Vísir - 16.12.1972, Blaðsíða 7
Y'isir. Laugardagur l(i. desember 1972
cTMenningarmál
7
Sigurður Egill Garðarsson skrifar um tónlist:
DAGUR EINLEIKARA
Sinfóniuhljómsveit islands:
(i. tónleikar —
14. desember, 1972
Stjórnandi: Páll P. Pálsson
Iíinleikarar:
llelga Ingólfsdóttir, cembal.
Konstantin Krechler, fiðla.
Áður en tónleikarnir
hófust mátti spá í vafa-
sama staðsetningu á
cembalóinu til einleiks,
fyrir aftan strengja-
sveitina. Aö vísu má
minnast þess aö hljóðfærið
er mjög viðkvæmt í eðli
sinu, það fer mjög fljótt úr
stillingu við minnstu hreyf-
ingu. En staðsetning hljóð-
færisinsá pallinum hentaði
betur fyrir hlutverk þess í
fiðlukonsertinum sem var
fluttur strax á eftir
cembalkonsertinum.
Cembalkonsertinn i E-dúr eftir
Johann Sebastian Bach, var vel
fluttur en af of mikilli hógværð.
Hér má ef til vill kenna þvi um að
hljómsveitarstjórinn hefur viljað
vera viss um að ljúfir en lágróma
hljómar cembalsins heyrðust
betur. En hljóðfærið nýtur sin
mun betur i smærri hljómleika-
Páll P. Pálsson.
sölum, með mun betri hljómburði
en hér er um að ræða.
Hógværðin i pianissimóleik
strengjasveitarinnar var yfirleitt
of blæbrigðalitil (flöt). Hér hefði
mátt nota meira af „terraced”
styrkleikahlutföllum (þ.e.a.s. i
hjöllum), án þessað þurfa að nota
forte. Einnig hefði mátt vera
meira af áherzlum er undirstrika
formbyggingu verksins. Margt
var þó mjög listilega flutt i þessu
verki, sérstaklega var falleg
byrjunin á siðasta þætti verksins
með sinum fjarrænu blæbrigðum.
Ung og efnileg tónl.kona Helga
Ingólfsdóttir lék einleik á cembal
i þessu verki af framúrskarandi
leikni og nákvæmni, en hún er
eini sérmenntaði Islendingurinn á
þetta hljóðfæri.
Næst var leikinn fiðlukonsert
einnig i E-dúr eftir Jóh. Seb.
Bach. Til gamans má skjóta þvi
hér inn, að samkvæmt þvi sem
bezt er vitað þá munu bæði verkin
vera nær uppruna sinum ef þau
væru flutt i Es-dúr (jafnvel D-
dúr). Hvers vegna? Tónkvisl sú
er notuð var til þess að stilla
pianó Mozarts 1780 hafði a’422
sveiflur á sek., miðað við a’440 i
dag. Árið 1858 var seit nefnd
(Halévy, Berlioz og Meyerbeer)
af frönsku stjórninni tii þess að
ákveða og samræma misræmi
það er komið var á stillingu og
var þá ákveðið að halda sig við
a'435, er siðar hækkaði enn meir
og virðist enn á hreyfingu upp á
við viða um heim.
Fiðlukonsertinn i E-dúr eftir
Bach er mjög vinsælt verk og oft
leikinn, flutningur verksins af
hálfu hljómsveitarinnar var
góður, en örlitið hikandi á köflum.
Einleikarinn Konstantin Krechler
(starfandi og búsettur hér á
landi) lék með öryggi og festu
reynslunnar, Hann hefur mjög
gott vald á hljóðfærinu, sér i lagi
á vibratói, þó það væri með þvi
hraðasta sem heyrist i adagio--
kaflanum, tónn Amati fiðlunnar
er einkum viðkunnanlegur. Jafn-
vægi hljómsveitarinnar og
einleikarans var mjög gott. —
Báðir einleikararnir fengu
frábærar þakkir áheyrenda.
Siðast á efnisskránni var frúm-
flutningurá Konserti fyrir hljóm-
sveit eftir ungverska tónskáldið
Béla Bartók (1881-1945). Þetta
verk var flutt i fyrsta sinn i
Boston árið 1944. Nafn verksins
bendir á einleiksnotkun hljóð-
færanna, sérstaklega i öðrum
þætli verksins, sem er þó næst
sinfóniu i formi sinu. Á eftir
döprum dauðasöng elegiunnar,
llclga Ingólfsdóttir
Konstantin Krechler
kemur óvænt stel' i miðjum fjórða
þætti, úr 7. sinfóniu Sjostakovitsj.
Hér er stef þetta undirstrikað af
einskæru háði, á eftirminnilegan
hátt. — Þetta erfiða verk var
einstaklega vel flutt af hljóm-
sveitinni undir frábærri stjórn
Páls Pampichler Pálssonar er
lagði sig allan fram til þess að ná
saman flóknum inntökum og
mjög góðum heildarsvip á
snilldarlegan hátt. Ekki má
gleyma einleik blásaranna sem
var sérstaklega vel unninn af
hverjum einasta manni er þar
átti hlut áð máli. Slrengirnir áttu
hér einnig stóran þátt i þvi hve
flutningur þessa verks tókst vel.
Hljómsveilarstjórinn fékk ásamt
hljómsveitinni verðskuldað þakk-
læti og lof hjá áheyrendum. Ég
þakka hér með hljómsveitinni
fyrir leik sinn á þessari önn ársins
með óskum um gleöileg jól.
