Vísir - 16.10.1972, Side 3

Vísir - 16.10.1972, Side 3
3 VtSIR Mánudagur 16. október 1972. Um efta yfir 150 nemendur sitja kennslu i þessari stofu — og súlurnar þessar munu að likind- um gera nokkrum þeirra erfitt fyrir... i húsinu sjálfu er framkallaður mikill hávaði. Hér á hæðinni fyrir neðan er nefnilega réttingarverkstæði, skógerð, bifreiðaverkstæði og annað slikt, en hér hinumegin er svo blikksmiðja. Fáránlegt að velja kennslustofum stað i iðnaðar- húsi og i iðnaðarhverfi með mikilli umferð.” Og strákarnir hrista höfuðin. beim var heldurekki beinlinis hlýtt til súlunnar sem er i miðri stofunni og byrgir nokkrum þeirra sýn að hluta skóla- töflunnar. „En litið á súlurnar tvær i hinni kennslustofunni,” bættu þeir við og teymdu okkur á eftir sér yfir i ófullgeröa kennslustofuna. „Okkur er það hulin ráðgáta hvernig eðlileg kennsla á að fara fram i stofu sem sltk ferliki sem þessi byrgja nemendum sýn að töflunni”. En svo dró allt i einu niður i strákunum á nýjan leik. „Við megum vist ekki vera svona ánægöir”, sögðu þeir. „bessi skólabygging var svo dýr. Og við hana verður vist búið næstu tiu árin. Og leigusamningurinn verður að öllum likindum end- urnýjaður að þeim tima liðn- um”. bJM. Hópferðir að utan ó frímerkjo- hótíð hér — þegar aldarafmœlis frímerkisins verður minnst i tilefni 100 ára afmæiis fyrsta islenzka frimerkisins á næsta ári, vcrður sennilcga mikið um dýrðir hjá frimerkjasöfnurum. Siðla sumars á næsta ári má segja að lialdin verði nokkurs konar fri- merkjahátið. 1 ágúst eða septcm- ber-mánuði verður komið upp fri merkjasýningu i tiiefni afmælis- ins. að þvi er Rafn Júliusson tjáði blaðinu. og verður þar komið fyr- ir öllum islenzkum frimerkjum. Má búast við að sú sýning standi i viku til 10 daga. En það sem einna helzt mun minna á þetta stórafmæli, er bók um sögu íslenzka frimerkisins, sem nú er unnið að, en það er Jón Aðalsteinn Jónsson sem tekur hana saman. Einnig verður mjög liklega gefið út nýtt frimerki. og i tilefni af öllu þessu hafa fri- merkjasafnarar á Norðurlöndum i huga að fjölmenna til islands. Mikill áhugi rikir i Sviþjóð á is- lenzkum frimerkjum. og virðist sá áhugi sifellt aukast, að þvi er Rafn sagði. bar eru i undirbún- ingi hópferðir frimerkjasafnara til tslands og hafa Sviar hugsað sér að reyna að fá hópa frá hinum Norðurlöndunum lika. Kvað'Rafn þennan atburð án efa teygja úr ferðamannatiman- um. en nefnd er nú starfandi fyrir hátiðina. Áhugi á frimerkjum hérlendis virðist fara vaxandi. HALDIÐ TIL NÝRRA ,VEIÐA' Vonandi að „fall sé fararheill”, eins og máltækið kennir okkur, þvi sannarlega gekk það brösótt lijá nýja varðskipinu okkar, Tý, sem áður hét Hvalur 9, þegar skipið lagði úr höfn á laugar- daginn til nýrra „veiða”. bað gekk heldur erfiðlega að koma skipinu eðlilega út úr höfninni.siglt var fram og aftur I hafnarkrikanum og áhorfendur farnir að tala um að skipið væri þá ekki eins skjótt i svifum og talað hafði verið um. En hvað um það, skipsmenn hafa enn ekki náð fullri leikni með skipið og næstu dagana mun áhöfnin æfa sig undir stjórn skipherrans, Helga Hall- varössonar. Eflaust mun skipið þá sýna meiri „snúningslipurð” en þaö