Vísir - 22.11.1972, Síða 8
Leik Crystal Palace og Leeds á
laugardag lauk meö jafntefli 2-2 —
fjóröa jafntefli liðanna i 1. deild á Sel-
liurst Park. Hér er atvik úr leiknum á
vitatcig Palace. Frá vinstri Paddy
Mulligan, irski landsliösbakvöröurinn,
sem Palace keypti af nágrannaliðinu i
Suöur-London, Chelsea, Mick Jones,
miöherji Leeds, sem leikiö hefur i
enska landsliöinu, John Jackson,
markvöröur (næstum hulinn) og
Bobby BelL, CP, sem liggur á vell-
inum.
Sama er að segja um Manch.Utd.
gegn Southampton, og fyrst United
vann Liverpool á Old Trafford ætti
liðið eins að vinna Dýrlingana.
Newcastle vann Leicester á siðasta
leiktimabili 2-0 við Tyne-ána á norð
austur Englandi, en 1968 og 1969 tókst
Leicester að ná þar jafntefli. bað er
helzt að Úlfarnir hljóti stig á útivelli
um þessar mundir. A siðasta leik-
timabili gerðu Sheff.Utd. og Úlfarnir
jafntefli — einnig 1968, en það eru einu
ieikir liðanna i Sheffield siðustu sex
árin.
Tottenham-Liverpool er erfiður
leikur. Tvö siðustu árin hefur
Tottenham unnið á White Hart Lane.
Spjall um getraunir
Þaö eru ekki aðeins spámenn
íslenzku blaöanna, sem náö
hafa lélegum árangri að
undanförnu i getraununum.
Það er allsstaöar eins, þar sem
ensku leikirnir eru notaðir, og
stórvinningar hafa aö undan-
förnu fallið á seöla á Norður-
löndunum. Biily kunningi
okkar Wright var ekki beint
heppinn i sjónvarpstippi sinu —
allir ,,öruggu" leikirnir, sem
hann benti á, fóru á annan veg
um síðustu helgi og þykir slíkt
einstak „afrek" hjá svo
miklum kunnáttumanni. Og
svona til gamans má geta þess
að aðeins einu islenzku blaða-
manna hefur „tekizt" hingað
til að hafa alla leikina tólf
ranga.
En eins og úrslitin hafa verið siðustu
vikurnar verða kannski fleiri til að ná
þeim árangri og það er beinlinis með
hálfum hug, sem maður setur frá sér
spá. En hvað um það. Hér er lausleg
spá blaðsins fyrir leikina næsta
laugardag — á 35 getraunaseðli ársins
Birmingham-Norwich 1
Chelsea-C.Palace 5
Derby-Arsenal ]
Everton-West Ham ]
Ipswich-Coventry X
Leeds-Manch.City i
Manch.Utd.-Southampton 1
Newcastle-Leicester ]
Sheff.Utd.-Wolves X
Tottenham-Liverpool 1
WBA-Stoke City i
Cardiff-Fulham X
Svolitið basl hefur verið á Liverpool i
tveimur siðustu leikjunum — en
Tottenham er nú með alla beztu leik
menn sina heila á ný. Stoke hefur
aðeins náð einu jafntefli i niu leikjum
á útivelli — tapað átta. Fulham hefur
aðeins tapað þremur leikjum á útivelli
af átta.
bað er farið að sjást á bún-
inguni leikmanna og völlunum,
aö vetur er genginn I garð, þó
enn hafi snjór ekki sett mörk sin
á þá. Myndin er frá leik Crystal
Palace og Leeds á laugardag.
Jolin Craven, lengst til vinstri,
sem skoraöi bæöi mörk Palace i
leiknum, var næstum búinn að
ú'.Vggja sigur meö þessari
spyrnu i lok leiksins. Trevor
Cherry liggur á vellinum, en
aðrir leikmenn cru enski lands-
liösmaöurinn Norman Hunter,
nýi landsliösmarkvörður Skot-
lands, David llarway, Poul
, Keaney, sem lcikið hefur i
enska landsliöinu, og Johnny
(iiles, fyrirliði irlands (Eire),
allir i Leeds.
