar, þá er það þeirra mál”. Lúðvik sagði, að brezku full- trúarnir hefðu ekki viljað ræða nema eitt af þremur aðalatriö- unum. Þeir hefðu ekki viljað ræða um eftirlit með veiðunum, eftir að samningar næöust, og ekki um stærð skipa, tegund og slik atriöi. Þeir hefðu viljað ræða um veiðisvæði, en það væri út i hött án þess að fjallað yrði um önnur atriðin. Einar Agústsson var ókominn i morgun, svo að ekki er vitað, hvort hann hefur sömu afstöðu og Lúðvik. —HH Drengir ó flakk „Hvað hefur nú skeð?” hugs- uðu mcnn um borð i Akraborg- inni, þegar skipið lagðist að bryggju i Keykjavikurhöfn i gær, en á hafnarhakkanum stóðu lög- regluþjónar og biðu greinilega skipsins. „Voru einhvcrjir afbrotamenn innanborðs?” — Mönnum varð ekki um scl. En mikil varð undrun manna, þegar i ljós kom, að lögregluþjón- arnir hirtu úr hópnum 4 stráka á 12 ára aldri. Við þá áttu þeir er- indiö. Drengirnir voru úr Reykjavik, Skreyting útveggja fœrist í vöxt „Ég er 100% hlynntur þessari þróun”, sagði Kristján Davíðs- son, listmálari þegar við höfðum samband við hann vegna mynd- skreytinga sem hann hefur sjálf- ur gert i húsi sinu við Barðavog. Svo virðist sem þróunin i byggingarlistinni sé að verða sú, að hafa ibúðarhús og hús fyrir- tækja með ýmsum myndum og skreytingum. Að rninnsta kosti virðist svo, þegar ekið er eftir Kleppsvegi og inn Klepps- mýrarveg. Þar eru þrjú hús skreytt að utan. Þegar við höfðum samband við Kristján, kvað hann skreytinguna ekki fullkláraða og sagðist hann vilja bæta við hana, og einnig er eftir að setja á hana lit. Sagði hann nú hafa opnazt möguleika til þess að setja ýmis konar form i steinsteypuna, og einnig hélt hann áhuga fólks á sliku vera að aukast. Myndskreytingu á hús Gunnars Guðmundssonar við Dugguvog, GG. hefur Gerður Helgadóttir gert, og á hún að sýna hina ýmsu hluta úr vélum og bifreiðum. Ekki hefur verið afráðið hvort skreytingin verður lituð. — EA til Akraness Skrcylhigar á húsi Kristjáns Daviössonar við Barðavog hafa ekki verið fullkláraðar, og eftir er að setja á þær lit. Þessi myndskreyting Gerðar Helgadóttur á húsi Gunnars Guömunds- sonar við Dugguvog táknar hina ýmsu hluti i vélum og bifreiðum. en höfðu farið i flakk upp á Akranes. Og svo til þess að eyða timanum, meðan þeir biðu brott- ferðar Akraborgar ofan aö — að afloknu ferðalagi þeirra uppfrá — þá höföu þeir tekið traustataki reiðhjól til að leika sér á. Eftir að hafa leikið sér nægju sina að þvi, hentu þeir hjólinu i sjóinn. „Þeir voru farnir með Akra- borginni, þegar við fréttum af þessu, svo að við báðum lögregl- una i Reykjavik að taka drengina i sina umsjá,” sagði Stefán Bjarnason, yfirlögregluþjónn á Akranesi. Það mun ekki vera óalgengt, að lögreglan á Akranesi þurfi aö hafa afskipti af drengjum úr Reykjavik, sem hafa farið á flakk með ferjunni. I haust rak t.d. á fjörur lögregl- unnar tvo 12 ára drengi, sem voru orðnir peningalausir og komust ekki aftur til Reykjavikur. En þá var lika Akraborgin farin i sið- ustu ferð sina þann daginn, og sendi lögreglan drengina i leigu- bil til fööurhúsanna. — Hinsvegar höfðu drengirnir ekkert brotið af sér. 1 annað sinn þegar lögreglan á