Vísir - 22.11.1972, Page 6

Vísir - 22.11.1972, Page 6
6 Visir Miðvikudagur 22. nóvember 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Eréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Gott mál með gát í leikritinu Hitabylgja, sem margir hafa séð i sjónvarpi og leikhúsi, er meðal annars greint frá, hvernig andstaða starfsfólks fyrirtækis kemur i veg fyrir, að svertingi hljóti stöðuhækkun. í verk- inu verðskuldar hann stöðuhækkunina, en sam- þykki starfsfólks þarf til þess, að hann hljóti hana. „Atvinnulýðræði” er hugtak, sem ryður sér til rúms i nágrannalöndum okkar. Búizt er við, að þing Alþýðusambands Islands samþykki i aðal- atriðum ályktun um atvinnulýðræði, sem fyrir þvi liggur. Þar eru gerðar róttækar kröfur um hlutdeild starfsfólks i stjórn fyrirtækja. Miðað er við, að krafa um atvinnulýðræði verði ein helzta krafa verkalýðssamtakanna við næstu kjara- samninga. Gert er ráð fyrir, að barizt verði fyrir þvi, að samstarfsnefndum verði komið á fót i öll- um fyrirtækjum eða deildum fyrirtækja, þar sem eru 50 eða fleiri starfsmenn. Atvinnulýðræði er ekki nýtt af nálinni, og tals- verð reynsla hefur fengizt i nokkrum rikjum, einkum á Norðurlöndum og i Vestur-Þýzkalandi. Hvarvetna hefur þróunin verið hæg. Forystu- menn verkalýðssamtaka, vinnuveitenda og rikis- stjórna i þessum rikjum hafa verið sammála um, að breyting sem þessi þurfi að verða á löngum tima. Atvinnulif og þjóðlif allt þarf að hafa nægt ráðrúm til að aðlaga sig breytingunum. Atvinnu- lýðræði getur orðið til bóta, ef rétt er að staðið. Það felur einnig i sér hættur, sem margar hafa komið betur i ljós við þá reynslu, sem hefur feng- izt. Tilgangur hugsjónarinnar um atvinnulýðræði, lýðræði á vinnustað, er góður. Eftir þvi sem fyrir- tækin hafa orðið stærri og tæknivæðingunni fleygt fram hafa tengslin milli starfsfólks og stjórnenda orðið sifellt óbeinni. Viða eru þessi tengsl með öllu ósýnileg. Starfsmaðurinn verður i vaxandi mæli eins og tannhjól i vél. Hann finnur ekki eigið gildi i starfi sinu nema i litlu. Þetta gildir að sjálfsögðu þvi fremur sem fyrir- tækin verða stærri. Vandamálið er ólikt minna á íslandi en meðal stórþjóðanna. Eitt brýnasta verkefni i þjóðmálabaráttu er að veita einstaklingnum uppreisn æru, og þar getur skynsamlegt atvinnulýðræði gegnt mikilvægu hlutverki. Mestu skiptir að rasa ekki um ráð fram. Hugumstærstu baráttumönnum atvinnulýð- ræðis kann að finnast, að þeir hafi fundið lykilinn að björtum framtiðarheimi. En fulltrúar starfs- fólks, sem setjast i stjórnnefndir fyrirtækja, þurfa að hafa þekkingu og skilning á málum fyrirtækisins, eigi þeir ekki að eyðileggja það og grafa undan eigin atvinnu. Hin hlið vandamálsins er tilhneiging, sem viða hefur orðið vart, þar sem atvinnulýðræði hefur verið reynt, að fulltrúar starfsfólks missa sjálfir tengsl við starfsfólkið. Breytingin hefur þá orðið sú ein, að nokkrir menn hafa flutzt úr röðum starfsmanna i raðir stjórn- enda. Hér er um að ræða tvo þætti, sem erfitt er að samræma. Dæmið úr Hitabylgju minnir enn- fremur á, að völd meirihluta starfsfólks geta skapað ný vandamál. Slik vandamál má yfirstiga með