Vísir - 18.12.1972, Page 12

Vísir - 18.12.1972, Page 12
.........——........ Þar erum við slakir Langhlaupin hafa löngum veriö lökust hér á landi í frjálsum íþrótt- um og þar var engin undantekning á þessu ári. Slakur árangur á öllum vegalengdum — allt frá 3000 metra hlaupi upp í 10000 metra, miklu lak- ari en raunverulega boðlegt er árið 1972 og mun slakari árangur en hlaupagarpurinn mikli Jón Kaldal náði fyrir fimmtiu árum. Það segir sina sorglegu sögu um langhlaupin á Islandi, sem kannski eru skemmti- legustu hlaupin. Kannski verður ein- hver breyting næsta sumar ef IR- ingurinn ungi, Ágúst Ásgeirsson, leggur áherzlu á þau, þó frekar sé liklegt, að hann einbeiti sér að 1500 metrunum. Sigfús Jónsson var með bezta timann i 3000 m, Jón H. Sig- urðsson í 5000 m og Ágúst i 10000 metrum, en í 3000 m hindrunar- hlaupi náði Halldór Guðbjörnsson bezta árstímanum. Afrekaskráin á þessum vegalengdum ferhérá eftir. :!000 m hlaup: min. Sigfús Jónsson, 1E 9:01,4 Jón H. Sigurðsson, HSK 9:10,0 Einar Óskarsson, UMSK 9:15,7 Halldór Guðbjörnsson, KR 9:17,4 Ragnar Sigurjónsson, UMSK 9:18,4 Þórólfur Jóhannsson, KA 9:18,4 Halldór Matthiasson, KA 9:25,2 Benedikl Björgvinsson, UMSE 9:39,8 Niels Nielsson. KR 9:42,6 Helgi Ingvarsson, HSK 9:43,6 bórir Snorrason, UMSE 9:49,3 Högni Óskarsson, KR 9:49,7 Bragi Guðmundsson, USAH 9:49,8 Gunnar Ó. Gunnarsson, UNÞ 9:52,0 Kristján Magnússon, A 10:09,0 Björn Halldórsson, UNÞ 10,12,8 Bjarki Bjarnason, UMSK 10:14,2 Vignir Hjaltason, UMSE 10:14,5 Jakob Sveinsson, UNÞ 10:16,5 Eirikur Kristjánsson, UNÞ 10:17,4 51100 m lilaup: Jón H. Sigurðsson, HSK 15:47,2 Agúst Asgeirsson, tR 15:52,0 Halldór Matthiasson, tBA 16:06,8 Einar Óskarsson, UMSK 16:17,0 Halldór Guöbjörnsson, KR 17:07,7 Niels Nielsson, KR 17:16,6 Sigfús Jónsson, tR 17:41,6 Steinþór Jóhannsson, UMSK 17:47,2 Helgi Ingvarsson, HSK 18:05,4 Leif österby, HSK 18:12,2 Pétur Eiðsson UIA 18:23,8 Kristján Magnússon, A 18:32,0 Jóhann Garðarsson, A 18:40,8 Gunnar Kristjánsson, A 18:57,0 Jón Diðriksson, UMSB 19:38,4 Magnús Haraldsson, tR 20:00,9 Siguröur Haraldsson, 20:01,0 Magnús Gislason, HSH 20:14,5 Rúnar Kristjánsson, HSH 20:15,5 Július Hjörleifsson, UMSB 20:23,7 10000 m hlaup: Ágúst Asgeirsson, ÍR 33:51,6 Jón H. Sigurðsson, HSK 35:01,2 Halldór Matthiasson, IBA 35:32,2 Einar Óskarsson, UMSK 35:56,6 Högni Óskarsson, KR 36:06,2 Steinþór Jóhannesson, UMSK 36:10,1 Kristján Magnússon, Á 38:08,1 Niels Nielsson, KR 38:44,3 Helgi Ingvarsson, HSK 39:55,6 Leif österby, HSK 39:56,4 Þorkell Jóelsson, UMSK 41:10,2 3000 m hindrunarhlaup: Halldór Guðbjörnsson, KR 9:44,6 Jón H. Sigurðsson, HSK 9:57,2 Þórólfur Jóhannsson, IBA 10:03,2 Ragnar Sigurjónsson, UMSK 10:06,6 Einar Óskarsson, UMSK 10:09,0 Högni Óskarsson, KR 10:33,0 Niels Nielsson, KR 10:50,0 Steinþór Jóhannsson, UMSK 10:50,8 Kristján Magnússon, Á 11:03,6 Reykjavikurmeistarar KR i körfubolta 1972 ásamt þjálfara sinum Jóni Otta Ólafssyni. Einar Bollason er lengst til hægri i efri röð, en hann hefur átt við meiðsli að striða siöustu vikurnar og mun sennilega ekki leika framar i keppni. Ljósmynd Bjarnleifur. 