Vísir - 22.11.1972, Qupperneq 13
13
Visir Miftvikudagur 22. nóvember 1972
\ í PAG | í KVÖLD | í PAB | í KVÖLD j I DAB |
Sjónvarp í kvöld kl. 21,25
Núna er að hefjast hjá
sjónvarpinu nýr pólskur
njósnamyndaflokkur. í
kvöld verður sýndur
fyrsti þátturinn, en hann
nefnist ,,Ég veit, hver þú
ert”.
Efni myndarinnar fjallar um
ungan Pólverja sem flýr til Sovét-
rikjanna, en verður siðan sendur
til Þýzkalands til þess að stunda
þar njósnir.
Nafn unga Pólverjans er Stani-
slaw Kolici, en árið 1941 flýr hann
til Sovétrikjanna og tekur með
sér mikilvægar upplýsingar um
stöðu þýzku herjanna handan vig-
linunnar.
En um svipað leyti og Kolici
kemur til Sovétrikjanna, hand-
taka Sovétmenn þýzkan liðsfor-
ingja, en hann er nauðalikur Kol-
ici i sjón. Það verður þvi ákveðið,
að Kolici taki á sig gerfi þýzka
liðsforingjans og fari tii Þýzka-
lands. Þar á hann að stunda
njósnir innan þýzka hersins fyrir
Sovétmenn.
Þættirnir sem munu verða
sýndir hér, verða liklega 13 að
tölu, en i rauninni eru þeir fleiri.
Þættirnir nefnast einu nafni
,,Kloss höfuðsmaður”. Þýðandi
þáttanna er Þrándur Thoroddsen.
—ÞM
SJÓNVARP »~|
MIÐVIKUDAGUR
18.00 Teiknimyndir
18.15 C.haplin
18.35 Týndi konungssonurinn
Barnaleikrit byggt á ævii
týraleiknum „Konungs-
valið” eftir Ragnheiði Jóns-
dóttur. Leikstjóri Kristin
Magnúss Guðbjartsdóttir.
Siðari hluti. Áður á dagskrá
21. nóv. 1969.
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Nýjasta tækni og visindi.
Ólæsi og lcskennsl
lláskalegur hávaði i stór-
borgum. Umsjónarmaður
örnólfur Thorlacius.
21.00 Neumann-trióið. Ulla,
Ulrik og Mikael Neumann
skemmta með söng og gitar
leik. (Nordvision — Danska
sjónvarpið) Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
21.25 Kloss höfuðsmaöur. Nýr
pólskur
njósnamyndaflokkur. 1.
þáttur. Kg veit hver þú ert.
Þý ð a n d i Þr á n d u r
Thoroddsen. Árið 1941 flýr
ungur Pólverji, Stanislaw
Kolicki að nafni, til Sovét-
rikjanna og hefur meðferðis
mikilvægar upplýsingar um
stöðu þýzkra herja handan
viglinunnar. Um svipað
leyti handtaka Sovétmenn
þýzkan liðsforingja, sem er
nauðalikur Pólverjanum i
sjón. Það verður að ráði, að
Kolicki taki á sig gervi
Þjóðverjans og stundi
þannig njósnir innan þýzka
hersins.
22.30. Dagskrárlok
Nýr pólskur njósnamyndaflokkur
,KL0SS HÖFUÐSMAÐUR'
Útvarp á morgun kl. 10,40
Elton Johns með poppið í fyrramálið
i fyrramálið er það Elton John
sem sér um fjörið i morgun-
poppinu.
Elton byrjaði fyrst á þvi að
semja lög fyrir aðra, en byrjaði
ELTON:
siðan að syngja lögin sem hann
samdi sjálfur, og komst svo til
strax á toppinn. Elton segist ætla
að hætta mjög bráðlega, en það
hefur hann sagt oft áður, svo að
margir sem til þekkja segja að
langt verði þangað til hann hætti.
Elton segir, að hann geti vel
hugsað sér Lennon sem
átrúnaðargoð táninganna þegar
hann verði orðinn 40 ára gamall,
en hann sjálfur geti ekki haldið
sér á toppinum lengi. Fjárhags-
lega séð gæti hann hætt strax i
dag og lifað góðu lifi. En hann
segist ennþá hafa ánægju af þvi
að koma fram og segist þvi ætla
að halda áfram, þangað til hann
finni að tekið sé að halla undan
fæti. En hann á þúsundir aðdá-
enda um allan heim og það yrðu
þeim mikil vonbrigði, ef hann allt
i einu segði skilið við músikina.
—ÞM
Elton John ásamt Margréti prinsessu og Snowdon lávarði, eftir
skcmmtun sina, sem haldin var i London Shaw leikhúsinu i London.
**
m
m
0
Nt
j3
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 23. nóvember.
