Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 2
2 Visir. Fimmtudagur 9. nóvember 1972 VfelESPTC: Ætliö þér á skíði um helgina? Olav Kinar Lindtveit, nemandi. Nei ég fer aldrei á skiði. Ég stunda engar iþróttir, þvi ég hef alls engan áhuga á sliku. Björn K. Kinarsson, hljóðfæra- leikari. Já, ég ætla upp i Bláfjöll. Annars geri ég ekki mikið af þessu núna, áður fyrr keppli ég á skiðum. Siðast þegar ég fór gerði ég eins og afi gamli, skildi skiðin eftir heima, en fór með sleða. Jón Axel, nemandi. Nei, ég kann ekkert á skiðum, enda aldrei farið á skiði. Ég stunda aftur á móti mikið aðrar iþróttir. Kristin A. Jónsdóttir, nemandi. Nei, ég fer agalega sjaldan á skiði. Ég fer helzt þegar skólinn fer i skiðaferðir. Ég fer lika stundum á skauta, en stunda- annars litið iþróttir. Jón G. Hauksson, nemandi. Nei, ég fer litið á skiði. Yfirleitt stunda ég ekki mikið iþróttir, eða fáar. Ég hef ekki mikinn áhuga á sliku. Finnborg Jónsdóttir. Já, ég ætla að fara á skiði um helgina. Ég fer alltaf þegar ég get, og snjór er. Að ööru leyti stunda ég iþróttir litið. Jólaös að hefjast Sendingar hafnar Kftir öllu að dæma virðist sem jólaösin á íslandi sé að byrja. Að minnsta kosti eru islendingar larnir að hugsa fyrir þeim gjöfum og sendingum, sem þarf aö senda til annarra landa. Við höfðum samhand við fimm ver/.lanir i bænum-sem allar verzla með is- lenzkar vörur t.d. mat, eða is- len/.ka minjagripi, svo sem þjóð- bún'ingadúkkur, lopapeysur eða annað. Við höfðum samband við Rammagerðina, Álafoss, íslenzk- an heimilisiðnað, Baðstofuna, og einnig Sláturhúsið og Kjötverzlun Tómasar, sem hafa boðið upp á islenzka matarpakka. f minjagripaverzlunum er fólk þegar farið að koma og kaupa jólagjafir til þess að senda út. „Venjulega byrjar ösin um 10. nóv.” sagði afgreiðslustúlka hjá Alafossi og siðan eykst hún dag frá degi. Það er vist lika óhætt að segja að hún aukizt ár frá ári.” f Álafossi eru lopapeysurnar allra vinsælastar en einnig smá- vörur, svo sem vettlingar, húfur og treflar. „Fólk er jafnvel farið að hugsa lyrir jclakortum”, sagði af- greiðsiustúlka hjá Baðstofunni, og hún sagði einnig að farið væri að senda út pakka, merkta: „Jólagjöf”. Hún sagði að ullar- varan væri alltaf vinsælust, og einnig þeir hlutir sem fólk veit að brotna ekki og litlir hlutir, þegar hugsað er um sendingarkostnað. „Á laugardag kom hingað hópur af útlendingum, sem keyptu jólagjafir til þess að fara með heim”, sagði afgreiðslu- stúlka hjá fslenzkum heimilis- iðnaði, en hún sagði að lslendingar væru einnig farnir að hugsa fyrir jólagjöfunum. Skinn- vörur eru mjög vinsælar, að þvi er hún sagði, en einnig hand- prjónaðar vörur, keramik og silfur. Þær jólagjafir, sem þegar er farið að hugsa fyrir, fara flestar til Bandarikjanna og annarra fjarlægra landa, enda veitir ekki af timanum ef sent er sjóleiðis. Þó er miklu meira sent flugleiðis og mest allt, en gjafir og pakka til Norðurlanda er ekki farið að senda neitt að ráði ennþá. Sláturfélag Suðurlands og Kjöt- verzlun Tómasar hafa gefið fólki kost á að kaupa svokallaða matarpakka sem innihalda is- lenzkan mat. Eru þeir keyptir i verzlununum og þær sjá siðan um að koma þeim i póst og senda. Þó t Kammagerð er þegar orðið nóg að gera, og afgreiðslustúikurnar vigta pakkana sem farið er að senda utan og ganga frá þeim. Þeir pakkar, sem farið er að senda, fara flestir til Bandarfkjanna, en enn er litið farið aðsenda til nágrannalandanna. Hér sjáum við stúiku í islenzkum heimilisiðnaði ganga frá sendingu. ekki Sláturfélagið, sem lætur fólk sjálft um að senda og koma i póst. Pakkarnir kosta frá 1.150 krón- um og geta farið upp i 1.300 eða hærra, en það fer eftir þvi hvað i þeim er. Mest fara slikir pakkar til Danmerkur og Norðurland- anna, en mjög mikið magn fer þó til Bandarikjanna, sumir fara jafnvel til Kóreu, Chile, Suður- Afriku, Ástraliu o.s.frv. Mest er sent af slikum pökkum til tslendinga erlendis, en einnig eru slikir pakkar sendir út- lendingum. —EA filiu MD MBflÉnBHi Löggan hljóp undir bagga þegar leigubílstjórar svófu Keykjavik 7. nóv. 1972. „S.l. laugardagskvöld var ég að skemmta mér á Hótel Sögu ásamt fleira fólki, sem ekki er frá- sagnarvert. Þegar