Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 28. desember 1972. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Fétursson ,/ Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Rilstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Rafmagnið er of ótraust Rafmagnið leikur lykilhlutverk i þjóðfélagi nú- timans. Heimili manna og vinnustaðir ganga fyrir þessu yfirlætislausa fyrirbæri. Menn verða ekki svo mjög varir við þetta, þegar allt leikur i lyndi. En fari rafmagnið af, sjá menn skyndilega, hve mikill þáttur það er orðinn i lifi þeirra. Heimilishald fer úr skorðum, þegar rafmagnið lætur á sér standa. Heimilistækin verða óvirk og matvæli liggja undir skemmdum i frystikistum og isskápum. Ekki bætir úr skák, að útvarpið fer venjulega úr sambandi við slikar kringumstæður, og magnar það ótta og óvissu fólks. Enn alvarlegra ástand myndast i atvinnulifinu. Ringulreið verður jafnvel i skrifstofufyrirtækjum, þar sem engin framleiðsla fer fram. Simaborð verða óvirk, sömuleiðis rafmagnsritvélar og - reiknivélar. Iðnaður og önnur vélræn framleiðsla leggst niður og truflast raunar i miklu lengri tima en rafmagnsleysið sjálft. Þetta er þvi bagalegra sem framleiðsluaðferðirn- ar verða flóknari. I sumum tilvikum er um svo ná- kvæmar vinnsluraðir að ræða, að það tekur langan tima að koma framleiðslunni af stað aftur að raf- magnsleysi loknu. Hámarki nær þessi viðkvæmni i álverinu i Straumsvik, þar sem tuga og hundraða milljóna króna eyðilegging er yfirvofandi i hvert sinn, sem rafmagnið fer af. En jafnvel bóndinn lendir i öngþveiti, t.d. við mjaltir. Þannig er raf- magnið orðið undirstöðuatriði i öllum þáttum at- vinnulifsins. Þar sem Visir er prentaður, höfðu á þessu ári orð- ið átta raímagnsbilanir, áður en stóra bilunin varð fyrir jólin. Sumar bilanirnar stöfuðu af jarðvinnslu- vélum i hverfinu, aðrar af ólagi á spennistöðvum, linum og tengivirkjum. Þetta ástand er langtum verra en eðlilegt má teljast. Rafmagnsleysið er ekki eina dæmið um skort á rekstraröryggi á þessu sviði. Viða eru óhæfilega miklar spennusveiflur á rafmagni, sem valda gang- truflunum og jafnvel varanlegum skemmdum á rafmagnstækjum, allt frá heimilistækjum yfir i tölvur. Rafmagnsframleiðsla og rafmagnsdreifing er flókin og vandasöm starfsemi, sem þarfnast mikill- ar nákvæmni, ef hún á að gegna hlutverki sinu með sóma. Reynslan sýnir, að menn eru aldrei of ár- vökulir á þessu sviði, þótt þeir leggi hart að sér. Fólk er orðið svo háð rafmagni, að það gerir sér- stakar og óvenjulegar kröfur til öryggis i rekstri rafmagnsmála. Mikil nauðsyn er á að beita ströngum refsiað- gerðum til að reyna að draga verulega úr skemmd- um jarðvinnsluvéla á rafstrengjum. Ennfremur þarf að gera linur og tengivirki þannig úr garði, að islenzk veðrátta geti ekki valdið skemmdum á þeim. Og svo þarf að fjölga samtengingum og vara- linum til að auðvelda undankomuleiðir, þegar óhöpp ber að garði. Þegar Búrfellsvirkjun var reist, óttuðust margir, að kenjar Þjórsár mundu oft gera hana óstarfhæfa. Svo virðist sem tæknimönnum hafi tekizt að leysa vandamál isingar, þrepahlaupa og annarra ham- fara Þjórsár. Þeim sigri má ekki glopra niður með mistökum á einfaldari sviðum, i byggingu tengi- virkja og rafmagnslina. Enginn vafi er á, að þeir, sem vinna að þessum málum, reyna að gera