Vísir - 16.10.1972, Page 14

Vísir - 16.10.1972, Page 14
VÍSIR Mánudagur 16. október 1972. 14 Ted byrjaður að endur- greiða 43 milljónirnar! — Skoraði eina mark Manch. Utd., sem nœgði til sigurs á laugardag. Heppnin ríður ekki við einteyming hjó Liverpool Hún er oft furðuleg, enska knattspyrnan. Milljónir tippara viðsveg- ar um heim komust að raun um það á laugardag- inn, þegar ,,öruggasti" leikurinn i öllum deildun- um fjórum brást.úlfarnir, eitt berta lið 1. deildar, sem hafa unnið alla leiki sina á heimavelli i haust og það gegn sterkum lið- um, mættu þá Lundúna- liðinu Crystal Palace á heimavelli — liði, sem tapað hafði siðustu átta leikjum sinum og ekki skorað mark siðan 2. september. Úrslit gátu ekki orðið nema á einn veg — eða hvað?. En það var nú eitthvað annað. Palace var jafnvel nær sigri í leiknum, en varð þó aö sætta sig við jafntefli 1- 1. Þrátt fyrir, að liðið hafi eytt tugmilljónum króna i kaup á nýjum leikmönn- um siöustu vikurnar var það ungur piltur, sem lék sinn fyrsta leik í aðallið- inu, og kostaði ekki neitt, Martin Hinshelwood, sem var hetja liðsins. Hann skoraði á 15 ■ min. og markið gaf öðrum leik- mönnum aukið sjálfs- traust, svo liðið lék i heild mun beturen i fyrri leikj- um. Vörn liðsins var traust og góð og þó Derek Dougan tækist að jafna með skalla á 30-min. áttu Úlfarnir sárafá tækifæri. Já, vissulega óvænt úrslit þetta. Liverpool heldur enn forustu i 1. deildinni og var heppið að ná öðru stiginu gegn Dýrlingunum i Southampton. Liverpool-liðið er gott og heppnin riður þar ekki við einteyming. Fyrra laugar- dag hlaut liðið bæði stigin gegn Everton mjög óverðskuldað og nú annað gegn The Saints. Southampton-liðið var óheppið að fá á sig mark á 40' min. Emlyn Hughes átti þá skot að marki — knötturinn lenti i varnarmanni og hrökk út á vita- teigslinuna, þar sem bakvörður Liverpool Chris Lawler sendi hann yfir varnarmennina. Knötturinn kom innan á stöng og fór i markið. Dýrlingarnir höfðu yfirburði i leiknum og að- eins stórkostleg markvarzla Ray Clemence kom i veg fyrir mörk, þar til á 71.min, að Mike Channon skallaði inn eftir horn- spyrnu Terry Paine. Liverpool bjargaði eitt sinn á marklinu og dómari leiksins lokaði heldur betur augunum, þegar F'rancis Burns (áður Manch. Utd.) var felldur illa innan vitateigs Liverpool. Ekkert dæmt, en augljósari vitaspyrna hefur varla sézt á The Dell. Liverpooll hefur nú leikið 12 leiki án taps. En áður en lengra er haldið skulum við lita á úrslitin i leikjunum á islenzka getrauna- seðlinum. 1 Arsenal—Ipswich 1-0 1 Chelsea—WBA 3-1 1 Coventry—Manch. City 3-2 1 Derby—Leicester 2-1 2 Everton—Leeds 1-2 1 Manch. Utd.-Birmingham 1-0 1 Norwich- Tottenham 2-1 X Southampton—Liverpool 1-1 1 Stoke-Newcastle 2-0 1 West Ham-Sheff.Utd. 3-1 X Wolves-C.Palace 1-1 2Sheff. Wed.—Burnley 0-1 l>að var sem sagt mikið um heimasigra eins og við spáðum i vikunni. Ted McDougall er nú farinn að endurgreiða þær 43 milljónir króna, sem Manch. Utd. greiddi Bournemouth fyrir hann á dögunum, og hann skoraði eina mark leiksins á Old Trafford. Uað var á 18-min. i þessum fyrsta leik hans i Manchester, að Ted í'ékk knöttinn frá Tony Dunne — eftir fléttu þeirra Ian Moore og Dunne — komst frir frá vörn Birmingham og skor- aði örugglega með skalla. Yfir 52 þúsund áhorfendur sáu leik- inn og greinilegt á þeim viðtök- um, sem Ted McDougall fékk, að hann á eftir að verða yndi að- dáenda Manch. Utd. Bobby Charlton var 12. maður United i þessum leik og John Koberts lék sinn fyrsta leik fyrir Birming- ham eftir söluna frá Arsenal. Leikmenn Arsenal voru farnir að velta þvi fyrir sér hvað þeir þyrftu eiginlega að gera til að geta skorað hjá David Best i Ipswich-markinu, þegar George Graham stillti kanónuna og skoraði með þrumuskoti af 30 metra færi. Uað var eftir klukkustundarleik og Arsenal hafði sýnt gifurlega yfirburði i leiknum — en allt kom fyrir ekki. Arsenal var þó i hættu af og til vegna ofurkapps i sókninni og i eitt sinn bjargaði McNab á marklinunni. Peter Lorimer var „maður dagsins’’ i stórgóðum leik á frá- bærum leikvelli Everton, Goodison Park, i Liverpool. Tvi- vegis splundraði hann vörn Everton algjörlega og lagði sið- an knöttinn á samerja sina með löstum jarðarboltum. Þannig skoraði Mike Jones i fyrri hálf- leik, og Joe Jordan á Hl.min. Að- eins tveimur min. siðar gaf Alan Whittle