Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 13
Vísir. Fimmtudagur 28. desember 1972.
13
| í DAB | j KVÖLD | í DAG | í KVÖLD | j PAB |
Útvarp kl. 19.25 í kvöld:
UTANRIKISÞJONUSTA
OG ÆRSLALEIKUR
meðal efnis í Glugganum
Meðal efnis i Glugganum i
kvöld er yfirlit yfir það helzta,
sem gerzt hefur i myndlistarlifinu
hér á Islandi á þessu ári. Það er
Gylfi Gislason, sem hefur umsjón
með myndlistarhlið þáttarins.
Guðrún Helgadóttir, sem
fjallar um bækur og bókmenntir,
fær Pétur Eggerz til sin og ræðir
við hann um bók hans, sem kom
út núna fyrir jólin. i bókinni, sem
heitir „Létta leiðin ljúfa", tekur
Pétur utanrikisþjónustu okkar
islendinga nokkuð i gegn, svo að
sumum hefur fundizt nóg um.
bessi bók er það nærri nútiman-
um, að margir af þeim, sem þar
er getið um, eru enn á lifi og allir,
sem eru af barnsaldri og hafa
fylgzt með islenzkum stjórnmál-
Óhætter að segja, að yfirlitssýningin á verkum Þorvalds Skúlasonar
hafi verið einn af merkustu viðburðum i myndiistarlif á islandi á árinu,
sem brátt liður i aldanna skaut.
Gylfi Gislason mun i þættinum Glugginn, sem er á dagskrá i kvöld,
fjalla nokkuð um það helzta, sem gerzt hefur á sviði myndlistar og
vafalaust mun sýning Þorvalds bera þar á góma.
Pétur Kggerz hefur starfað lengi i
utanrikisþjónustunni, lengst af
sem scndifulltrúi i Bónn. Ilann ér
ómyrkur i máli i bók þeirri, sem
kqm út eftir hann nú fyrir jólin.
Pétur mun lesa kafla úr bókinni i
Glugganum i kvöld, og einnig
ræðir Guðrún Helgadóttir við
liann.
um, kannast við flest nöfnin, sem
mest koma við sögu. Pétur mun
lesa kafla úr bókinni i þættinum.
,,Fló á skinni" heitir leikritið,
sem brátt verður frumsýnt hjá
Leikfélagi Reykjavikur. Sigrún
Björnsdóttir fór á æfingu á leik-
ritinu nú stuttu fyrir jólin, og
verða i þættinum fluttir nokkrir
kaflar úr leikritinu. Sigrún mun
einnig spjalla nokkuð um leikinn,
en þetta er ærslaleikur eða farsi
eftir franska leikskáldið Georges
Feydeau. ,Fló á skinni" er jóla-
leikrit Leikfélagsins að þessu
sinni, verður það frumsýnt þann
tuttugasta og niunda þessa mán-
aðar. — Ló
Utvarpið kl. 20.05
W
SJUKLEG FEGRÆÐGI
tekin fyrir af Moliére
i minningu um 300 ára ártið
franska gamanleikaskáldsins
Jean-Baptiste Moliére verður eitt
af leikritum hans flutt sem jóla-
leikrit útvarpsins.
Leikritið fjallar um Harpagon
hinn ágjarna en nizka hans og
ágirnd i peninga stappar næst
brjálæði, hann er jafnvel tilbUinn
að fórna hamingju barna sinna til
að geta svalað fégræðgi sinni.
Leikrit þetta kom islenzkum
áhorfendum fyrst fyrir sjónir og
hlustir, þegar menntaskólapiltar
léku það árið 1925, en Þorsteinn
ö. Stephensen gerði þýðinguna
fyrir þá sýningu. Leikritið var
sýnt aftur af menntskælingum og
einnig i útvarpinu. Það er enn .
þýðing Þorsteins, sem notuð er i
þetta sinn, nær óbreytt.
Helgi Skúlason leikstýrir að
þessu sinni, og að sögn er túlkun-
in mjög i anda hinnar gömlu
sönnu frönsku kómediu.
Sumir hafa nefnt þetta leikrit
tragediu, og eiga þeir þá við
hversu illa auragirndin fer með
bæði þá, sem henni eru haldnir,
og umgangsfólk þeirra. Meðal
þeirra, sem vildu halda þessari
skoðun fram, var Goethe gamli.
Ekki skulu hlustendur forðast að
hlýða á þetta leikrit af ótta við að
fara skælandi i svefninn, meira
að segja má liklega lofa flestum
þeim, sem eru búnir að ná sér
eftir mataritroðsluna á jólunum,
að þeir geti brosað i kampinn, ef
ekki rekið upp roku.
-Ló
Valur Gislason fer með aðalhlut-
verkið i jólaleikriti útvarpsins að
þessu sinni. Það er hinn blóðnizki
og eftir þvi ágjarni Harpagon,
sem verftur viöfang Vals að þessu
sinni.
Styrkir til háskólanáms
í Danmörku
Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa islend-
ingum til háskólanáms i Danmörku námsárið 1973—'74.
Kinn styrkjanna er einkum ætlaftur kandidat efta stúdent,
seiri leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir
efta sögu Danmerkur, og annar er ætlaöur kennara til
náms vift Kennaraháskóla Danmerkur. Allir styrkirnir
eru miftaöir vift 8 mánafta námsdvöl, en til greina kemur
aö skipta þeim, ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð
um 1,384 danskar krónur á mánuði.
Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála-
ráftuneytisins, HverfisgötuB, Reykjavik, fyrir 15. febrúar
197:S. Umsókn fylgi staftfest afrit af prófskirteinum ásamt
meömælum, svo og heilbrigftisvottorft. — Sérstök um-
sóknareyöublöft fást i ráftuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
22. desember 1972.