heim skyldi halda kl. 2 fór að kárna gamanið, þvi ekkert farartæki var að fá, en úti kalt og hált. Um klukkan þrjú fórum við af stað gangandi, fjög- ur, sem eigum heima i Breiðholt- inu og töldum vist að við myndum ná i leigubil á leiðinni. Hrakin og köld vorum við á Miklubraut um kl. 4, búin að veifa hverjum bil sem framhjá ók, án árangurs. Loksins stoppaði einn og það var þá lögreglan. Við hrukkum við og héldum að nú hefði einhver kvartað undan þessu veifandi fólki og bjuggumst við hinni verstu meðferð. En það var nú eitthvað annað. Eftir aö hafa spurt um ferðir okkar, sem við gátum varla svarað vegna kulda, buðust lögregluþjónarnir til að lofa okkur að sitja i uppi Breið- holt, þeir væru hvort eð væri á leiðinni þangað. Fegin urðum við að koma inn i hlýjuna og glöð að komast heim. En þessi ánægja breyttist i reiði er við komum heim i blokkina sem við búum i. Þar búa nokkrir leigubilstjórar, og þarna stóðu 5 leigubilar á stæðunum. Ekki nóg með það, einn af þeim er nágranni okkar og hann var með parti, svo ekki varð okkur svefn- samt. Nú langar mig til að spyrja: Hafa leigubilstjórar eng- ar skyldur, t.d. um lágmarks- fjölda leigubila á vakt? Þetta er forréttindastétt, lokuð stétt fyrir fáa útvalda. Auk þess fá þessir menn eftirgefna tolla á bifreiðum sinum. Fylgja þvi engar skyldur, bara réttindi? Geta leigubilstjór- ar farið heim úr akstri ef akstursskilyrði versna t.d. vegna hálku eða hvassviðris, þegar mest er þörfin á leigubilum? Fokvondur Breiðhyltingur. Mmkurinn og óhœttan R.H. skrifar. „Þann 1. nóv. birtist i þættinum athyglisvert bréf um minkinn. Athyglisvert vegna þess, að hún endurspeglar vel þann ræfils- hugsunarhátt að ævintýra- spekúlantar eigi að hirða gróðann en hið opinbera tapið, ef ævintýr- ið endar illa. Greinarhöfundur, M.R. spyr: „Veitti ekki rikisvaldið mestu fyrirgreiðsluna þegar þessum at- vinnurekstri var komiðá fót.Væri betra fyrir þessa sjóði að láta búin fara á hausinn og tapa láns- fénu?” Með leyfi að spyrja, voru þessi minkabú stofnuð af rikinu? Voru það ekki fjársterkir einstakling- ar, sem lögðu út i ævintýrið? Eiga þeir ekki, og þeir einir að bera arð og áhættu af fyrirtækinu? Mér virðist það fullkomin ósvifni af greinarhöfundi að hóta nú lánasjóðunum, er veittu á sinum tima fyrirgreiðslu; algjöru tapi vegna fjárveitinganna. Aumari hugsunarháttur verður varla fundinn. Minkamenn góðir. Hirðið bæði gróðann og tapið. Eins og þið sjá- ið munið þið uppskera. Þið keypt- uð mink af Norðmönnum á okur- verði, þegar Norðmenn sjálfir sáu að minkurinn var kominn i hundana. M.R. vill ekki leyfa öðr- um en minkamönnum sjálfum að flytja mál sitt á opinberum vett- vangi. Það er i samræmi við mál- staðinn. E.s.:Forystugrein Visis 16. okt. sl. hefst svo: „Dagblöð magna si- fellt rok i vatnsglasi stjórnmál- anna. Stjórnmálamenn stunda burtreiðar sinar i sérstöku Limbói”. Vill blaðið gera svo vel og upplýsa hvaða tungumál þetta er”. Það er okkar álit, að rok i vatnsglasi sé mjög auðskilið orðalag fyrir þá sem vilja skiija. Það er hægt að búa til rok hvar sem er, jafnvel á kyrru yfirborði vatnsgiass, ef. menn vilja biása. Limbó merkir lieimur sem ekki er til, draumaheimur. Ef til vill man einhver eftir leikritinu „Ferðin tii Limbó”, sem einmitt fjallaöi um slikt draumaland. Gott er kaffið hennar Kristínar S.S. skrifar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um það að við íslendingar erum mikið fyrir kaffi og eigum flestir sammerkt i þvi að vilja hafa það gott. Hér i Reykjavik er viða hægt að fá keypt kaffi og með þvi, en mik- ið skelfing er það misgott. A mörgum stöðum er það svo, að aðeins fyrst á morgnana er hægt að fá gott kaffi, nýbúið er að hella uppá. Nú er það svo, að við kaffifólkið gerum okkur ekki ánægt með að fá aðeins gott kaffi á morgnana. Við viljum alltaf fá nýuppáhellt, gott kaffi. Siðan ég uppgötvaði hvað kaffið er gott i Leifsbrunni hjá frú Kristinu, fer ég ekki þar fram hjá án þess að lita inn, ef sæti er laust. Það má einnig nefna það, að aðstaðan þar er svo eink- ar vinaleg og afgreiðslan þægileg og látlaus. Já, kaffið hennar frú Kristinar er gott”. HRINGIÐ í síma86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.