Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 19. desember 1972 3 SAAB-bílarnir voru teknir til bœna Eigendur SAAB-bila mega fara að vara sig. Þvi mi um helgina urðu margir slikir bilar fyrir skemmdum. Bilarnir voru allir af sömu árgerð og flestir eins að lit. A laugardagskvöld var ekið á SAAB-bil árgerð 1972, þar sem hann stóð á stæði og er hann mik- ið skemmdur. Þá vaknaði kona ein sem býr við Hofteig, við skark ala mikinn og þegar að var gætt kom i ljós, að strokizt hafði verið eftir hliðinni á SAAB-bil og bíllinn skemmdist mikiö. Þetta var á milli kl. 21 og 24 á laugardagsnótt. Þá brá manni einum, sem hafði lagt bilnum sinum i stæði við Ingólfsstræti 12 heldur betur i brún, þegar hann kom að.bilnum aftur. Billinn, sem var svo til nýr, hafði verið skemmdur mikið. Toppurinn lá niðri, en liklegast er talið að vörubill hafi bakkað á hann. Allir þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um þessi mál, eða hafa orðið vitni að árekstrunum, eru beðnir að hafa samband við lögregluna. — ÞM. Frostskemmdir lagfœrðar „Landhelgisgœzlon bannar varðskipi að taka togaro" Segir í frétt The Daily Mail um helgina. Landhelgisgœzlan neitar að fréttin sé rétt Á laugardaginn var birtist frétt á forsíðu brezka stórblaðsins The Daily Mail, þar sem sagt var að varðskipið Týr hefði verið komið á fremsta hlunn með að taka brezka togarann Josena frá Fleetwood, en hætt við samkvæmt fyrir- mælum frá Landhelgis- gæzlunni. Visir hafði samband við Haf- stein Hafsteinsson blaðafulltrúa gæzlunnar og sagði hann, að frétt þessi væri stórýkt ef ekki alger uppspuni. Aftur á móti segir blaða- maður The Daily Mail hér á landi, Mikael Magnússon, að hann hefði ekki sent þessa frétt til blaðsins, ef hann teldi sig ekki hafa áreiðanlegar heimild- irfyrir henni. Það hefðu tveir af skipverjum á Tý staðfest sög- una. Sagan er á þá leið að togarinn Josena hafi verið á siglingu milli lands og eyja, á leið suð- austur fyrir land. Varðskipið Týr hefði verið á þessum slóö- um og komið sér i þá aðstöðu að létt hefði verið að taka togar- ann. Sendi þá Týr skeyti til Landhelgisgæzlunnar og spurði, hvort ekki ætti að taka þennan togara úr þvi að færið gæfist nú. Svarið, sem kom var neitandi, og urðu skipverjar, samkvæmt heimildum Daily Mail, sárir vegna þessa. Þeim hefur nefni- lega þótt brenna við að gert væri grin að þeim, þegar þeir koma i sjávarpláss úti á landi, vegna þess hvað þeim gangi illa að klófesta útlenda togara i land- helgi. — Nú þegar færið gefst, að þeirra dómi, fá þeir svo ekkert að aðhafast. Taka ber fram, að öllum ber saman um að skipiö var á sigl- ingu en ekki á veiðum. Hitt er annað, að skip þetta er að öllum likindum á skrá Landhelgis- gæzlunnar yfir landhelgis- brjóta, að minnsta kosti er svo sagt i frétt The Daily Mail. Hafsteinn Hafsteinsson hjá Landhelgisgæzlunni sagði, að áður hefði borið við að maður á Tý hefði brotið þá þagnar- skyldu, sem á starfsmenn Land- helgisgæzlunnar er lögð og væri þessi saga sennilega frá sama manni. Þetta væri allt stórýkt, að visu væri satt að bæði skipin hefðu verið stödd á þessum slóð- um, en að varðskipið hefði verið búið að króa togaranna af, það væri vitleysa. Ekki sagðist Haf- steinn geta sagt um hvort þessi ákveðni togari væri á skrá yfir landhelgisbrjóta, slik skrá væri ekki til aflestrar fyrir almenn- ing, enda væri ekki ráðlegt að leyfa togurunum að vita hverjum þeirra væri óhætt að sigla einn að vild og hverjum ekki. Það má minna á það i þessu sambandi, að Einar Agústsson var að ræða við sir Alec Douglas Home þessa sömu daga og enn- fremur stóð fyrir dyrum mikil- væg atkvæðagreiðsla hjá Sam- einuðu þjóðunum um sömu mundir. Ekki er fráleitt að það hefði gert aöstöðu tslendinga verri, ef togari hefði verið færður nauðugur til hafnar á sama tima og þessi mál voru i gangi. —Ló afbrotaunglinga fœst ó nœstunni Raddir hafa heyrst undanfarið um að húsnæði þyrfti að fá til að geta lokað þá unglinga inni, sem brjóta af sér hvað eftir anað, ef þeir fá að ganga lausum hala. Unglinga, sem ekki hafa þroska til að bera, til að geta verið á hinu opna upptökuheimili rikisins i Kópavogi. Undanfarið