Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 8
Vísir. Fimmtudagur 9. nóvember 1972 Visir. Fimmtudagur 9. nóvember 1972 iBMM Haukar með annan fótinn í 1. deild — sigruðu Gróttu i gœrkvöldi með ótta marka mun, 17-9 Steión Jónsson, landsliösmaburinn i Haukaliöinu, hefur komizt framhjá Kristmundi og skorar eitt af mörkum Hauka i gær. Ljósmynd Bjarn- lcifur. 386 skráðir iðkendur í handknattleik í USA! — en í heiminum eru virkir taldir tœplega tvœr þátttakendur í handknattleik og hálf milljón manna í þeim 47 löndum, sem aðild eiga að Alþjóða- handknattleikssam- bandinu, eru tæplega tvær og hálf milljón virkir þátttakendur i handknattleiksiþróttinni — kaiiar og konur. Karl- menn eru 921.794, en konur 212.242, sem stunda iþróttina og ung- lingar eru 1.236.140. Kélög i þessum 47 löndum, sem handknatt- leik hafa á stefnuskrá sinni, eru 121.014. 1 Sovétrikjunum iðka flestir handknattleik. Þar eru félög 20.600 og virkir þátttakendur 790.000 eða næstum einn þriðji þeirra, sem iðka handknattleik i heiminum. Vestur-Þýzkaland er i öðru sæti með 469.000 þátttakendur, en þar eru félögin flest eða 23.017. Siðan kemur Spánn með 150.000 iðkendur, Kina með 145.000, Dan- mörk 114.000, Austur-Þýzkaland með 108.000, Frakkland 81.000, Japan 69.000, Holland 67.000, Sviþjóð 57.000 og Kanada með fimmtiu þúsund iðkendur i hand- knattleik. LEIKFIMI búningar Ballettbúningar kvenna Verð frá kr. 340,00 Stutterma og langerma Margir litir Strigaskór Stuttbuxur — Bolir Sokkar. SP0RTVAL HLEMMTORGI simi 14390 I Allt til íþrótta Júgóslavia, sem hlaut Olympiumeistarana i handknatt- leik á leikunum i Munchen i sumar, en i tólfta sæti meö 47 þúsund virka þátttakendur i handknattleik. Minnsta sambandið innan al- þjóðasambandsins er Brazilia. Þar eru iðkendur handknattleiks 266 talsins. 1 Bandarikjunum Norður-Ameriku er aðeins skráðir 386 handknattleiksiðk- endur. Hér á Islandi voru iðkendur i handknattleik 6161 árið 1971 sam- kvæmt skýrslu Iþróttasambands Islands. Það ér önnur fjöl- mennasta iþróttagreinin hér á landi.. Knattspyrnan er i fyrsta sæti með 10,407 iðkendur. Leikurinn i gærkvöldi var slakur. Haukar þó áberandi sterkari aðilinn — einkum i vörn — en það er greinilegt, að margir leikmanna Hauka verða að ná af sér nokkrum auka- kilóum ef þeir ætla að gera sér von um árangur i 1. deildinni i vetur. Lið Gróttu á enn ekki erindi i 1. deild. Liðið er i mótun — ungir leikmenn, sem margt eiga ólært i handknattleiknum, en undir stjórn landsliðsmannsins Sigurðar Einarssonar þarf það varla að kviða framtiðinni. Leikmenn Gróttu voru meira með boltann i leiknum i gær, en sáralitill broddur i sóknar- lotunum. Aðeins einn leikmaður sem eitthvað verulega gat ógnað með skotum, Halldór Kristjánsson, áður leikmaður i yngir flokkum Vikings. Fyrri hálfleikurinn var jafn i gær. Haukar komust þó nokkuð fljótt i 3-1, en með þremur mörkum i röð tókst Halldóri að jafna þann mun og koma Gróttu yfir i eina skiptið i leiknum 4-3. það var á 16 min, og áður hafði Grótta misnotað vitakast. Haukar voru ekki beint heppnir á þessum kafla — áttu nokkur stangarskot. En Sigurður Jóa- kimsson jafnaði og Haukar sigu svo fram úr, 6-4. Þá tókst Kristmundi að skora fyrir Gróttu 6-5 og fékk rétt á eftir tækifæri til að jafna. Þá komust tveir Gróttumenn friir upp i hraðupphlaupi. Skotið brást. Haukar náðu knettinum og 