Vísir - 18.12.1972, Síða 1

Vísir - 18.12.1972, Síða 1
fi2.árg. — Þriðjudagur lfi.desember 1972 — 291. tbl. Stólu stereotœkjum fyrir 2 millj. króna Vörum fyrir 2 milljónir króna liefur verið stolið frá verzluninni Nesco á Laugavegi 10. Varan hvarf i Þýzkalandi, ann- aðhvort á flugvelli eða á leið þangáð frá verk- smiðjunni, en fragt- flugvél beið á flugvellin- um eftir vörunum, sem áttu að fara á jóla- markaðinn hér heima. — Sjá baksiðuna. Voru með togara ó „önglinum" — en var skipað að hcetta við togara tökuna, segir Daily Moil Daily Mail flytur þá frétt á forsiðu á laugardag, að varð- skip hafi verið komið á fremsta hlunn með að taka togarann Josena frá Fleet- wood. Þá hafi komið boð frá Landhelgisgæzlunni um að hætta. ,,Þetta er alrangt”, segja talsmenn Gæzlunnar. ,,Ég hefði ekki sent þessa frétt öðru visi en hafa góðar heimildir”, segir fréttamað- ur Daily Mail hér á landi óg kveðst hafa tvo varðskips- menn af Tý fyrir sér i þessu máli. Sjá bls. 3 Eftir 35óra akstur: „Skírteinið, takk!" Aðstoðarbilstjóri forseta islands i fi ár, vörubilstjóri, leigubilstjóri og strætisvagn- stjóri i 22 ár. Slikur maður ætti aö kunna á bil, — eða hvað? Eftir 35 ár á götunum var ökuskirteinið tekið af bil- stjóra einum, sem skrifar i dálkinn Lesendur hafa orðið i biaðinu i dag. — Sjá bls. 2. Laumufarþegar í þorskastríðið Hann Duane Roach, ellefu ára gamall, vakti athygli i haust, þegar hann laumaðist um borð i togara föður sins, sem var að ítalda i þroska- striðið. Annar strákur ætlaði að leika sama leik á dögun- um úti i Fleetwood, — en honum varð ekki kápan úr þvi klæðinu að komast i kynni við úthafið. Sagan um hann og marga aðra laumu- farþega. — Sjá NÚ-siðuna á bls. 16 Þeir vita ekki af jólastressi í Grímsey Jólahaldið magnar upp fádæma asa i borg og bæ. Allir eru á þönum daginn langan, allt virðist eiga að gerast á þessum fáu dögum, sem eru til sjóla. En i Grims- ey er þessi taugaspenna óþekkt fyrirbæri, og menn taka það rólega, kikja i spil eða sökkva sér niður i lestur góðra bóka. Einn og einn dyttar að bát sinum, en ann- ars er fátt um að vera og litið að starfa. —Sjá i SKYNDI á bls. 8. Tóku Saab-bíla sérstaklega til bœna — sjó bls. 3 Jóladagskró í útvarpi og sjónvarpi — sjó bls. 2 Nú verður vandlifað fyrir gjaldeyriskaupendur: GJALDEYRIRINN GETUR SVEIFLAST UM 9% Þaö verður vandlifaö fyr- ir innflytjendur og aðra gjaldeyriskaupendur, þeg- ar g ja Idey risviðskipti verða aftur gefin frjáls. Búast má sem sé við þvi, að eftirspurn muni að veru- legu leyti ráða verði á er- lendum gjaldmiðli. Hugsanlegar eru sveiflur á erlendum gjaldmiðli, sem nema 9% og jafnvel meiri á sterlingspundinu, sem er á „floti" eins og áður hefur komið fram. Dollarinn er raunar eini gjald- miðillinn, sem nokkurn veginn verður unnt að ganga að á réttu verði. Þar sem stofngengi is- lenzku krónunnar er miðað við dollar, er vist, að hann getur ekki sveiflazt um meira en 4.5%. Sölu- gengi getur hæst orðið 100.78 krónur, en kaupgengi hans getur lægst orðið 96.34 krónur, að þvi er Ölafur Tómasson hjá hagfræði- deild Seðlabankans sagði. Þetta er auðvitað miðað við það, að frumvarp rikisstjórnarinnar um, að leyfð verði 2.25% frávik tií hvorrar áttar frá stofngengi, en þetta frumvarp er nú i meðförum