sýndi inni i höfninni við brottförina. TVÆR TIL VIÐBÓTAR Stútur víða á ferð 20 teknir grunaðir um ölvun við akstur Klótti ungs ökumanns af árekstursstaö endaði með þvl, aö hann velti bifreið sinni, en þá hélt hann áfram flóttanum á tveim jafnfljótum. — bó ekki lengi, þvi að hann sá að sér og gaf sig fram við tögregluna skömmu siöar. Hann hafði lent i árekstri á gatnamótum Laugavegar og Barónsstigs um kl. hálffjögur i fyrrinótt, en ók umsvifalaust á brott. Svo var bráölætið mikið, aö henn velti bilnum á flóttanum, þegarhann kom i Borgartúnið, en þá forðaði hann sér á hlaupum. bessi ökumaður og 19 aðrir sem lögreglan hafði afskipti af um helgina, voru grunaðir um ölvun viö akstur. Tveim stundum fyrr um nóttina hafði annar ökumaður einnig velt bil sinum, en það var á Skúla- götunni á móts við hús nr. f jögur. Hann var einnig grunaður um ölvun við akstur. Og aðeins hálfri stundu fyrir það, eða kl. hálf tvö þessa nótt, hafði orðið enn einn áreksturinn, og var sá lika i Nóatúni. En þar var á ferðinni ungur maður réttindalaus, ölvaður og á stoln- um bil. 211 árekstrar hafa oröið i um- fcrðinni og aöeins 15 dagar liðnir af mánuðinum. 12 árekstrar urðu á laugar- daginn og 9 árekstrar urðu i gær. Kn eftir meðaltalslinunni okkar á iinuritinu hérna, hefðu átt að vera knmnir 192,6 árekstrar — miöaö við spána okkar. Við spáðum nefnilega 598 árekstrum á :tl degi i október og það gerir tæpa i:t árekstra á dag. (12,8) Við erum þvi komnir næstum 19 árekstra fram úr spánni. Kn ef viö athugum linuritiö, kcinur jafnframt annað i Ijós. Að fráslcpptri fyrstu helginni (1. okt.) þegar árekstrar voru óvenju fáir, virðist árekstrum fara fjölg- andi þegar liður að seinni hluta vikunnar en fækka svo aftur að liöinni helgi. Báöa undanfarna fimmtudaga hefur linan okkar hækkað. Ungfrú Vestur- Skaftafellssýsla Ungfrú Vestur-Skaftafells- sýsla var kjörin að Leikskálum i Vik á laugardagskvöld. Titilinn hreppti Guðlaug Asgeirsdóttir, 17 ára frá Jórvik. Hún er starfs- stúlka við Kirkjubæjarskóla. Augu hennar eru blá-græn, en hárið ljóst. Aðaláhugamál hennar eru hestamennska og ferðalög. Foreldrar Guðlaugar eru Asgeir Jónsson og Fjóla bor- bergsdóttir. Ungfrú Húnavatnssýslo Og enn kynnir Visir nýjar feg- urðardrottningar, en þær voru háðar kosnar nú um helgina/ bá er það fyrst Helga Einars- dóttir, 19 ára gömul stúlka frá Reykjum i Hrútafirði, en hún var kjörin ungfrú Húnavatnssýsla á dansleik, sem fram fór á Hvammstanga siðastliðið föstu- dagskvöld. Helga er dóttir hjónanna Kinars Asgeirssonar og öskar Agústsdóttur. Helga er 170 sm á hæö og hefur brún augu og ljóst hár. Hún af- greiðir i Kaupfélaginu á staðnum, en áhugamál hennar eru dans og tónlist. — bJM. mmm 'W/ylw/"'' W///M, GUÐMUNDUR HAUKUR, söngvari hljómsveitarinnar Roof Tops hefur nú sungiö inná sína fyrstu L.P. plötu, sem hefur aö geyma hvorki meira né minna en 14 lög, og hefur Guömundur sjálfur samiö bæöi lög og texta. Hér er á feröinni hljómplata sem er einstök í sinni röö, og allir ættu aö eignast. Hún fæst í hljómplötuverzlunum um allt land. §corpioit Hljómplötur r W W/á t wíB í 1 Wa —EA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.