Vísir - 29.12.1972, Side 11

Vísir - 29.12.1972, Side 11
Visir. Föstudagur 29. desember 1972 11 Fimm sinnum í röð fór knötturinn í þverslá! — Jón Hjaltalín Magnússon óheppinn með skot í leiknum við Tékka í gœr — Tékkar sigruðu 15—12 — Viö vorum afar óheppnir í lokakafla fyrri hálfleiks i leiknum við Tékka i heimsmeistara- keppni stúdenta í hand- knattleik, sagði Valdimar örnólfsson, aðalfararstjóri íslenzka liðsins, þegar Vísir náði tali af honum í Sví- þjóð. — Jón Hjaltalin, einn mesti ógnvaldur islenzka liðsins, átti þá fimm skot i röð, sem lentu i stöngum og þverslá tékkneska marks- ins, og auk þess varði tékk- neski markvörðurinn frá honum vitakast í þessum tima. Þarna réðust úrslit leiksins og Tékkar höfðu fjögur mörk yfir í hálfleik, 8-4, sagði Valdimar enn- fremur, og þeir sigruðu i leiknum með 15-12. Heimsmeistarakeppni stúdenta i handknattleik hófst i Sviþjóð i gærkvöldi. Þar keppa 16 lönd um heimsmeistaratitilinn og er raðað i fjóra riðla. Þetta er i fyrsta skipti, sem islenzkt stúdentalið tekur þátt i keppninni og fékk ekki mótherja af verri endanum i fyrsta leik — Tékka, sem leikið hafa til úrslita i keppninni i tvö siðustu skiptin. í tékkneska liðinu léku fjórir leikmenn, sem léku i úrslitaleikn- um á Olympiuleikunum i Munch- en — meðal annars markvörður liðsins, sem átti mjög góðan leik i gærkvöldi. Leikurinn var jafn framan af. Einar Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins, en Tékkar jöfnuðu og voru þá sjö minútur af leik. Þéir náðu forustu, en Vilberg Sig- tryggsson jafnaði með linuskoti — tvivegis siðar i leiknum sendi hann knöttinn i mark Tékka af linunni, en var óheppinn. Steig aðeins á linuna og mörkin voru dæmd af. Einar skoraði þriðja mark islenzka liðsins á 17,min. og staðan var jöfn — en lokakafla hálfleiksins tóku stangirnar alveg við markvörzlunni hjá Tékkun- um!! — Mér fannst dómarar leiksins afar tregir til að dæma á Tékka, þrátt fyrir augljós brot og þeir sluppu oft við viti, sagði Valdi- mar, og Karl Jóhannsson, dóm- ari, sem dæma mun i úrslita- keppninni, bætti þá við. — Já, þeir dæmdu viti á okkur á brot, sem þeir dæmdu aðeins aukakast á Tékka. Hins vegar voru þeir ákveðnir, dómararnir, visuðu fimm Tékkum af leikvelli, en ekki nema tveimur Islendingum. Tékkar neyttu lika allra bragða til að stöðva langskyttur islenzka liðsins — einkum Jón Hjaltalin Magnússon. Jón var einu sinni i dauðafæri — sagði Valdimar — þegar slegið var hörkulega á hönd hans, en ekkert var dæmt. Siðari hálfleikurinn var mjög skemmtilegur og Islendingarnir fóru smám saman að vinna upp forskot Tékka, hélt Valdimar áfram. Jón Hjaltalin skoraði fyrsta markið i siðari hálfleikn- um og siðan skoraði ólafur H. Jónsson þrjú mörk, en Tékkar skoruðu aðeins tvö mörk þessar fyrstu 12 min.hálfleiksins, Staðan breyttist i 10-8. Tékkar komust i 11-8, en Jón skoraði — og svo kom Einar með þrjú mörk. Staðan varð 13-12 og aðeins tvær minútur til leiksloka. Tékkar reyndu að tefja leikinn. Það var dæmd töf á þá og Is- lendingar fengu boltann. Ólafur komst i gott færi, en tékkneski markvörðurinn varði skot hans — Tékkar brunuðu-upp og skoruðu. 