Vísir - 10.10.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 10.10.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR Þriðjudagur 10. október 1972. 3 Gott fannst Sighvati að fá heita súpuna eftir alla hrakningana á Esju. Eftir nœturdvölina á Esju: VARÐ SUPUNNI FEGINN Þegar neyðin er stœrst... Illa fór fyrir ökumanni Volkswagenbils sem var ferð i Mosfellssveitinni i gærmorgun . Vissi bilstjórinn ekki fyrr til en lokið á farangursgeymslunni fauk upp og byrgði honum alla sýn. Skipti það engum togum, að bil- stjórinn missti alla stjórn á bilnum og fiaug hann út af veginum og lenti á hvolfi ofan i læk. Slapp ökumaðurinn ó- meiddur en billinn skemmdist hins vegar töluvert. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Dreif þarna að mikinn fjöida björgunarsveitamanna og veitu þeir bilnum við og báru hann upp á veginn aftur. Veittist þeim það létt verk, enda margir saman og allir vei á sig komnir likamlega. Þrátt fyrir næturlanga dvöl i hörkufrosti og hrið upp á Esju, var Sighvatur Birgir Emilsson, hinn hressasti þegar honum hafði verið náð niður. Hann hafði farið i æfingarferð með Hjálparsveit skáta upp á Esju i fyrradag og komizt i hann krappann i þeirri ferð. Hafði Sighvatur ekki treyst sér að halda áfram yfir fjallið, enda óvanur svona ferðum. Snéri hann þvi við ásamt öörum manni en skildi við hann á fjalls- brúninni og fór fylgdarmaður hans niður eftir aðstoð. Þegar hjálparmennirnir komu til að sækja Sighvat gátu þeir ekki fundið hann og var þá hafin umfangsmikil leit. Fannst hann i gærmorgun heill á húfi. Hafði Sighvatur verið á stöðugum hreyfingi til að halda á sér hita, séð til leitarmannanna og hrópað og veifað til þeirra, en þeir urðu hans ekki varir. Veður var mjög slæmt á fjallinu um nóttina og skyggni litið. Hann sagðist ekki hafa fundið mjög til kuldans, enda var hann vel klæddur. Feg- inn varð hann þó að fá heita súp- una og brauðið, sem beið hans er niður kom. Þakka má það góðum og hlýjum fötum að ekki fór verr. — ÞM. ÞAÐ VARÐAR ALLT AÐ 4000 KR. SEKT AÐ HUNZA HÆGRI RÉTTINN Veiztu, að það varðar 500 til 1000 króna sekt að aka bifreið, sem er með ónothæfa hjól- barða? Það getur varðað 600 til 1500 króna sekt að aka bifreið, sem hefur ljósabúnaðinn i ólagi. Og þetta á aðeins við, ef þú sættist við yfirvöldin um brot þitt, og samþykkir að greiða þá sekt, sem lögreglu- stjóri ákveður. En það þykir yfirleitt ódýrast sloppið. Brotgegn umferðarlögum eru eins og öll önnur lagabrot að sjálfsögðu refsiverð. En yfir- leitt, ef ekki er um að ræða brot af þvi tagi, sem þykja alvar- legust, er brotlegum bila- eigendum og ökumönnum boðið að ljúka málum sinum með sátt og greiða sektir. Sektargerðir lögreglustjóra eru misjafnlega háar eftir eðli brotanna. — Hér eru dæmi um nokkur algeng umferðarlaga- brot og hverjar sektir geta legið við þeim: Stjórntæki og hemlariólagi kr. 1000-2000 Ljósin i ólagi kr. 600-1500 Ónýtir hjólb. kr. 500-1000 Ólögl. frammúr- akstur kr. 600-1200 Ólögl. bilstaða kr. 400-800 ólögl. v. beygja kr 400-800 Ekið á móti rauðu ljósi kr. 2000 Ekið á móti gulu ljósi kr. 1000 Ekið á röngum vegarhelming kr. 600-2000 Of stutt bil á milli bila kr. 600-2000 Stöðvunar- skyldubrot kr. 1000-4000 Biðskyldubrot KR 1000-4000 Brot á almenn- um umf.-rétti kr. 1000-4000 GP i s^ijidi Handritin liggja ekki á lausu SÍS gaf milljón í nýtt varðskip Jón Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri landhelgissöfnunarinnar sagði i gær, að Samband isl. sam- vinnufélaga hefði gefið 1 millj. i sjóðinn. Þá um daginn hafði borizt framlag frá félagi rann- sóknarlögreglumanna. Þá komu skipverjar á Sigurvon með Í0.100 krónur, en þá peninga fengu þeir (6 menn) fyrir að sigla með sjón- varpsmenn til myndatöku á dögunum. i landhelgissjóðinn eru þá komnar 15.9 milljónir króna. Margir héldu að róðurinn yrði ekki erfiður i handritamálinu eftir að Flateyjarbók var okkur send með dönsku krígsskipi i fyrravor. En nú virðist sem heil- mörg ferðalög milli landanna biði nefndarmanna. i sumar var rætt i sumarhúsi úti á Jótlandi um „hversu haga skyldi hinum fræði- legu umræðum urh skiptinguna”. Á fundi i Reykjavik i siðustu viku var svo ákveðið að tillögu Wester- gard-Nielsen að „skipa hand- ritunum i stórum dráttum i flokka eftir efni þeirra, og styðjast siðan við þá flokkun þegar kæmi að nánari umræðum um skipting- una”. Þess skal svo að lokum Margar hendur vinna létt verk. getið að nefndin væntir þess að geta haldið næstu fundi sina i Danmörku i nóvember eða i byrjun desember. Ekki hvort, — heldur hvencer Liklega túlka hernámsand- stæðingar stöðuna i landhelgis- skákinni alveg hárrétt: „Miðnefndin litur svo á að íslendingar hafi nú þegar örugga vinningsstöðu hvað land- helgismálið snertir. Ekki þarf lengur að þvi að spyrja hvortand- stæðingar okkar gefist upp, heldur hvenær. Telur miðnefndin að nú sé ástæða til að snúa sér að öðru sjálfstæðismáli, brottför hersins af Keflavikurflugvelli. Upp er hann kominn. Mikið skoili erum viö hraustir, ekki satt strákar?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.