þingsins. GjaldeyrisviðSkipti geta ekki hafizt aftur i dag eins og gert var ráð fyrir i gær, vegna þess að frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu Alþingis i gær, eins og forsætis- ráðherra fór fram á. Hann bað um að frumvarpinu yrði hraðað i gegnum þing á einum degi, en að- eins tókst að ljúka fyrstu umræðu um það i gær. Búast má við þvi, að mikil áherzla verði lögð á það að koma frumvarpinu gegnum þing i dag, svo gjaldeyrisviðskipti geti hafizt á morgun. Ef frumvarpið verður sam- þykkt, má búast við þvi, að verö á erlendum gjaldmiðli geti verið mjög breytilegt. . Flestir gjald- miðlar hafa nefnilega sama svig- rúm og frumvarpiö gerir ráð fyr- ir, þ.e. 2.25% til hvorrar áttar. Samtals getur þvi sveiflan orðið fjórum sinnum 2.25% eða 9%. Engar fastar reglur munu vera um það, hvenær búast megi við mestri eftirspurn og minnstri eft- ir gjaldeyri. Þó sagði Ólafur Tómasson, að yfirleitt væri minni eftirspurn fyrri hluta árs en seinni. Það skiptir verulegu máli t.d. fyrir þá, sem ætla sér að kaupa bifreið, að kanna, hvernig þessi mál standa. Verðmunur á meðalbifreið getur samkvæmt þessu verið um 40 þús. krónur, eftir þvi hvort kaupandinn er á réttu róli eða ekki. -VJ TVÆR AURSKRIÐUR Á AKUREYRI Ölinu SÍÐASTLIÐNA NÓTT — Skemmdir á bíl o Tvær aurskriður urðu á Akureyri í nótt. Fyrri skriðan féll um kl. 24 í gær- kvöldi, en hin seinni um kl. 2 um nóttina. Ekki urðu slys á mönnum. Fyrri skriðan varð i Aðalstræti um kl. 24 um kvöldið. Féll þar aur og moldarjarðvegur niður á milli tveggja húsa við götuna. Skriöan lenti á bil, sem stóð við götuna, og bar hann með sér þvert yfir hana, en þar stöðvaðist hún á húsi. Billinn mun eitthvað hafa húsum Flóru skemmzt, en þó minna en ætlað var i fyrstu. Þá var önnur aurskriða um kl. 2 um nóttina. Féll hún úr kanti, sem er norðan við kirkjuna, og stöðvaðist hún á suðurvegg efna- verksmiðjunnar Flóru. Brotnuðu þar tveir gluggar, en þeir fóru inn, og komst mikill aur og leðja þar inn i húsið. Eitthvað var af pappakössum, sem hafði verið staflað upp, þar sem aurinn fór inn, og skemmdust þeir allir. Ekki urðu neinar skemmdir á vörum verksmiðjunnar, þvi þær eru geymdar á öðrum stað. Ekki var hægt að segja að svo komnu máli, hvort skemmdir heföu orðið meiri. Skriðan tók með sér staur, sem er með ljóskastara og látinn lýsa upp kirkjuna. Reif skriðan staurinn með sér og bar hann undan brekkunni alveg niöur að húsum efnaverksmiðjunnar F"lóru. Mikið hefur rignt á Akureyri undanfarið, og mun bleytan hafa valdið skriðunni. Þar sem skrið- urnar urðu svo seint um nóttina, urðu engin slys á fólki, enda fáir á ferð á þessum tima. 1 morgun var byrjað að hreinsa Aðalstrætið, en gatan lokaðist vegna aursins, sem flæddi yfir götuna. Við ruðning götunnar þurfti að nota stórvirkar vinnu- vélar. má ekki gleyma Það er i mörg horn að lita þessa siðustu daga fram að jólum. Þetta fólk var mætt snemma i morgun viö af- greiöslu einnar ölgerðarinnar til að fá jólaöli dælt á kúta sina. Að þvi er afgreiðslu- mennirnir segja, hafa ölgerö- irnar ekki haft við að afgreiða þennan hátiöadrykk núna sið- ustu dagana — og framleiðsl- an eykst alltaf jól frá jólum. ELZTU TAFLMENN EVRÓPU ÍSLENZKIR? SJÁ NU- SIÐUNA á bls. 16

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.