Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 11. nóvember 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstj'órnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Veldur hver á heldur Rikisstjórnin ber sig aumlega undan efnahags- áföllum, sem hún segir, að dunið hafi yfir þjóðina á þessu ári. Hún boðar samdrátt og mikla kjara- skerðingu, sem hún telur einu færu leiðina til þess að sigrast á erfiðleikunum. Það er þvi komið annað hljóð i strokkinn núna hjá stjórnarherrunum en þegar þeir voru i stjórnarandstöðu. Þegar efnahagserfiðleikarnir miklu steðjuðu að þjóðinni á seinni hluta siðasta áratugar, töldu þessir sömu menn litla ástæðu til að kvarta, þótt afla- brestur og verðfall á útflutningsafurðum ylli þvi, að gjaldeyristekjurnar minnkuðu um þriðjung eða meira um tima. Þá var viðreisnarstjórninni kennt um erfiðleikana og reynt að túlka aðgerðir hennar þannig, að hún væri að þarflausu að skerða lifskjör landsmanna. Flestum mun þó hafa verið ljóst, að rikisstjórnin átti ekki sök á þvi, sem gerðist, heldur voru þar að verki utanaðkomandi áhrif, sem engri stjórn hefði verið unnt að koma i veg fyrir. Viðreisnarstjórnin skýrði þjóðinni afdráttarlaust frá þeim vanda, sem að höndum hafði borið, enda þurfti hún engu að leyna. Ráðstöfunum hennar til þess að sigrast á erfiðleikunum var yfirleitt vel tekið af almenningi, þrátt fyrir illvigan áróður stjórnarandstöðunnar, og svo vel tókst til, að með þeim viturlegu aðgerðum, sem gripið var til, fann almenningur ótrúlega litið til þeirrar timabundnu kjaraskerðingar, sem óhjákvæmileg var, og þegar stjórnin fór frá,voru allir erfiðleikarnir úr sögunni. Allt hugsandi fólk sá vitaskuld, að það var eins og hver önnur f jarstæða og pólitiskur áróður af versta tagi að kenna rikisstjórninni um þær afleiðingar, sem hið gifurlega verðhrun á erlendum markaði og aflabresturinn höfðu i för með sér á fyrrnefndu timabili. En hvað gerist nú? Kveinstafir rikisstjórnarinnar eru svo miklir, að af þvi mætti imynda sér, að svipuð áföll eða verri væru nú að dynja yfir þjóðina. En hvað skyldi vera hæft i þvi, sem stjórnin heldur fram? Hún segir, að bolfisksaflinn hafi minnkað um 10% frá áramótum til septemberloka, miðað við sama tima i fyrra. Rétt mun þó, að sam- drátturinn sé aðeins 6,5%. Það sem mestu máli skiptir fyrir þjóðarbúið, er framleiðsluverðmætið, hve mikið fæst fyrir það, sem aflað er og selt á erlendum markaði. Upplýst hefur verið, að fyrstu sex mánuði þessa árs var framleiðsluverðmæti þorskafurða orðið 178 millj. kr. hærra en á sama tima i fyrra. Það virðist þvi ekki gild ástæða fyrir stjórnina til að kvarta svo mjög, sem hún gerir, þótt óneitanlega hefði verið betra, ef engin aflarýrnun hefði orðið. Útlitið er ekki verra en það, að talið er að verð- hækkun sú, sem erlendis hefur orðið á sjávaraf- urðum okkar, muni að minnsta kosti vega upp á móti aflarýrnuninni og gjaldeyristekjurnar af út- fluttum sjávarafurðum i heild verði hærri en i fyrra. Erfiðleikar stjórnarinnar stafa þvi af ein- hverju öðru en þvi, sem hún vill vera láta. Það er blekking. Ástæðan er sú, að þeir, sem nú fara með völdin i landinu, kunna ekki að stjórna. Hér á við orðtakið gamla: Veldur, hver á heldur. HER