Vísir - 18.10.1972, Síða 13

Vísir - 18.10.1972, Síða 13
Yisir Miðvikudagur 1S. október. 1972 __________ .______________ 13 | í DAG | í KVÖLP | í DAG | í KVÖLD | í DAG | Kannski á þessi ungi maður eftir að verða siðhærður bitill Sjónvarp í kvöld kl. 20.30: HÁR ER HÖFUÐPRÝÐI Mikið hefur verið fárazt út i siða hárið hjá ungu mönnunum siðan lubbinn komst i tizku. En oft er það, að þeir sem hæst láta, eru aðeins öfundsjúkir út i þessa með siða hárið, vegna þess að ekkert cða litið sprettur á hausum þeirra sjálfra. Nú munu samt flestir vera orðnir sammála um, að sitt hár getur verið mjög fallegt, jafnt hjá körlum sent konum, ef það er vel snyrt og hreint. Siða hárið hjá karl- mönnum er nú samt ekkcrt nú- timafyrirbrigði, allavega höfðu flestir kappanna i islendingasög- unum myndarlegan hárvöxt. i kvöld er á dagskrá sjónvarps þáttur, sem fjallar um hár- vöxtinn og hártizkuna i léttum dúr. Myndin er bandarisk og nefnist ,,Hár er höfuðprýði”. i myndinni er rabbað við sköllótta menn og siðhærða og sýnt, hvernig jafnt karlar sem konur leggja sig fram við að halda hár- vextinum og hárinu sjálfu í rækt. Þá verður þróun hártizkunnar rakin og hjátrú i sambandi við hárið og hárvöxtinn rifjuð upp. —ÞM Sjónvarp í kvöld kl. 21,25: Heigull í hórri stöðu... Allir kannast við Lce Marvin, enda liefur hann leikið i fjölda mynda sem sýndar hafa verið hér á landi. bæði i bióutn og sjón- varpi. Má þar nefna myndina ..Paint your wagon”, (Málaðu vagninn þinn), en hún naut mik- illa vinsælda, þegar hún var sýnd hér. i þeirri mynd söng Lee Marvin lagið ..Wondering star”, sem hann söng seinna inn á plötu og varð gifurlega vinsælt, aðal- lega vcgna þess hve hann söng falskt. Lee Marvin fer með eitt af aðal- hlutverkunum i myndinni „Árásin”, sem sjónvarpið sýnir i kvöld. Er það bandarisk biómynd frá árinu 1965. Með hin aðalhlut- verkin i myndinni fara þeir Jack Palance og Eddie Albert. Myndin gerist i seinni heims- styrjöldinni og greinir frá þvi, hvernig foringi nokkur ieiðir menn sina úr i dauðann vegna heigulsháttar sjálfs sin. Um leið kemur hann fram hefndum á þeim, sem hann telur sig'eiga grátt að gjalda. —ÞM i sumum hlutverkum sinum lék Lee Marvin hrotta og kaldrifjaða glæpamenn, gagnstætt því sem við sjáum i kvöld. Þessi mynd er úr kvikmyndinni,, The big heat” (1953). í þessari mynd drap hann í siga- rettum á berum handleggjum stúlkna eöa skvetti sjóðandi heitu kaffi framan i vinkonur sinar. Útvarp kl. 21,30: Hugsun og sólar- óstand séra Böðvars Útvarpssagan, „Bréf séra Böð- vars” er á dagskrá útvarpsins i kvöld kl. 21.30 og er það fimmti lestur. Lesandinn er Þorstcinn Gunnarsson leikari, en höfundur sögunnar er Ólafur Jóhann Sigurðsson. Ilöfundurinn tjáði blaðinu, að hann hefði lokið við að skrifa sög- una i janúar 1965, en þá hafði hann verið búinn að vinna að sög- unni i igripum i ein fjögur ár. Sagan var upphaflega mikið lengri en hún er nú, og hafði höf- undurinn oft breytt henni og stytt. i kvöld greinir frá hugsunum og sálarástandi sr. Böðvars, þegar hann kemur heim til sin að lokinni gönguferö með konu sinni. Ólafur lýsti ánægju sinni með lestur Þorsteins á sögunni, enda mun það vera samróma álit þeirra, sem á söguna hafa hlustað, aö lestur hans sé sérstak- lega lifandi og skemmtilegur. Siðasti lestur sögunnar er næst- komandi föstudag. — ÞM SJÓNVARP m~ MIÐVIKUDAGUR 18. október 1972 18.00 Teiknimyndir 18.15 Chaplin 18.25 Pétur og úlfurinn Ballett eftir Colin Russel við tónlist eftir Sergei Prókoffieff. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur undir stjórn Václavs Smetáceks. Söguna segir Helga Valtýsdóttir. Frum- sýnt 22. marz 1970. 