7-5 i hálfleik. Grétar Vilhelmsson skoraði fyrsta markið-i siðari hálfleik fyrir Gróttu, en síðan náði Agnar Friöriksson —- einn af landsliösmönnum tR i körfu- boltanum. Magnús og Valur dœma tvo leiki erlendis! PÓSt- sendum HLEMMTORGI simil4390 Handknattleiks- dómararnir kunnu, Magnús V. Pétursson og Valur Benediktsson, eru á förum til Sviþjóðar og Noregs, þar sem þeir munu dæma tvo landsleiki- Hér er um að ræða tvo lands- leiki leikmanna 23ja ára og yngri. Fyrri leikurinn verður á sunnudaginn 12, nóvember i Halmstad i Sviþjóð og leika þar Danmörk og Sviþjóð. Hinn leikurinn verður i Sandefjord i Noregi á þriðjudag og mætir danska liðið þar hinu norska. Þeir Magnús og Hannes Þ. Sigurðsson áttu að dæma þessa leiki að þvi er upphaflega var ákveðið, en Hannes getur ekki farið utan vegna anna, og kemur Valur i hans stað. Samkvæmt samningi Hand- knattleikssambands íslands við önnur sambönd á Norður- löndum dæma islenzkir dóm- arar tvo leiki á Norðurlöndum árlega og falla þessir tveir leikir undir það samkomulag. „Gerum okkar bezta gegn Real í kvöld" — Evrópuleikur ÍR og Real Madrid í Laugardalshöllinni — iR-liöið í körfuboltan- um hefur æft vel frá því í sumarog ég held við getum náð góðum árangri gegn hinum þekktu leikmönnum Real Madrid í Laugardals- höllinni i kvöld. Allir eru ákveðnir i að gera sitt bezta sagði Agnar Friðriksson, einn af landsliðsmönnum ÍR, þegar blaðið náði tali af honum í gær. Evrópuleikur ÍR og Real Madrid i meistarakeppninni i körfu- bolta hefst kl. 20.15 í Laug- ardalshöllinni í kvöld. Agnar Friðriksson, sem er leik- reyndastur IR-inga með 23 lands- leiki, bætti við, að hann hefði hrifizt mjög af leikmönnum spánska liðsins á æfingu hér i Laugardalshöllinni. — „Þetta eru menn, sem kunna sitt fag, enda ber árangur liðsins það með sér. Það verða engir aukvisar, Evrópumeistarar i körfuboltan- um fjórum sinnum á nokkrúm árum”. I liði IR — núverandi íslands- meistara — eru fjórir landsliðs- menn auk Agnars — þeir Birgir Jakobsson, sem leikið hefur 13 landsleiki, Sigurður Gislason með 9landsleiki, Kristinn Jörundsson, fyrirliði, sem bæði er Islands- meistari i knattspyrnu og körfu- bolta, hefur leikið tiu landsleiki og Anton Bjarnason er með fimm landsleiki. Anton gekk yfir i raðir lR-inga i sumar, en hann lék áður með Héraðssambandinu Skarp- héðinn. Anton var einnig hér áður fyrr landsliðsmaöur i knatt- spyrnu, þegar hann lék sem miðvörður með Fram. Leeds-málið til dómara! Stjórn enska knattspyrnusam- bandsins ákvað i gær aö láta Leeds-máliö svonefnda fara fyrir dómstóla. Eins og skýrt hefur verið frá hér i opnunni birti eitt ensku sunnudagsbiaöanna á sin- um tima frásögn og viötöl viö leikmenn Úlfanna, sem boöið hafði veriö fé fyrir aö tapa deildaleiknum við Leeds sl. vor. Sigur i þcim leik fyrir Leeds hefði þýtt sigur I deild og bikar, cn scm kunnugt er tapaði Leeds siöasta leiknum á leiktima- bilinu i Wolverhampton. Mjög fá- titt er aö slik mál komi til kasta dómstóla — hefur reyndar ekki gerzt siðan 1964, þegar nokkrir leikmenn voru dæmdir i fangelsi fyrir „svik i sambandi viö get- raunaleiki”. Aðrir leikmenn IR i kvöld verða Kolbeinn Krstinsson, Þórarinn Gunnarsson, Þorsteinn Guðna- son, Finnur Geirsson, Einar Sigfússon, Jón Jörundsson og Pétur Böðvarsson, en Pétur skipti einnig um félag i sumar eins og Anton. 