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
í Grœnlandsfartinni
Jónas Guðmundsson
er einn af þeim höf-
undum sem skrifa
bækur um sjómenn og
sæfarir handa sjó-
mönnum til jólanna.
Þetta er ein með hinum
blómlegri bókiðjugrein-
um jólamarkaðarins
sem einkum sýnist
haldið uppi hans vegna
af höfundum og út-
gefendum.
Jónas Guðmundsson — stýri
maður i Grænlandsfart.
Það er ekki svo að skilja:
jafnan eru nóg og meiri en nóg
söguefni af sjó. Ekki eiga heldur
allir höfundar á þessum markaði
það sammerkt með Jónasi að
hann er sjómaður sjálfur og
skrifar einkum um sina eigin
reynslu af sjónum. En hitt eiga
alltof margar „sjómanna-
bækurnar” sameiginlegt að vera
samdar með fjarska miklum flýti
og flaustursbrag, án sjáanlegs
metnaðar af neinu tagi fyrir sina
hönd, viðfangsefna né þá heldur
lesendanna.
Jónas Guðmundsson hefur áður
lagt fyrir sig ýmiskonar tiðkan-
lega bókagerð á þessum markaði,
„skrifað upp” roskna sjómenn og
sæfarir þeirra, safnað i bók
greinum og frásögnum um „skip
og menn”. Þetta er þegar bezt
lætur skapleg blaðamennska. En
bók hans i fyrra, Hægur sunnan
sjö, var dálitið persónuleg ferða-
saga, þættir og brot úr sjómanns-
ævi erlendis og i langsiglingum.
Henni lauk þar sem höfundur var
munztraður á Grænlandsfar um
sumarið 1970. Og þar tekur nú
bók við i ár.
Grænlandsfarið er að sinu leyti
dálitið skrýtilega samansett bók.
Annars vegar segir hún frá einum
þremur Grænlandssiglingum
höfundarins, stýrimanns á farinu,
þetta sumar, þvi sem hann sér og
heyrir og reynir sjálfur á skipi i
ishafssiglingu og á land kominn i
Grænlandi. En þessi persónulega
ferðasaga Jónasar stýrimanns i
Grænlandsfartinni er svo aftur á
móti aukin með allskonar fróð-
leiksefni um Grænland og Græn-
lendinga, fornsögu lands og
þjóðar og um mannlif i Grænlandi
eins og það hefur viðgengizt i
landinu fram á þennan dag.
„Undrið mikla, hvernig
hamingjusamt mannlif gat
blómstrað úti i stórisnum, i
frosnum bergdölum þræði sögu-
efni hans i bókinni jafnframt hans
eigin sjóferðasögu við Grænland.
Þetta er eitthvað svipuð
reynsla og annar höfundur, Ási i
Bæ varð fyrir i sumardvöl i
Grænlandi fyrir nokkrum árum —
en hann gaf i fyrra út stóra bók
um efnið þar sem einnig var
viðað saman ferðalýsingu og
aðfengnum fróðleik um Græn-
land. Granninn i vestri hafði það
að visu fram yfir þessa bók hvað
hún var betur stiluð og stórum
betur útgefin. 1 hvorugri bókinni
fástsamtefnisþættir þeirra til að
loða allskostar saman. En af
hverju skyldi koma allur þessi
áhugi á Grænlandi og Grænlend-
ingum og bókagerð þaðan?
Hvað sem þvi liður sér það á við
og dreif á Grænlandsfarinu
aðJónas Guðmundsson hefur ekki
bara óútskýrða þörf fyrir að
semja bækur á jólamarkaðinn,
heldur einnig sjóngáfu til að bera
og næmleik á fólk og frá-
sagnarefni. Uppistaðan i bókum
hans er hans eigin reynsla af
hversdagslifi og mönnum til sjós.
Og það má vera að það sé þessi
næmleiki, óskilgreinda
frásagnarþörf sem mestu ráði um
áhuga hans á Grænlandi og
Grænlendingum. Hitt hefur
honum ekki tekizt að skipa
frásagnarefni sinu saman i virka
heild, semja þvi þau frásögusnið
sem efnið þyrfti i rauninni á að
halda.
Það er sjálfsagt þungbær kvöð
aö þurfa að skila bók á jóla-
markað ár eftir ár. Hvernig sem
á þeirri þörf stendur er hún engin
nauðsyn. Bók Jónasar
Guðmundssonar þyrfti hins vegar
nauðsynlega á hreinskrift að
halda, eins og svo margar aðrar
bækur á jólamarkaðnum — svo
óskipuleg og staglsöm sem hún
reynist og fjarskalega brigðul tök
höfundarins á máli og stil. Samt
er honum gefin frásagnargáfa.
Grænlandsfarið ber það lika meö
sér, eins og að sinu leyti bók hans
i fyrra, að frásagnarefni hefur
höfundur nóg. Efni sem gerir til-
kall til að úr þvi sé unnið i alvöru
— ef höfundur vill láta taka mark
á sér.
.lónas G uðin undsson, stýri-
maður:
JÓN SKAGAN
}ÓN Sl<AC,AN
AXLASkÍpd
acunqLínu
MÍNNÍN QAR OQ M?Nt) i R
AXLASKIPTI
Á
TUNGLINU
Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins
verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika.
Oft verður manni ljóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi
stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna.
Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara
en áður. Frásögnin er ö!l lifandi og skemmtileg í einfaldleik
hins frásagnarglaða sögumanns.
Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi.
ÞJÓÐSAGA
BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SIMAR 13510, 26155 OG 17059