Vísir - 23.12.1972, Síða 8

Vísir - 23.12.1972, Síða 8
8 Visir. Laugardagur 2:i. desember 1972 BARATTA UPP A LIF OG DAUÐA Dýrin i vetrarkuldanum Þegar veturinn hefst, byrjar mikil barátta og harmleikur i náttúrunni. Dýrin taka þátt í þessari baráttu, meö lifið aö veöi. Og flest þeirra tapa þessari baráttu. Eina vonin sem þau hafa, er aö veturinn verði mildur. Langur og haröur vetur þynnir svo út ýmsar dýrategundir, að þaö liða oft mörg ár, þar til sköröin sem myndast hafa, eru fyllt aftur. En veturinn kemur ekki aftan að dýrunum, eins og jólin koma stundum aftan að okkur mönnunum. Dýr- in hafa undirbúið sig i lang- an tíma, án þess þó að þau viti til hverseða hvaða ráð- stafanir þau eru að gera. Fæst þeirra eru það gömul að þau hafi lifað vetur áð- ur. Sumar tegundir dýra safna fæðu í forðabúr, þeg- ar meira er að hafa. Aðrar tegundir éta sig feit og pattaraleg yfir sumarið, svo að þau hafi einhverju að brenna þegar erf iðara er að afla fæðunnar og úr minnu að moða. Önnur dýr leggjast til svefns og sofa allan vetur- inn. Það er einmitt þetta, sem flest skordýr verða að gera. Þau eru of lítil og veikbyggð, til þess að þau geti vonast til að lifa af harðan vetur. Sum þeirra verða meira að segja að horfast í augu við, að þau hafa enga möguleika á að lifa veturinn. Þegar vetur- inn nálgast verpir t.d. blað- lúsin eggjum, sem eru búin skel, sem getur varið þau fyrir verstu kuldunum. Þessi egg eru frygging blaðlúsanna, að næsta sumar séu lika til blaðlýs, því að þær fullorðnu deyja sjálfar í fyrstu f rostunum á haustin. Sum skor- dýrin setja frostlög í blóðið Enn önnur skordýr geta sof ið af sér veturinn, annað hvort i líki lirfu eða sem fullorðin dýr. Þau finna sér holu, þarsem þau eru trygg fyrir frostinu og í þessum holum leggjast þau í dvala. Áður en að þessu kemur, byrja undarlegir hlutir að eiga sér stað innra með Jólabók Rökkurs: Ástardrykkurinn eftir Sabatini og aðrar sögur eftir heimskunna höfunda. Ummæli: „Um sögur sem þessar má segja, að þær séu hver annarri betri, ólikar eins og höfundarnir, en vel valdar, eins og búast mátti viðaf þýðanda.” (Dagur, Akureyri) „I heild sinni eru sögur þessar vel valdar og smekklega. Þar gætir fjöl- breytni um innihald, þær eru sér um svip og blæ, en allar meir en lestrar verðar, vel sagðar og sumar með snilldarbrag. Þær eiga sammerkt um það að halda hug lesandans vakandi..þýðandi er samur við sig um látlaust, en einkar vandað og geðfellt islenzkt mál, sem gerir þýðingar hans enn geðþekkari lestur” ( Dr. R. Beck i Timanum) Af öðrum bókum forlagsins skulu nefndar Lear konungur, eftir Shakespeare, i þýðingu Steingrims Thor- steinssonar, sérstæð bók, en fyrir þýðingu sina var þýðandinn gerður að heiðurs- félaga Brezka Shakespearefélagsins, og óx viöur af visi, saga Visis i 60 ár, með mörgum myndum, en báðar þessar bækur verða innkallaðar um áramótin og m.fl. Allar bækurnar i helztu bókabúðum og hjá forlaginu. Bókaútgáfan Rökkur Flókagötu 5 (innri bjatta) simi 18-7-68, opið frá kl. 4 til jóla. skordýrinu, sem verja þau gegn komandi frostum. Sum skordýr fylla sig af nokkurs konar frostlegi. Á vorin byrjar líkami þeirra aö framleiða glyserol, sem er sama efnið og frostlög- urinn sem við