Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 09.11.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 9. nóvember ihiz vísir Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttaétjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánu&i innanlands I lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Verkur í breiðum bökum Margar fjölskyldur eiga i fjárhagserfiðleikum vegna þungrar skattbyrði þessa siðustu mánuði ársins. Mörg launaumslögin hafa litið annað að geyma en kvittanir. Þess eru jafnvel dæmi, að minna en ekki neitt hafi verið i umslagi, laun- þeganum hafi aðeins verið fært til skuldar. Þessir erfiðleikar fólks eru dæmi um hinn hála is, sem skattlagningin hefur komizt út á eftir laga- breytinguna i vor. Það kann ekki góðri lukku að stýra að auka skyndilega hlutdeild rikisins i þjóðar- búskapnum úr 23% i 28-29%. Slikar tilraunir til að ( slá heimsmet hljóta að valda fjölskyldum og at- r vinnuvegum miklum kárinum. ) Hin breiðu bök hátekjumannanna eru ekki svo mörg hér á landi, að rikið geti haft mikið upp úr þeim. Hér eru nær engir hátekjumenn i erlendum skilningi þess orðs. Hins vegar er nokkur hópur manna, ef til vill um 200-300 manns, læknar, for- stjórar, skipstjórar og verkfræðingar, sem hafa samkvæmt skattskýrslum áberandi góðar tekjur miðað við þjóðfélagið i heild. Eftir skattabreyt-) ingarnar nær rikið meira fé af þessum mönnum, en samtals segir sú upphæð sama sem ekki neitt i rikishitina. / Hinir eru sennilega nokkru fleiri, sem með réttu / ættu að vera i þessum flokki, án þess að skatt- skýrslurnar sýni það. Einkum eru það menn, sem 1 ( eru i sjálfsmennsku, vinna sjálfstætt og hafa ekki / menn i vinnu, nema þá mjög fáa. Allir eru sammála j um, að æskilegt væri að finna leiðir til að skatt- leggja þessa menn til jafns við aðra borgara. En ( samt eru þeir ekki nógu margir til þess, að það leysi / vanda rikissjóðs. Þótt skattar á hátekjumenn væru enn tvöfaldaðir og þótt næðist i alla duldu hátekjumennina, segði j það litið eins og málum er nú komið. Hin raunveru- < legu breiðu bök væru eftir sem áður hinn fjölmenni ) hópur tiltölulega tekjuhárra fjölskyldufeðra, sem j nú bera hitann og þungann af skattheimtunni. ( Þetta eru mennirnir, sem hafa fyrir fjölskyldum / að sjá og hafa meira en meðallagstekjur. Þeir hafa ) dýran heimilisrekstur og þurfa fjölskyldustærð- ] arinnar vegna að leggja mikinn kostnað i hýbýli. ( Þeir vinna langan vinnudag til að standa undir / þessu og konur þeirra vinna gjarna lika úti. Þessir menn eru fjölmennir i öllum þjóðfélagshópum, ( meðal iðnaðarmanna og verkamanna, skrifstofu- ( manna og verzlunarmanna, menntamanna og em- i bættismanna. , Þessi fjölmenni hópur stendur undir skattheimtu ( rikissjóðs. Þar hefur rikisvaldið fundið bökin ( breiðu, sem hin nýja skattheimtuaukning hvilir / þyngst á. Og þvi hugvitsamari sem stjórnvöld verða V i vetur við að afnema frádrátt og aðrar undankomu- ( leiðir skattborgarans, þeim mun þyngri verður / hlutur þessa fjölmenna hóps, en hinir duldu hátekjumenn munu halda áfram að sleppa. Firran i kerfinu er sú, að venjulegir duglegir og ( ábyrgir fjölskyldufeður, sem hafa i sig og á vegna / mikillar vinnu, eru flokkaðir sem milljóna- mæringar i skattakerfinu. Og án slikrar firru getur ( rikisvaldið ekki verið um þessar mundir. Riksivald, ( sem er að reyna að slá heimsmet i