Vísir - 23.12.1972, Síða 17
Yisir. Laugardagur 23. desember 1972
17
Sjónvarp: Aðfangadagur kl. 14.15
— Jóladagur kl. 18.00
Biðtíminn styttur!
Sjónvarpiö verður þokkalega
iðið viö það að hjálpa börnunum
að láta aðfangadaginn liða sem
skjótast. Aðfangadagur er jú
ákaflega lengi að liða hjá þeim.
Þau vakna fyrir allar aldir og vita
þá litiö hvað þau eiga af sér að
gera þar til klukkan er orðin sex.
Spenningurinn er svo mikill, að i
þeirra augum er hver klukku-
stund eins og heil öld.
Klukkan tvö á aðfangadag eru
fréttir, en að þeim loknum, klukk-
an fimmtan minútur yfir tvö,
hefst dagskra fyrir börnin. Og þar
er eftir öllu að dæma hið bezta
jólaefni á dagskra. Dagskrain
hefst á þætti um Þotufólkið, þá
kemur teiknimyndin Hvolpajól,
og loks eitt allra vinsælasta efnið
sem fyrir börnin hefur komið i
sjónvarpið, en það er hún Lina
Langsokkur. ,Verður þá sýndur
lokaþátturinn um hana.
Að þvi loknu er Shari Lewis á
dagskra með ýmiss konar jóla-
efni og áreiðanlega gimbilinn
sinn einhvers staðar lika. Þá er
teiknimynd sem heitir Jóla-
sveinninn og að siðustu leikritið
Snædrottningin eftir H.C. And-
ersen, og þáttur úr sýningu Litla
leikfélagsins og Leikfélags
Reykjavikur, ,,Einu sinni á jóla-
nótt”. Nefnist þátturinn Jóla-
sveinarnir.
Barnadagskrain verður ekki
lengri i það sinnið, en henni lýkur
16.25. Á mánudag er svo Stundin
okkar i umsjón Ragnheiðar
Gestsdóttur og Björns Þórs
Sigurbjörnssonar. Þar verður
meðal annars jólaskemmtun i
sjónvarpssal, og nemendur úr
Árbæjarskóla flytja Helgileik.
Glámur og Skrámur spjalla svo
loks saman.
— EA
Jóladagskvöld kl. 20.55 og 21.35:
Hvorki kraftoverk, dans-
né söngvamyndir
Eplavin meö Rosie
Undanfarin ár hafa verið kvik-
myndir a jóladagskvöld, og hefur
ýmsum þótt sem það væri kapps-
mál að hafa eins væmna vellu
þetta kvöld og hægt væri að fá, en
að þessu sinni grunar okkur, að
annað sannist varðandi jóladags-
efnið.
Við fáum nú að sjá sjónvarps-
leikrit, sem var sýnt á jóladag i
fyrra hjá brezka sjónvarpinu
BBC. Að þvi sem næst verður
komizt, er þetta mjög gott leikrit
að flestra áliti.
„Eplavin með Rosie” fjallar
um ævi ungs drengs frá þvi að
hann er þriggja ára að aldri og
þangað til hann er búinn að fá
„náttúruna”, eins ogþeir sögðu
okkur hjá sjónvarpinu.
Ekki er að efa, að mörgum
finnst góð skipti að ársgömlu
jólaleikriti frá BBC og tvitugum
hollivúddmyndum.
ólafur Helgi
Norðmenn hafa gert sjónvarps-
þátt um sinn forna konung,
viking, striðsmann og siðar
dýrling, Ölaf helga. Sem vonlegt
er, notuðu Norðmenn mikið is-
lenzkar bækur sem heimildir við
gerð þáttarins.
