Vísir - 16.12.1972, Síða 6

Vísir - 16.12.1972, Síða 6
6 Vísir. Laiigardagur l(i. desember 1972 vísm Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Einstæður ólánsferill Þótt nú i vikunni hafi oft verið vitnað i forystu- grein Timans s.l. sunnudag, er góð visa aldrei of oft kveðin. Þar var gerð játning, sem mun hafa vakið mikla athygli og óhug lesenda blaðsins, og þá ekki hvað sizt þeirra, sem komu þessari vinstri stjórn til valda. Játningin var þessi, orð- rétt: ,,í stuttu máli má segja, að grundvallar- vandinn, sem við er að striða nú i efnahags- málum, sé tviþættur. Annars vegar stefna út- gjaldaáform almennings og hins opinbera veru- lega fram úr framleiðslugetu hagkerfisins og hins vegar skortir á, að rekstrargrundvöllur út- flutningsatvinnuveganna sé fullnægjandi. Marg- visleg vandamál eru svo tengd þessum megin- kjarna”. Svo mörg voru þau orð, og þau munu vera sannleikur. Þau koma andstæðingum rikis- stjórnarinnar ekki á óvart, enda þótt fæstir þeirra hafi búizt við að henni tækist að sigla öllu i strand á svona stuttum tima, aðeins fimm misserum. Slik óstjórn er einsdæmi hér á landi. Hreinskilni er góðra gjalda verð, en i þessu til- viki kemur hún ekki til af góðu. Stjórnarliðinu er vitaskuld orðið ljóst að engin tiltök eru að blekkja almenning lengur. Það hefur verið reynt i lengstu lög, en nú er svo komið, að hvert manns- barn i landinu, sem nokkurt skynbragð ber á fjár- mál, hlýtur að sjá að meira en litið hefur gengið úrskeiðis. Kveinstafir sjálfra stjórnarblaðanna undanfarnar vikur hafa varla getað misskilizt. Þau hafa greinilega verið að búa þjóðina undir óhugnanleg tiðindi, og nú er komið á daginn, hvers vænta má á næstunni. Stjórnarblöðin hafa reynt að nota það sem af- sökun fyrir valdhafana, að minna hafi aflazt á þessu ári en i fyrra, en sú afsökun verður harla litil þegar þess er gætt, að hækkað verð fisk- afurða á erlendum markaði vegur vel upp á móti þvi sem sjávaraflinn hefur minnkað. Orsakanna er þvi ekki að leita þar. Verð á útflutningsaf- urðum okkar er nú svo hagstætt, og hefur verið það undanfarið, að það væri óskynsamleg bjart- sýni að búast við teljandi hækkun i náinni fram- tið. Að þessu leyti hefur lánið leikið við rikis- stjórnina allt frá þvi að hún kom til valda. Hvernig stendur þá á þvi að svo er komið sem komið er? Svarið hlýtur að vera, að þessir menn kunni ekki að stjórna. Byrjunin var strax ógiftu- samleg. Hið einstæða loforðaplagg, stjórnar- samningurinn, þar sem öllum var lofað öllu, mun vart eiga sinn lika i islenzkri stjórnmálasögu. Stjórnin gekk þegar i upphafi sjálf fram fyrir skjöldu til þess að magna þensluna og kostnaðar- verðbólguna. Með sliku hátterni var von að illa færi. Valkostirnir, sem ráðgjafanefnd rikisstjórnar- innar telur koma til greina, hafa það allir sam- eiginlegt, að stórkostlega kjaraskerðingu hlýtur af þeim að leiða, hver þeirra sem valin verður, eða hvað sem soðið kann að verða saman úr þeim. Þannig er jóla- og nýársgjöfin, sem þessi vinstri stjórn færir þjóðinni i einhverju mesta góðæri sögunnar. Skyldi ekki sumum, sem sátu siðasta þing Alþýðusambandsins finnast nú að ótimabært hafi verið að lofsyngja rikisstjórnina og þakka