Birmingham vann stórsigur gegn
Norwich i 2. deild i fyrra 4-0. Crystal
Palace hefur enn ekki unnið gegn
Lundúnaliði i 1. deild i 28 leikjum. Nú
er möguleiki gegn nágrannaliðinu
Chelsea, þar sem nokkrir lykilmenn
Chelsea eiga við meiðsli að striöa.
Derby hefur unnið alla leiki sina gegn
Arsenal á Baseball Ground siðan liðið
vann altur sæti sitt i 1. deild.
Everton hefur unnið West Ham i
íimm leikjum af sex siðustu — tapaði
1971. Coventry hefur aðeins tapað
einum af siöustu 5 leikjum sinum i
Ipswich — á siðasta leiktimabili, unnið
tvo - tvö jafntefli. Leeds hefur unnið
Manch.City heima tvö siðustu árin.
Klerkurinn
á þinginu!
Meöal þeirra, sem sátu ársþing
KSÍ um helgina, var séra
Kóbert Jack — klerkurinn
kunni, sem kennt hefur knatt-
spyrnu á fleiri stööum hér á
landi en nokkur annar. Séra
Kóbert var fulltrúi úr Húnaþingi
og sésl hér lengst til vinstri á
mynd Bjarnleifs, ásamt
nokkrum öðrum fulltrúum á
ársþinginu.
„Rot'ann í átlundu" og
Clay reyndist sannspár
— Hafði slegið heimsmeistarann í léttþungavigt Bob Foster sex sinnum niður í nótt,
þegar rothöggið kom eins og hann hafði spáð í 8. lotu
göngu frá sjónvarpi, þó aðgangur
að næturklúbbnum kostaði mikið.
C. George
volinn!
bá er Charlie George —
kokkney-leikmaðurinn hjá
Arsenal — kominn ilið hjá Sir Alf,
enska landsliöseinvaldinum.
Ilann valdi i gær landsliö Eng-
lands gegn Wales, leikmenn 23ja
ára og yngri, og var George i
hópnum.
Sex nýir leikmenn voru valdir i
fyrsta skipti — auk Charlie, þeir
Alan Stevenson, markvörður
Burnley. McDowell, West Iiam,
McAlle, Wolves, Mortimer,
Coventry, og Barrowclough,
Newcastle — tvitugi leik-
maöurinn, sem Newcastle keypti
frá Barnsley fyrir 40 þúsund pund
1970.
Mjög þekktir leikmenn eru
einnig i liþinu, McDonaid,
Newcastle, Currie, Slieff, Utd.
Blockley, Arsenal, Kichards,
Wolves, og markvöröurinn Pliil
Parkes, QPR.
vikurmótinu á dögun-
um.
bó Fram hafi tapað fyrir Val á
Reykjavikurmótinu — eftir að
hafa haft forustu i leiknum lengi
— er ekki vist, að Valur fari með
sigur af hólmi i kvöld. Nei, i þess-
um leik eru úrslit ekki örugg
fyrirfram.
1 Reykjavikurmótinu var aðal-
skotmaður Fram, Axel Axelsson,
ekki heill i handlegg og naut sin
ekki. bað hafði mikið að segja
fyrir Fram þá. Nú er Axel hins
vegar búinn að ná sér og til alls
liklegur. Setja Valsmenn Jón
Karlsson til höfuðs honum eins og
á Reykjavikurmótinu?
Leikur Vals og Fram hefst kl.
8.15 i Laugardalshöllinni og það
þarf ekki að efa að margt verður
um manninn i „höllinni” i kvöld.
A eftir leik Vals og Fram leika
Eins marks
sigur Svía
— í landsleik við Norðmenn í gœrkvöldi
undu lotunni sendi Clay mótherja
sinn i gólfið með miklu hægri
handar höggi og Foster náði ekki
að standa upp áður en dómarinn
hafði talið upp að tiu.
