Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 4
Visir. Fimmtudagur 28. desember 1972. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon Tveir loftbelgir svifu fagurlega yfir eyðimörk- inni, þegar annar hrópaði skyndilega: — Varaðu þig. Þa r n a e r ka ktu ssssssssssssss....... ifir Tvær sóttkveikjur runnu sam- siða eftir sömu æð. önnur þeirra leit óttalega vesældarlega út, svo hin spurði, hvað væri að henni. — Æi, haltu þig bara nógu langt f'rá mér. Ég er hrædd um að ég sé búin að fá penicillin. HANN ER DANSKUR ÞESSI: Fyrir skömmu mætti heil her- deild ol' seinl i svefnskálana eitt kviildið, og dagirin eílií voru þeir að sjállsögftu kallaðir l'yrir yfir- valdið hver á l'ælur öðrum og spurðir að ást;eðum óstundvisinn- ar. — Kg kynntist svo fallegri stúlku úti á Hakka, og við tókum okkur ferð með hestvagni til borgarinnar. En á miðri Vesturbrú fell hosturinn dauður um koll. Þess vegna seinkaði mér. Sá rwesti var kallaður fyrir og spurður þess sama. Hann kom með nákvæmlega sömu afsökun, og þannig gekk það fyrir sig með alla hina 29. Svo var núirier :i0 kallaður fyr- ir. — Nú, hvcrs vegna komst þú ol' seint? - Ég kynntisl svo sætri stelpu úti á Hakkanum, byrjaði hann...... — Já, já, og þið ókuð á hest- vagni til borgarinnar og á miðri Vesturbrú lell hesturinn dauður niður. — Nei, þegar þangað kom, var ekki hægt að komast leiðar sinnar í'yrir dauðum hestum..... — Ilvað sagði faðir þinn, þegar þú sagðir lionuiu frá þvi, þú hefðir klessukeyrt liilinii? — A ég að sleppa öllum blóts- yvoum? — Já, auðvitað. ¦ — Þá sagði liann akkúrat ekk- crt. upp, pakkar henni inn og drekkur ölið. Hvers vegna hann pakkar flug- unni inn? Til þess að selja hana Kinverjanum, þegar næsti um- gangur er keyptur á borðið...... Lúðvig gamli hal'ði mikið gaman af þvi að segja sögur af sér úr slriðinu. Hann hafði ba>ði átt i höggi við Japani og Kin- verja, svo einn áheyrenda hans spurði: — Hvernig fóruð þið eiginlega að þvi að þekkja þá i sundur, Japanina og Kinverjana? - Á sokkunum, væni minn. — Á sokkunum þeirra? — Nei, okkar sokkum. Við fleygðum einl'aldlega sokkapari yfir þangað, sem við vissum, að óvinur leyndist. Ef þ'ar var um Japana að ræða, voru sokkarnir skotnir i tætlur. En ef aftur á móti var um Kinverja að ræða, komu sokkarnir örsluttu siðar til baka tandurhreinir og straujaðir...... TÖr — AAamma, hvers vegna byrja öll ævintýri með þessum orðum ,,Einu sinni var......?" — Þau gera það ekki öll, sonur sæll. Sum byrja svona: ,,Þúskalt ekki bíða eftir mér með kvöldmatinn, elskan — ég hef svo f jandi mikið að gera á skrifstof- unni......" & Hvað gera Islendingur, Grikki, Kinverji og Skoti, þegar þeir sjá flugu fljóta i sjússglasinu sinu? Jú, tslendingurinn ýtir glasinu fyrirlitlega frá sér, Grikkinn drekkur varfærnislega úr glas- inu, þannig að flugan situr eftir á botninum, Kinverjinn gerir sér máltiðúr flugunni ogsnararisig sjússinum. Skotinn fiskar fluguna Muna fékk umráðaréttinn yfir börnunum og Humar-höllinni Hin enskættaða Muna prinsessa, fyrrverandi eiginkona Husseins kon- ungs, fékk umráðaréttinn yfir börnum þeirra fjórum og til dvalar fær hún Hum- ar—höllina, sem er 30 kíló- Muna sendir báða synina i einka- skóla i Knglandi i næstu