Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur !(. nóvember 1972
5
AP/ISITB í MORGÚN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTL
Umsjón
Guðmundnr Pptnrcsnn
Slœleg kjörsókn en
samt mesta atkvœða-
magn allra kosninga
Aldrei fyrr hafa jafn-
margir gengið til at-
kvæða i forsetakosn-
ingum i Bandarikjunum
eins og í fyrradag — en
samt var kjörsókn sú
dræmasta siðan 1948.
Talið var, að alls
hefðu 77.5 milljónir kjós-
enda skilað atkvæði, en
mesta atkvæðamágn til
þessa var i kosn-
ingunum 1968, þegar 72
milljónir skiluðu at-
kvæði.
En opinberar skrifstofur gerðu
ráð fyrir þvi, að 140 milljónir
hefðu haft rétt til að kjósa þetta
ár. Þar með voru taldar þær 11,5
milljónir kjósenda á aldrinum 18-
20 ára, en þetta voru fyrstu kosn-
ingarnar i Bandaríkjunum, þar
sem 18 ára höfðu kosningarétt.
Með þvi að einungis 77.5
milljónir hafi kosið að þessu
sinni, þá hefur kjörsóknin aðeins
verið um 56%, en i kosningunum
1948, þegar Harry Truman var
kosinn forseti, fóru aðeins 52%
kjósenda á kjörstað og skiluðu at-
kvæði sinu.
1952 kusu 63% og árið 1956 kusu
60%, en 64% kusu 1960, og 62%
kusu 1964, en 61% 1968.
Gert hafði verið ráð fyrir þvi,
að 85 milljónir Bandarikjamanna
mundu kjósa að þessu sinni, eða
svipað hlutfall og 1968 — nefni-
lega 61% af 140 milljónum.
En þótt þær áætlanir stæðust
ekki, þá er þetta hæsta atkvæða-
tala, sem nokkru sinni hefur
skilað sér i kosningum. Enda
urðu tafir og mynduðust viða
miklar biðraðir á kjörstöðum i
Bandarikjunum i fyrradag.
2,5 MILLJÓN ÁRA MANNABEIN
Fornleifafræöingur í
Kenya lýsti því yfir um
helgina, aö fundizt hefði 2,5
milljón ára gömul haus-
kúpa, sem „væri talin nær
örugglega elzta heila haus-
kúpan af frummannin-
um."
Richard Leakey, fornleifafræð-
ingur, sagði, að beinin, sem talin
eru 1,5 milljónum árum eldri en
þau, sem hingað til hafa verið
álitin fyrstu minjar um manninn,
mundu kollvarpa fyrri skoðunum
Dauðarefsing
tekinn upp
aftur í
Kaliforníu
Kaliforniubúar felldu i kosning
unum i fyrradag lagafruinvarp,
sem gerði ráð fyrir strangari af-
stöðu gegn klámi á prenti og i
kvikmyndum.
Auk þess að kjósa um forseta
og þingmenn kusu Kaliforniu-
menn um nokkur önnur mál, sem
borin voru undir kjósendur — eins
og hvort taka ætti aftur upp
dauðarefsingu og hvort leyfa ætti
marijuanareykingar.
67,5% greiddu atkvæði gegn
strangari klámlögum, en
frumvarpið gerði nánast ráð
fyrir, að hvers konar umtal um
sex eða nektarmyndir væri grun-
samlegt klám.
Svipaður fjöldi var á móti þvi,
að marijuanareykingar yrðu
leyfðar, en þó ögn færri. 66%
greiddu atkvæði gegn þvi, að 18
ára fólki og eldra yrði leyft að
reykja marijuna, rækta það i
görðum sinum og flytja það. Þeir,
sem studdu tillöguna, töldu þó
þessi úrslit sér hagstæð, þvi að
rúmlega 30%, sem fylgjandi voru,
hefðu með atkvæðum sinum sýnt,
að þeir teldu fikniefnalögunum
ábótavatn.
