Vísir - 11.11.1972, Page 16
Laugardagur 11. nóvember 1972
Brezkir í vari
við Grœnuhlíð
Brezkir togarar hafa ekkert
getað aðhafzt undanfarna daga
vegna óveðurs. llafa þeir oröið að
leita landvars. — en þeir eru
flestir úti af Vestfjörðum.
Þannig var i gærkvöldi, að yfir
20 brezkir togarar lágu i vari
undir Grænuhlið i Isafjarðar-
djúpi. Varðskip munu lítt hafa
amazt við þeim þar. Vegna
veðurs hefur ekki verið hægt að
fara i eftirlitsflug og þvi ekki
vitað um heildarfjölda erlendra
togara við landið. -SG.
Vegir flestir
fœrir ó
Suðurlandi
Að sögn vcgagerðarinnar voru
vcgir á Suðvcsturlandi flestir vel
færir seinnipartinn i gær, en tals-
verð hálka var á vegunum.
Á Norðurlandi var hins vegar
mikil ófærð. Brattabrekka og
Svinadalur eru lokaðir. Vegurinn
um Gilsfjörð var einnig ófær.
Erfiðlega gekk að aðstoða bila á
Holtavörðuheiðinni, en veður var
þar mjög vont. Opnað var á
Holtavörðuheiðinni um kl. 3 i gær,
en þar er aðeins fært stórum
bilum.
Sæmileg færð er um Skaga-
fjörðinn. öxnadalsheiði er rudd
og er þvi fær. Var þar mikill
lausasnjór og snjóaði þar mikiö.
Logn var þar, en ef hvessti,
mundi vegurinn lokast sam-
stundis. Erfið færð var á milli
Húsavikur og Akureyrar. Möðru-
dalsöræfi eru ófær öllum bilum.
Vegir i byggð á Austfjörðum voru
flestir færir, en fjallvegir ófærir. -
Þm
Nafnlaus gefur
100 þúsund
Ekki hrjáir sýndarmennskan
óþckktan mann, sem sendi 100
þúsund króna gjöf til Krabba-
nieinsfélags tslands.
Enginn, nema gefandinn
sjálfur, vcit hvcr hann er, þvi að
peningarnir voru sendir
nafnlaust.
Það furðulega er, að þetta er i
annað skiptið á skömmum tima,
sem þetta kemur fyrir. — Það er
ef til vill svartsýni á mannlega
gæzku að segja, að þetta se'furðu-
legt, en allavega er svona lagað
ekki algengt. Margur gefandinn,
með allri virðingu fyrir þeirra
góða tilgangi, hugleiðir sjálfsagt,
að þetta sé frádráttarbært til
skatts, og svo er það nú ekki
beinlínis skemmandi fyrir
mannorðið.
Krabbameinsfélag Islands vill
koma á framfæri þökkum til
þessa örláta vildarvinar sins. -Ló.
Týnda telpan
Var í strœtó
Telpan, sem lýst var eftir i
gærdag, cr nú komin fram. Hún
fannst eftir tilvisun, scm lög-
reglunni harst. klukkan rúmlega
átta i gærkvöldi.
Þegar telpan, sem er tólf ára,
fannst, hafði hún verið að heiman
frá sér i rúman sólarhring.
Nú er komið i ljós, að hún var
heima hjá vinkonu sinni um nótt-
ina. I gærdag kom svo stúlka til
lögreglunnar og tilkynnti, að þá
týndu myndi að finna i al-
menningsvagni uppi i Árbæjar-
hverfi. Lögreglan i Arbæ var látin
vita um þetta og stóð það heima,
telpan var I almenningsvagnin-
um.
Að sögn lögregluþjóns i Ár-
bæjarhverfi, sem talaði við
telpuna á stöðinni, sýndist
honum, að ekkert væri athuga-
vert við barnið. -Ló.