Karl Guðmundsson leikari
þýddi textann við þáttinn, Mun
Karl lesa með myndinni ásamt
þeim Hrafnhildi Jónsdóttur og
Höskuldi Þráinssyni, en i text-
anum, sem þau lesa, eru margar
beinar tilvitnanir i Heimskringlu
og liklega hefur ólafssaga helga
lika verið notuð við gerð þáttar-
ins. — lö
Aðfangadog kl. 11.00:
Jól f jarri
œttingjum
Sumt fólk á þess ekki kost að
vera lijá ættingjum og ást-
vinum sinum um jólin. Þar á
meöal er fólk, sem verður að
dveljast á sjúkrahúsum vegna
veikinda og slysa,sjómenn á
liafi úti og ýmsir aðrir.
Gamalt fólk á dvalar-og elli-
heimilum á þess oft ekki
kost að dveljast á einka-
heimilum yfir hátiðina af
ýmsum ástæðum. Það er cf til
vill ol' lasburða til að vera
ferðafært, ættingjar búa úti á
laiuli, eða þá hreinlega að það
er orðið einstæðingar og á i
ekkert annað hús að venda, þó
að þaö kæmist á milli.
Jónas Jónasson fer á Hrafn-
istu og spjallar við vistfólkið
þar um þeirra jól á Dvalar-
heimilinu. Illustendum gefst
kostur á að heyra það i
þættinum Hrafnistujól.
—LÓ
ÚTVARP UM JÓLIN
Útvarp, jóladag kl. 19.20:
„Verður flogið
í dag?#/
Jökull Jakobsson með hljóðnemann
í Eyjum
„Verður l'logið i dag?”, heitir
þáttur Jökuls Jakobssonar. sem
fluttur verður i útvarpinu á jóla-
dag klukkan 19,20. Verður flogið i
dag má segja að sé spurning
livern einasta dag i Vestmanna-
eyjum, en einmitt þaðan er efnið i
þátlinn l'engið.
Samgöngur Eyjaskeggja hafa
löngum verið ræddar fram og aft-
ur, og það er ekki ósjaldan sem
suðaustan áttin veldur þvi að ekki
er hægt að komast flugleiðina á
milli lands og eyja.
Jökull tók sér ferð á hendur til
Vestmannaeyja og rabbaði þar
við nokkra Vestmannaeyinga.
Hann bregður sér meðal annars á
Litlu jól barnanna i Barnaskólan-
um og við fáum tækifæri til þess
að hlusta á leikrit sem þar var
flutt.
„Þetta er ósköp venjulegur
þáttur með viðtölum frá Vest-
mannaeyjum”, sagði Jökull þeg-
ar við höfðum samband við hann.
,,Hann er ekki i neinu sérstöku
formi og er rætt um allt annað en
þorskinn”.
Jökull rabbar einnig við vita-
vörðinn i Vestmannaeyjum, sem
býr á Stórhöfða og þeir rabba
meðal annars um ástarlif lund-
ans.
Sigurður Rúnar Jónsson hljóm-
listarmaður er búsettur i Eyjum
ásamt fjölskyldu sinni og Jökull
staldrar við hjá honum með
hljóðnemann og loks ræðir hann
við ung hjón sem eru að byggja,
við skilyrði sem kannski eru dá-
litið sérstök fyrir Eyjarnar.
Það má svo geta þess, að Jökull
varð veðurtepptur i Vestmanna-
eyjum nokkra daga, og áreiðan-
lega hel'ur spurningunni: ,,Verð-
ur l'logið i dag", oft verið slegið
fra m.
— EA
KULTAKESKUS OY
IJR oé KbUKKUR
Liiucjavegi 3 simi 13540
SUNNUDAGUR 24.
desember
Aófangadagur jóla
8.00 Mjörgunandakt. Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup l'lytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög: Jólalög.
Áke Jelving og félagar og
hljómsveit Mantovanis
ieika.
9.00 Fréttir. Útdráltur úr
forustugreinum dag-
blaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir) a. Orgelverk
eftir Frescobaldi, Albinoni,
Bach og Bossi. Egido
Circelli leikur á alþjóðlegri
orgelviku i Nurnberg i
sumar. b. „Hodie Christus
natus est” eftir Schutz og
Jólalofsöngur eftir Purcell.