henni eins og þar var gert? Mynd C'apas úr borgarastyrjöld Spánar boðaði nýja stcfnu i hlaða nicnnsku. Pessi mynd „Life” af Ritu Hay- wort prýddi margan hermanna- skálann i lleimsstyrjöldinni. Kin af myndum Kóreustríðinu. Duncans úr TIL MINNINGAR Blaðadauðinn hefur enn kvatt dyra og heimt- að sinn toll. Enn einn „risinn”, næststærsta fréttamyndablað sög- unnar, lýkur göngu sinni þann 29. desember næst- komandi. „Life”, sem nánast fann upp fréttaljósmyndirnar, hefur frá þvi að það hóf göngu sina, birt lesendum sinum um heim allan myndir af náttúrunni, sögunni, listum og visindum. Það átti á 36 ára ferli sinum aðeins tvo keppi- nauta, sem gátu att við það kappi. Annar þeirra, timaritið „Look”, þótti jafnvel hafa tekið „Life” fram á sfðustu árum, en „Look” leið undir lok i fyrra, þrátt fyrir meiri útbreiðslu en „Life”. Hinn keppinauturinn er sjón- ívarpið, sem talið er eiga drjúga [sök á örlögum „Life”. Fjárhagsörðugleikar urðu „Life” að fjörtjóni. Hedley Dono- van, aðalritstjóri ,,Time”-félags- ins, skýrði fréttamönnum og starfsmönnum „Life” frá þvi i siðustu viku, þar sem hann kunn- gerði endalok „Life”, að blaðið hefði safnað töluverðum skuldum árin 1969 og 1970, en minni skuld- um árin 1971 og 1972. „En þegar efnahagsáætlanir okkar fyrir árið 1973 fóru að taka á sig mynd, blasti við mikið tap, og það sem hægt var að gera sér grein fyrir um horfurnar árið ’74, benti til jafnvel enn giíurlegra taps,” sögðu þeir Donovan og Andrew Heiskell, formaður stjórnar Time Inc. Og þvi fór sem fór. Þrátt fyrir bágborinn efnahag og samhljóða álit stjórnarmanna Time Inc., kom það öllum á óvart þegar þessi ákvörðun þeirra var kunngerð. Það var eins og þetta hefði verið afráðið i mestu skynd- ingu, þvi að jafnvel æðstu starfs- menn „Life” höfðu margir hverj- irgreinilega ekki minnsta hugboð um, að það ætti að hætta útgáf- unni. Þannig fékk Murray Gart, yfirmaður fréttaþjónustu Time- Life, fréttirnar i fagnaði, sem hann hélt i hóteli i Hong Kong til þess að kynna þar nýráðinn yfir- mann fréttadeildarinnar þar. Einn hinna frægu ljósmyndara „Life” — George Silk — var staddur i myndatökuleiðangri i Himalaya-fjöllum, þegar honum var send tilkynning um að hætta við allt saman. Richard Wood- bury, sem lengi var fréttaritari i Los Angeles, hafði verið skipaður fréttastjóri Chicago-deildarinnar, og keypti sér hús þar. Hann var að flytja og beið eftir flutninga- bilnum, þegar hann fékk fréttirn- ar. Að visu höfðu menn gert sér grein fyrir þvi, „að sjúklingurinn hafði verið alvarlega veikur,” eins og einn starfsmaður „Life orðaði það. En eins og samstarfs- maður hans sagði um leið: „Þótt þú vitir, að sjúklingurinn er að dauða kominn, þá er það samt alltaf mikið áfall þegar stundin rennur upp.” Svo að þannig séð, komu enda- lok „Life” ekki að mönnum óvör- um. Menn höfðu svo sem spáð risanum þessum örlögum. 