Ýsa og karfi hœkka veru-
lega á Bandaríkjamarkaði
Þorskblokkin stendur í stað, sennilega mest fyrir óvœntan afla Dana
Verð fyrir frysta ýsu
og karfa hefur farið
mjög hækkandi á
Bandarik ja markaði
undanfarna mánuði og
er nú t.d, svo komið,
að meira verð fæst fyr-
ir karfablokkina en
þorskblokkina, eða um
50 sent fyrir pundið.
Þvi miður hefur þetta
ekki veruleg áhrif á
verðmæti útflutnings
okkar til Bandarikj-
anna, þar sem magn af
þessum fisktegundum
þangað flutt hefur ver-
ið sáralitið.
Hækkunin, sérstaklega á
karfanum, ætti þó að hafa áhrif,
þegar til lengri tíma er litið.
Þannig má búast við þvi, að
meira verði nú verkað af karfa
fyrir Bandaríkjamarkað.
Einnig hlýtur mikil hækkun þar
að hafa áhrif á það verð, sem
samið verður um við Rússa, en
þeir kaupa stærsta hlutann af
frystum karfa.
Ósennilegt er, að unnt verði
að auka mikið útflutninginn af
frystri ýsu, þar sem litill ýsuafli
berst að. Um 10% af útflutningi
okkar á Bandarikjamarkað er
ýsublokk. Hún hefur nú hækkað
á einu ári úr 46 sentum hvert
pund i um 60 sent, eða um
25%. A sama tima hefur þorsk-
blokkin aðeins hækkað um 2
sent, eöa úr 45 sentum i 47 sent.
Mjög sennilegt má teljast að
ýsan eigi eftir að hækka enn
meir. Hún hefur að öllu óbreyttu
veriðmun hærri en þorskblokk-
in. Þannig fengust t.d. 36-37
sent fyrir pundið i ýsublokkinni
i janúar 1970, en þá fengust að-
eins 26-27 sent fyrir þorskblokk-
ina. Eftir þetta fór verð á þorsk-
blokk mjög ört hækkandi allt ár-
ið 1970 og 71. Ýsan hækkaði
hinsvegar mun minna, þannig
að þorskblokkiri var um tima i
hærra verði en ýsublokkin, sem
var mjög óeðlilegt, enda er nú
komið i ljós, að þaö tók ýsuna
aðeins lengri tima að hækka i
veröi en þorskinn.
Ýmsir aðilar hafa orðið fyrir
nokkrum vonbrigðum með, að
þorskblokkin sky.ldi ekki hafa
hækkað meira að undanförnu en
raun er á. Helzta ástæðan fyrir
þvi, að það hefur ekki gerzt,
mun sennilega vera sú, að Danir
hafa alveg óvænt fengið óvenju-
mikinn afla i Eystrasalti. Þetta
hefur orðið til þess, að útflutn-
ingur Dana af frystri þorsk-
blokk á Bandarikjamarkað hef-
ur tvöfaldazt frá þvi i fyrra á
fyrstu 9 mánuðum þessa árs, og
eru þeir nú sú þjóðin, sem mest
hefurflutt á Bandarikjamarkað
af þorskblokk, hafa skotið bæði
Kanadamönnum og Norðmönn-
um aftur fyrir sig. Með útflutn-
ingi Dana er talinn útflutningur
Færeyinga og Grænlendinga.
— VJ.
LÖGREGLAN FLYTUR „YFIR GÖTUNA"
Nú hverfur miðbæjarvarðstofa
lögreglunnar úr Hafnarstrætinu,
liinu alkunna aðsetri tiðustu við-
skiptavina hennar. Þeir flvtja sig
að visu ekki langt, laganna
verðir, þeir verða áfram i sjón-
ináli við sina gömlu stöð, sem
uppliuflcga var byggð sem fyrsti
barnaskóli i Iteykjavik.
Þetta nýja miðbæjarútibú lög-
reglunnar, ef svo má nefna það,
er i austurenda tollstöðvar-
byggingarinnar. Það er eins gott
að fólk leggi þetta á minnið ef það
þarf skjóta aðstoð á leið sinni um
gamla miðbæinn.
Blaðamönnum var boðið að sjá
þessi húsakynni i gær, og
reyndust þau vera hin vistleg-
ustu.