Dauðarefsingin var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta eða
tveimur á móti hverjum einum.
En andstæðingar hennar þóttust
vissir um, að dómstólar mundu
ekki framfylgja henni eftir niður-
stöðu hæstaréttar i júni i sumar,
sem hnekkti dauðadómi. Á hinn
bóginn hélt Ronald Reagan,
fylkisstjóri, þvi fram, að ekkert
væri þvi til fyrirstöðu, að dauða-
refsing yrði viöhöfð, þvi að hún
hefði aldrei verið afnumin með
öllu. Dauðarefsing lægi t.d. enn
við þvi, ef lifstiðarfangi yrði
fangaverði að bana.
manna um upphaf og þróun nú-
timamannsins.
Hauskúpan ásamt fótleggjum
tveggja einstaklinga frá svipuð-
um tima fundust i grýttri brekku i
eyðimörk austur af Rudolf-vatni i
Kenya. Þetta svæði er litt kann
að enda allt morandi i ræningj
um þar. Það er um 500 milur
Kenya. Þetta svæði er litt kannað
enda allt morandi i ræningjum
þar. Það er um 500 milur norður
af Olduvai Gorge i Tanzaniu, þar
sem uppgötvanir foreldra
Leadeys, þeirra Mary Leakey og
Louis Leakey, gjörbyltu á sinum
tima fyrri skoðunum manna um
frummanninn.
Sonur þeirra Richard Leakey,
veitir forstöðu þjóðminjasafninu i
Kenya og vann að uppgreftrinum
á vegum þess. — Um leið og hann
Fimm manns fórust og kafarar
leituðu 6 annarra, sem saknað er,
eftir að flutningaskip rakst á um-
ferðarbrú yfir Brunswick-íljót i
Georgia i Bandarikjunum i fyrri-
nótt.
skýrði fréttamönnum frá beina-
fundinum, sagði hann, að rann-
sóknir á þeim mundu taka tölu-
verðan tima, ,,en samanburður á
þeim og fyrri gögnum benda til
þess, að þessi nýi fundur verði
miðpunktur endurmats á fyrri
uppgötvunum um „homo
sapiens” — nútimamanninn.”
Til þessa hafa menn haldið, að
homo sapiens hafi orðið til ein
hvern tima á siðustu 2 milljónum
ára og hafi þróazt úr „austra-
lopithecus”, sem var vera með
einkenni bæði apa og manns.
Richard Leakey upplýsti
fréttamennina um, að elztu gögn
um tvifætta.upprétta hugsandi
mannveru, sem hingað til hefðu
verið tekin gild af visindamönn-
um, væru frá þvi fyrir 1 milljón
ára.
Flutningaskipið lenti á fullri
ferð á þessari 15ára gömlu brú og
braut úr henni þrjá burðarstólpa,
svo að stór hluti brúarinnar
hrundi niður. Nokkrir bilar féllu
niður i fljótið, þar sem þeir voru á
leiö yfir búna,.þegar slysið varö.
David Frost í það heilaga
Söngkonan Diana Carroll og myndinni fréttamönnum
sjónvarpsstjarnan David Frost demantshringinn, scm unnust-
kunngjörðu fréttamönnum á inn gaf henni, en aöspurö, um
sunnudaginn, að þau ætluðu að hve ntargra karata steiiTninn
gifta sig um næstu páska i Lond- væri, sagði hún fréttamönnum :
on. Söngkonan sýnir hér á „llann er jafnstór hjarta
Davids.”
Flutningaskip braut niður brú
Á fimmta hundraö Indiánar, vopnaðir bogum, örvum og heima-
gerðum spjótum, liéldu hyggingu Indiánainálastofnunarinnar i
Washington i nær viku, og neituðu að yfirgcfa hana, þar til yfir-
völd höfðu lofaðþeim ýmsum uinbótum. Indiánarnir höfðu hótað
aðsprengja bygginguna i loft upp og hlóðu tálmunum i allar inn-
göngudyr til þess að varna lögreglunni inngöngu.