38 stig Kolbeins fœrðu KR Reykjavíkurmeistaratitilinn — KR sigraði fR 82-78 í afar skemmtilegum úrslitaleik í gœrkvöldi KR varð Reykjavíkur- meistari i körfuknattleik i gærkvöldi. IR, sem var mótherji KR i úrslitaleik mótsins, eins og svo oft áður, átti möguleika á að jafna stigin í mótinu, og fá aukaleik um titilinn, og lengst af leit svo sannar- lega út fyrir að það ætlaði að takast, en harðfyigi KRinganna, þegar mest á reið, tryggði þeim sigurinn, 82-78. Var þetta einn af hin- um sigildu KR-IR leikjum, og hafði upp á allt að bjóða, sem einkennt hefur þá leiki i gegnum árin — hraða, spennu og oft á tíðum snilldarkörfuknattleik. Kolbeinn Pálsson var svo sann- arlega i essinu sinu i þessum leik. KR gekk illa framan af leiknum, og IR var lengst af yfir — mest 13 stig i fyrri hálfleik — en þá tók Kolbeinn til sinna ráða, og af þeirri snilli, sem fáum öðrum is lenzkum körfuknattleiksmönnum er gefin, nema þegar þeir eru i „sparistuðinu" sinu, tókst Kol- beini eiginlega upp á eigin spýtur að draga sigurinn i land fyrir KR. Hittnin hjá KR-liðinu var mun lé- legri en maður á að venjast, nema hjá Kolbeini, sem skoraði 38 stig i leiknum. Aðeins einn maður náði að sýna eitthvað i þá áttina, sem Kolbeinn sýndi i þessum leik, það van- Anton Bjarnason hjá 1R, sem átti afburðaleik, hvort heldur litið er á sókn eða vörn, skoraði 28 stig, og var liði sinu allt i öllu. IRingum tókst með góðum' varnarleik að slita i sundur sókn- armátt KR-liðsins allt fram undir lok fyrri hálfleiks. Miðherjanna tveggja var vel gætt i námunda við körfuna, og vegna þess hve IR vörnin var þétt undir körfunni, neyddust KRingarnir til að treysta nær eingöngu á langskot, en þau heppnuðust illa. Ekki bætti það úr við þessar aðstæður að Guttormur Ólafsson, ein bezta skytta leiksins, sat veikur á vara- mannabekknum. Hins vegar var hittnin hjá 1R með bezta móti, nema hjá Agnari Friörikssyni, sem tókst ekki að skora úr lang- skoti, sem hann er þekktur fyrir öryggi i, fyrr en á 17. minútu siö- ari hálfleiks — og var það hans eina i leiknum. Ir tók strax forystuna, 10-5, eftir fjögurra minútna leik, en KR dró á um miðjan hálfleikinn, en þá var staðan 19-18 fyrir IR. Fimm minútum siðar hafði 1R náð 5 stiga forystu á ný, 31-26, og næstu 3 minúturnar skoraði KR ekki st.. Hins vegar gengu harðaupp hlaup IRinganna eins og vel smurð vél, og allt virtist ganga hjá þeim. Var það ekki sizt að þakka Antoni Bjarnasyni, sem stundum var hreint ótrúlegur. En það vita þeir, sem fylgst hafa með leikjum KR og 1R á liðnum árum, að varasamt er fyrir IR að treysta á unnið forskot i fyrri hálfleik. bað hefur vist ein- hvern tima farið upp fyrir 20 stig, en KR unnið samt. Og ekki reynd- ist 1R forskotið haldbetra i þetta sinn en svo oft áður. Tveimur min. fyrir hlé hafði IR 13 stig yfir, 39-26, en þann mun hafði KR minnkað i 6 stig þegar flautað var til hlés, 40-34. Siðan liðu aðeins tæplega tvær minútur Tvö stig skildu stúd- enta og Ármenninga íS sigraði Ármann i I körfuknattleik i gærkvöldi Reykjavikurmótinu i| með 71 stigi gegn 69. IS Allt hrundi hjó norskum í lokin — og Danir sigruðu með eins marks mun, 17-16 Danir sigruðu Norðmenn i skemmtilegum landsleik í handknattleik í Osló i gær- kvöldi með eins marks mun — 17 mörkum gegn 16. Sig- urinn kom á óvart, því norska liðið sýndi góðan leik og hafði oftast forustu. Anders Gjerde, Jan Hauger, Harald Tyrdal og Kristen Grislingaas eitt mark hver. hafði jafnan yfirhöndina í leiknum, en þó var aldrei svo að um yfirburði væri að ræða. Mestur varð munur- inn 6 stig, en staðan i hléi var 36-30 fyrir IS. Armann komst yfir i siðari hálfleik, 39-38, en tS tók forystuna á ný og hélt henni allt til loka leiksins. Bjarni Gunnar var hinn sterki maður IS-liðsins sem fyrr, og átti hann afburðagóðan leik i gær- kvöldi. Var hann nær einráður undir körfunum, þrátt fyrir dug- lega mótspyrnu kappa eins og Birgis Birgis, og alls skoraði Bjarni 35 stig, en náði auk þess fráköstum, sem munu hafa verið á þriðja tug. Jón Sigurðsson sýndi frábæran leik fyrir Ármann, og þykir leikni hans og snerpa með ólikindum. Jón skoraði 21 stig, en Jón Björgvinsson skoraði 