Akranesi hafði afskipti af slfkum flökkurum, var um að ræða drengi, sem voru að eyða þýfi sinu — að afloknum heilum tug innbrota i Reykjavik. — 1 engu þessara tilvika höfðu foreldrarnir hugmynd um ferðalög barna sinna. — GP „A AÐ DUGA — segir Guðmundur Garðarsson um róðstafanirnar til óramóta „Þetta á að duga miðað við timabiliö, senv uin er að ræða,” segir Guðmundur H. Garðars- son hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna um ráðstafanirnar i sjá vanitvegsmálum. Frystihús hafa borið sig illa að undanförnu og verið rætt um, aö þyrfti allt að einn milljarð til að bæta úr skák. En aðgerðir stjórnvalda eru aðeins til árainóta, og er um að ræða að láta 88 milljónir króna renna úr verðjöfnunarsjóði i þvi skyni. Samkomulag varð i vcrðlags- ráði sjávarútvegsins um 15% liækkun fiskverðs að meöaltali. Verðjöfnunarsjóður verður lát- inn standa undir greiðslum, en rikisstjórnin hefur ekki ákveðið, livort hækkun til neytenda verði greidd niður. i verðjöfnunarsjóði eru 1100 milijónir króna. —HH Þriðjudagur 10. október 1972 Hnúturinn oð leysast „Þaö er greiniiegt að hnúturinn er að leysast”, sagði Margrét Sveinsdóttir félagsráðgjafi við- vikjandi húsnæðisleysi fimm barna móður, sem biaðið sagði hér frá fyrir stuttu, en móðirin átti það yfir höfði sér að verða borin út i gærdag ásamt börnum sinum. Aö öllum likindum fær konan að dveljast i núverandi húsnæði fram til mánaðamóta, að þvi er Margrét tjáði blaðinu, en þá verð- ur henni útveguð þriggja her- bergja Ibúð. Sú ibúð losnar þó ekki fyrr en um mánaöamót. Margrét sagði ennfremur að slik mál sem þessi væru erfið, en leystust þó um siðir. —EA Flugbrautin fœrist nœr miðborginni Siðan I vor hefur verið unnið að endurbólum á Suður-Norður flug- brautinni á Rcykjavlkurflugvclli. Kndi brautarinnar, sem snýr að miðbænum, var oröinn mjög lé- legur og þurfti að skipta alveg um jaröveg undir malbikinu. Einnig var braulin lengd smávegis. Er þctta um 250 m kafii, sem unnið hefur vcrið við. Er þcgar búið að malbika um 150-100 m kafla. Búist er við að lokiö verði við cndurbyggingu flugbrautarend- ans i þessum mánuði. Kcr það að visu mikið eftir veðri hvort hægt vcrður að Ijúka strax við malbik- un á þeim 100 m, sem enn á eftir að malhika. Allavega vcrður lókið við undirslöður og annan undirbún- ing undir malbikun i þessum mánuði. Bara 100 eru vinnulausir ú landinu og fœrri, ef að er góð Eitt hundrað eru þeir, sem ekki hafa atvinnu á landinu, og reynd- ar færri, ef að er gáð. 1 Reykjavik eru 26 á atvinnu- leysisskrá, en af þeim munu vera rúmlega 20 bilstjórar, sem eru þar skráðir vegna borgarvinn- unnar. Þeir hafa yfirleitt atvinnu, og sama gildir um suma aðra, sem eru skráöir atvinnulausir viða. Flestir þeir, sem i reynd eru at- vinnulausir, eru aldrað fólk. 55 eru á atvinnuleysisskrám i’ bæjum og 45 i þorpum. Þetta eru lægstu tölur frá byrjun. 20 eru á skrá á Skagaströnd og 17 á Hofsósi, og hefur þeim fækk- að á báðum stöðum. 8 eru i öðrum þorpum. A Sauöárkróki eru nú 11 á atvinnuleysisskrá og 13 á Siglu- firði, 2 á Akranesi og 3 á Akur- eyri. Þá er fulltalið. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.