Hrúturinn. 21. marz-20. april. Dagurinn virðist
vel til þess fallinn að ljúka ýmsu, sem af ein-
hverjum ástæðum hefur orðið i undandrætti,
fremur en að byrja á nýju.
Nautið,21. april-21. mai. Það litur út fyrir að þú
fáir frest til að taka einhverjar ákvarðanir, sem
varða þig miklu. Að öllum likindum i sambandi
við peningamálin.
Tviburarnir,22. mai-21. júni. Það verður sitt af
hverju, sem sett getur strik i reikninginn hjá þér
i dag. Ekki ýkja neikvætt, en þú munt samt ekki
fyllilega undirbúinn.
Krabbinn, 22. júni-23. júli. Ef þér tekst að koma
betra skipulagi á hlutina verða afköstin að sama
skapi meiri. Þó fyrst og fremst mun minna
erfiði, og það riður baggamuninn.
Ljónið.24. júli-23. ágúst. Það er eins og þig skorti
nægilegan tima til að átta þig á hlutunum.
Ættirðu að reyna að kippa þvi i lag, áður en það
reynist um seinan.
Meyjan.24. ágúst-23. sept. Það litur út fyrir að
einhverjir reyni mjög að telja þér hughvarf i
sambandi við einhverjar framkvæmdir, en ekki
skaltu láta það á þig fá.
Vogin,24. sept.-23. okt. Annrikisdagur, og senni-
lega um of, en einhvern veginn hefst þó flest af.
Einhver misskilningur i sambandi við peninga-
mál, getur verið hvimleiður.
I)rekinn,24. okt.-22. nóv. Það litur út fyrir að þú
eigir i einhverjum erfiðleikum heima fyrir, sem
geta haft áhrif á starf þitt á vinnustað nema þú
gerir vissar ráðstafanir.
liogmaöurinn, 23. nóv.-21. des. Þú skalt ekki
gera neinar fastar áætlanir i dag, þar eð óvænt,
en fremur jákvæð atvik, munu setja sitt af
hverju úr skorðum, svo ekki sé meira sagt.
Sleingeitin,22. des.-20. jan. Þessi dagur virðist
bjóða þérað vissu leyti óvenjuleg tækifæri, sem
þú ættir hiklaust að notfæra þér. Jafnvel þótt þvi
fylgi viss áhætta.
Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Eitthvað virðist
valda þvi að þú verður ekki vel fyrirkallaður i
dag. Ekki beinlinis lasleiki, öllu heldur að þú ná-
ir ekki tökum á viðfangsefninu.
Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Það bendir allt til
þess að dagurinn verði þér góður. Ef til vill
óvenjulega góður i sambandi við það, sem þér er
i mun að koma i framkvæmd.
ÚTVARP #
MIÐVIKUDAGUR
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfrcgnir.
Tilkvnningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.15 Ljáðu mér eyra-Séra
Lárus Halldórsson svarar
spurningum hlustenda.
14.30 Siðdegissagan: ,,Gömul
kynni” eftir Ingunni Jóns-
dóttur. Jónas R. Jónsson á
Melum les (4).
15.00 Miðdegistónleikar: is-
len/.k tónlista. Endurminn-
ingar smaladrengs eftir
Karl O. Runólfsson.
Sinfóniuhljómsveit Islands
leikur. Páll P. Pálsson stj.
b. Þorsteinn Hannesson
syngur við pianóundirleik
F'ritz Weisshappels. c. Sjö-
strengjaljóð eftir Jón Ás-
geirsson. Strengjasveit
Sinfóniuhljómsveitar Is-
lands leikur. Páll P. Pálsson
stj. d. Guðrún Tómasdóttir
syngur lög eftir Björn
Franzson. Undirleik annast
Guðrún Kristinsdóttir.
16.00 Fréttir. 16.25 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
16.25 Popphornið. Jón Þór
Ilannesson kynnir.
17.10 Tónlistarsagan.
17.40 Litli barnatiminn .
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Á döfinni.Kristján Bersi
Ólafsson skólastjóri
stjórnar þættinum, sem
fjallar um skipulag fram-
haldsskólans. Meðal þátt-
takenda verða Bjarni Krist-
jánsson skólastjóri Tækni-
skólans og Jóhann S.
Hannesson kennari.
20.00 Kvöldvaka
21.30 Að tafli.Guðmundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. útvarps-
sagan: „Útbrunnið skar”
eftir Graham Greene.Jó-
hanna Sveinsdóttir les (14)
22.45 Nútimatónlist ■ Halldór
Haraldsson kynnir tvö verk
eftir Olivier Messiaen:
„Kvartett um endalok tim-
ans” og ,,Ég bið eftir upp-
risu dauðra”
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
vísir