Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 4
Visir. Fimmtudagur 9. nóvember 1972
Stœrsta fjór-
falda klukkan
í heiminum
Þab gefur auga leið, að klukkur
sem vega 50 tonn eru engar smá-
smiðar. Þær eru það heldur ekki,
klukkurnar á Allan- Bradley-
byggingunni i bjórbænum Mil-
waukee i Bandarikjunum. Stóru
visarnir eru liðlega sex metrar á
lengd og þeir litlu 4,88 metrar.
Sjálfar eru kiukkurnar 40 metrar
á hæð, og þar sem þær prýða turn
byggingarinnar i 280 feta hæö,
þjóna þær jafnvel þeim sem sigla
um Michiganvatn I allt að 40
milna fjarlægð.
Tölurnar gefa hugmynd um
stærð klukknanna, en bezt
glöggvar maður sig á stærð
þeirra, þegar maður hefur tekið
eftir gluggaþvottamanninum,
sem sleginn hefur verið hringur
utan um á myndinni.
Klukkurnar eru teiknaðar af
einum verkfræðinga Allans Brad-
ley og settar upp fyrir nær tiu ár-
um siöan.
ÚRSLIT VINSÆLDAKOSNINGA NME 1972:
KARL SIGHVATSSON
VAR EKKI AÐ REYNA
VIÐ NEITT SLOR!
— Emerson, Lake and Palmer vinsœlastir í heimi
Kftir að hafa fylgzt meö þvi,
hverja vinsælustu popstjörnur
heims tclja bez.ta I hljóðfæraleik,
og lesið úrslitin i kosningum
þeirra scm NKW MUSICAL KX-
PRKSS hefur birt, er gaman að
virða lyrir sér úrslitin i kosning-
um blaðsins MKLODY MAKKH,
en sem kunnugt er taka plötu-
kaupcndur þátt i þeim kosning-
um.
Blaöiö birti nýlega úrslit
kosninganna 1972, en i kosningun-
um þetta árið voru fleiri atkvæði
en nokkru sinni fyrr. Kn litum nú
á hez.tu úrslitin:
Mestrar athygli njóta venju-
lega úrslitin i kosningunni um
vinsælasta brezka söngvarann.
Þetta árið er það ltod Stewart,
sem hreppir fyrsta sætið þar, en
næstur honum að vinsældum
gengur Hobert Plant, sem m.a.
hefur sungið hérlendis með
hljómsveitinni Led Zeppilin.
Annar tslandsfari er lfka á listan-
um. Það er Ian Gillan, sem hing-
að kom með Deep Purple, en
hann er i tiunda sæti. Aðrir á lista
eru helztir Klton John i fimmta
sæti, Mick Jaggeri þvi sjöunda og
loks John Lennon i niunda. En
hann er einmitt sá, sem vinsæl-
ustu pop-söngvararnir völdu sér
fremstan i kosningum NME.
Sérstaklega er kosið um vinsæl-
asta hljómlistarfólk heims i MM-
kosningunum, en þar var það Neil
Young.sem hafnaði i fyrsta sæt-
inu og Hobert Plant er einnig i
öðru sæti þess lista. Þar er Rod
Stewartaftur á móti i fjórða sæti.
Bob Dylan kemst þar i áttunda
sæti — og i tiunda sæti situr Joe
Cocker, sem við fengum að sjá
framan i á hvita tjaldi Gamla
Biós nú á dögunum.
Að sjálfsögðu kusu lesendur
Melody Maker einnig vinsælustu
söngkonurnar. I kosningunni,
sem bundin var við brezkar söng-
konur einvörðungu, varö Maggie
Bell hlutskörpust, en vinsælasta
söngkona heims er hins vegar
Joni Mitchell.
HLJOMSVEITIN Emerson,
Lake and Palmervar kjörin bæði
vinsælasta hljómsveit heims og
sú vinsælasta i Bretaveldi. Svo af
þvi má sjá, að hann Karl Sig-
hvatsson var ekki að róa á óæðri
mið, þegar hann vildi fá hljóm-
sveitina hingað til lands á siðasta
vori.
Hljómsveitin skákaði Rolling
Stones i annað sæti listans yfir
vinsælustu hljómsveitir heims, en
i öðru sæti listans yfir brezku
hljómsveitirnar situr hljómsveit-
in Pink Floyd, sem i fyrrasumar
fór fram á að fá að koma hingað
til lands til hljómleikahalds," en
var hafnað af hérlendum hljóm-
leikahöldurum.
Led Zeppelin komast á báða
listana. Þeir eru i sjötta sæti þess
brezka, en fjórða sæti hins list-
ans. Deep Purple náðu hins vegar
ekki að komast á blað.
Hljómsveitir, sem komust á
blað yfir tiu efstu á báðum listun-
um voru Jethro Tull, Who og
Yes.
Og að lokum má geta þess,
hvaða plötur voru kosnar vinsæl-
astar þetta árið. HARVEST, LP-
plata með Neil Young var kosin
sú bezta i heiminum og henni
næst BANGLA DESH-plötur
George Harrison og hans fél-
aga. Bezta brezka LP-platan var
svokjörin ARGUS.sem Wishbone
Ash eiga heiðurinn af.
Beztu litlu plöturnar telja svo
lesendur MM vera Lady Eleanor
með Lindsfarne og AMERICAN
PIE með Don McLean.
RYMINGARSALA - SKYNDISALA
Vegna flutnings ó Teppahúsinu í Skeifuna 15,
verða ógölluð Wilton teppi seld ó niðursettu verði.
Gerið góð kaup ó meðan birgðir endast.
Teppahúsið -
Húsgagnaverzlun Guðm.
TEPPI
TEPPI
TEPPI
TEPPI
TEPPI
TEPPI
TEPPI