Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 2
2 Vfsir. Laugardagur 11. nóvember 1972 visusm: Ilorfið þér á ameriska sjónvarpið? Sii'mundur Júliusson, bókari. Já, ég geri það. Það á ekki aö banna það. Ég er siður en svo á móti þvi að við fáum að horfa á það. Sigurlin Olafsdóttir, nemandi. Nei, ekki mjög mikið. En mér finnst,að ekki eigi að banna það. Það er oft með góðar myndir. lngvi Guömundsson, lcigubil- stjóri.Já, stundum. Margt i þvi er ágætt. Ég álit það vera tilgangs- laust að vilja banna það. Það væri vitleysa. Anna Karlsdóttir, hiismóðir. Já, ég geri það stundum. Það er ekki verra en það islenzka. Það hefur verið sagt,að ameriska sjónvarp- ið sýni spillandi kvikmyndir, en það finnst mér ekki. Ef svo er, þá er islenzka sjónvarpið með það lika. Mér finnast sumar myndirn- ar i isienzka sjónvarpinu alveg eins. Aðalsteinn Kinarsson, kennari. Nei, ég geri það ekki. Mér finnst að það hefði aldrei átt að leyfa ameriska sjónvarpið hér. Oli Jón Norðquist.Já, ég geri það. Það er að mörgu leyti betra en is- lenzka sjónvarpið. Það er stað- reynd, að það ameriska er oft með betri myndir, þá fræðslu- myndir lika. Hreindýr í Bláf|öllum? Ilreindýr eru félagslynd og halda yfirleitt hópinn. Hændur hafa oft haldiö þvi fram, að hreindýr taki beit frá sauðfé, og komið þannig i veg fyrir, að þau verði flutt til annarra svæða en þau eru á núna. i blaðinu Dýraverndarinn, :t. tbl. 1972, skrifar Sólmundur Kinarsson, sjá varliffræðingur, grein um hrcindýrin og kemur þar með tillögu um að flytja hreindýr til svæða hér sunnan- lands. Sólinundur er nýkominn Irá Noregi, þar sem hann dvaldist við nám, en fcrðaðist einnig mikið um slóðir hreindýra og kynnti sér lilnaðarhætti þcirra. 1 greininni segir Sólmundur, aö samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið, bæði hér á landi og i Noregi, sé litil hætta á, að hreindýrin taki beit frá sauðfé, eða keppi um fæðu við það. Hrein- dýrin lifa aðallega á hreindýra- mosa á veturna, en grösum og fléttum á sumrin. Samkvæmt rannsóknunum lifa hreindýrin meira af jurtum, sem sauðfé borðar minna af, en bita litið af grösum og jurtum, sem eru aðal- fæða sauðfjárins. Sóimundur segir þvi, að engin ástæða sé fyrir árásum bænda á hreindýrin. Leggur hann þvi til, að hreindýrahjörð verði flutt hingað suður og sleppt i Blá- fjölium. Blaðið hafði samband við Birgi Thorlacius, ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins, og spurði hann um álit ráðuneytisins á þessu máli. Birgir sagði, að þegar málið hefði veriðkannað árið 1950, hefði verið mjög neikvæð afstaða til málsins hjá sýslunefndum, sem samband var haft við. Mennta- málaráðuneytiö skrifaði þá sýslu nefndum Gullbringu- og Kjósar sýslu, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu og Árnessýslu, og bar fram tillögu um að taka hreindýrakálfa úr hjörðum austanlands og sleppa Iausum á hálendi um- hverfis Þingvöll, Hellisheiði, Sel vogsheiði, Reykjanesskaga og viðar. t svari sýslunefndar Árnes- sýslu var samþykkt að tilraunin yrði framkvæmd, enda yrði flutningur dýranna háður sam- þykki og skilyrðum sveitar- stjórna, sem hlut ættu að máli. t svari sýslunefnda Gullbringu- og Kjósarsýslu stóð, að eindregin afstaða hefði komið fram i báðum sýslunefndunum gegn málinu. Astæðan var sú, að þá þegar væri þröngt i haga hjá sauðfé i sýslun- um og væri þvi ekki á það bætandi með þvi að flytja þangað hrein- dýr. Sagði i svarinu, að hvorki hreppsnefndir né bændur mundu þola það, að hreindýrum yrði sleppt lausum i landi þeirra. t svari sýslunefndar Mýrasýslu sagði, að ekki væri ástæða til að mæla með tilrauninni, þvi að hreindýrin myndu spilla skóg- lendi i sýslunni. Svar sýslunefndar Borgar- fjarðarsýslu var á þá leið, að sýslunefndin gæti ekki fallizt á það, að dýrunum yrði sleppt lausum i sýslunni. 