Vísir - 16.12.1972, Blaðsíða 1
vísm
(»2. árg. — Laugardagur 16. desember 1972 — 289. tbl.
KOMA FRA ASTRAUU
í FISKINN Á SUÐUREYRI
— sjá baksíðu
Gengislœkkun um helgina?
Um eða innan við 10% gengisiœkkun. — Olafur
Jóhannesson fer sennilega ekki frá. — Stjórnin
fœr sér frest fram á vor til að undirbúa fallið
óhætt er að fullyrða það
núna með nokkuð mikilli
vissu, að gengi islenzku
krónunnar verður lækkað
nú um helgina eða þegar
upþ úr helginni. Jafnframt
verður krónan ,,látin
fljóta", þannig að verð er-
lends gjaldmiðils lækki eða
hækki eftir ásfandí milli-
rikjaviðskipta og efna-
hagsmála. Gengislækkunin
mun verða innan við 10%
Miklar samningaviðræður hafa
staðið á milli stuðningsflokka rik-
isstjórnarinnar. t gærkvöldi voru
að nást samningar um gengis-
breytingu samkvæmt tillögum
Hannibalista, þó að gengið verði
ekki fellt eins mikið og þeir höfðu
krafizt. Eins og Vfsir hefur skýrt
frá vildu Hannibalistar láta geng-
ið falla um 15-16% — Samkvæmt
þvi samkomulagi, sem var að
nást milli stjórnarflokkanna i
gær, verður þessi gengisfelling
eina efnahagsráðstöfunin, auk
þess sem áfengi og tóbak. ver-ður
að siátfsQgðu hæ'kkað i verði.
Ekki er ætlunin að mæla verð-
hækkun þessara vörutegunda i
kaupgreiðsluvisitölunni, nema
ASl mótmæli.
Það liggur i augum uppi, að það
er ekki auðvelt fyrir stjórnar-
flokkanna að fella gengið eftir all-
ar þær fullyrðingar, sem þeir
hafa komið óumbeðnir með um,
að þessi rikisstjórn mundi aldrei
fella gengið. — Þó að i rikisstjórn-
inni sé hver höndin upp á móti
annarri og heiftin manna á meðal
þar sé að magnast upp i hreint
hatur, eru þó Framsókn og
Alþýðubandalag sammála um
eitt a.m.k. Þeir eru ekki tilbúnir
að fara frá, telja rikisstjórnina
ekki undir það búna að skilja við.
Þvi láta þeir nægja að gera smá
gengislækkun, þó að þeim eins og
efnahagssérfræðingum sé ljóst að
hún sé allsendis ófullnægjandi.
En hún nægir til að gefa rikis-
stjórninni frest 44i 3ð buá sér i
háginn áður en hún fer frá. Og
svona i samræmi við islenzkt
happdrættishugarfar vonast hún
eftir stórkostlegri vetrarvertið
með stórhækkandi útflutnings-
verðlagi. Aðeins með þvi gæti
stjórnin gert sér vonir um að
halda þjóðarbúinu gangandi leng-
ur en fram á vor án nýrra efna-
hagsráðstafana.
Þessi mál voru til umræðu á
sérstökum þingflokksfundum,
sem stjórnarflokkarnir héldu
undir kvöld i gær, en á þessa
þingflokksfundi voru ýmsir
áhrifamenn flokkanna boðaðir,
auk sjálfra þingmannanna. —
Ekki er ljóst, hvort einhver
áherzla hefur verið lögð á það, að
Ólafur Jóhannesson segi af sér og
annar framsóknarmaður taki við
starfi forsætisráðherra. 1 flestum
lýðræðisrikjum mundi það vera
talið eðlilegt, með tilliti til þess
sem á undan er gengið, ef krónan
verður lækkuð. Talið er þó senni-
legt að Ölafur tr.uui Sttja áíram.
„Merkilega fullkomin
njósnastarfsemi Mbl.”
Eins og gefur að skilja voru
talsmenn stjórnarflokkanna ekki
tilbúnir til að staðfesta það, sem
að ofan segir. Ragnar Arnalds,
formaður Alþýðubandalagsins
sagði, að engar ákvarðanir hefðu
verið teknar enn um' þessi mál.
Hann sagði þó, að miðstjórn
bandalagsins hefði verið boðuð i
dag til að fjalla um þessi mál. —
En það var fleira, en efnahags-
málin, sem voru til umræðu hjá
stjórnarflokkunum i gær. —
Hvernig fær Morgunblaðið hinar
nákvæmu lýsingar sinar á lokuð-
um fundum rikisstjórnarinnar og
lokuðum fundum þingflokkanna i
Alþingishúsinu?
