Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 7
Yisir. Fimmtudagur 28. desember 1972. cTWenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Góða drottningin og vonda drottningin Þjóðleikhúsiö: MARÍA STÚART Sorgarleikur i fimm þáttum eftir Friedrich Schiller Þýðandi: Alexander Jóhannesson Leikstjóri: Ulrich Erfurth Leikmynd: Gunnar Bjarnason Búningateikningar: Lárus Ingólfsson Þrátt fyrir heiðvirði- legar tilraunir hefur mér satt að segja veitzt furðu erfitt að fá áhuga á sýningu Þjóðleikhúss- ins á Mariu Stúart eftir Schiller. Er ekki hinn mikli orðstir Schillers, sem enzt hefur, að minnsta kosti i skólum, allt fram á þennan dag, á einhverjum misskiln- ingi byggður? Það má nú liggja milli hluta i þetta sinn. En um sýningu Þjóð- leikhússins er það að segja að þar sem bezt lætur, einkum í öðrum og þriðja þætti, liggur við að henni takist að yfirvinna þessa tregðu manns fyrirfram fyrir leikritinu, og hygg ég að það sé loflegt um sýninguna frekar en um Schiller. Aður en frekari last- mælum er farið um þetta þýzka höfuðskáld er samt rétt að taka það fram að minnsta kosti undir- rituðum er það öldungis óljóst hversu mikið af þeim rétta og sanna Schiller er reitt að islenzk- um hlustar munnum i Þjóðleik- húsinu. Areiðanlega er miklu meiri hreimur yfir málinu, skáld- legleiki i orðum og athæfi á frum- máli en hinni stirðu og daufgerðu þýðingu textans á islenzku. Hún skilaráhorfandanum efni leiksins rétt og slétt, ef hann leggur sig fram um að hlusta, en meira ger- ist ekki. Á ekki eitthvað að ske — þegar þýzkt höfuðskáld er annars vegar? Alveg burtséð frá þessu þá finnst mér efnið, viðskipti Túdora og Stúarta i Bretlandi forðum, einhvernveginn eins og hálf- óspennandi, þó að sjónvarpinu okkar sé það kært eins og annað enskt. I þessu leiðindastandi miðju kviknar ljósglæta nokkur i þriðja þætti leiksins þar sem þær hittast góða drottningin og vonda drottningin og fara i mannjöfnuð með óguðlegum munnsöfnuði á báða bóga. Þá rennur það um . sinns sakir upp fyrir hinu þýzka höfuðskáldi að þótt drottningar séu miklar og merkilegar, eink- um i sorgum, þá séu þær þó rétt- skapað kvenfólk innst inni og kunni ógæfa þeirra i leikritum einkum að stafa af þvi. Elisabet vonda drottning er sem sé ljótur og leiðinlegur prótestant og af- brýðissöm af þeim sökum út i góðu, kaþólsku, léttúðugu Mariu drottningu Stúart. En ekki endist þetta snjallræði leiknum samt nema i svo sem tvo þætti af fimm. I fimmta þættinum er andrikið með öllu þrotið og ekki eftir nema guðrækilegar skælur. A þessu mjóa skari lifir samt ljósið i leiknum: Elisabet drottn- ing Brietar Héðinsdóttur. Það er hún sem einkum veldur þvi að maður fær allt að þvi áhuga á hinu óskemmtilega efni um mið- bik leiksins, leiðir einhvers konar mannlegleika inn i hina þurrlegu og alvörugefnu kveðandi. i upphafi annars þáttar, þegar drottningin kemur fyrst fyrir, og Jeikslokin sjálf þar sem hún stendur ein eftir á sviðinu alvald- ur Englands, haföi hún i meðför- um Brietar til að bera einhvers konar fáránlegan tiguleik sem gæddi leikinn alveg óvæntu lifi. Á við þetta fannst mér hins vegar hin rómaða viðureign þeirra drottninga i þriðja þættinum hálf- bragödauf þótt mikið kapp og orka væri augljóslega i hana lögð. En sýning Þjóðleikhússins, við leiðsögn Ulrich Erfurths leik- stjóra frá Þýzkalandi, virðist vissulega vandlega unnið og yfir- vegað verk, þótt likast til mætti að skaðlausu stytta leikinn meira en gert er. Einkum varð fyrsti þátturinn stirðbusaiegur i með- förunum: Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir var heldur aldeilis ekki i essinu sinu i hlutverki Hönnu góðu fóstru góðu drottningar. En eftir það færist meira lif i leikinn. Gunnar Eyjólfsson, Leicester lávarður kemur mætavel til móts við Elisabetu, bróderuð dula i mannsmynd, og Rúrik Haralds- son meitlar i grjót mynd Bur- leighs lávarðar. Gaman er að sjá Arnar Jónsson kominn aftur á svið Þjóðleikhússins, þar sem hann auðvitað á heima, i hlut- verki Mortimers unga hugsjóna- manns og ástriðuglóps. Siðast en ekki sizt er að geta Kristbjargar Kjeld sem leikur sjálfa Mariu Stiiart með mikilli reisn og myndugleik, hóflegri við- kvæmni eftir að farið er að skæla i fimmta þætti. Sjálfsagt er van- þakklátara verk að lýsa góðu en vondu drottningunni, en hlutverk Mariu Stúart virtist mér mótað „rétt" eftir bókinni án'þess að leikkonan miðlaði þvi ýkja per- sónulegum brag. En mætti ekki hinn orðlagði kynþokki Mariu koma glóggar fram i leiknum: beint likamlegtáhrifavaldhennar á alla sem hún hittir. Það er undirrót atburða i leiknum hvað Góða drottningin ögn æst: Kristbjörg Kjeld, Maria Stúart, og Róbert Arnfinnsson, Shrcwsbury iávarður. sem liður andriki og andlegleika textans. En leikstjóra hefur verið meira i mun að koma fram stil- hreinni, fágaðri sýningu hins klassiska þýzka harmleiks en sjálístæðri túlkun hans, og má það vel vera rétt ráðið. Gunnar Bjarnason gerði leik- myndina i þessum „abstrakta" stil sem tiðkanlegur er á klassisk- um verkum, ágæt einu sinni en leiðinleg ef hún verður að for- múlu. Þarf ekki einmitt þessi leikur að halda á minnsta kosti drögum raunsæislegrar leik- myndar? En buningar Lárusar Ingólfssonar fannst mér verulega fallegir. Rauður ráðgjafi og vonda drottningin: Rúrik Haraldsson, Elisabet Englandsdrottning. Burleigh lávarður, og Brlet Héðinsdóttir, Heilsuvernd Námskeið í heilsuvernd hefst mánudaginn X. janúar. Uppl. i sima 12240- Vignir Andrésson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.