nægilegri gát. Boris Spassky og Larissa, en hann saknaöi hennar i fyrstu skákunum, og tefldi strax betur, cftir að hún var komin. Ósýnilegi somherji BOBBY FISCHERS einungis að hanga i titlinum, sem ég hefði getað gert með þvi að fara. ííeldur fannst mér það skylda min að mæta Fischer og tefla við hann. Auk þess sótti að mér þessi hugmynd — barnaleg kannski — að ef einvigið færi út um þúfur, ætti ég eftir (kannski á banabeði minu) að spyrja sjálfan mig þess- arar spurningar: „Hvers vegna varstu sá auli aö neita að tefla vegna einhvers sundurþykkis út af formsatriðum? Vildirðu sanna, að þú hefðir réttinn þin megin? — Þetta hefði getað orðið athyglis- verðasta einvigið á öllum skák- ferli þinum”. — Mér hraus hugur við þessari tilhugsun og ákvað að tefla”. Og Spassky fannst hann eyða i svona vandamál orku, sem hann annars hefði þurft að eyða til að sigrast á taugaóstyrk. ,,Mér veitti ekki af kröftunum fyrir einvigið, og mátti ekki við þvi að þurfa að kljást við ýmiss konar persónuleg vandamál. — Stundum fannst mér reyndar siöar að mig skorti kraft til þess að gera hitt og þetta. 1 mörgum skákum hafði ég betra tafl, en mér tókst ekki að tefla þær til vinnings". 1 hans augum er þetta rökrétt og fullnægjandi skýring á lélegri taflmennsku hans, en sjálfur tek- ur hann þó vara fyrir þvi, að þetta þurfi að vera afsökun fyrir slakri — Skákein- vígið var fullt eins mikið sálar- stríð eins og prófun á hœfni Heimsmeistaraeinvigið i skák, sem háð var hér i Reykjavik, var viðburður af þvi tagi, sem flutti ísland beint á forsíöur allra stærstu blaöa heims. Enn birtast greinar um einvígið og úrslitin, eins og þessi eftir Nicholas Bethell í „Sunday'Times Magazine” núna um sfðustu helgi. Eftir viðtal viö Spassky reynir Bethell að skýra út, hvers vegna Spassky tefldi undir getu — eins og hann heldur fram. ,,Hann er afar sérstæður persónulei ki. Sannur meistari, listamaður. Ég kann vel við hann", sagði Boris Spassky um Bobby Fischer. Og það einkenni- legasta er, að hann meinti þetta, þótt hann væri nýbú- inn að bíða fyrir honum einhvern mest auglýsta ósigur íþróttasögunnar. ( þrjú ár hafði Spassky f/haldið heimsmeistara- titlinum — ,,æðisgengnustu þrjú ár ævi minnar" — og síðustu tvo mánuði þess tímabils háði hann hat- rammt sálarstríð til þess að verja þann titil. Sem heimsmeistari i skák gegndi Spassky geipilega mikilvægu hlutverki i Ráð- stjórnarrikjunum. Undir hverri skák fann hann augnaráð milljóna Rússa hvila á sér. Fyrir hvern leik varð hugur hans að gegnumlýsa þúsundir annarra leikafbrigöa. Og eftir hverja tap- aða skák var taflmennska hans gagnrýnd miskunnarlaust af sér- fræðingum um heim allan , bæði i rússneskum og erlendum fjölmiölum. Ofan á þetta allt saman varð hann að þola ótrúlega ókurteisi af hálfu Bobby Fisch- ers. — Spassky játar ótrauður, að undir lokin hafi þetta verið hon- um ofviða. Spassky fékk að finna fyrir þvi, að alla langar til að steypa meistaranum af stóli. Snilld hans gerir hann aö eftirsóknarverðu skotmarki. Fischer og Spassky máttu þola ekki aðeins nokkurra stunda álag, heldur tveggja mánaöa. begar nálgast tók einvigið, vildi Spassky helzt