Tuttugu manns munu að
staöaldri vinna i miðbæjarstöð
inni, verða fjórar vaktir, fimm
manns á hverri. Auk þessara
fimm manna á vakt, verða oft
aukamenn ofan úr aðalstöðinni
við Hverfisgötu. Þetta verður
aðallega um helgar.
Fjórir varðstjórar hafa verið
settir yfir vaktirnar. Þetta eru þó
ekki nýir varðstjórar, tveir koma
ofan úr Árbæjarstöð, og tveir úr
gömlu lögreglustöðinni. Þessir
menn eru Jónas S. Jónasson, Gisli
Jónsson, Haukur Matthiasson og
Gisli Björnsson.
Að sögn lögreglustjóra mun
fyrirhugað meira samstarf milli
tolls og lögreglu, og er nýja stöðin
vel staðsett til að fást viö verkefni
á hafnarbakkanum.
Hafa lögregluþjónar hjá sér
tæki til að bjarga fólki úr höfninni
og ýmis önnur hjálpargögn, sem
geta komið sér vel, þegar minnst
varir.
Umdæmi eða yfirráðasvæði
þessarar nýju stöðvar er eins og
áður sagði miðbærinn, eða
nokkurn veginn frá Garðastræti
til Þingholtsstrætis. -Ló.
llér sjáum við Sigurjón
Sigurðsson lögreglustjóra standa
við liliðina á hirzlu, sem hefur að
geyma nokkur af þeim hjálpar-
tækjum, scm lögreglan getur
alltaf þurft að gripa til, ef voöa af
ýmsu tagi ber að höndum.
Þarna sjáum við þrjá hinna nýju varðstjóra ásamt Sigurjóni Sigurössyni lögreglustjóra. Varð-
stjóraruir cru taldir frá vinstri: Gylfi Jónsson, Haukur Matthiasson og Jónas S. Jónasson. Á myndina
vantar Gisla Björnsson.
Kröfðust 435 þúsunda
fengu 63 þúsund
— borgin viðurkennir þó ekki skaðabótaskyldu
sína vegna vatnstjónsins að Eyjabakka 16
Jens Þorvaldsson sýnir þarna
hæðina á vatninu, sem náði upp
að hurðarhúni, cins og sjá má.
Borgarráð féllst nýverið á að
gefa íbúum að Eyjabakka 16 kost
á bótagreiðslum vegna tjóns, sem
ibúarnir urðu fyrir i febrúarinán-
uði sl. af völdum vatnságangs.
Ilafði kjallarinn fyllzt af lcys-
ingavatni, sem rann af nærliggj-
andi lóðum, en 30 prósent þeirra
lóða var ófrágengið land i eigu
borgarin nar.
Skemmdist ýmislegt i sameign,
en jafnframt nokkuö muna i
geymslum ibúa. Fóru þeir i
skaðabótamál og kröfðust sam-
tals 435 þúsund króna bóta.
Vanur tryggingamaður var
fenginn til að vega og meta kröf-
urnar, en þegar til átti að taka,
voru hinir skemmdu munir ekki
allir til taks. Þvi var farin sú leið,
þegar bótagreiðslur voru ákveðn-
ar, að taka til greina 50 prósent
bótakröfunnar að hætti vátrygg-
ingafélaga við þessar aðstæður.
Þar af reiknaðist svo 30 prósent
hlutdeild borgarinnar i skaðan-
um, og upphæðin, sem út úr þvi
dæmi fékkst, var 63 þúsund
krónur.
Þrátt fyrir að borgarráð féllist
á að ,,ljúka málinu” með þessum
bótum frá sinni hálfu, var það
tekið skýrt fram, að skaðabóta-
skyldan á hendur borginni væri
ekki þannig viðurkennd.
Að mati sérfróðra aðila var
frekari hættu af vatnságangi i
leysingum afstýrt, er ibúar
blokkarinnar höfðu gengið endan-
lega frá gerð girðinga um lóðir
sinar.
—ÞJM.