Vísir - 16.10.1972, Side 5
VÍSIR Mánudagur 16. október 1972.
AP/IMTB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN
UMSJÓN:
HAUKUR HELGASCN
Föstudagur og 13.
Undarleg þögn
um mesta flug-
slys sögunnar
17(> lórust i flugslysinu
vió Moskvu á föstudag,
og er þetta mesta flug-
slys sögunnar.
Karþegaflugvél
sovézka flugfélagsins
Aerollot, af gerðinni
Ujusjin (52, hrapaði og
sprakk i loft upp.
Sovétmenn höfðu enn i gær-
kvöldi ekki gefið neinar opinberar
tilkynningar um manntjónið, en
vestræn flugfélög f Moskvu
skýrðu fr.á þvi, að 176 hefðu farizt.
Enginn lifði af þeim, sem i flug-
vélinni voru.
t>á neituðu sovézk yfirvöld að
gefa upp . hversu margir út-
lendingar hefðu verið með flug-
vélinni. Samkvæmt upplýsingum
vestrænna flugfélaga voru 45 far-
þega ekki Sovétborgarar og voru
bað 38 Chilemenn, fimm
Alsirbuar einn Breti og einn
Frakki. Flugvélin var á leið frá
Leningrad. Dagurinn var föstu-
dagur og 13. mánaðarins, sem
sumir telja óhappadag.
Versta flugslys sögunnar á
undan þessu var flugslys i Japan i
fyrra, þar sem 162 fórust.
Lœkka EBE tolla
gagnvart öðrum?
Vestur-þýzka stjórnin
styöur timabundna lækk-
un á tollum Efnahags-
bandalagsins gagnvart
ríkjum utan bandalagsins
til aö berjast gegn verö-
bólgu i EBE.
Vestur-Þjóðverjar vilja lækka
tollana um 15-20% i sex mánuði
til að lækka verðlag á innflutt-
um vörum. Þetta mál verður
væntanlega rætt á „toppfundi”
EBE-rikjanna 19. og 20. þessa
mánaðar.
Annars eru nokkuð skiptar
skoðanir i EBE um tollalækkan
irnar. Frakkar eru til dæmis
ekki fúsir til að lækka tollana.
Vestu-Bjóðverjar vilja enn-
fremur lækka tolla gagnvart
þeim rikjum, sem nú ganga i
EBE, Bretlandi, Danmörku og
írlandi, hraðar en ráð hefur
verið gert fyrir.
NÝ STJÓRN í
NOREGI í DAG
Lars Korvald mun
væntanlega leggja ráð-
herralista sinn fyrir konung
i dag. Þingflokkar kristi-
lega þjóöarflokksins, miö-
flokksins og fimm þing-
menn úr vinstri flokknum
(frjálslyndir) munu sam-
þykkja ráðherralistana.
Miðflokkurinn, flokkur Per
Bortens, fær sjö ráðherraem-
ba'tti. vinstri flokkurinn fimm og
kristilegi þjóðarflokkurinn fjög-
ur.
Miðflokkurinn fær væntanlega
meðal annars utanrikisráðherra,
samgönguráðherra, umhverfis-
málaráðherra, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra. Vinstri
flokkurinn fær meðal annars við-
skiptaráðherra og varnarmála-
ráðherra, en kristilegi flokkurinn
fær auk forsætisráðherrans til
dæmis félagsmálaráðherra og
dómsmálaráðherra.
Vinstri flokkurinn er klofinn.
Helge Seip formaður hans kveðst
ekki eiga heima i þeim vinstri
flokki. sem nú sé i sköpun. Hann
hyggst segja af sér formennsku.
Dómstóll
..Dómstóll” nefndar, sem
..rannsakar striðsglæpi Banda-
rikjamanna i Vietnam” hefur set-
ið á rökstólum i Kaupmannahöfn.
Hér eru sérfræðingar að hlýða á
framhurð xitna. Starfsemi
nefndarinnar er i samræmi við
túlkun þá, sem fram kom i sjón-
varpsþætti um striðsglæpi
Itandarikjamanna fyrir skömmu.
Nýi utanrikisráðherrann?
Varaformaður miðflokksins
IJagfinn Vaarvik var um helgina
talinn mundu verða utanríkisráð-
herra i stjórn Korvalds i Noregi.
Pessa mynd sendu stjórnvöld i Norður-Vietnam, og sýnir hún Pierre
Susini vfirmann frönsku sendisveitarinnar i Ilanoi í St. Paul
sjúkrahúsinu i Hanoi. Hann særðist i loftárásum Bandarikjamanna
II. október.
McGovern mer
meirihluto í
eigin flokki
— en Nixon hefur 30% yfir
Nixon hefur heil þrjátiu
prósent fram yfir keppi-
naut sinn George
McGovern, og aöeins þrjár
vikur eru til kosninganna.
Samkvæmt skoðanakönnun,
sem birtist i New York Times og
timaritinu Time i dag, styðja 57 af
hundraði kjósenda Nixon, er 27 af
hundraði styðja McGovern. 16 af
hundraði eru enn óákveðnir.
Könnunin var gerð með sima-
viðtölum við valinn hóp 23ja
manna i sextán fylkjum
Bandarikjanna.
Hún leiðir i ljós, að McGovern
hefur náð til sin aftur talsverðum
hluta demókrata, sem áður ætl-
uðu að kjósa Nixon. McGovern
gelur nú eignað sér 45 af hundraði
demókrata, en 36 af hundraði
demókrata hyggjast styðja
Nixon. f fyrri könnun studdu 43 áf
hundraði demókrata Nixon og 40
af hundraði McGovern, svo að nú
getur McGovern þó alltaf vænzt
meirihluta atkvæða i eigin flokki.
Moskvuflugvöllur
sagður „óöruggur"
Bre/.k farþcgaflugvél, sem
átli að fara til Moskvu. lenti á
laugardag á Arlandaflugvelli
við Stokkhnlm, af þvi að flug-
maðurinn taldi, að alþjóðlcgi
flugvöllurinn i Moskvu væri
ekki nægilega vcl búinn tækjum.
Flugmaðurinn ságði, að tæki
sknrti á flugvellinum til að unnt
væri að lcnda mcð öryggi, þcgar
veður væri slæmt og ekki
skyggni.
Flugmaður flaug siðan til
Moskvu i gær, þegar veður
hatnaði.
„Kraftaverk" bjargaði
farþegum flugvélarinnar
Dugnaður flugmanns og
heppni, sem gekk krafta-
verki næst, bjargaði 19
manns i tveggja hreyfla
italskri flugvél, þegar spaöi
losnaði skyndilega* og fest-
ist i búk vélarinnar.
Flugvélin var i aðeins 30 metra
hæð.
Flugvélin var að fljúga upp frá
Fiumcino-flugveili við Róm, þeg-
ar spaði losnaði. Viðbrögð flug-
manns komu i veg fyrir hörmu-
legt slys. Honum tókst að hafa
stjórn á flugvélinni og lenda með
einum hreyfli.
Spaðinn braut glugga og gerði
stórt gat á flugvélarskrokkinn, en
farþega sakaði ekki.
Flugvélin er af gerðinni Fokker
Friendship, eign italsks flug-
félags.