Everton von, þegar hann skoraði ágætt mark eftir fyrirgjöf Mike Bernard, en vörn Leeds - með Jackie Charlton i broddi fylkingar —var traust og tókst að tryggja sigurinn. Whittle kom inn fyrir Colin Har- way i leiknum og tryggði sér sennilega fasta stöðu i liðinu með ágætum leik. Hann hefur litið leikið með Everton siðan Conolly var keyptur frá St. Johnstone. Norwich, nýliðarnir i 2. deild, vann enn einn góðan sigur á heimavelli gegn þekktu liði — nú Tottenham. Þetta var góður leikur ágætra liða. Varnarleikur var ekki alls ráðandi, heldur gekk knötturinn markanna á milli. Norwich skoraði strax á þriðju min. þegar David Cross sendi knöttinn framhjjá Pat Jennings af stuttu færi. Totten- ham jafnaði verðskuldað á 30- min. Martin Chivers skallaði i mark — en Cross var aftur á ferðinni á 77. min. og skoraði þá sigurmark Norwich, sem enn hefur ekki tapað á heimavelli i 1. deild. Peter Osgood átti enn einn „stjörnuleikinn” hjá Chelsea og hann skoraði gegn WBA á 26. min. eftir að bakvörðurinn Gerry Locke hafði splundrað vörninni með miklum hlaupum. Chris Garlarid kom Chelsea i 2-0 tveimur min. eftir leikhlé með marki af stuttu færi. Smávon vaknaði hjá WBA, þegar Tony Brown skoraði úr vitaspyrnu á eo.min.. en hún stóð ekki lengi. Minútu siðar skoraði David Webb þriðja mark Chelsea með spyrnu af löngu færi. Joe Mercer sigraði Malcolm Allison, þegar lið þessara áður samherja hjá Manch. City, mættust i Coventry. Þetta var skemmtilegur leikur, þar sem Mika Channon, sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir England i siðustu viku, átti mjö'g góöan leik gcgn Liverpool á laugardag og skoraði þá eina rnark Dýr- linganna. Emlyn Hughes, enski lands- liðsmaðurinn hjá Liverpool, hefur verið aðaldriffjööur liðs- ins i haust, og nær skorað i hverjum leik. Hann var þó ekki meöal þeirra, sem skoruðu á laugardag. Lið meistaranna, Derby County, sýndi nú betri leik en áður i haust og það nægði til sig- urs gegn Leicester — sigurs, sem hefði átt að vera stærri en markatalan sýnir. Terry Hennessey skoraði fyrsta mark- ið i leiknum og i siðari hálfleik kom Alan Hinton Derby i 2-0, þegar hann skoraði úr vita- spyrnu. Keith Weller skoraði eina mark Leicester á 77 min. — mikið einstaklingsframtak. Stoke hafði yfirburði gegn Newcastle, en mörkin létu á sér standa. Tveir kunnir landsliðs- menn, Geoff Hurst (England) og Jimmy Robertson (Skotland) skoruðu mörk Stoke siðustu 10 min. leiksins. West Ham sýndi glæsileik gegn Sheff. Utd. i fyrri hálfleik og náði þá þriggja marka for- ustu. Fyrst skoraði Trevor Brooking og siðan Bryan Rob- son tvivegis. En fyrst i siðari hálfleik skoraði Tommy Taylor sjálfsmark og þá var eins og rythmi Lundúnaliðsins færi úr skorðum og fleiri urðu mörkin ekki. llcrek Dougan bjargaði Úlfunum frá tapi á laugardag meö ágætu skallamarki, enda stekkur hann hátt þessi hávaxni miöherji. liö Mercer sigraði með odda- markinu af fimm. Skozki lands- liðsmaðurinn Willie Carr skor- aði fyrsta markið i leiknurh fyr- Staðan i 1. þannig: deildinni er nú ir Coventry strax á fjórðu min. Liverpool 13 8 3 2 26-13 19 með skoti af 15 metra færi og ArSenal 14 7 4 3 18-10 18 annar skozkur landsliðsmaður Leeds 13 7 3 3 25-16 17 — Colin Stein. sem Coventry Chelsea 13 6 4 3 23-15 16 fékk nýlega frá Glasgow Rang- Tottenham 13 7 2 4 19-15 16 ers — skoraði annað mark liðs- Wolverh 13 6 4 3 26 22 16 ins á 53- min. með skalla af West ham 13 6 3 4 23-15 15 stuttu færi. Þetta var fyrsta Everton 13 6 3 4 15-11 15 mark Stein (frb. Stin) fyrir sitt Sheffield Utd. 13 6 3 4 16-18 15 nýja lið. En lið Manch. City fór Norwich 13 6 3 4 15-18 15 þá að sýna tennurnar og það Ipswich 13 5 4 4 16-15 14 voru ensku landsliðsmennirnir. Newcastle 13 6 1 6 21-20 13 Rodney Marsh og Mike Derby 13 ; > I > ( > 1 11-18 12 Summerbee. sem jöfnuðu. Southampton 13 3 5 5 10-12 11 Marsh skoraði á 59- min. Coventry 13 4 3 6 11-16 11 Summerbee 12 min. siðar. En Leicester 13 3 4 6 14-19 10 það reyndist ekki nóg til að WBA 13 3 4 6 12-17 10 bjarga stigi. Brian Alderson Stoke 13 3 3 7 21-24 9 skoraði sigurmark Coventry 13 Birmingham 14 3 3 8 17-24 9 min. fyrir leikslok og Manch. Manch. Utd. 13 2 5 6 10-15 9 City hefur enn ekki hlotið stig á Manch. city 13 4 1 8 14-22 9 útivelli á leiktimabilinu. Cr. Palace 13 2 5 6 8-16 9

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.