hellum á bíl- ana, inniheldur. Með þenn- an frostlög í blóðinu, geta sumar tegundir skordýra haldið sig í margra gráðu frosti. Áður en veturinn byrjarreyna sum skordýrin lika að losna við eins mikið vatn úr líkamanum og mögulegt er. Þau tappa einfaldlega vatninu úr likamanum, eins og þegar menn tappa vatni af ofn- um. Það litla magn vatns, sem eftir verður í líkama skordýranna verður endur- breytt í önnur efni, svo að það frjósi síður. Skordýr og önnur dýr með kalt blóð, hafa ekki um neitt að velja þegar veturinn hefst. Líkamshiti þeirra verður alltaf að vera sá sami og umhverfisins, svo þau komast ekki hjá því að lamast af kuldanum. Annað gildir um dýr með heitt blóð, spendýrin og fuglana. Þau hafa nokkurs konar innbyggðan ofn, sem þau geta kynt. En það veldur einnig vandamál- um. Til að geta kynt þarf eldsneyti. Þetta eldsneyti er maturinn, og á vetrum er litið um mat. Það hefur verið reiknað út að smáfuglarnir þurfi að borða þrisvar sinnum meira á dag yfir veturinn, en á sumrin. Það er því ekki að undra þó margir fuglar deyi á veturna . Flestir þeirra deyja úr kulda því þeir geta ekki út- vegað sér nægan mat til að kynda hinn innbyggða ofn sinn með. Smáfuglarnir hjálpa hver öðrum Margir fuglar reyna að hjálpa hver öðrum með að halda á sér hita í mestu kuldunum. Á næturnar kúra þeir sig þétt saman og njóta þannig líkamshita hver annars, þangað til að nægilega bjart er orðið til að þeir geti farið á stjá og leitað sér fæðu. Sum dýr eru það viti borin, að þau skriða undir yfirborð jarð- arinnar áður en veturinn byrjar fyrir alvöru. Löngu áður en frost er komið í jörðu og hún er orð- in hörð, grefur hagamúsin sér veturaðsetur. Á sumrin hefst hún við í fremur subbulegum bústað, rétt undir yfirborðinu. Á vet- urna innréttar hún sér aftur á móti bústað í traustri holu, allt að einum metra niðri í jörðinni. Veturaðset- ur hagamúsarinnar skiptist í hlýja og rúmgóða stofu, og eitt eða fleiri forðabúr, sem innihalda fæðu til langs veturs. Hagamúsin, sem er sjálf aðeins nokkur grömm að þyngd, getur safnað að sér fleiri kílóum af fræi og annarri fæðu. Það er meira en nóg til þess að hún þarf ekki að hafa áhyggjur af fæðuöflun næstu mánuð- ina. Islenzki refurinn hefur aftur á móti annan hátt á. Þegar tekur að hausta, grefur hann mat niður í jörðina á ýmsum stöðum, bæði til að verja hann fyrir öðrum dýrum og einnig til þess að geta gripið til þess- arar fæðu, ef í hart fer. Refurinn býr um sig í gjót- um eða grenum og fer það- an í matarleit. Þegar snjó- þungter, býrhann helzt um sig nálægt sjó, þar sem auðveldara er að ná í fæðu en lengra Ínni í landi. Sumum tegundum spen- dýra og fugla er sérlega hætt, þegar veturinn boðar komu sína. Það eru þau dýr, sem eingöngu lifa á skordýrum, svo sem kóngu- lóm, sniglum og öðrum dýrum með kalt blóð. Yfir sumarið eiga þau í litlum vanda með að verða sér úti um fæðu. Þá er hún alltaf rétt við hendina. En yfir veturinn er ekki úr miklu að velja, þvi öll dýr með kalt blóð hafa annað hvort dregið sig inn í hýði sitt, eða eru dauð. Fuglarnirsem lifa á skor- dýrum, t.d. lóan og spóinn, Okkar beztu jóla og- nýársóskir. Hittumst heil á nýja árinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.