011 beitilönd væru i eigu upprekstrarfélaga og hreindýrin myndu taka beit frá sauðfé. Birgir Thorlacius tjáði blaðinu, að á siðasta þingi Búnaðarfélags- ins, hefði þetta mál verið til um- ræðu. Mun menntamálaráðu- neytið ætla að skrifa sýslu- nefndum fyrrgreindra sýslna og nokkrum fleiri aftur núna og fá álit þeirra á málinu nú. Birgir sagði, að aftur á móti kæmi ekki til greina að flytja hreindýr til Vestfjarða, þvi að þau gætu flutt með sér garnaveiki og aðrar sauðfjárpestir. Vestfirðir væru ósýkt svæði og mætti þess vegna ekki flytja þangað dýr frá sýktum svæðum. -ÞM llreindýr i Sædýrasafninu. LESENDUR M HAFA ORÐIÐ lelgispjöll og fleira slœmt l.eikniaðiir skrifar: ,,Ég vil taka það fram, að ég starfa ekki i þjónustu kirkjunnar er aðeins leikmaður. En mig langar til að minnast litið eitt á skyrmanninn, sem ég verð að nefna svo, þvi skirnarnafn hans mun ekki mega nefna. Til gam- ans má geta þess, að Grýla gamla nefndi einn af sonum sinum skyrgám, svo aö einsdæmi er þaö engan veginn, að fræg persóna sé kennd við þennan þjóðarrétt okk- ar fslendinga. Þvi liefur verið haldið fram, að þessi maður hafi aldrei gert nein- um neitt. Sinuni augu/n litur hver á það. Fyrir nokkrum ár- um var verið að vigja ungan mann til prestsembættis. Þá framdi þessi maður helgispjöll meðan á athöfninni stóð. Tæplega mun unnt að halda þvi fram i fullri alvöru, að hann hafi ekki með þessu uppátæki sinu gert unga manninum, sem var að hefja sitt ævistarf, né foreldrum hans, neitt sem máli skiptir. En nú vil ég spyrja: Var það kirkjan, sem óskaði eftir þvi, að skira þetta þáverandi barn? Ég held að slikt gerist aldrei, heldur séu það foreldrarnir, sem óska þess að fá börn sin skirð að kristinna manna siö. Telji þvi umræddur maður, að hann hafi i skirninni verið rangindum beitt- ur, þá ber honum að-sakfella for- eldra sina i þeim efnum, en ekki kirkjuna. Svipað er að segja um sakra- mentið. Einnig þar er öllum frelsi gefiö og engum þvingunum beitt. \ð fjandskapast við þá athöfn er þvi fáránleg firra. Margir hafa orðið til þess á Iiðnum öldum að segja Kristi og kirkju hans strið á hendur. Hæst i þeirra flokki ber Heródes konung, barnamorðingj- ann illræmda og suma rómversku keisarana. Þó ótrúlegt sé, eru enn til menn, sem vilja gerast blys- berar þessara illræðismanna. Stúdentar, verðandi mennta- menn þjóðarinnar, skáru upp herör og fannst bersýnilega mikið koma til túlkunar skyrmannsins á innri manni sinum. Þegar þeir fara að gera sinar kröfur, verður trúlega mikið um skyrkaup. Þeir menn eru ávallt til, sem reyna að telja öðrum trú um, að óþverri sé ekki óþverri, að svart sé hvitt og öfugt. Slik blekking er til þess ætluð að fela sjálf úlfseyr- un. En ekki munu þeir sömu menn hafa erindi sem erfiði, þvi að fyrr eða siðar mun sannleikur- inn koma i ljós og verða öllum blekkingavef ýfirsterkari”. Hreinskilinn er Löngumýrar-Björn G.R. skrifar: ,,Ég var að lesa alþingistiðindi hin nýju um daginn. Þar rakst ég á ræðu, sem Björn Pálsson flutti á Alþingi nú á dögunum, þegar fjárlögin voru til umræðu. Þetta er afburða skemmtileg ræða, sem ætti að gefa út sérprentaða við fyrsta tækifæri. Mig langar til að biðja ykkur að birta eftirfarandi kafla, sem mér þótti sérstaklega góður, enda kveður þar við nokk- uð annan tón en vanalegt er hjá alþingismönnum. Hann er svona: Svo er t.d. alþingi. Við höfumver- ið anzi gróflega flott á aö hækka launin okkar og auka ýmsan til- kostnað, iáta flokkana fá að- stoðarmenn það er nú ein vitleys- an. Og það er gert ráö fyrir, aö þessir blessaðir aöstoðarmenn flokkanna kosti á 4. milljón. Við getum alveg strikað þetta út. Ég held, að ef við erum þeir aumingjar að geta ekki samið frumvarp eða aflað okkur upplýs- inga, þá séum við ekki færir um að vera þingmenn og þetta sé bara eins og hver önnur vitleysa. Svo höfum við verið ákaflega flott á að hækka ferðakostnað við okkur. Þetta gæti nú gjarnan lækkað, og ef við gerum kröfur til annarra, þá skulum við byrja á að gera kröfur til sjálfra okkar”. Þannig mælti Löngumýrar- Björn. Hreinskilinn sem fyrr”. Hvimleitt bé bé sé Eileen Karlsson hringdi: Ég var að lesa i lesendadálkun- um ykkar bréf frá Dorothy um islenzk og erlend nöfn. f þvi sambandi datt mér i hug að koma þvi á framfæri, hversu ógeðfellt mér og mörgum öðrum finnst, þegar brezka útvarpið B.B.C. er nefnt i islenzkum fjöl- miðlum: bé bé sé i staðinn fyrir að nota enska framburðinn bi bi si, sem alls staðar annars staðar er viðhafður. í öðru lagi þætti mér gaman að heyra rökin fyrir þvi, hvers vegna allir, sem gerast islenzkir rikisborgarar, þurfi aö breyta nafni sinu. Enn eitt vildi ég sagt hafa. Það er varðandi jólatré. Mér hefur skilizt, að á Islandi sé ekki of mik- ið um tré, en samt eru höggvin niður tré hér, sem fólk hefur inni i stofu hjá sér yfir jólin og hendir siðan út i ruslatunnu. Væri ekki nær, úr þvi að verið er að reyna að efla skógrækt, að leyfa þeim trjám að lifa, sem festa rætur á annað borð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.