ALÞYÐUNNAR Þrjór milljónir manna, sem eru þó slœlega vopnaðir Chang Wei-Liang, óbreyttur liðsmaöur i Frelsisher alþýöunnar (PLA), býr yfir leyni- vopni — SAUMAVÉL! Skaramt frá aöalstöðvum herdeildar Changs, þeirri 196., sem baröist i Kóreu, vinnur kona hans f verksmiöju, sem fram- leiöir einkennisbúninga, læknislyf og hergögn. Bæöi gegna þau hlutverki sínu viö aö uppfylla óskir Maos Tse- Tungs um, aö herafli Kfna bók- staflega veröi aö vera sjálfum sér nógur. Þunnig að herinn fram- leiöi sjálfur allt til sinna þarfa og forðist þannig aö veröa byrði á rikinu. Þetta er þó ekki það eina, sem gerir stærsta herafla heimsins frábrugðinn herjum annarra rikja. Hann gegnir lika ákveönu hlutverki sem hlekkur á milli landbúnaðarhéraðanna og borganna. Og svo mundi samgangurinn milli yfirmanna og hinna lágt- settu hvergi annars staðar þekkjast hjá herveldum. Þegar brezkum fréttamönnum var visaö um og sýnd ein deild hersins á dögunum, gat að lita liðsforingja, sem voru að klippa hár hermanna sinna, herdeildar- foringja, sem voru aö grafa skurði meö mönnum sinum, og ofursta, sem tóku þátt i heræfing- um óbreyttra. Allt voru þetta dæmi um þá jafnréttisstefnu, sem Mao hefur lagt svo mikla áherzlu á að inn- leiða i Her alþýðunnar, þar sem eina leiðin til þess að þekkja yfir- mann frá óbreyttum er að telja vasana á einkennisbúningi hans. Yfirmaður hefur fjóra vasa, en óbreyttur aðeins tvo. „Verða ekki mennirnir samt að heilsa yfirmönnum sinum að her- mannasið?” - var Keng Yu-Chi hershöfðingi spurður af blaða- mönnunum. „Jú,” svaraði hann. „En það er aðeins vináttumerki.” En hvað um saumavél Changs, smiðaáhöld katlasmiðsins, hrisgrjónavinnsluna og soya- sósuframleiðsluna og allt það? „Á þann hátt,” svaraði Keng hershöfðingi, „léttum við byrðinni af fólkinu.” Fjölmennur her Heralþýðunnarerum 3.000.000. manna og klæðist grænum einkennisbúningum, en varaliðið, sem einnig telur milljónir manna, er i bláum einkennisbúningum með stráhatta. t sameiningu stefna hvorir tveggja að þvi marki, sem Mao setti fyrir 34 árum i bók sinni „Vandkvæði striðs og aðferðir”. 1 þeirri bók brýndi hann fyrir kommúnistum skilning á þvi, að „vald vex út úr hlaupi byssu", en hann flýtti sér að bæta þvi við, að fingur kommúnistaflokksins yrði alltaf að hvila á þeim byssugikk. „Það er grundvallaratriði, að Flokkurinn stjórni byssunni, og þessari byssu má aldrei leyfast það að stjórna Flokknum.” Mao formaöur, sem er innan um hermenn úr alþýöuhernum, klæddur einkennisbúningi yfirmanna (4 vasar), hefur lagt linuna fyrir upp- byggingu hersins. — Fyrir aftan Mao má sjá Lin Piao, fyrrum varnar- málaráöherra, heilsa hermönnum meö handabandi. En á Vesturlöndum eru menn nú samt sannfæröir um það, aö það var PLA meir en nokkurt annað afl i Kina, sem kom i veg fyrir hrun kerfisins á ólguárum menningarbyltingarinnar 1966 til 1969. Að margra mati var það timabil mesta eldraun alþýðu- hersins allt frá stofnun alþýðu- veldisins 1949. Og reyndar virðist sú þolraun ekki um garð gengin enn. Illlllllllll flglOWM ■■■■■■■■■■■! Umsjón Guðmundur Pétursson Fyrir aðeins ári var varnar- málaráðherrann, Lin Piao, og hópur „eiðsvarinna fylgis- manna” bendlaður við samsæri til að ráða Mao formann af dög- um, og