1 liði' Real Madrid eru nokkrir af kunnustu leikmönnum Evrópu — leikmenn, sem leikið hafa i úrvalsliðum Evrópu með ágætum árangri. Má þar nefna Emiliano Rodriguez, sem oft hefur verið valinn „bezti leikmaður Evrópu- keppninnar”. Hann hefur 175 landsleiki að baki og oft verið i úrvalsliðum Evrópu. Hann verður nr. 10 i kvöld og talan 10 loðir talsvert við hann, þvi Rodriguez skoraði að jafnaði 10 stig i leik á siðasta keppnistima- bili. C. Luýk hefur leikið 99 lands leiki og er merktur tölunni 13 og er 2.03 metrar á hæð. Hæsti maður liðsins er hins vegar Rafael Rullan, 2.11. metrar og hann hefur leikið 50 landsleiki fyrirSpán. Luyk er yfirleitt mesti skorari liðsins með 20 stig að jafnaöi á siðasta leiktimabili. Þá má nefna Vincente Ramos, sem ekki er hávaxinn i þessum félags- skap, 1.80 metrar, en afar skæður leikmaður. Hann hefuroft leikið i úrvalsliði Evrópu og hefur að baki 75 landsleiki fyrir Spán. þar ættu þó að vera fyrir hendi, ef vel er á málum haldið. Mörk Hauka i gær skoruðu Stefán og Þórður 4 hvor, Sigurður 3, Elias Jónasáon 3, Ólafur Ólafsson 2 og Guð- mundur Haraldsson eitt. Fyrir Gróttu skoruðu Halldór 3, Krist- mundur og Grétar 2 hvor, Þór og Sigurður Pétursson eitt hvor. Dómarar voru Magnús Péturs- son og Valur Benediktsson og komust vel frá leiknum. Vetrarleikarnir 1976 ekki hóðir í Bandaríkjunum Vetrar-Olympiuleikarnir 1976 veröa ekki haldnir I Denver, Colo- rado, í Bandarikjunum eins og ákveöiö hafði vériö. t kosningun- um á þriðjudaginn felldu ibúar fylkisins tillögu um fjárveitingar til Ieikanna. Eftir þaö ákvaö fylkisstjórnin i Colorado aö hætta viö framkvæmd leikanna. Borgirnar Grenoble í Frakk- landi, þar sem leikarnir voru haldnir 1968, og Innsbruck i Austurriki, en þar voru vetrar- eikarnir 1964, hafa boðizt til aö sjá um framkvæmd leikanna 1976. Einnig hefur Vancouver i Kanada endurnýjaö tilboð sitt, en á þingi Alþjóöaolympfunefndarinnar var Denver tekin framyfir Vancouv- er, þegar vetrarleikunum var út- hlutan á sinum tima. Þá hefur einnig borizt tilboö frá Sviþjóö að sjá um leikana 1976. Vörn Gróttu mátti ekki lita augnablik af Þórði Sigurðssyni i gærkvöldi. — þá mátti eins reikna meö knettinum i markinu Hér skorar hann eitt af fjórum mörkum sinum. Ljósmynd Bjarnleifur. Haukaliðið algjörum yfir- burðum. Það skoraði næstu fimm mörkin og markamunur- inn jókst siðan jafnt og þétt. Sex marka munur var eftir 13 min. 12-6 og munurinn komst mest upp i tiu mörk. Þá voru aðeins örfáar minútur til leiksloka og Grótta skoraði tvö siðustu mörk leiksins, Þór og Kristmundur. I Haukaliðinu átti Stefán Jónsson, landsliðsmaðurinn kunni, þokkalegan leik og Þórður var skotharður, en þungur. Mesta athygli vakti leikur Gunnars Einarssonar i marki siðari hálfleikinn. Þó Haukar sigruðu með yfir- burðum á liðiö enn langt i þann leik, sem það sýndi á siðasta leiktimabili, og sá leikur nægði ekki til að halda sæti i deildinni. Það þarf þvi róttækar breyt- ingar nú ef vel á að fara i vetur. Grótta á fyrir höndum erfiða baráttu i 2. deildinni i vetur — en einhverjir sigurmöguleikar Þó ekki sé hægt að hrósa Haukaliðinu i Ilafnarfirði fyrir þann leik sem það sýndi i gær i fyrri leiknum gegn Gróttu um réttinn til að leika i 1. deild næsta keppnistimabil, má telja vist, að það haldi sæti sinu i 1. deildinni. Ilaukar unnu stóran sigur gegn hinum ungu Seltirningum