Vísir


Vísir - 27.01.1973, Qupperneq 2

Vísir - 27.01.1973, Qupperneq 2
2 Vísir. Laugardagur 27. janúar 1973 Hafið þér trú á að friður haldist i Vietnam? Erla ólafsdóttir húsmóöir: Er ekki búið að auglýsa að svo verði? En það hefur nú svo oft brugöizt, að það er aldrei að vita. Stefán Steinar Tryggvason, lög- rcgluþjónn: Ja, það ætla ég að vona, og ég hef nú trú á, að þeir haldi friðinn i þetta sinn. Sigurður Brynjólfsson, nemi: Jú, það held ég. Ég held að Nixon hafi séð sig um hönd. Garðar Gislason, starfsmaður i Ofnasmiðjunni: Þetta strið er sú mesta forsmán, sem um getur, og þaö á báöar hliðar. Mér dettur ekki 1 hug, að þessir bölvaðir lubbakettir haldi friöinn. Unnur Jensen, húsmóðir: Maður getur ekki annað gert en að vona, að þetta blessist allt saman. Guðmundur Þ. Magnússon, sund- laugarvörður: Nei, ekki býst ég viö þvi. Ég held að þeir rjúfi friðinn og það veröi Bandarikja- menn, sem geri það. Flestir Vestmannaeyinga vilja komast til verstöðvanna YS OG ÞYS ( HAFNARBÚÐUM Mikil ös var i Hafnarbúðum, þegar blaðamaöur leit þar inn I gær. Ve s t m a n n a ey in g a r streymdu út og inn, og allir voru að fá leyst úr vandamálum sinum, með húsnæði, peninga og aðra þjónustu. Margir voru að reyna að útvega sér ferðaleyfi til Eyja, svo þeir gætu hugað að eignum sinum þar, og aörir voru aö reyna að koma cigum sínum, sem komnar voru til lands, i geymslu. Mikil ös var i kaffistofunni, þar sem mönnum var boðið upp á hressingu á meðan beðið var eftir að þeir kæmust að með sin vanda- mál. Fólkið spjallaði saman, og vonleysissvipur var á mörgum. Helzt heyrðist, að sennilega væri litil von um að hægt væri að komast til Eyja aftur, en samt voru margir hressir i bragði og bölvuðu sér upp á það, að þeir skyldu fara til Eyja aftur strax og óhætt væri, þ.e.a.s. ef gosið tætti þá ekki eyjuna i sundur. Margir komu til aö bjóða fram aðstoð sina i einhverri mynd. Sumir komu til að veita fjárfram- lög til stuðnings Vestmanna- eyingum, en aðrir voru að bjóða húsnæði, en mest var það geymsluhúsnæði, sem Eyjamenn gætu komið búslóð sinni fyrir i, þar til úr rættist. Blaðinu var tjáð, að mjög margir kæmu til að gefa peninga, væru það bæði einkaaðilar og fyrirtæki. Kona sú, sem tók á móti fjárframlögunum, tjáði blaöinu, að hún væri aðeins búin að vinna i einn tima, en samt sem áður hefði hún tekið á móti stórri upphæð. Má þar nefna, aö starfsmenn Oliufélagsins i Hafnarfirði, 26 að tölu, afhentu 52 þúsund krónur. Helztu vandræðin væru, hvað stirt það væri i vöfum að úthluta fénu til fólksins. Engin lausn fundin á- húsnæðisvandamálinu til frambúðar Þegar blaðið spurðist fyrir um hvernig stæði með húsnæðis- málin, var þvi tjáð, að enn væru mjög fáir búnir að fá húsnæði, sem þeir gætu dvalizt i til fram- búðar, ef þörf væri á. Enn er engin lausn fundin á húsnæðis- vandamálinu til langframa. Mikil ásókn er i húsnæði, og sér- staklega vantar húsnæði fyrir stórar og barnmargar fjöl- skyldur. Yfirleitt hefur gengið vel að koma litlum fjölskyldum fyrir, til bráðabirgða. Fæst fólkið kemst i eigið húsnæði, heldur er það inni á heimilum hjá fjöl- skyldum, sem hafa boðizt til að taka það til sin. Auglýst hefur verið eftir hús- næði i útgerðarbæjunum á suður- horninu, svo sem Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka, Kefla- vik og Grindavik. Hefur mikið af svörum borizt frá þessum stöðum. Félagssamtök i Keflavik hafa t.d. boöið húsnæði fyrir 20-30 fjölskyldur og vinnu fyrir fólkið. Þá hefur mikið af fólki farið i Straumsvik, en næg vinna er i Hafnarfirði. Reynt að koma sem flestum inn á einka- heimili Reynt er að koma sem mestu af fólkinu fyrir á einkaheimilum, til þess aö Vestmannaeyingarnir geti búið sem heimilislegast. Beiðnum um húsnæði er yfirleitt vel tekið af þeim, sem leitaðer til.' Til lengdar veröur það erfitt fyrir alla aðila, að jafnvel búi 2-3 fjöl- skyldur á sama stað. Var blaðinu tjáð, að bezta dæmið um hjálpar- vilja fólks væri það, að daginn sem fólkið varð að flýja Eyjar, fengu allir húsnæði til bráða- birgða. Aðeins 60 manns hafði ekki