Cassius Clay hafði yfirburði
gegn Foster og kom það talsvert á
óvart, þvi Foster er frábær hnefa-
leikari. Sex sinnum sló Clay hann
niður i keppninni. Fjórum sinnum
i fimmtu lotu og var talið að átta
— tvisvari þeirri sjöundu. Clay —
Muhameð Ali — gerði svo út um
leikinn i þeirri næstu, en þá hafði
hann fengið skurð yfir auga, sem
blæddi úr, og einnig úr munni
hans. Annars fór hann létt frá
leiknum. Foster skoraði stig með
nokkrum vinstri handar höggum,
en tókst aldrei að komast inn á
hinn dansandi Clay með vinstri
handar húkkin frægu, sem hafa
gert það að verkum, að hann hef-
ur verið ósigrandi yfirburða-
maður i léttþungavigt frá þvi
1968.
Arsenal 0
baö var heldur betur „bomba”
i deildabikarnum á Highbury i
gærk völdi.
Norwich — nýja liðið i 1. deild —
vann þar stórsigur gegn Arsenal
3-0. Grahm Paddon skoraöi öll
mörk Norwich.
Hið fyrsta á 17 min. með sak-
lausri spyrnu af 30 m. færi —
siðan fyrir hlé úr „ómögulegri”
stööu og 3ja markiö skoraöi liann
af stuttu færi i s.h. Barnett var
þvi ekki beinl i stuöi i marki
Sviarsigruöu Norðmenn i
æsispennandi landsleik í
handknattleik í Njardhöll-
inni í Osló í gærkvöldi með
eins marks mun, 18-17, eftir
að hafa haft forustu mest
allan leikinn gegn hinu
„nýja" landsliði Noregs.
Áhorfendur voru um 2000.
Norðmenn byrðuðu þó á þvi að
skora fyrsta mark leiksins, en i
hálfleik var staðan 9-8 fyrir Svia,
sem sigruðu i leiknum á betri
langskyttum og markverði. Hans
Jonsson varði yfir 10 skot i leikn-
um, þar af eitt viti.
Spenna var oft mikil. Jafnt 7-7,
8-8 og 10-10, en um tima i siðari
hálfleik náðu Sviar fjögurra
marka forustu, 16-12, og slikri
Norwich 3
Arscnal.
bcssi lcikur var i 8-liða-úr-
slitum. i gærkvöldi léku einnig
Úlfarnjr og Blackpool úr 2. deild.
Úlfarnir náöu aöeins jafntefli á
hcimavelli 1-1. Leeds og l.iver-
pool áttu aö leika á mánudag um
réttinn til aö mæta Tottenham, en
lciknum var frestaö vegna bleytu
á vclli Leeds. Hann veröur senni-
lega i kviild og þá leika cinnig
Chelsea og Notts County úr 3.
deild.
forustu tapa Sviar ekki á 10
minútum.
Sviar voru með sitt „fasta” lið,
þar sem Lennart Eriksson og
Thomas Persson voru mjög ógn-
andi — en Persson skoraði þó að-
eins eitt mark. Nokkuð annað en
niu mörkin hans gegn Dönum ný-
lega.
Eriksson skoraði 4 mörk, Kurt-
Göran Kjell 3, Bo Anderson 2,
Lars Enström 3, Johan F'ischer-
ström 2, Tommy Jansson 2, Pers-
son og Bertil Söderberg eitt hvor.
Harald Tyrdal var markhæstur
Norðmanna með fimm mörk,
Torstein Hansen skoraði 2, Knut
Urdal 2, Inge Hansen 2, Anders
Gjerde 2, Roger Hverven 2, Sten
Osther 1 og Erik Nessem 1. bað
virðist nú litið „nýtt” i þessu liði
þó NTB tali um nýtt lið. Dönsku
dómararnir Henning Svendsen og
Jan Christensen fá mjög slæma
dóma hjá fréttastofunni — og
áhorfendur „piptu” á þá hvað
eftir annað.
HaraldTyrdal var kjörinn bezti
leikmaðurinn i landsleiknum —
var markhæstur, auk þess, sem
hann sýndi afar góðan varnar-
leik. Bye, markvörður, fékk
hörkuskpt i andlitið og varð að
yfirgefa völlinn i siöari hálfleik.