Heinrich Schutz kórinn i
London syngur. c. Sembal-
konsert eftir Johann
Gottlieb Goldberg. Eliza
Hansen og Pfalz-hljóm-
sveitin leika: Christoph
Stepp stj.
11.00 Iirafnistujói. Jónas
Jónasson talar við aldrað
fólk á dvalarheimili
aldraðra sjómanna i
Reykjavik.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Jólakvcðjur til sjómanna
á liali úti. Eydis Eyþórs-
dóttir og Margrél Guð-
mundsdóttir lesa
kveöjurnar.
15.00 Jólahringsjá. Stefán
Jónsson simar til fólks viðs-
vegar um landið. Leikin
jólalög á milli simtala.
16.00 Fréttir.
16.15 Stund fyrir hörnin.Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup les frumsamda
jólasögu, og leikin verða
jólalög frá ýmsum löndum.
Baldur Pálmason velur og
kynnir.
16.55 Veðurfregnir. (Hlé)
18.00 Aftansöngur I I)óm-
kirkjunni. Prestur: Séra
Oskar J. Þorláksson.
Organleikari: Ragnar
Björnsson.
19.00 Ilátiðartónleikar Sin-
fóniuhljómsveitar islands.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Einleikarar: Lárus Sveins-
son trompetleikari, Sigurð-
ur I. Snorrason klarinettu-
leikari, Snorri O. Snorrason
gitarleikari og Manuel
Wiesler flautuleikari. a.
Konsert i D-dúr l'yrir
trompet og hljómsveit eftir
Leopold . Mozart. b.
Klarinettukonsert nr. 3 i B-
dúr eftir Karl Stamitz. c.
Konsert l'yrir gitar og
fóniuhljómsveitar islands.
strengjaveit
strengjasveit eftir Gudonio
Nivaldi. d. konsert fyr-
ir llautu og hljómsveit
eflir Volfgang Amadeus
Mozart.
20.00 Organleikur og ein-
siingur i Dómkirkjunni. Páll
lsólfsson leikur einleik á
orgel. (af segulböndum).
Elisabet Erlingsdóttir og
Halldór Vilhelmsson syngja
jólasálma við orgelundir-
leik Ragnars Björnssonar.
20.20 Jólahugleiöing. Séra
Heimir Steinsson skóla-
stjóri i Skálholti talar.
20.40 Organleikur og ein-
söngur i Dómkirkjuniii.
framhald —
21.00 llátiö her að höndum ein.
Guðrun Ásmundsdótlir og
lijörtur Pálss lesa jólaljóð.
21.30 Barokk-tónleikar i út-
varpssal. Jón H. Sigur-
björnsson, Kristján Þ.
Stephensen, Rut Ingólfs-
dóttir, Pétur Þorvaldsson
og Helga Ingóllsdótlir leika
verk eftir Telemann og
Vivaldi.
22.15 Veðurfregnir.
P a r a d i s a r þá 11 u r i n n ú r
„Friði á jiiröu” eftir Bjiirg-
vin Guðmundss. Svala
Nielsen, Sigurveig
Hjaltested, Hákon
Oddgeirsson og söngsveitin
Filharmónia syngja með
Sinfóniuhljómsveit tslands:
Garðar Cortes stjórnar.
22.55 Jólasálmaforlcikir eftir
.lohann Sehastian Bach.
Walter Kraft leikur á orgel.
23.20 Guðsþjónusta á jólanótt.
Biskup Islands, herra
Sigurbjörn Einarsson,
predikar og þjónar fyrir
altari ásamt séra Öskari J.
Þorlákssyni. Guðfræði-
nemar syngja undir stjórn
dr. Róberts A. Ottóssonar
söngmálastjóra. For-
söngvari: Kristján Valur
Ingólfsson stud. theol.
Einnig syngja börn undir
stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur. Organleikari: Jón
Dalbú Hróbjartsson, og
leikur hann jólalög stundar-
korn undan guðsþjón-
ustunni. Dagskrárlok um
kl. 00.30.