**
Spáin gildir fyrir föstudaginn 29. desember. \
llrúturiiiii.21. marz—20. aprfl. Það litur út fyrir ¦"
að dagurinn verði fremur viðburðalaus, flest J.
gangi sinn vanagang stórátakalaust, en heldur ¦'
fátt markvert beri til tíðinda. J.
\
Nautift, 21. april—21. maí. Sæmilegur dagur á "¦
margan hátt, en eitthvað mun það samt sem ."
veldur þér nokkrum erf iðleikum, eða að minnsta í
kosti heilabrotum. I"
Tviburarnir, 22. mai—21. júní. Þú hefur i mörg 5"
horn að lita, helzt til mörg, en annars mun allt mm
ganga heldur rólega fyrir 'sig i dag. Þú færð 5"
skemmtilegt bréf eða heimsókn. ¦*
¦
Krabbinn, 22. júni—23. júli. ÞU kemst að raun I"
um það i dag, að þú hefur haft einhvern fyrir '.
rangri sök. Sem betur fer er óliklegt að þú hafir ¦«
haft orð á þvi. ."
I.jónift, 24. júli—23. ágúst. Þetta verður mikill
annrikisdagur og að mörgu að hyggja hjá sum-
um, en rólegri hjá öðrúm eins og gengur. Frem-
ur notadrjúgur dagúr.
Meyjan, 24. ágUst—23. sept. Ef til vill ber eitt-
hvað það fyrir þig i dag, sem þú átt erfitt með að
skilja og er ekki óliklegt að það geri þér gramt i
geði, á vissan hátt'.
Vogin, 24. sept.—23.okt. ÞU hefur betur i ein-
hverju máli, en ekki svo að skilja að þú hafir
efnahagslegan ábata af þvi, ef til vill aukið álit
og áreiðanlega aukið sjálfstraust.
Drekinn, 24. okt—22. nóv. Fátt markvert sem
ber til tiðinda i dag, en allt mun það fremur
jákvætt og margt koma sér þægilega fyrir þig i
sambandi við íyrirætlanir þinar.
Bogmafturinn, 23. nóv.—21. des. Sumt að
minnsta kosti mun ganga heldur treglega i dag.
Ekki er óliklegt, að þú fáir skemmtilega
heimsókn þegar á liður, ef til vill óvænta.
Steingeitin,22. des,—20. jan. Ekki er útilokað að
þú verðir að taka afstöðu til breyttra aðstæðna i
dag, og það er sennilega án nokkurs teljandi
undirbúnings.
Vatnsberinn,21. jan.—19. febr. Þú þarlt i raun-
inni að margskipta þér i dag, og það kann
sjaldnast góðir lukku að stýra. Reyndu að verða
þér úti um ró og næði er kvöldar.
Kiskamir, 20. febr,—20. marz. Það litur út fyrir
að dagurinn verði góður, og jafnvel betri en
fram kemur fyrr en siðar. Þú átt þina að á bak
við tjöldin þessa dagana.
UTVARP
14.15 Itúnuoa rþáttur : Úr
li e i m u h ö g u m G i s 1 i
Kristjánsson ritstjóri talar
við Friðrik Jónsson bónda á
Þorvaldsstöðum i Skriðdal.
(endurt.)
14.30 Siftdegissugun: „Siftustu
skip suftur" eftir .lökul
./akobsson.Höfundur les (7.)
15.00 Miftdegistónleikar:
Gömul tónlist.Madrigala-
kvartettinn i Madrid syngur
spænska madrigala.
Anthony Newmann leikur á
sembal Forleik i b-moll eftir
Johann Sebastian Baeh og
Sónötu nr. 33. eftir Haydn.
16.00 Fréttir
16.15 Veðuriregnir.
Tilkynningar.
16.25 Popphórnift.
17.10 Burnatimi: Olgu <iuðrún
Arnadóttir stjórnar a.
Ljósift Frásagnir , kvæði og
tónlist. Lesari með Olgu
Guðrúnu: Ágúst Guð-
mundsson. b. útvarpssaga
hurnannu: „Kgill ú Bakka"
eftir John I.ie.Bjarni Jóns- .
son isl. Gunnar Valdimars-
son les (4).
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál. Páll
Bjarnason menntaskóla-
kennari flytur þáttinn.
19.25 Glugginn Umsjónar-
menn: Gylfi Gislason,
Guðrún Helgadóttir og
Sigrún Björnsdóttir.
20.05 .lólaleikrit útvarpsins;
„llai'pagon efta llinn
iigjaini" eftir .lean-Buptistc
M o1i é re . Þý ð a n d i :
Þorsteinn O. Stephensen.
Leikstjóri: Helgi Skúlason
Persónur og leikendur:
Harpagon/Valur Gislason
Cléanle, sonur hans/Arnar
Jónssbn fílisa, dóttir
hans/Margrét Guðmunds-
döttir Anselm/Jón Aðils
V a 1 é e r , s o n u r
Anselms/Þorsteinn
Gunnarsson Mariane, dóttir
Anselms/Þórunn
Sigurðardóttir
Frosine/Sigriður Hagalin
Meistari Simon/Karl
Guðmundsson Meistari
Jacques, ekill og bryti/Arni
Tryggvason. Þjónar hjá
Harpagon/Kjartan
Ragnarsson og Jón Hjartar-
son Lögreglu-
fulltrui/Valdemar Helgason
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir i sjón-
ii e n d i n g : Þe g a r
Morgunstjörnunni var
bjargaft. Sveinn Sæmunds-
son rifjar upp gamalt sam-
tal við Einar Ólafsson stýri-
mann.
22.45 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.30 Fréttir i stuttu máli .
Dagskrálok.