skattlagningu, , verður að finna f jölmennan hóp milljónamæringa, ' raunverulegra eða imyndaðra, hvað sem það kost- ar. i Utanríkisstefna Nixons 6 seinna kjörtímabiiinu Undir endurk jörinni stjórn Richards Nixons koma Bandaríkin að öllum likindum til þess að láta enn meira að sér kveða á alþjóðavettvangi — eftir því sem spáð verður i heiti hins endurkjörna forseta í ávarpi hans til þjóðar sinnar, að úrslitunum fengnum í fyrrinótt. ,,Að koma á varanlegum friði í heiminum," var það, sem hann hét kjósendum sínum, að yrði meginverk- efnið á næsta f jögurra ára kjörtímabili hans. Það blasir viö, að i viöleitni hans til þess að koma á varan- legum friði, á Nixon fyrir höndum miklar samningaviðræður, bæði við bandamenn Norður-Ameriku og eins hugsanlega andstæðinga hennar. Að visu voru nokkrar vanga- veltur um það, að Nixon mundi snúa sér meira að innanlands- málum næði hann kjöri, en nánustu samstarfsmenn hans hristu höfuðið yfir slikum spurningum. — „Þar er á ferðinni maður, sem kemur ekki til með að glata áhuga sinum fyrir utan- rikismálum,” sagði einn ráðgjafa Nixons. ,,Ég held, að Nixon sjái sér skapast gifurleg tækifæri til athafna á alþjóðlegu sviði á seinna kjörtimabilinu.” Þess sinnis var lika ávarp for- setans eftir kosninganóttina. En þar til Nixon hefur náð full- nægjandi millirikjasamningum, mun hann vafalaust leggja áherzlu á, að Bandarikin verjí miklu til varnarmála, bæði til að halda i skefjum hugsanlegum féndum landsins og svo til þess að öðlast betri stöðu fyrir hugsan- lega afvopnunarsamninga. — Það má þvi búast við, að fjárframlög til hernaðarmála muni hækka úr 76,5 milljörðum dollara sem ráð- gerðir hafa verið fyrir árið 1973 — og geti jafnvel farið yfir 100 milljarða dollara markið, áður en kjörtimabil Nixons er á enda. Ef ekki nást fullnægjandi samningar við Ráðastjórnarrikin um vopnatakmörkun, munu Bandarikin undir stjórn Nixons að öllum likindum hefjast handa við nýja vopnaframleiðsluáætlun — þar sem til koma enn nýtizku- legri vopn og varnarkerfi. Þegar Vietnamstriðið verður á enda, en það er álitið, að ekki muni liða margar vikur þangað til gefst Nixon meira næði til þess að helga sig þvi, sem hann sjálfur nefndi i fyrrinótt „hið nýja tima- bil samninga og friðar”. Kvöldið fyrir kosningarnar llýsti Nixon þvi yfir við hina bandarisku þjóð, að honum hefði tekizt að „skapa glufu til samninga” i Vietnam. Hann sagði,að bæði Hanoi og Banda- rikin hefðu orðið ásátt um vopna- hlé, um skipti á striðsföngum og stjórnmálalega lausn, þar sem Suður-Vietnamar mundu sjálfir ákveða framtið sina.” Nixon sagðist „fullkomlega viss um”, að honum tækist fljót- lega „að binda enda á styrjöldina i Vietnam.” — og þið getið hjálpað við að ná þvi marki með atkvæðum ykkar,” sagði hann. immmn Umsjón Guðmundur Pétursson „Með atkvæðum ykkar gefið þið samningsaðilum okkar til kynna, að þið fylgið forseta ykkar, þegar hann segist leita friðar með sæmd en ekki með uppgjöf. Og hann bað kjósendur sina að veita sér tækifæri til þess að ljúka við „þá dagskrá friðar, sem nú liggur frmundan. Og meðan.við fylgjum núna þessari dagskrá sjáum við liggja gifulega mögu- leika enn ónýtta til aukinnar sam- vinnu i átt til friðar.” En það sýndi ljóslega, hversu ákveðinn Nixon er i þvi að halda Bandarikjunum áfram i fremstu röð stórvelda á sviði hernaðar, þegar hann lýstiþvi’yfirað banda- riskur forseti