sitt bezta. En verkefnið er svo erfitt og mikilvægt, að þeir verða raunar að gera heldur betur en sitt bezta. Rétt eins og í „Þúsund og einni nótt" Tíminn hafði verið vand- lega valinn af hinum kon- unglega sfjörnuspámanni, og klukkan nákvæmlega 12.23 i dag átti stæðilegur ungur kadett að ganga fram fyrir föður sinn, Bhumipol konung, og hlýða á sjálfan sig útnefndan f ramtiðarkonung Thai- lands. Va j iralongkorn prins, sem nú stendur á tvítugu, mun þiggja sverð og önnur tignarmerki úr hendi föður síns, sem um leið réttir honum skjal, ritað eigin hendi, þar sem kveðið er svo á, að Va jiralongkorn sé krónprins. Slikur merkisatburður hefur aðeins einu sinni átt sér stað áður i sögu Thailands, sem hefur þó verið konungsriki i að minnsta kosti 800 ár samfellt. Og Chakri- ættin, sem nú ræður þar rikjum, hefur setið i hásætinu i næstum tvær aldir. — En siðasta útnefn- ing réttborins rikisarfa fór fram 1886. Það er þvi mikið um að vera i Thailandi i dag. Um leið og prins- inn hefur vérið útnefndur rikis- arfi, verður bronsbjöllum i öllum 25 þúsund Búddhahofum Thai- lands hringt til þess að flytja landslýð fagnaðartiðindin, og til frekari áherzlu, svo að boðskap- urinn fari ekki fram hjá neinum, munu herskip og virki hleypa af fallbyssum sinum i heiðursskyni. Fjöldi tignarfólks, aðalsmanna, herforingja og stjórnmálaleið- toga verður viðstatt athöfnina, sem fram fer i Ananta Samak- hom-höllinni og verður hápunktur tveggja daga hátiðahalda. En þessi atburður þykir hafa mikla þýðingu — ekki aðeins fyrir einkason Bhumipol konungs og Sirikit drottningar — heldur einn- ig i stjórnmálalegum skilningi. Sjálf útnefningin hefur dýpri merkingu i augum Thailendinga á hvaða þrepi þjóðfélagsstigans, sem þeir standa, þvi að þar i landi er litið á konunginn sem hálfguð- lega imynd þjóðarsálarinnar. Með þvi að útnefna son sinn krónprins tryggir Bhumipol könungur þegnum sinum erfingja að krúnunni, og það er i fyrsta sinn i nokkra mannsaldra. Fram að 1886 höfðu konungar Thailands venjulega tilnefnt varakonunga eða ,,uparaja”, sem tiðum erfðu svo rikið eftir þeirra dag. Chulalongkorn konungur, einn mestu þjóðhöfðingi Thai- lands á seinni timum, braut þessa venju, þegar hann útnefndi tiu ára gamlan son sinn, Vajirunhis prins, sem rikisarfa. En krónprinsinn dó aðeins sautján ára að aldri, og bróðir hans, Vajiravudp prins, tók sæti hans. Hann varð konungur 1910. En hann eignaðist engan erfingja. Yngri bróðir hans settist i hásætið að Vajiravudp látnum. og hann dó barnlaus. Rikistökuráðið valdi þá eldri bróður hans, Ananda. Ananda konungur var skotinn til bana i svefnherbergi sinu á dularfullan hátt 1946, og Bhumi- pol konungur erfði rikiö. Ef engir slikir sviplegir atburð- ir koma til, þá mun Vajiralong- korn ekki koma til valda fyrr en kominn á miðjan aldur. Faðir hans, sem nú þegar, aðeins 45 ára að aldri, er i hópi þeirra konunga Thailands, er lengst hafa setið að völdum, er mikill iþróttaunnandi. Hann er vel á sig kominn likam- lega, enda stundar hann reglu- lega badminton, siglingar og langar gönguferðir i fjöllunum norðanlands, en þar vinnur hann reyndar að þvi að venja fjallabúa af ópiumræktun. Hinn ungi prins likist föður sinum i þessu tilliti og er sagður leggja mikla rækt við erfiðar æfingar fótgönguliðsins, þar sem hann stundar nám i