viku. metra frá Amman, höfuð- borg Jórdaníu. Muna prinsessa (31 árs), sem fyrrum hét Tony Gardiner, er dóttir ensks liðsforingja. Um hátiðarnar var húnijórdaniumeð börnunum, Abdullah (10 ára), Feisal (9 ára ) og fjögurra ára tvi- buradætrum sinum, Zein og Aisha. Synirnir báðir fara i næstu viku á einkaskóla i Englandi. Hinn 37 ára gamli Jórdaniukon- ungur skildi við konu sina i sið- ustu viku eftirellefu ára hjúskap og kvæntist á sunnudag Ali Tou- kan, 24 ára Palestinustúlku, dótt- ur fyrrverandi diplómats frá bænum Nablus á vesturbakkan- um. Alia var blaðafulltrúi hjá flugfélagi Jórdaniu. Hjónavigslan fór fram i kyrr- þey og strax að henni lokinni fóru konungshjónin i brúðkaupsferð. Með þvi að velja sér Palestinu- stúlku að konu er talið, að Huss- ein konungur vilji efla samband sitt við ibúa þess landsvæðis, sem nú er á valdi Israelsmanna. 1 marz i vor lagði Hussein konung- ur fram áætlun um að gera þetta svæði að nýlendu undir jórdönsku krúnunni, eftir að friður verður saminn við israel. Hussein er talinn vilja efla samband sitt við ibúa þess lands- svæðis.sem nú er á valdi israels- manna. HEIMSHORNIÐ popp-óperan TOMMY sem hljómsveitin WHO samdi og gerði fræga, hefur selzt i stórum stil á hljómplötu og hljómsveitin getað spilað óperuna á hlóm- leikum hvað eftir annað og ávallt l'yrir l'ullu húsi. Og nú stendur til að gera kvikmynd um þann ágæta pilt, Tommy. Áður hefur óperan verið sviðsett — með miklum glæsibrag, að þvi er gagnrýnendur voru sammála um. Höfundur þessa ásjálega lista- verks er brezkur og heitir Robert Knight. Hann stal senunni gjör- samlega frá öllum öðrum sýnendum á listsýningu, sem haldin var fyrir skömmu i London. Þar sýndi hann þetta listaverk hér að ofan undir nafn- inu „kvöldkjóll". Stúlkan heitir Carol Catkin, en hendurnar eru allar saman smíði hins fimmtuga Róberts. Verkið útskýrir hann á þennan hátt: Efst eru hendur föðurins, næst elskandans, því næst barnsins og loks eiginmannsins. 30 Hériendir bifreiðaeigendur geta vist scint fært sér i nyt þá ágætu hugmynd Bandarikja- mannsins Lloyd R. Story frá Maine. Hann gerðist leiður á að þurfa æ ofan i æ að þvo bifreið sina á þvottaplönum og greip til þcss ráðs að teppaleggja hifrciðina. Og núna þarf hann ekki annað en að berja úr teppinu cða ryksuga það, þegar þurfa þykir. Og rispur eru lioiium nú óþekkt fyrirbrigði. Og auðvitað leið ekki á löngu, þar til Lloyd ákvað að fá einka- leyfi á hugmynd sinni, eins og sönnuin Ameríkana sæmir. Og á þvi hefur hann þénað drjúgt. <3S SOPHIA LOREN hefur ákveðið, hvað barn hennar skuli heita, ef það verður dóttir. — Penelope skal hún heita. Það finnst mér vera allbærilegt nafn, segir leikkonan ánægð. MJbfKilt**- Svona rétt til að minna okkur á, að jólahald er engin einkaeign okkar tslendinga, birtum við hér mynd frá miðborg Saigon, þar sem fólk geroi stórinnkaup til jólanna síðustu dagana fram að jólum, cngu síður en Reykvikingar i gamla miðbænum. Hér er verzlað með jólakort undir berum himni, og klæðnaður fólkslns á myndinniber þaðgreinilega meðsér, aðönnur hefur veðráttan verið i Saigon i siðustu viku en ihenni Reykjavik. En jólastemningin ku þó hafa veriðhin sama.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.