20. LOKASTAÐAN: KR 1R Valur Armann IS Viljum sérstaklega benda yður á hið fjölbreytta og girnilega úrval af landbúnaðarvörum, svo sem úrvals hangikjöt, svina- steikur, hamborgarahrygg, grisakótilettur, London lamb, holdanautakjöt, alikálfakjöt, dilkakjöt, rjúpur, kjúklinga, ali- endur, gæsir, kalkúna, og allt annað, sem setur hinn rétta svip á hátiðarborðið. af siðari hálfleik þar til KR jafnaði 40-40. Hinn ört vaxandi leikmaður Birgir Guðbjörnsson skoraði tvær fyrstu körfurnar i siðari hálfleik eftir hraðupphlaup og góðar sendingar undir körfu, og siðan bætti Kristinn Stefánsson körfu við, og jafnaði leikinn. bar með skapaöist hinn rétti úrslita- leiksandi i húsinu, og eftir þetta var hver taug áhorfenda spennt. Ekki fóru leikmenn varhluta af spennunni, og um þetta leyti tók að hitna anzi mikið i kolunum hjá sumum leikmannanna. Bætti það heldur ekki úr skák að dómgæzl- an i leiknum var hin hörmuleg- asta, og sizt hæf i úrslitaleik. En við vitum að ekki er um auðugan garð að gresja i dómaramálum körfuknattleiksins, og oft verður að fást minna um það sem ekki fæst, en hafa heldur það sem hendi er næst, eins og karlinn sagði. IR náði aftur forystunni svo að segja strax. Aðeins tveimur minútum eftir að KR jafnaði, hafði 1R náð 7 stiga forystu, 48-41, og enda þótt KR næði að minnka muninn i eitt stig, tókst ekki að snúa blaðinu við fyrr en á 13. minútu, þegar Kolbeinn Pálsson kom KR þrjú stig yfir með tveim- ur fallegum stökkskotum, 66-63. Mest náði KR 5 stiga forystu 5 minútum fyrir leikslok 70-65, en Antonminnkað minnkaði muninn i 2 stig með þremur heppnuðum vitaköstum, um leið og Gunnar Gunnarsson fór út af með 5 villur, og Birgir Guðbjörnsson fór útaf meiddur. Birgir kom þó inná aft- ur siðar. KR hélt svo tveggja stiga forskoti allt þar til tæp minúta var eftir, og staðan var 78- 76. KR hóf sókn, og menn gripu andann á lofti, þegar Kolbeinn stekkur upp, og skýtur, þegar að- eins standa 47 sekúndur eftir á klukkunni. En Kolbeinn brást ekki, 80-76, og eftir að IR-ingar höfðu gloprað boltanum i hendur KR-inga i næstu sókn þeirra, inn- siglaði Birgir Guðbjörnsson sigurinn 21 sekúndu fyrir leikslok, svo að sigur KR var tryggður, þótt Anton Bjarnason næði að skora siðustu körfu 1R i leiknum. gþ Kolheinn Pálsson var „stóra stjarnan” í leiknum i gærkvöldi, stigin hans 38 færðu KR sigur, og hann var einnig manna virkastur i samleiknum. Ilér driplar liann með boltann, en Einar Sigfússon fylgist með honum. Ljósmvnd Bjarnleifur. Lorimer í keppnisbann KIFA — alþjóöaknattspyrnu- sambandið — dæmdi Peter Lori- mcr hjá Leeds i tveggja lands- leikja keppnisbann mcð Skot- landi, en hann var rekinn af velli i landsleik við IJani i siöasta mán uði. I.orimer mun þvi missa báða landsleiki Skotlands við Tékkóstóvakiu i IIM á næsta ári ug getur það haft álvarlegar af- leiðingar fyrir Skota, þvi Peter er einn harðasti framherji skozka landsliðsins. Þá var Colin Beli i gær settur i keppnisbann vegna Uókana. Hann mun missa jóla- leiki Manch. City gegn Stoke og Vorwich. Bell er fyrirliði Manch. "ity. Hins vegar hrundi allt hjá Norðmönnum siðustu tiu minút- urnar og þá tókst Dönum að skora fimm mörk gegn einu marki norska liðsins og staöan breyttist úr 15-12 fyrir Norðmenn i danskæn sigur 17-16. Flemming Hansen var mark- hæstur Dana með sex mörk, þar af 3 úr vitaköstum. Nicolai Jagg- er skoraði 3, Arne Andersen 3, From 2, Tom Lund 2 og Kjeld Andersen eitt. Roger Hverven var markhæstur Norðmanna með 4 mörk. Ulf Magnusson skoraði 2, Osther 2, Harald Hegna 2, en Thorsten Hansen, Inge Hansen,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.