Kosningavélar biluðu og fram-
lengja varð kosningunum
Bilaðar kosningavélar, mis-
prentaðir atkvæðascðlar og sitt
livað fleira settu sums staöar i
Kandarikjunum framkvæmd for-
sctakosninganna úr skorðum.
Sums staðar var rétturinn að
úrskurða framlengingu á
kosningunum um nokkrar stundir
og á öðrum stöðum varð að gera
atkvæðaseðla upptæka.
t Hudson-sýslu i New Jersey
varð að framlengja kjörfund um
heila klukkustund, vegna þess aö
bilun hafði komið upp i kosninga-
vélum. Repúblikanar og demó-
kratar sökuðu hvorn annan um
skemmdarverk á vélunum til
þess að tefja fyrir atkvæða-
greiðslunni, en formaður kjör-
stjórnar upplýsti siðar, aö lausar
rær á nokkrum boltum i vélunum
hefðu orsakað bilunina.
1 Detroit neitaði hinsvegar
dómari að verða við beiðni um
úrskurð til að framlengja
kjörfund, en þar höfðu orðið
bilanir i vélum, er leiddi til mik
illa tafa á kjörstað, svo að langar
biðraðir kjósenda mynduðust við
kjörklefana. Dómarinn sagði, að
reglurnar tryggðu hvort sem er
þeim, sem komnir væru i bið-
raðirnar, rétt til að kjósa, þótt
komið væri fram yfir lokunar-
tima.
t Houston i Texas leiddi
misprentun á kjörseðlunum, þar
sem rugluðust nöfn frambjóð
enda á milli dálka, til þess, að
telja varð atkvæðin eftir flokkum,
en ekki nöfnum frambjóðenda.
Milli 500 og 800 kjósendur höfðu
greitt atkvæði, áður en uppvist
varð um m isprentunina á
atkvæðaseðlunum.
t Butler-sýslu i suðvesturhluta
Ohio varð einnig að framlengja
kjörfundi vegna bilunar i
kosningavélum.
Shriver hálsveikur
eftir 500 kosninga-
rœður
Sargent Shriver varð að leita
sér læknis i gær-morgun, þegar
hann hafði lokið við að kjósa i
Rockville, en hann kenndi
veikinda i hálsi.
Læknir rakti veikindi Shrivers
til þess, að hann hefur flutt meira
en 500 kosningaræður á siðustu 90
dögum.
Að lokinni læknismeðferð hélt
Shriver á fund fjölskyldu sinnar á
heimili sinu i Washington, þar
sem deginum var varið til fót-
boltakeppni i garðinum, við
fréttamenn, sem þar biðu
kosningaúrslita hjá Shriver, og
svo ýmsa aðstoðarmenn
Shrivers.
4 lönd bjóðast til að
halda vetrarleikana
1976 í stað Colorado
Sviþjóð, Austurriki, Frakkland
og Kanada hafa öll boðizt til þess
að halda Vetrarólympluleikana
1976, eftir að úrslit kosninganna i
Colorado sýndu, að ibúarnir höfðu
fellt með miklum meirihluta til-
lögur um að veita meira fé til
undirhúnings leikunum I Denver.
Fylkisstjóri Colorado hafði lýst
þvi yfir, að fallið yrði frá þvi að
halda Ölympiuleikana i Denver,
ef kjósendur sýndu sig að vera
mótfallnir aukinni fjárveitingu til
þeirra. — En þaö yrði i fyrsta
sinn, sem nokkur borg gerði slikt,
sem á annaö borð hefur boðizt tií
að standa fyrir leikunum.
Á hinn bóginn gerðu margir sér
vonir um, að stjórn Nixons muni
hlaupa undir bagga, og leysa úr
fjárhagsörðugleikum Denver og
styrkja leikana vegna þess álits-
hnekkis, sem Bandarikin mundu
biða af þvi að hætta við vetrar-
leikana.