18.50 Hlé I ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■ I Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 19. okt. m é Nl .... . rn S-É Tw U Hrúturinn, 21. marz—20. april. Góður dagur á margan hátt, en þó vissara að fara gætilega og láta ekki uppskátt um fyrirætlanir sinar við hvern sem er, sizt i peningamálum. Nautið, 21. april— 21. mai. Þér bjóðast einhver viðskipti, að öllum likindum, girnileg á yfir- borðinu, en einhverra hluta vegna er með öllu óvist, að þú hafir nokkurn ábata af þeim. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Flest virðist ganga sæmilega i dag, en ef til vill verða ein- hverjir erfiðleikar innan fjölskyldunnar, gallar á samkomulagi eða þess háttar. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Mikið annriki i dag, einhver mannfagnaður eða merkilegur atburður ekki langt undan, og þú virðist á báðum áttum hvað þátttökuna snertir. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Eitthvað, sém þú hefur gert þér nokkrar vonir um, virðist fara á annan veg en þú gerðir ráð fyrir, þó ekki svo að það verði eingöngu neikvætt. Mcyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú ættir ekki að hafá þig mikið i frammi i dag, en fylgjast þvi betur með öllu i kringum þig. Láttu ekki neinn hagnast á þér peningalega. Vogin,24. sept—23. okt. Góður dagur að mörgu leyti, en ekki allt sem sýnist hvað við kemur framkomu einhverra kunningja þinna við þig. Hafðu augu og eyru hjá þér. Drekinn, 24. okt—22. nóv. Mikiö annriki, en öryggið ekki að sama skapi hvað peningahliðina snertir. Gakktu vel frá öllum samningum og skilmálum, sem snerta þau mál. Bogmaðurinn,23. nóv.—21. des. Það gengur allt fremur greiðlega i dag, en þó er eitthvað eitt, sem^ekki er i lagi og ekki kemst i lag. Leitaðu að- stoðar gamalla og reyndra vina. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Góður dagur, en samt vissast að tefla ekki of djarft, að minnsta kosti ekki þar sem um peninga er að ræða. Gakktu tryggilega frá öllum samningum. Vatnsberinn,21. jan,—19. febr. Gerðu ekki mikið veður út af smámunum og reyndu að greina að- alatriðin i sambandi við þau mál, sem þú þarft að taka afstöðu til. Fiskarnir20. febr.—20. marz. Þú virðist eiga um eitthvað tvennt að velja og þarft að hugsa þig vel um, áður en þú tekur ákvöröun. Þvi miður mun timinn naumur. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 llár er höfuðprýði Bandarisk fræðslumynd, þar sem fjallað er i léttum tón um hárvöxt og hártizku. Rætt er við sköllótta menn og lokkaprúða og sýnt, hvernig bæði karlar og kon- ur leggja sig fram um að halda „höfuðprýði” sinni i rækt. Rakin er þróun hár- tizkunnar á siðari timum og rifjuð upp hjátrú i sambandi við hárvöxt. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.25 Árásin (Attack) Banda- risk biómynd frá árinu 1956, byggð á leikriti eftir Norman Brooks. Leikstjóri Robert Aldrich. Aðalhlut- verk Jack Palance, Eddie Albert og Lee Marvin. Þýð- andi Björn Matthiasson. Myndin gerist i heimsstyrj- öldinni siðari og lýsir þvi, hvernig heigull i hárri stöðu kallar dauða yfir liðsmenn sina — og hefnd yfir sjálfan sig. 23.10 Ilagskrárlok ÚTVARP «T MIÐVIKUDAGUR 18. október 14.30 Siðdegissagan „Draum- ur um Ljósaland” eftir Þór- unni Elfu Magnúsd. Höfundur les (3). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 islen/.k tónlist: 16.15 Veðurfregnir- Siðasta ferð min yfir Smjörvatns- heiði.Árni Benediktsson les minningarþátt eftir Bene- dikt Gislason frá Hofteigi. 16.40 Lög leikin á trompet. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i llrciðrinu” eftir Estrid ött Sigriður Guðmundsdóttir les (9). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti 20.00 Pianósónata nr. 28 i A- dúr op. 101 eftir Beethoven Artur Schnabel leikur. 20.20 Sumarvaka- 21.30 Útvarpssagan: „Bréf séra Böðvars” eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson-Þorsteinn Gunnarsson leikari les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsag- an: „Oskasteinninn”, smá- saga eftir Rósu Einarsdótt- ur frá Stokkahlöðum. Sig- riður Schöth les. 22.30 Djassþátturf umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.