Vísir - 16.01.1973, Page 4

Vísir - 16.01.1973, Page 4
4 Visir. Þriðjudagur 16. janúar 1973 Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon íbúar fjölbýlishúss I liagenstua, einu úthverfi ósló- borgar, hrukku illilega viö um klukkan Uu siöastliðinn föstudag, en þá kváöu viö skothvellir úr einni ibúö hússins. Lögreglan var þegar kvödd á staðinn, en gat ekki nálgazt þann skotglaða, sem haföi búiö um sig i ibúðinni, þvi hann hélt uppi við- stööulausri skothrið i hvert sinn er einhverjir freistuðu inngöngu. Gat hann þannig haldið mönnum i hæfilegri fjarlægö i samfleytt átta klukkustundir, og biðu menn óttaslegnir allan þann tima án þess að hafa hugmynd um, hverju skothriðin sætti. Ljóst var, að hinn 25 ára gamli karlmaður, sem héll á skot- vopninu, var ekki heill á geðsmunum og var til alls vis. Einhvern veginn tókst honum að komast inn i aðra ibúð i blokkinni, en þar varð fyrir honum stúlka, sem lá þar vegna SKOT- GLAÐUR OSLÓAR- BÚI veikinda og hafði hún óljósar hug- myndir um það, hvað væri á seyði. Þar sem aökomumaðurinn gerði sig ekki liklegan til að gera henni mein og talaði rólega til hennar, sá hún ekki beinlinis ástæðu til að óttast hann. Hindraði hún hann þvi ekki i þvi að tylla sér niður á stól og kasta mæðinni, en hann var mjög þreyttur og úttaugaður að sjá. Tóku þau tal saman, og sagði hann henni þá frá atburðunum og bað hana um að skýla sér fyrir lögreglunni, sem sæti nú um hann. Vildi stúlkan fá hann til að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja, en það þótti honumekki ráð- legt, þar eð hann óttaðist að verða skotinn niður strax og hann sýndi sig. Svo fdr þó að lokum, að hann tæmdi skotvopnið, og lagði það frá sér sem og skothylkin, sem hann hafði i öllum vösum. Fór hann siðan i skiðaúlpu hús- bóndans á heimilinu og setti sömuleiðis á sig húfu hans, dró hana niður fyrir augu og gekk út fyrir, þar sem lögreglan var fljót að koma höndum yfir hann. Enn hefur það ekki fengizt upplýst, hvað kom manninum til að hefja skothriðina — sem góðu heilli sakaði engan. VINSÆLDALISTAR NEW MUSICAL EXPRESS pESSA VIKUNA ENGLAND Last This Week 1 1 8 2 14 12 3 16 9 5 7 6 10 4 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 20 I • 14 LONG HAIRED LOVER FROM LIVERPOOL Little Jimmy Osmond (MGM) THE JEAN GENIE David Bowie (RCA) SOLID GOLD EASY ACTION T. Rex (T. Rex) Hl Hl H1 ...Wings (Parlophone) BALL PARK INCIDENT Wizzard (Harvest) GUDBUYT'JANE Slade (Polydor) YOU'RE SO VAIN — ■ Carly Simon (Elektra) SHOTGUN WEDDING RoyC(UK) CRAZY HORSES Osmonds(MGM) BEN Michael Jackson (Tamla Motown) MY DING-A-LING Chuck Bérry (Chess) NIGHTS IN WHITE SATIN Moody Blues (Deram) HAPPY XMAS (WAR IS OVER) John & Yoko/Plastic Ono Band (Apple) BIG SEVEN, Judge Dread (Big Shot) Last This Week 8 6 10 7 YOU'RE SO VAIN Carty Simon SUPERSTITION Stevie Wonder ME AND MRS JONFS Billy Paul CLAIR Gilbert O'Sullivan ROCKIN' PNEUMONIA BOOGIE WOOGIE FLU Johnny Rivers SUPER FLY Curtis Mayfield YOUR MAMA DON'T DANCE 13 14 11 12 9 19 Loggins & Messina WHY CAN'T WE LIVE TOGETHER Timmy Thomas CROCODILE ROCK Ehon John KEEPER OF THE CASTLE Four Tops I WANNA BE WITH YOU Raspberries FUNNY FACE Donna Fargo OH BABE WHAT WOULD YOU SAY Hurricane Smith IT NEVER RAINS IN SOUTHERN CALIFORNIA Albort Hammond Lesiö i blaöi á meðan skó- smiðurinn dyttar aö hælum skónna... FER í HNÚTl! ,,fíg skal segja ykkur, aö þaö sem hefur reynzt mcr bezt viö l»u rsabiti, er aö hnýta á mig hnút. líg incina setja fæturna aftur fyrir linakka. Sko— svona,” segir iiinn 53ja ára gamii fjöllistamaö- ur Poul Kaiper. Hann viðurkennir raunar, að þetta sé kúnst, sem sé ekki svo auðvelt að leika eftir. En hann er allur af vilja gerður til að leið- beina fólki, sem vill læra af hon- um, og þvi er það, að siðustu árin hefur hann ferðazt' um og sýnt listir sinar. Fæstir áhorfendanna trúa sin- um eigin augum — og læknar þvertaka fyrir að bein hans og vöðvar séu eðlileg. Þannig var það t.d. með egypzkan prófessor, sem sá Poul eitt sinn sýna á næturklúbbnum ,,Abden Casino” i Kairo. Hann fór þegar i stað fram á að fá að taka röntgenmyndir af likama lista- mannsiris. Myndirnar sýndu ekki annað en að Poul hefði nákvæm- lega sömu beinabyggingu og aðr- ir, og allar aðrar rannsóknir pró- lessorsins hnigu að sömu niður- stööu .En prófessorinn egypzki harðneitar að trúa. „Þetta er ómögulegt,” muldraði hann á meðan Poul sýndi honum enn fleiri kúnstir en prógramm hans á sviðinu samanstóð af. Poul hefur gengið undir viður- nefninu „slöngumaðurinn” allt siðan hann fór að sýna mönnum hæfileika sina 16 ára gamall. Sjálfur segir hann, að þeir séu honum meðfæddir. Engu að siöur þarf hann að æfa sig minnst klukkutima á dag til að halda sér i góðu formi. Poul Kaiper hefur aldrei fundið til lasleika. Einu ónotin sem ég hef haft, eru af völdum þursabits, en það liður jafnan hjá, þegar ég hef brugðið fótunum aftur fyrir hnakka, segir hann. Það varð ekki svo litið uppi- stand, þegar meðfylgjandi mynd- ir voru teknar af fjöllista- manninum. Umferðaröngþveiti rikti lengi á gatnamótum þeim, er Poul hafði spássérað þar yfir gangbraut á höndunum — og með fæturna i kross fyrir aftan höfuð. Hann fór inn til hárskerans á horninu, settist þar upp i stól og kom fótunum makindalega fyrir upp eftir stólbakinu. Og þannig sat hann allan þann tima, sem hárskurðurinn stóð yfir. Hvort það hafi verið nauðsyn- legt að viðhafa þær kúnstir fyrir eina klippingu? Nei, hann viður- kenndi að það væri óþarfi. „En það skiptir mig ósköp litlu máli, hvort ég sit svona eða einhvern veginn öðruvisi,” sagði hann glottandi. ,,0g taka svolitið meira af hárinu á móts við skóhæl- ana, takk." Á handahlaupum yfir gangbraut—með fæturna fyrir aftan bak.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.