Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 1
62. árg. — Fimmtudagur 9. nóvember 1972 — 257 tbl.
ANNAÐ EINVÍGI FISCHERS
OG SPASSKYS Á N/ESTA ÁRI?
- SJÍ BAKSÍDU
m
mm
Jólaösin er
strax hafin
Já. jólaösin er nú þegar
byrjuö i sumum verzlunum
borgarinnar.
Sjá bls. 2
Fyrirtœki beri
gróðann og
ríkið tapið?
Kinnst minkaræktendum, aö
þeim beri gróðinn af
rekstrinum, en rikið eigi aö
bera tapið? Þannig spyr
brcfritari i dag og ráðleggur
þeim að taka tapið a sinar
lierðar.
Sjá bls. 2.
Hvað tekur nú
við í stefnu
Bandaríkjanna?
— sjá bls. 6
56% kusu í for-
setakosningunum í
Bandaríkjunum
Þrátt fyrir citthvert mesta
atkvæðamagn, sem sögur
fara af i nokkrum kosningum
— þá var kjörsóknin i for-
setakosningunum i Banda-
rikjunum i fyrradag sú slæ-
legasta siðan 1948. Aðeins
kusu 56% eða þvi sem næst.
Sjá nánar á bls. 5
„Einar er
skuldbundinn til
að senda okkar
stúlkur út"
— sjá baksíðu
Enn einn
sjúkur til
ísafjarðar
i nótt baö brezka eftirlitsskipið
Rangcr Brisais um leyfi til að
taka sjúkan mann um borð í land-
vari. Leyfið var þegar veitt og
reyndist vera um að ræða skip-
verja af togaranum Peter Scott.
Fór eftirlitsskipið með hann inn
til isafjarðar.
Það er ef til vill ekki furða, þótt
togarinn hafi ekki haft löngun til
að koma sjálfur til hafnar. Peter
Scott var fyrsti togarinn, sem
fékk að kenna á klippum varð-
skips, og hefur litinn áhuga á að
eiga viðskipti við íslendinga sið-
an. Sjómaðurinn mun hafa fengið
botlangakast.
Sökum dimmviðris á miðunum
hefur ekki reynzt unnt að fljúga
þar yfir og kanna fjölda veiði-
þjófa undanfarna daga.
— SG
Krefja ÍSAL um
60-70% hœkkun
Kröfur í 100
liðum, segir
forstjóri íslenzka
úlfélagsins
Verkalýðsfélögin, sem
hagsmuna eiga að gæta
i Straumsvik hjá
íslenzka álfélaginu hafa
nú lagt kröfur sinar um
kjarabætur i um 100
liðum. Að þvi er Ragnar
Halldórsson, forstjóri
ISAL, sagði i viðtali við
Visi, jafngilda þessar
kröfur a.m.k. 60-70%
kostnaðarhækkun fyrir
ISAL, ef að þeim yrði
gengið. Halli á rekstri
ISAL verður fyrirsjáan
lega um 300 milljónir á
þessu ári.
Verkalýðsfélögin, niu talsins,
lögðu fram sameiginlegar kröfur
i um 40 liðum. Helztu kröfur þar
eru um 33% hækkun grunnkaups,
vinnutimastyttingu, aukningu or-
lofs og aukningu starfsfólks,
sennilega til að létta á þeim, sem
fyrir eru.
Auk þessara krafna leggja hin
einstöku verkalýðsfélög fram
sérkröfur, og eru þær samtals um
60 talsins.
Ekki eru tök á þvi að gera öllum
þessum kröfum skil. Þess má þó
geta, að vaktavinnufólk hjá ISAL
telur vinnutimann enn vera of
langan, en vakavinnufólkinu ber
að vera 37.5 klukkust á vinnu-
stað. Þennan tima vill það stytta
i 35 stundir. — Þá er farið fram á
aukningu orlofs, en vaktavinnu-
fólk hefur nú 4 vikna sumarorlof
og 4 vikna vetrarorlof. — Vetrar-
orlofið er þannig til komið, að
fyrir styttingu vinnuvikunnar,
sem gerð var i fyrra með lögum,
hafði vaktavinnufólk 2 vikur i
vetrarorlof vegna vinnu á helgi-
dögum, en tvær vikur bættust viö
vegná vinnutimastyttingarinnar,
en erfitt var að láta hana ganga
upp i vaktafyrirkomulaginu.
Samningar verkalýðsfélaganna
renna út 30, nóvember. en starfs-
fólk ISAL hefur jafnan ekki átt
samleið með öðrum launþegum,
sem aðildarfélög ASl hafa samið
fyrir.
VJ
Ollu geysilegu tjóni
Múl skipverja ú Núttfara tekið fyrir hér eftir spjöll þeirra í
Fuglafirði í Fœreyjum
Skipverjarnir af islenzka
sildarskipinu Náttfara, sem oilu
miklu tjóni i Fuglafirði i
Færeyjum i fyrrinótt, hefur verið
sleppt þaðan, og er skipiö farið á
veiðar. Verður málið tekið fyrir á
islandi, en að þvi er fréttaritari
okkar i Færeyjum sagði, krefjast
þeir, sem urðu fyrir tjóninu,
mikilia skaðabóta.
Skipverjarnir stálu fimm bilum
á staðnum, og eftir að hafa ekið á
húshlið á timburibúðarhúsi
endaði ferðin með þvi, að bflarnir
fóru allir út af, en skipverjana
sakaði ekki. Þeir stálu auk þess
stórum kranabil, sem mun kosta
tvær milljónir og er hann gjör-
samlega ónothæfur eftir. Einn af
eigendum bilanna fimm, en hann
átvoþeirra, telur, aö skipverjar
hafi valdið tjóni, sem nemur
næstum einni milljón. Það er að
segja, aðeins á þessum tveimur
bflum hans. Skipverjar þessir
voru ráðnir á skipið Náttfara
stuttu áður en skipiö hélt frá
íslandi til veiða.
—EA
Margur bilstjórinn tautar
sjálfsagt eitthvað ekki faliegt
yfir snjókomunni og óskar
þess heitast, að snjórinn hyrfi
sem skjótast. En þau óska
þess árciðanlega ekki börnin,
sem loksins geta dregið fram
sleða sina úr geymslunni og
rennt sér niður brekkurnar. Á
sumum götum var jafnvel
hægt að fara á skauta i gær,
þvi að svo hálar voru þær
orönar.
Bjarnleifur tók þessa mynd i
Ártúnsbrekku i gærdag, en
þar var saman kominn hópur
barna. Vcðurfræðingar spá
engri úrkomu i dag, en sjálf-
sagt mun snjór haldast eitt-
hvað áfram.
—EA