það er ekki ómerkari maður en Chou En-Lai forsætis- ráðherra, sem hafður er fyrir þvi. Upplýsingar hins opinbera gengu út á það, að Lin hefði farizt i flug- slysi i Mongóliu i tilraun til flótta. En frá örlögum þeirra yfir- manna, sem sagðir voru hafa verið viðriðnir samsærið með honum, hefur enn ekkert verið skýrt. — En ýmsir hafa tekið frá- sögninni um flugslys Lin Piaos með varúð og brjóta heilann um, hvort hann hafi ekki heldur verið skotinn. Aðrir velta svo vöngum yfir þvi, hvað orðið hafi um þá yfirmenn landhers, flota og flughers, sem horfið hafa af sjónarsviðinu siðan. Hvað svo sem er hið sanna i þessu. þá er eitt vist: Áhrif þessa A móti 51 bryndeild Rauða hersins hefur Alþýöuherinn aðeins 5 bryn- deildir. — Þessi mynd var tekin á hersýningu á Rauöa torginu í Moskvu 7. nóv. sl. á 55 ára afmæli októberbyltingarinnar. á herinn hlutu að verða neikvæð, sérstaklega þar sem enn eiga sér stað hreinsanir á þeim öflum, sem liggja undir grun um að hafa átt aðild að samsærinu. Og þvi er ekki óeðlilegt, þótt útlendingar i Kina hafi veitt þvi eftirtekt eftir menningar- byltinguna, að minna hefur farið fyrir hernum opinberlega. Að visu standa ennþá hermenn með brugðna byssustingi á verði við ýmsa mikilvæga staði, eins og brýr, opinberar byggingar og gistihús, og vörður er hafður við anddyri ritstjórnarbyggingar aðalmálgagns flokksins, „Dag- blaðs alþýðunnar”. En þótt herinn og yfirmenn hans láti litið á sér kræla i opin- beru lifi, þá á herinn sér fulltrúa i öllum deildum hins opinbera, nefndum og ráðum flokksins. Herinn er einn þátturinn i þeirri ráðaþrenningu, sem er samsett af hernum, flokksstýrðu rikinu og svo fulltrúa verkamanna og bænda. Sem aðalverkfæri rikis- valdsins hefur herinn tviþættu hlutverki að gegna: Að vernda kerfið fyrir ógnunum innan frá, og að gæta öryggis þjóðarinnar fyrir ógnunum erlendis frá. „Við verðum ávallt viðbúnir til orustu”, sagði Keng hershöfðingi við blaðamennina á dögunum. ,,0g við verðum að búa okkur undir að geta tvistraö innrás óvinaherja.” En er Alþýðuherinn viðbúinn? Herafla hans er skipt niður i 30 heri, sem innihalda meira en 100 fótgönguliðssveitir, en aðeins 5 brynvarðar deildir. 2,5 milljóna herafli Rússa hefur hinsvegar rúmlega 50 bryndeildir. Þessi samanburður gefur ljóslega til kynna veikleika Alþýðuhersins. Samanborið við herveldin er hann slaklega vopnaður, en aukin áherzla hefur þó verið lögð á að bæta úr þvi. Þungavopn hans eru aðallega frá árunum 1950 til 1960, og það var ekki fyrr en alveg ný- lega, að léttir skriðdrekar og önnur þungavopn fóru að koma út úr verksmiðjum á nýjan leik. Þessar staðreyndir sýna, að Kina er ekki i aðstöðu til hern- aðaraðgerða utan landamæra sinna, ef þvi léki hugur á þvi. Styrkleiki hersins liggur allur i mannfjöldanum, frekar en tækni og vopnavaldi. t lofti og á sjó standa Kinverjar öðrum að baki. Þær 4500 herflug- vélar, sem þeir eiga, eru að visu þriðji stærsti flugher heims, en þessar vélar standast ekki banda- riskum eða rússneskum flugvél- um snúning. Floti Kina hefur löngum verið sniðinn til strand- gæzlustarfa fyrst og fremst, en með smiði 40 nýrra úthafskafbáta hefur það þó breytzt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.