Vísir - 29.12.1972, Page 1

Vísir - 29.12.1972, Page 1
62. árg. — Föstudagur 29. desember 1972 — 298. tbl. ÞRÍR MENN RÆNDIR Á GÖTUM BORGARINNAR I NÓn SJÁ BAKSÍÐU FARSÆLT NÝTT ÁR! Nœsta blað Vísis kemur þriðjudaginn 2. janúar Bretar virðast beita þrýstingi til að knýja fram samninga „Herskip komið anzi nœrri" — segir utanríkisráðherra Menn óttast, að land- helgisdeilan sé að fara i sama farið og fyrri land- helgisdeilan. Bretar beita hörðum þrýstingi, að þvi er virðist til að knýja islendinga til samninga. Herskipið Rhyl F-129 er aðeins 2-3 milur utan við landhelgislin- una. ,,Ég get ekki sagt, hvað er að gerast þarna”, segir Einar Agústsson utanrikisráðherra. „Mér skilst, að herskipið sé enn utan markanna, en vist er það komið andsk... nærri”. ,,Ég er ekki búinn að fá nákvæma skýrslu um atburðina”, segir ráðherrann, ,,en þessir sið- ustu atburðir eru ekki góðir fyrir samkomulag i deilunni”. Eru Bretar að beita þrýstingi til að knýja okkur til samninga? Það getur verið, telur utanrikisráðherra. Ráðherra taldi hugsanlegt, að þessi atburðir gæfu til kynna, aö Bretar hygðust senda herskip inn fyrir mörk til verndar togurum sinum. Yrði þá komið i sama far- ið og 1958. „Bretar telja, að það standi upp á okkur i samningunum”, segir Einar Agústsson. Þeir telja, að við eigum að leika næsta leik og koma til móts við þá. „Við teljum, að samningamáliö sé i kyrr- stöðu”, segir hann. Bretar hafi ekki komið til móts við okkur og viðræður legiö algerlega niðri um töluvert skeið. Utanrikisráðherra kvaddi brezka sendiherrann, McKenzie, á sinn fund klukkan ójlefu i morg- un og mótmælti þvi, að brezki togarinn Brucella H-291 sigldi i gær á varðskipið Óðin. Varðskipsmenn höfðu sagzt mundu skjóta, ef togarinn reyndi ásiglingu á varðskipið. Engu að siður sigldi togarinn á varðskipið, nokkuð aö óvöru. Skemmdir á Óðni eru sagðar litlar. Mætti segja, að varðskip hafi verið á undanhaldi i gær? Ráð- herra kvaöst ekki geta svarað þvi. Hafsteinn Hafsteinsson, blaðafuUtrúi Landhelgisgæzlunn- ar bendir I viðtali við blaöið á, að Landhelgisgæzlan hafi stöðugt unnið að þvi að hrekja brezku tog- arana úr landhelginni. Þaö hafi að visu gengið misjafnlega, en samt gefið góða raun, eins og ljóst sé af fréttum um brottför togara úr landhelgi á ýmsum timum. Nú hafi verið unnið að þessu, þar til I fyrradag, aö togarinn Benella neitaði fyrirmælum varðskips og skorið var á togvira hans. f fram- haldi af þvi urðu svo atburðirnir i gær. Landhelgisgæzlan telur, aö al- menningur muni skilja réttmæti þeirrar stefnu að forðast beri i lengstu lög átök, sem kynnu aö stofna mannslifum i hættu. Þvi muni almenningur ekki lita" svo á, að einstakir atburðir eins og þeir, sem urðu I gær, séu nokkur sigur fyrir Breta. Atburðum i gær er svo lýst, að togarinn hafi lónað kringum óð- in , eftir að hann fékk viövörun, og ekki virzt liklegur til ásigling- ar. Þá hafi togarinn skyndilega sveigt að Óðni, sem reyndi að sigla undan, en stefni togarans hæfði skáhallt skut varðskipsins. Þetta varð aðeins um 4 milur inn- an markanna. Nokkru siðar gerðu togarar margir saman „aðför” að varð- skipum og gerðu sig liklega til ásiglingar, en hættu við. — HH. Milljónamœringurinn Hughes, var í Managua — sjó bls. 6 Jóta mannótið — sjó erlendar fréttir á bls. 5. Allir með eldspýtur milli handanno sjó INN-síðu bls. 10 Hvernig gekk? Hvað var minnisstœðast? — sjó bls. 2, 3, 8 og 9

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.