mætti semja fyrir „veikleika sakir”. „Það verður hættulegur dagur — ekki aðeins fyrir Bandarikin, heldur einnig fyrir allan heiminn.” sagði hann, og bætti við: „Hvort okkur heppnast að koma á varanlegum friði, er undir þvi komið, hversu ákveðin Bandarikin eru. Friður fæst ekki með þvi einungis að óska sér hans.” Seinna kjörtimabil Nixons er ekki á enda fyrr en árið 1976, og forsetinn og ráðgjafar hans eru þeirrar skoðunar, að á þessum árum muni eiga sér stað ýmsar grundvallarbreytingar i al- þjóðaviðhorfum. Að þeirra áliti mun nýtt andrúmsloft skapast i alþjóðastjórnmálum að loknu Vietnamstriðinu. Næstu fjögur árin veröi tvisýn, en muni þó veita Nixon tækifæri til að koma ætlunum sinum um „varanlegan frið i heiminum” i framkvæmd. Þar sem það er aðaltakmark Nixons sem forseta að byggja upp heimsfrið, er við þvi búizt af honum, að hann muni leggja sig allan fram við að hraða aðgerð- um til að koma heimsmálunum af samningastigi yfir á samvinnu- stig. Sennilega mun Nixon leitast við að skapa innan Bandarikjanna eins konar meðbræðra anda til erlendra rikja, eins og spratt upp i stjórnartið Roosevelts. Fullvist þykir, að Nixon muni leggja sig sérstaklega eftir þvi að styrkja vináttuböndin við Atl- anzhafsbandalagsrikin i Vestur- Evrópu, en ýmsir gagnrýnendur Nixons saka hann um að hafa vanrækt vini Bandarikjanna i V- Evrópu, meðan hann hefur verið upptekinn af striðinu i Vietnam og við að koma á vináttusam- böndum við Moskvu og Peking. Sennilegt þykir, að stjórn Nixons muni á fundi öryggisráðsins i Helsinki i lok þessa mánaðar vinna að þvi að efla framlag Bandarikjanna til varnar Evrópu, einkum og sérilagi i Vestur-Þýzkalandi. En væntanlegar millirikjavið- ræður Bandarikanna við banda- menn sina munu að sjálfsögðu ekki einungis snúast um friðunar- aðgerðir á hernaðarsviði, heldur verður fullt eins mikil áherzla lögð á viðræður um millirikja- verzlun og viðskipti. Nixon og ráðgjöfum hans er vel ljós stjórnmálaleg þýðing Efna- hagsbandalags Evrópu og sú lokurVmarkaða, sem bandalaginu hefur fylgt, Það mun vera stjórn Nixons nokkurt áhyggjuefni, hve Efnahagsbandalagið hefur vaxið og stækkað, og sjálfsagt mun Nix- on reyna að opna augu Evrópu- búa fyrir þvi, að frjálsari við- skipti og afléttun tollmúra þjóni hagsmunum allra rikja, i þeim tilgangi að lækka tollmúra, sem eru bandariskum útflytjendum til trafala á mörkuðum Efnahags- bandalagsins. Og alveg áreiðan- legamunu bandarisk stjórnvöld hvetja Efnahagsbandalagslöndin til þess að taka upp frjálsari stefnu i landbúnaðarmálum i von um að geta selt þeim meira bandariskt kjöt, korn og hveiti. í annan stað þykir blasa við, að breyting verði á samskiptum Japan og Bandarikjanna, og Japan verði ekki til framtiðar sá litli bróðir Norður-Ameriku, sem það hefur til þessa verið. Það er mat flestra að Japan muni gegna i rikari mæli hlut- verki ábyrgðaraðilans i Aust- ur-Asiu i stað Bandarikj- anna, sem i staðinn muni halda yfir Japan kjarnorkuhlifiskildi og halda bræðralagssambandi milli Tokyo og Washington. Þá má vænta meiri ákafa af hálfu Bandarikjanna i Mið-Asiu og þrýstings á Araba og Israel til þess að semja frið, og er búizt við að Bandarikin muni láta þetta til sin taka þegar á næsta ári. NIXON — Meginverkefni næstufjögurra ára er ,,að koma á varan- legum friði i heiminum.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.