Það hlýtur að vekja nokkra
furðu, að Morgunblaðið skuli hafa
nákvæmar lýsingar á lokuðum
fundum bæði i Alþingishúsinu og
hjá rikisstjórninni, lýsíngár, sem
þeir segja vera sannar. Þó að
sumar séu hreinn uppspuni eru i
öðrum tilvikum þess dæmi, að
Morgunblaðið hafi upplýsingar af
lokuðum fundum, sem engin leið
er að átta sig á, hvernig hafa
komizt i þeirra hendur, sagði
Ragnar Arnalds — Það er merki-
legt að þeir skuli hafa svo full-
komna njósnastarfsemi. Það eru
auðvitað margar aðferðir notaðar
til að ástunda njósnastarfsemi og
fréttastarfsemi af þessu tagi,
sagði Ragnar.
-VJ
„Lífið" deyr
Blaðadauðinn kveður enn
dyra. Næststærsta frétta-
myndablað sögunnar gefur
upp öndina. Timaritið Life
átti aðeins tvo beina keppi-
nauta, cf fjárhagsörðug-
leikar felldu það.
Life var þekkt fyrir að
spara ekkert til i þjónustu
við lesendur sina.
SJABLS. 6
Gagnrýni á bók
Jónasar
stýrimanns
— sjá bls. 7
Jörðin opnaðist
undan fótum
konunnar
— sjá NÚ-síðu
á bls. 12
Nýjar hugmyndir
um jólaskrautið
- sjá INN-síðu
á bls. 10
Vísnaþátturinn:
KOMIÐ NÚ AÐ
KVEÐAST Á
— er á bls. 5
DAGAR
TIL JÓLA
Mk .wfm ■ ss
MIKIÐ SKOÐAÐ
Það kennir margra grasa i leikfangaverzlununum og ekki laust við aö óskalistinn geti orðið langur hjá
þeim yngstu eftir að hafa horft á alla dýrðina og óskað þess að fá eitthvað af henni i jólagjöf.
Horfðum ó sjónvarpið öngla
í 600 þúsund krónur í gœr
Nærri mun láta, að
tekjur sjónvarpsins i
gærkveldi hafi nálgazt
600 þúsund krónur,
ef ekki meira. Fjöldi
auglýsinganna var 70
og sýningartími þeirra
hefur verið i kringum
25 minútur.
Hver heil auglýsingaminúta
kostar 22 þúsund krónur., en
auglýsingarnar á einni minútur
geta orðið allt að átta og eru
það þá eitthvað um 30 þúsund
krónur, sem minútan gefur af
sér.
„Það gleður mig mjög, ef
auglýsingamagnið er það sem
þið segið”, svaraði Pétur Guð-
finnsson, framkvæmdastjóri
sjónvarpsins, þegar Visir hafði
tal af honum i gærkveldi.
Sjálfur hafði hann ekki kynnt
sér auglýsingamál sjónvarps-
ins. ,,En þeim mun fleiri sem
þær eru, þeim mun betra”.
sagði hann, „Sjónvarpið hefur
býsna mikla þörf fyrir þær
tekjur”.
Rétt er orðið. Tap sjónvarps-
ins á yfirstandandi ári hefur
verið reiknað um 55 milljónir,
.eins og fram hefur komið i
fréttum.
Hann neitaði þvi, að i reglu-
gerðum útvarps eða sjónvarps
fyrirfyndust reglur um hámark
auglýsingafjölda þeirra fjöl-
miðla. „Hitt er annað mál, að i
upphafi settum við okkur hjá
sjónvarpinu sjálfir hálf bjart-
sýnar ,,prinsip”-reglur, þar
sem við miðuðum við, að aug-
lýsingatimar sjónvarpsins væru
ekki fleiri en þrir á kvöldi. Og
auglýsingatiminn hverju sinni
ekki lengri en þrjár minútur”.
En Pétur endurtók þörf sjón-
varpsins fyrir auglýsinga-
tekjurnar. „Hvaða stofnun
hefur nokkru sinni sett 'sér þær
reglur, að spyrna á móti auð-
fengnu fé?” spurði hann.
Og við fáum að sjá fleiri aug-
lýsingar á skerminum i kvöld
og annað kvöld. Þá verða aug-
lýsingarnar ekki færri en 100
samtals. — og enn vænkast
hagur sjónvarpsins.
Tæknimenn sjónvarpsins, em
unnu að útsendingunni i gær-
kveldi mundu ekki eftir öðru
eins auglýsingamagni. „Þetta
hlýtur að vera met”, sögðu þeir.
Blöðin eru svo sem kýld út af
auglýsingum siðustu dagana
fram að jólum engu siður en
sjónvarpið, eins og Pétur Guð-
finnsson benti réttilega á i við-
tali við Visi. En sjónvarpið á
ekki eins hægt um vik og blöðin,
sem auðveldlega geta fjölgað
siðufjöldanum ef þeim biður svo
við að horfa.
—ÞMJ