i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði 17- 9. Átta marka munur — og það verður erfitt fyrir Gróttu að sigra Ilauka i siðari leik liðanna á sunnudag á Seltjarnarnesi, hvað þá að vinna upp þennan átta marka mun. Celtic féll í Búdapest Ungverski landsliðsmaðurinn frægi hjá Ujpesti Dosza, Bene, greiddi Glasgow Celtic rothögg á upphafsminútum leiksins i Búdapest i gær, þegar hann skoraði tvivegis. Skömmu siðar fékk Dosza vitaspyrnu, sem skorað var úr og eftir aöeins 22 min. var staö- an orðin 3-0. Þar með haföi ungverska liðið unnið upp vel muninn frá fyrri leik liðanna i Evrópukeppni meistaraliða. Celtic sigraði þá 2-1. Skozka liðið sótti nær stanzlaust allan sið- ari hálfleikinn, en tókst aldrei að koma knett- inum i mark. Celtic, eitt bezta lið Evrópu sið- ustu 6-7 árin, og Evrópumeistari 1967, er þvi úr leik og má segja, að það sé ekki óvænt eftir úrslitum fyrri leiksins að dæma. Albert Guð- mundsson var eftirlitsmaður UEFA á hon- um. Erfitt hjó norsku Víkingunum í Köln Norsku Vikingarnir frá Staf- angri — mótherjar ÍBV i UEFA- bikarkeppninni — fengu heldur betur skell þegar þeir léku siðari leikinn gegn Köln i gær. Viking sigraði i heimaleiknum 1-0, en nú skoraði þýzka liðið niu mörk hjá Erik Johannessen og úrslit urðu 9-1. Þó segir hinn „frægi” íréttamaður NTB, Egil Dietrich, að norska liöið hafi á löngum, köflum i fyrri hálfleiknum haft algjöra yfir- burði og s.taðan i leikhléi, 4-1 fyrir Köln, gefi þvi „hárreisandi mynd af þvi, sem átti sér staö”. Hins vegar segir hann svo, að þýzka liðið hafi skorað strax fimmta mark sitt á fyrstu min. siðari hálfleiks og eftir það aðeins verið spurning hve sigur liðsins yrði stór. Lokatöl- ur hans frá leiknum voru 9-2 fyrir Köln og lentu heimamenn NTB i hinum mestu erfið- leikum með þá tölu þvi „allar aðrar frétta- stofur sögöu 9-1” að sögn þeirra. Erik mark- vörðurog bakvörðurinn Aamondt eru eirikum skammaöir af NTB og kennt um tapið mikla. Derby varðist Ben- fica og Eusebio Markvörður Derby County, Colin Boulton, sýndi frábæra markvörzlu i Lissabon i gær- kvöldi og átti allan heiður af þvi,að Derby hélt jöfnu við Ben- liea 0-0. Úrsíitin frá fyrri leik lið- anna.l-Ofyrir Derby nægðu þvi ensku meisturunum vei til að komast i 3. umferð. Boulton bjargaði tvivegis á undraverðan hátt skotum Eusebio, og auk þess komu mörg djörf úthlaup hans i veg fyrir mörk. Leikir Derby gegn Benfica hafa verið mikil upp- reisn eftir lélegt gengi liðsins i 1. deild heimafyrir. Tottenham tapaði en komst ófram Án Martin Peters tókst Totten- ham ekki að skora gegn griska liðinu Olympiakos i Aþenu i gær i UEFA-bikarnum. Griska liðið sigraði með 1-0, en Tottenham vann heimaleikinn 4-0 og heldur þvi áfram i keppninni. I keppni bikarhafa sigraði Leeds austur- þýzka liðið Karl Zeiss Jena i Leeds með 2-0 i gær. Nú sótti Leeds nær allan leikinn, öfugt við það, sem var i Berlin á dögunum, þegar liðin gerðu jafntefli 0-0. Alan Clarke fór hins vegar illa með auðveldustu tækifæri og það var ekki fyrr en i siðari hálfleik, að Leeds skoraði. Fyrst bakvörðurinn Cherry og siðan Mike Jones. Mest kom á óvart i UEFA-keppninni i gær, að hið fræga, hollenzka lið Fejenoord var slegið út úr keppninni af OFK Belgrad. OFK sigraði 2-1 i Belgrad i gær og eftir báða leik- ina var markatalan jöfn 5-5, en OFK komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.