Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 15

Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 15
VÍSIR Mánudagur 16. október 1972. 15 Fegursti garöur sóknarinnar. Eins og nokkur undanfarin ár hefur Bræðrafélag Bústaðasókn- ar nýlega veitt viðurkenningu fyrir snyrtilega umgengni á lóð og húsi i sókninni. Sérstaklega skipuð dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu eftir vandasamt starf, að viðurkenningu skyldi að þessu sinni hljóta húseignin að BJARMALANDI 19, en hún er eign hjónanna Auðar Ellertsdótt- ur og Guðjóns Guðjónssonar. Fjölmargar húseignir aðrar komu til álita, og er ekki að efa, að þessi árlega viðurkenning bræðrafélagsins fyrir snyrtilega umgengni hefur orðið íbúum sóknarinnar hvatning til að fegra umhverfi sitt. Kólera i Sýrlandi. Samkvæmt tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni hefur kólera komið upp i Sýr- landi. Ollum, sem hafa i hyggju að feröast til Sýrlands eða nálægra landa á næstunni, er þvi eindregið ráðið til að láta bólu- setja sig í tæka tið, enda mega þeir búast viö, að vottorös um bólusetningu gegn kóleru verði krafizt viö komu hingaö til lands- ins. Fjörmikill leikhús- vetur á Akureyri. Þaö hefur gengið á ýmsu með rekstur leikstarfsemi á Akureyri undanfarin ár, en i vetur ætti leik- húslifiö nyröra aö verða meö allra fjörugasta móti. Ráðinn hef- ur veriö leikhússtjóri, Magnús Jónsson, og fjögur verkefni veröa tekin til meöferöar. Fyrst veröur tekiö fyrir Stundum og stundum ekki eftir Arnold og Bach, og verður Guörún Asmundsdóttir leikstjóri. Þá kemur Karde- mommubærinn fyrir yngstu gest- ina. siðar Brúðuheimilið eftir Ibsen og loks nýtt islenzkt leikrit Myndina tók Páll Pálsson á æf- ingu á Stundum og stundum ekki, — Guðrún leikstjóri er lengst til hægri á myndinni. eftir kunnan höfund, en ekki hefur verið skýrt frá þvi, hver hann er eöa hvers eðlis verk hans er. KAUPMENN FRAMLEIÐENDUR Héfum jafiMR fyrirlisfiaiidi og eigom í gontun mikif og fnHegt úrvol of KJOLAEFNUM, prjónuðum og ofnum, samkvcemt nýjustu tízku. Einnig úrvol of BUXNA- OG DRAGTAREFNUM, FOÐUREFNUM í fjölda lita og gerðo GARDÍNUEFNUM í mörgum gerðum, stórisa og ofin. Við flytjum eingöngu inn fró þekktum og viðurkenndum framleiðendum, og gerum okkur far um að fullnœgja óskum og þörfum viðskiptavinanna hverju sinni. Vinsamlegost hafið samband við sölumenn okkar, og kynnið ykkur verð, gœði og úrval, sem við höfum fyrirliggjandi og eigum vœntanlegt. AGUST ARMANN h.f. SÍMI 22100 Loftleiðahótelið í Lúxemburg opnar í lok órsins 1 bigerð er að Loftleiöir opni hið nýja hótel sitt i Luxemburg i lok þessa árs. Hóteliö, sem bera mun nafniö Hótel Aerogolf, er byggt i samvinnu við flugfélagið Luxavia og nokkra aðra aðila i Luxem- burg. Má segja, að alltaf verði Loftleiðir umsvifameiri. Rúm verða fyrir 300 gesti i hinu nýja hóteli. ,, ,i islendingar hinir rólegustu, — en Skotar öllu æstari. Það veröur að teljast rétt mat norska blaöamannsins Kjell SnCrthe frá Dag og Tid, aö tslend- ingar eru hinir rólegustu vegna landhelgisdeilunnar, brosandi og sigurvissir. Blaðiö gaf út myndarlegt blað helgaö landhelg- inni okkar. Hins vegar eru Skot- ar, vinir okkar, öllu æstari. Fulltrúi skozka þjóðernisflokks- ins hér William McDougall, hefur sent bréf til blaðamannafélagsins i London og fer þar þungum orð- um um áróður blaða I deilu þess- ari og er harðorður um enska blaðamannastétt. Dómstólakerfið allt i athugun. Dómsmálaráðherra hefur skip- _að nefnd til aö endurskoða dóm- sóilakerfi landsins á héraðsdóms- stiginu og til að kanna og gera til- lögur um, hvernig breyta mætti reglum um málsmeðferð í héraöi til þess að afgreiðsla mála yrði hraðari. t nefndina hafa verið skipaðir: Björn Sveinbjörnsson, hæstaréttarlögm., Hafnarfirði, sem formaður nefndarinnar, Björn Fr. Björnsson, sýslumaður, Hvolsvelli, fyrrverandi formaður Dómarafélags tslands, Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti, Kópavogi, núverandi formaður Dómara- félags tslands og Þór Vilhjálms- son, prófessor. Ritari nefdarinnar er Þorleifur Pálsson, fulltrúi i dóms-og kirkjumálaránuneytinu. \ATO býður styrki. Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) mun að venju veita nokkra styrki til fræðirannsókna i aðildarrikjum bandalagsins á háskólaárinu 1973-74. Styrkirnir eru veittir i þvi skyni aö efla rannsóknir á sameigin- legri arfleifð, lífsviðhorfum og áhugamálum Atlantshafsþjóö- anna, sem varpað geti skýrara ljósi á sögu þeirra og þróun hins margháttaða samstarfs þeirra i milli — svo og vandamál á þvi sviði. Upphæö hvers styrks er 23.000 belgiskir frankar á mánuði, eöa jafnvirði þeirrar fjárhæðar i gjaldeyri annars aðildarrikis, auk ferðakostnaðar. Utanrikisráðuneytiö veitir allar nánari upplýsingar og lætur i té umsóknareyðublöð, en umsóknir skulu berast ráðuneytinu i siðasta lagi hinn 15. desember 1972. Svona œttu allir þjófar að hafa það Sá, sem brauzt inn i súkkulaði- verksmiðjuna Lindu fyrir helgi, er fundinn. Hann hafði eyöilagt mjög mikiö þar, en fór nær tóm- hentur út. Þetta reyndist vera sjómaöur, sem hafði fengið sér tveiin of mikið neðan í þvi. Hann sýndi raunar af sér mikla greiðasemi viö lögregluna með því að skilja nafnið sitt eftir á inn- brotsstaðnum, en það var skrifað á kvittanaeyðublað, sem hann hefur tekið upp úr vasa sinum á meðan hann var þar inni. L.ó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.