30 milljón dollara taprekstur var á þvi siðustu 4 árin, og ekki var framtiðin glæstari. En starfs- mennirnir höfðu búizt við þvi, að reynt yrði að halda lifi i „Life” i lengstu lög. „Við héldum áfram, meðan við eygðum nokkrar vonir til að snúa taflinu við,” sögðu Donovan og Heiskell, „en þegar hvergi sást örla fyrir glætu, og við eigum á hættu að útgáfa „Life” gæti orðið byrði á annarri útgáfu Time Inc., þá var ekki lengur hægt að berja höfðinu við steininn.” Og það verður ekki sagt um „læknana”, að þeir hafi ekki gert heiðarlegar tilraunir til þess að bjarga „sjúklingnum”. Ýmsar stóraðgerðir voru gerðar á sið- ustu árum til þess að draga úr kostnaði og siminnkandi aug- lýsingum. Upplagið var minnkað úr 8,5 milljónum eintaka i 5,5 llllllllllll flil) i'ffiffl Umsjón: Guðmundur Pétursson milljónir til þess að draga úr kostnaði og verði á auglýsinga- rými. Og kostnaður af ritstjórn- inni var skorinn niður um Timaritið Newsweek hefur það eftir fréttastjóra sinum i Paris, Edward Behr, sem eitt sinn starf- aði hjá Time-Life, að hann og einn ljósmyndara „Life” hafi verið sendir i myndatökuleiðangur i Sahara-eyðimörkina eitt sinn. „t tvo mánuði vorum við að,” sagði Behr. „Við leigðum flugvél- ar, úlfalda, bila og þyrlur, og höfðum nær soltið i hel á milli Tamanrasset og E1 Golea. Þegar við loks komum heitp, eftir að hafa tekið myndir af Sahara frá Colomb-Béchar til Niger, kom- umst við að raun um það, að hætt hafði verið við að birta greinina og myndirnar. Það, sem eftir stendur af þessari ferð, eru þrjár myndir i eyðimerkurbók „Life” — og hefur þá hver þeirra kostað að minnsta kosti fimmtán þúsund dollara.” Svipaðar sögur kynnu einhverj- ir hinna 320 starfsmanna „Life” að geta sagt, eða þá þeir 350 fréttaritarar og ljósmyndarar, sem eru á snærum blaðsins hér og þar um heim. — Þeim hefur verið lofað 3. vikna umframlaunum fyrir hvert ár, sem þeir hafa starfað hjá fyrirtækinu, eftir að þeir hætta störfum. Unnið er að þvi, að útvega þeim störf við aðr- ar útgáfur Time-Inc. En þessi gifurlegu útgjöld fóru ekki öll i súginn. Ýmsar myndir og greinar, sem birzt hafa i blað- inu á þessum 36 árum, siðan Henry Luce hratt þvi af stað, eru ógleymanlegar, og sköpuðu „Life” æðsta sess i blaðaheimin- um. — Og sér i flokki voru striðs- myndir blaðsins. Fréttamynd Ro- berts Capa af hermanni einum, sem hann sá falla fyrir byssukúlu i spænsku borgarstyrjöldinni, snart tilfinningastrengi margra i Bandarikjunum. Myndir Davids Douglas Duncans frá siðari heimsstyrjöldinni og Kóreustrið- inu tóku öllum öðrum fram. Og Vietnammyndir Larry Burrows (sem lét þar lifið við störf) höfðu sitt að segja, sem jafnvel frétta- myndir sjónvarpsins höfðu ekki náð. En bezt þótti blaðinu takast upp við myndagreinar til fræðslu lesenda sinna, eins og af ýmsum óþekktum hliðum mannslikam- ans. — Enda hafa jafnvel hörð- ustu keppinautar og gagnrýnend- ur blaðsins viðurkennt, að þvi tókst ótrúlega vel að sameina i eitt fróðleik og skemmtun fyrir lesendur sina. iForsiða fyrsta tölublaðs „Life’ „Life” var þekkt i bransanum fyrir að spara ekkert til i þjónust- unni við lesendur sina. Til þess að ná myndum og greinum um jarðarför Churchills 1965, leigði blaðið Boeing 707-þotu og innrétt aði i henni sérstakt framköllunar- herbergi. Greinin var skrifuð og filmur framkallaðar, á meðan þotan flaug viðkomulaust til prentsmiðjanna i Chicago. Og gifurlegar upphæðir fóru i súginn. og þess siðasta, sem kemur út 29. desember.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.