fara i felur (þess vegna valdi hann hið afskekkta ísland), en aðdáendur hans gáfu honum engin griö. „Þaö var heitasta ósk min að vinna þetta einvigi”, segir hann. „Ég lagði hart að mér við undirbúninginn, bæöi likamlega og andlega”. — En honum mistókst. Hann tapaði sálarstrið- inu. Skáksérfræöingar sögðu, að Spassky hefði teflt sig upp i sina eðlilegu getu eftir þvi sem leið á einvigið, en fyrstu skákirnar hefði hann teflt langt undir hæfni heimsmeistara. Spassky er sammála þessu sjálfur: „Tvær skyssur gerði ég t.d., sem jafnvel fimmta klassa skákmaður mundi ekki gera”. — Hvers vegna lék hann R-d 2 i 8. skákinni, eða c3 i fjórtándu skákinni? Að visu gera meistarar stund- um slæmar skyssur, en þessar taka þeim flestum fram, jafnvel þótt tekið sé tillit til þess, að Spassky hafði ekki verið upp á sitt bezta i skákmóti, sem hann tók þátt i 1971. Hann telur þó sjálfur, að það hafi ekki verið ástæðan: „betta voru hræðileg asnastrik. Slikt hefur aldrei hent á skákferli minum fyrr. Hvað fór úrskeiðis?” I rauninni er aðeins einu um að kenna — álagi og streitu — sem Spassky segir, að sé drjúgur þátt- ur i skákmóti. — „1 kappskákum er hæfni og snilld aðeins hálfsögð saga. Aðalatriðið er taugaóstyrkleikinn”. — Þeir sem hafa reynt það, að tefla kappskák af alvöru, þekkja það, hvernig hugsunin getur allt i einu lamazt i þessari fimm klukku- stunda þolraun, og biði sjálfs- traust annars hnekki — annað hvort við talfborðið eða utan hólmsins — þá er það þýðingar- meira heldur en peðsvinningur eða tap. Enginn gat þó merkt það á Spassky, að hann væri að bresta undan álaginu. Þvert á móti stakk rólegt yfirbragð hans mjög i stúf við framkomu Fischers og barnalegar kröfur. Kannski voru þær ekki svo barnalegar þegar allt kemur til alls, og hvort sem það hefur verið af ráðnum hug, eða ekki, þá fóru þær i taugarnar á Spassky. „1 mörgum skákunum fannst mér hugsun min öll fara á dreif. Mér var gersamlega ómögulegt að einbeita mér. Skritið annars. Það varð alltaf svona klukku- stundu eftir að skákin byrjaði. Slikt hefur aldrei komið fyrir mig áður”. Hvernig sem þetta kom yfir Spassky, þá kennir hann þvi um, að hann eftir 10 skákir var orðinn 3 vinningum á eftir Fischer.. Spassky vill ekki kenna Umsjón: Guðmundur Pétursson ókurteisi Fischers um úrslitin. „Ég hef svo oft verið móögaður, að móðganir hafa ekki lengur áhrif á mig”, segir Spassky, og auk þess er honum hlýtt til Fischers. Né heldur var það óstundvisin. „Hann kom alltaf sjö minútum of seint. Ég tók timann. Hvers vegna sjö minútur? Kannski sjö sé happatalan hans”. Það sem kom sér verst fyrir Spassky var sú stund þegar hon- um var þröngvað til að taka hræðilega ákvörðun, aöeins örfá- um stundum áður en einvigið skyldi hefjast. Átti hann nokkuð að heyja einvigið? Fischer hafði sleppt nokkrum flugferðum og lét ekki sjá sig við setningarathöfn- ina. En hann ákvað að vera um kyrrt og láta sverfa til stáls milli þeirra. „Það voru ekki peningarnir, sem fengu mig til þess. 1 rauninni hefði ég hagnast á þvi fjárhags- lega að neita að tefla. En mér fannst það ekki hlutverk mitt,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.