14-12 og úrslit leiksins voru ráðin. Tékkar skoruðu svo siðasta mark leiksins á siðustu sekúndunum. — Leikurinn var þokkalega leikinn hjá okkur, en skotanýting var þó ekki nógu góð, sagði Karl Jóhannsson eftir leikinn. Mark- varzlan var prýðileg. Birgir Finnbogason var lengur i mark- inu og var mjög góður, og siðan kom Geir Thorsteinsson i markið og varði einnig vel — meðal ann- ars eitt vitakast. — Við reyndum að láta þá Ein- ar Magnússon, Jón Hjaltalin og Ólaf H. Jónsson leika eins lengi og þeir frekast þoldu — enda máttarstólpar liðsins. Einar var markhæstur með fimm mörk (eitt viti), Ólafur skoraði þrjú, Jón einnig og var eitt úr vitakasti og Vilberg skoraði eitt mark. 1 dag leikur Island við Júgó- slaviu. Þar sem þetta er siðasta blað Visis fyrir áramót getur við ekki sagt frá úrslitum fyrr en i fyrsta blaði eftir áramót 2. janú- ar, en 31. desember leikur Island við Alsir. A Þoriáksinessu sigraði Tottenham Sheffieid Utd. 2-0 á White Hart Lane. Martin Chivers skoraði fyrra mark Tottenham i leiknum og sést hér lengst til hægri á myndinni senda knöttinn framhjá markverði Sheffield. Úrslit í gœrkvöldi Átta leikir voru háöir i riölunum fjórum i heimsmeistarakeppni stúdenta i gær i Svíþjóö og uröu úrslit þessi: A-riðill Sovétrikin—Noregur 29-14 Sviþjóð—Búlgaria 23-17 B-riðill V-Þýzkaland—Spánn 17-10 Frakkland—Belgia 20-8 C-riðill Tékkóslóvakia—Island 15-12 Júgóslavia—Alsir 38-15 ' D-riðill Húmenia—Danmörk 16-10 Pólland—Italia 18-5 Keppnin heldur áfram i kvöld og leikur islenzka liðið þá við júgóslava. Njósnuðu um Júgóslavana Tveir leikmanna islenzka stúdentaliðsins, þeir Ililmar itagnarsson og Gunnar Gunnarsson, léku ekki gegn Tékkum i gærkvöldi, heldur voru sendir til Málmeyjar til að fvlgjasl með leik Júgó- slava og Alsirhúa. Þessar tvair þjóðir eru i sama riðli og island og Tékkóslóvakia. -"iúgósla vneska liðið var mjög sterkt i sóknarleik sin- um gegn Alsir og skoraði livorki meira né minna en 38 mörk, sem var hæsta markatala einstaks liðs i ga'r. Ilins vegar var varnar- leikurinn ekki alltaf sem beztur. En greinilegt er, að islen/ka liðið á mjög erfiðan leik I vrir höndum i dag gegn Júgóslövum, sem liafa sjö landsliðsmenn i liði sinu — þar á meðal nokkra Olympiu m eistara. Enn skozkur landsliðs- maður til Manch. Utd. — og Docherty leystur frú störfum sem einvaldur Skotlands Enn er Manch. Utd. á höttunum eftir leikmönn- um og i gær keypti liöiö skozka landsliðsbakvörðinn Alex Forsyth frá Partich Thistle í Glasgow fyrir 100 þúsund sterlingspund, en hann — eins og George Graham, sem Manch. Utd. keypti frá Arsenal í fyrra- dag — hefur veriö i skozka landsliðshópnum undir stjórn Tommy Docherty, núverandi framkvæmda- stjóra United. Manch. Utd. hefur þvi á tveim- ur dögum lagt út 220 þúsund ster- lingspund fyrir tvo leikmenn og átta hundruð þúsund sterlings- pund siöustu 12 mánuði. Á þvi timabili hafa sex leikmenn verið keyptir Ian Moore, Martin Buch- an, Wyn Davies, Ted McDougall, og nú þeir Graham og Forsyth. Vörnin hefur verið aðalvanda- mál Manch. Utd. frá þvi leiktima- bilið hófst i ágúst og virðist nú loks sem farið sé inn á rétta braut hvað kaupum á leikmönnum viö- kemur — leikmenn keyptir til að fylla þar i skörðin. Þá leysti skozka knattspyrnu- sambandið Tommy Docherty frá störfum i gær sem landsliðsein- vald Skotlands. Hann mun þvi einbeita sér að hinum miklu verk- efnum, sem framundan eru hjá Manch. Utd. Ekki var tilkynnt i gær hver yrði eftirmaður Doch- erty hjá Skotlandi. Leikur Chelsea og Everton á laugardag var einkennilegur að þvi leyti, að ekkert mark var skorað fyrr en að 90 inin.Iokn- um. Fyrst skoraði Harper fyrir Everton, cn leikmenn Chelsea hrunuðu strax fram og Ian Hutchinson skallaði i mark. Hann er þarna nr. 9 og var John Ilurst aðeins of seinn að koma i veg fyrir markið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.