Hann hafði staðið sig vel i norska
markinu - það gerði Jan ökseter
einnig. bað var Torstein Hansen,
sem skoraði ekki úr einu af 4 vit-
um Norðmanna. Sviar nýttu sin
þrjú i mörk.
Fyrsti stórleik-
urinn er í kvöld!
Keppnin fór fram i Lake Tahoe
næturklúbbnum i Nevada. Ahorf-
endur voru 1700 og fylgdust flestir
með leiknum meö glas I hönd.
Fyrir leikinn fær Clay 100 þúsund
dollara, en Foster 50 þúsund doll-
ara. Tekjur leiksins voru nær ein-
Cassius Clay var um 35 pundum
þyngri en mótherji hans og mun
hærri. Hann virtist i mjög góðri
æfingu — miklu betri en þegar
hann tapaöi fyrir Frazier fyrir
tveimur árum,eini tapleikur
hins 31 árs Clay.
bessa mynd tók Bjarnleifur i hinum harða leik KR og FH á sunnu-
daginn. bað er knattspyrnumaöurinn kunni, Atli bór Héöinsson, sem
býr sig undir að skjóta á mark FH —en ekki skoraði hann þarna. Til
varnar er Árni Guöjónsson.
Cassius Clay, fyrrum
heimsmeistari i þunga-
vigt i hnefaleikum, tók
talsveröa áhættu i nótt,
þegar hann keppti við
heimsmeistarann i létt-
þungavigt, Bob Foster, i
Nevada-fylki. Eitt vel
heppnað högg Fosters
hefði getað gert draum
Clay um að endurheimta
heimsmeistaratitilinn
að engu — og Foster, þó
hann sé i léttþungavigt,
getur veriö mjög þung-
höggur. Algjör yfir-
burðamaður i sinum
þyngdarflokki.
„Ég rot’ann i áttundu lotu”
hrópaði Clay fyrir leikinn og það
er langt siðan hann hefur reynzt
sannspár hvað slikar fullyrðingar
snertir. Nú stóð hann hins vegar
við það.
begar 40 sekúndur voru af átt-
þó leika íslandsmeistarar Fram við Val
Þá er komið að fyrsta
stórleiknum á íslands-
inótinu i handknattleik.
íslandsmeistarar Fram
liefja vörn titils sins i
kvöld og fá ekki mót-
herja af verri endanum
— sjálla Valsmenn, sem
sigruðu Fram i Reykja-
1R og Ármann. Eftir fyrri leikjum
liðanna i íslandsmótinu að dæma
ætti ÍR að vinna nokkuð öruggan
sigur. En liðið er mistækt i leikj-
um sinum og Armann er „sýnd
bráð, en ekki gefin”.
Niðurröðun i mótið er talsvert
óhagstæð fyrir íslandsmeistara
Fram, þvi á sunnudag mætir
Fram FH i Hafnarfirði. Tveir
stórleikir i byrjun mótsins getur
verið mjög hættulegt, svo ekki sé
meira sagt.
Ásgeir
fór í
morgun
Asgcir Sigurvinsson,
knattspyrnumaöurinn kunni
úr Vestmannaeyjum, hélt til
Glasgow i morgun með flug-
vél Fi og mun æfa næsta
mánuöinn meö frægasta
knattspyrnuliði Skotlands
gegnum árin, Glasgow
Kangers.
Þaö var fyrir milligöngu
formanns KSÍ, Alberts
Guömundssonar, að Ásgeir
veröur um tima hjá
Kangers. Allt cr óráðið
hvort hann gerist þar
alvinnumaöur — það er að
minnsta kosti óliklegt á
þessu stigi málsins.
baö var mikill hraði á
málunum til að koma Ásgeiri
á réttum tima út á Kefla-
víkurflugvöll i morgun. Ekki
var flogið frá Eyjum i gær og
fór hann þvi meö Herjólfi frá
Eyjum i gærkvöldi. Og skipiö
„keyrði” heldur betur, því
þaö var rúmri einni og hálfri
klukkuslund á undan áætlun
til Rcykjavikur i morgun. A
bryggjunni beið bill cftir
Ásgeiri og siðan var keyrt ,,i
loftinu” suður á flugvöll.