hafa viðkomandi aðilar verið að kanna hvort ekki væri hægt að fá bráðabirgðahús- næði til þessara nota. Félags- málastjóri og gatnamálastjóri lögðu fram álit sit á borgarráðs- undi nýlega, vegna umsóknar um aö fá að nota bækistöð Skólagarð- anna i Arbæ til þessara þarfa. Var álit þeirra neikvætt varðandi ástand hússins, of kostnaðarsamt hefði orðið að gera það fullnægj- andi til að geyma fólk. inni Kristján Sigurðss., forstöðu- maður upptökuheimilisins i Kópa vogi, sagði að verið væri að leyta að bráðabirgðahúsnæöi ennþá, en engin varanleg lausn fengist á þessu máli, fyrr en keypt væri hús. Kvaöst Kristján hafa auga- stað á ákveðnu húsi til þessara þarfa, en ekki fengjust peningar til kaupa, enn sem komið væri að minnsta kosti. Aftur á móti sagð- ist hann vongóður um að bráðlega kæmi bráðabirgðahúsnæði i leit- irnar. Þessari nýju stofnun verður ætlað það hlutverk aö geyma unglinga meðan verið er að vinna að rannsókn i málum þeirra, og gera þá hæfa til að vera á opna upptökuheimilinu i Kópavogi. — LÓ Minnisvarði um séra Bjarna afhjúpaður Minnisvarði af Séra Bjarna Jónssyni vigslubiskupi, heiðurs- borgara Reykjavikur, var af- hjúpaður við Dómkirkjuna i gær. Stendur minnisvarðinn suðaustan við kirkjuna, kórmegin. Minnis- varðann gerði Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fyrir um það bil 24 árum, og fékk þá séra Bjarni bronsafsteypu af honum i sinar hendur. Mynd sú skemmdist þó i eldi, en Reykjavikurborg hefur látið gera nýja afsteypu. —EA Fyrirferðarminnsta ultrasonic-þjófavarnartæki í heimi en jafnframt það kraftmesta og ódýrasta þeirrar gerðar hér á landi. Skynjar hreyfingar manns í breiðan geisla í allt að 10 m fjarlægð. Tækið skynjar einnig eld. Einfalt í notkun, auðvelt í uppsetningu. SEM EINA SÉRHÆFÐA FYRIRTÆKIÐ Á ÍSLANDI I AÐVÖRUNARKERFUM getum við bent yður á hvar ultrasonic-tæki eru ákjósanleg og. hvenær annar útbúnaður er heppilegri. SALA, LEIGA, ÞJÓNUSTA VARI ÞJÓFAVARNARKERFI Rafmagnslaust í 4. sinn ó skömmum tíma Verzlað við kerti og vasaljós í Glœsibœ Menn, sem fóru akandi eftir ‘•Gjánni svoköliuðu, þar sem vegurinn til Hafnarfjarðar liggur igegnum Kópavoginn, urðu varir við nokkuð hastarlegar holur, sem komið höfðu i malbikið eftir að frostin tók úr jörðu. Væntanlega munu allir ánægðir að heyra að þetta hefur verið lag- fært og einnig er verið að vinna við lagfæringar á öðrum götum i Kópavogi. Að sögn þeirra manna, sem með þessi mál fara mun sizt meira um skemmdir af völdum frosta nú, heldur en búast hefði mátt við. „Við höfum hérna þúsundir kerta til að kveikja á, og það var reglulega huggulegt þegar það varð rafmagnslaust hérna hjá okkur. Ég held ég vildi bara hafa rafmagnslaust sem oftast”, sagði Ringelberg eigandi Rósarinnar i Glæsibæ i viðtali við blaðið, en á laugardagskvöld i mestu jóla- ösinni fór rafmagnið i öllum verzlununum i Glæsibæ og einnig þar i öllu hverfinu. ,,Það var ákaflega margt fólk i búðunum, og allir virtust skemmta sér hiö bezta. Það skapaðist lika sérstaklega góð jólastemning”, sagði Ringé.Iberg ennfremur. Ekki þykir það alls óvanalegt að rafmagnið fari af i verzlun- um þessum, þvi að þetta er i fjörða sinn á skömmum tima, sem það gerist. Verzlanirnar eru þvi við flestu búnar og eru allar vel búnar kertum, þrátt fyrir gefið loforð um að rafmagnslaust verði ekki á næstunni. A laugardagskvöldið varð raf- magnslaust um klukkan niu, en verzlanir voru sem kunnugt er opnar til 10. Rafmagnsleysið stóð yfir i um það bil 30-40 minútur, að þvi er Baldur Agústsson verzlunarstjóri i Silla og Valda tjáði okkur. Það væri vissulega auðvelt að itinga á sig einum litlum hlut i stórum verzlunum, þar sem allt sr rafmagnslaust en fullt affólki. „Það er ómögulegt að segja um ivort það hefur átt sér stað,” >agði Baldur, en i verzluninni voru íleiri hundruð manns þegar rafmagnið fór af. „Við settum upp kerti og lýstum með vasaljós- um, og allt hélt áfram sinn vana- gang. Það varð rafmagnslaust uér i öllu hverfinu, en við höfum 'engið loforð um það að slikt muni 3kki koma fyrir aftur.” -EA. —LÓ Aðstaða til að ioka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.