liðsforingja- skól ástralska hersins að Dun- troon i Canberra. Hann er kadett á öðru ári, og hávaxinn og myndarlegur þykir hann skara framúr skólabræðrum sinum. Likt og Charles prins, rikisarfi brezku krúnunnar, þá hefur Vaj- iralongkorn allt frá fæðingu verið búinn undir þetta hlutverk — að verða leiðtogi þjóðar sinnar. Einkanlega hefur verið lagt kapp á það við drenginn að rækta með llllllllllll JM) ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Guðmundur Pétursson honum áhugh fyrir stirðum sið- venjum ýmiss konar, sem ein- valdur Thailands verður að við- hafa við ýmis opinber tækifæri. Undirstöðumenntun sina hlaut hann i hirðskólanum i Chitrlada- höllinni i Bangkok og sömuleiðis systur hans þrjár. 1966 var hann sendur á skóla i Englandi, fyrst i konunglega skólann i Sussex og siðan i Millfield-skólann i Somer- set. 1970 var hann sendur i konunglega skólann i Sidney, þar sem hann var eitt ár, áður en hann skráðist i Duntroon. Það hefur aldrei verið skýrt, hvers vegna faðir hans sendi hann til Ástraliu i stað þess að láta hann ljúka námi i Englandi eða þá senda hann til Bandarikj- anna. En marga órar fyrir að það kunni að eiga rætur sinar i þvi mikla áliti, sem Bhumipol konungur hefur á Ástraliumönn- um i frumskógarhernaði. — Sjálfur hlaut Bhumipol konungur, sem fæddist i Cambridge i Massachusettes i Bandarikjun- um, menntun sina i svissneskum skólum, en hann þjónaði aldrei i hernum. Við útnefningarathöfnina átti prinsinn að skrýðast einkennis- búningi höfuðsmanns i konung- lega lifverðinum. Sjálfsagt hinn glæsilegasti skrúði, þótt hann standist ekki samanburð við skrautklæðnað krónprinsins við athöfnina 1886. Jacob nokkur Child, sem stadd- ur var i Austurlöndum — og nánar tiltekið i Bangkok sjálfri — þegar athöfnin fór fram i það sinn, skrifaði til kunningja sinna á Vesturlöndum nákvæma lýsingu á skrúða krónprinsins. Greinilega fékk sá auður, sem þar opinberaðist Vesturlandabú- anum, mikið á hann, og lýsingin tekur fram jafnvel ævintýraleg- ustu frásögnum i „Þúsund og einni nótt”. Segir Child, að allt frá höfuð- búnaðinum, hálskraganum og niður á tær, hafi krónprinsinn verið gimsteinum og rúbinum skreyttur. ,,Fingur hans voru hlaðnir gim- steinum, og um hvorn ökkla voru digrir gullhringir settir dýrindis steinum. Mittisólin og skórnir voru alsettir eðalsteinum, sem vart eiga sinn lika, og skrúðinn allur, svo dýrlegur sem hann er, verður vart metinn undir hálfri milljón dala,” skrifaði Child og bætti þvi við, að konungurinn hefði gefið krónprinsinum vegna tilefnisins gimsteina að verðmæti um 400.000 dali. Gjafir aðals- mannanna og prinsanna fóru að likindum fram úr þvi. En gthöfnin i dag verður vart með þeim glæsibrag, þótt hún vafalaust verði með pompi og pragt og bergmáli af hinum forna glæsileik, sem fyrr á öldum laðaði vikinga og vestræna menn til Austurlanda. Hún hefst með þvi, að Vajira- longkorn gengur til kapellu hins fræga Wat Prakaoor-hofs Emeralds Budda, þar sem hann mun votta forfeðrum sinum virð- ingu sina. Þar liggur aska átta fyrrverandi konunga Chakriætt- arinnar. Siðan mun hann bjóða munkum mat i hallargarðinum, sem siður er i Thailandi þeirra, sem vilja láta gott af sér leiða. Og eftir það hefst ein keðja af' seremónium, undarfari aðalathafnarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.