verið komið fyrir á einka- heimilum eða stofnunum þá um kvöldið. Þessum 60, sem eftir voru, var komið fyrir á hótelum. Þá var blaðinu tjáð, að mikill hluti Vestmannaeyinga vildi komast frá Reykjavik. Eru það helzt sjómenn og fólk, sem starfað hefur við fiskvinnslu, sem vill komast i verstöðvarnar. Vilja sjómenn fá húsnæði fyrir fjölskyldur sinar þar sem bátar þeirra verða gerðir út. Það eru aðallega þeir, sem unnið hafa við þjónustustörf, sem sækjast eftir húsnæði i Reykavik. ölfusborgir eru þegar full- setnar og svo önnur hús, sem afhenthafa verið til afnota fyrir Eyjabúa. í bigerð er að flytja hús frá Búrfelli til Reykjavikur, þar sem þau verða sett niður og Peningaleysi sverfur að sumum, eins og væntanlega þessum yngismeyjum sem fá nokkra seðla i Hafnarbúðum. — Margir eru um boðið, þegar „útvaidir” fá að fara til Eyja og sækja það, sem unnt er, af eigum sinum. afhent Vestmannaeyingum til af- nota. Nokkrir hafa boðið fram sumarbústaði sina, og er slikt vel þegið. Ef einhver sem ætti góðan sumarbústað eða ibúð, sem verið væri að standsetja eða slikt með það fyrir augum að selja hana, en gæti hugsað sér að fresta þvi og láta Vestmannaeyingum hús- næðið eftir, þá yrði þaö mjög vel þegið. Eigum aldrei eftir að fara til Eyja aftur Blaðið hafbi tal af konu úr Vest- mannaeyjum, Stefaniu Marinós- dóttur, og spuröi hana, hvort hún væri búin að fá húsnæði. „Nei, ekki enn sem komið er. Ég bý núna hjá kunningjafólki minu, en þar get ég ábyggilega ekki verið til frambúðar. Þetta er allt alveg voðalegt. Flugmaður, sem er Vestmannaeyingur og var að koma frá Eyjum, sagöi mér, að við ættum aldrei eftir að fara til Eyja aftur. Nú eru 17 hús brunnin. Ég bý i vesturbænum, svo kannski sleppur heimili mitt. Ég kom með allri fjölskyldu minni hingað, en börnin min eru öll uppkomin. Sonur minn er reyndar i Eyjum enn, en hann vinnur þar við björgunarstörf. Þetta er hroðalegt, við gátum engu náð með okkur. Ég er t.d. i lánskápu og peysu, sem ég fékk lika lánaða. Ég veit ekki, hvort við hefðum haft tima til að taka eitthvað með okkur, við hugsuðum bara um aö komast út sem fyrst. Svo var okkur sagt að koma strax niður á bryggju, þvi menn voru hræddir um að höfnin mundi lokast. Kannski getur maðurinn minn farið til Eyja og náö i eitthvaö af þvi nauðsyn- legasta. Ég býst ekki við að fara til Eyja á næstunni, en ég mundi fara strax og þaö væri óhætt. Maður yrði auðvitað alltat hræddur, en okkur var sagt, að við værum i hættu, þegar Surtur gaus,en svo reyndist nú ekki. Ég er alls ekki bjartsýn á fram tiðina”. Ungur maður gekk framhjá blaðamanni Vísis, sem stöðvaði hann til að spjalla augnablik við hann. Guðmundur Kr. Stefánsson sagði: „Ég er búinn að fá hús- næði og vinnu á Selfossi. Ég fer þangað núna um helgina. Mér var strax boðið þetta húsnæði og vinna. Móttökurnar eru svo ein- staklega góðar. Ungur maður á Selfossi, sem er að byggja, bauö mér nýja húsið til afnota. Það er ekki enn fullbyggt. Ég náði engu með mér, nema einhverju af fatn- aði. Það fyrsta, sem ég hugsaði um, var að ná konunni og börn- unum með mér i burtu, en við erum fimm i fjölskyldunni. Ég býst við aðfara aftur til Eyja, svo framarlega sem hægt verður að vera þar, þegar þessu er lokið. Þetta er mikið áfall, þvi ég var nýbúinn að byggja. Húsið stendur i ‘vesturbænum, svo þvi er kannski ekki mjög hætt. Ég býst við að margir vilji fara til Eyja aftur, allavega þeir, sem ekki eru mjög fullorðnir. Ég fer aftur, býst ég við, þó ekki verði það strax. Það er voðalegt að missa svona allt sitt”. Þá hafði blaöið tal af fullorðinni konu og dóttur hennar. Konan sagðist aldrei vilja fara aftur til Eyja, og i sama streng tók dóttir hennar. „Maður er núna að finna eftirköstin” sagði konan, en þvi miður hefur blaöiö ekki nafn hennar. „Ef þeir ætla að byggja eitthvað upp þarna aftur, þegar gosinulvkur, getur bærinn fengið húsið okkar, en hann er lengi búinn að sækjast eftir þvi. Ég er úr Reykjavik, og ég fer aldrei aftur til Eyja.”. —ÞM Lesendur PATENTLAUSNIR LESENDA FYRIR VESTMANNAEYINGA Helgi Jóhannesson hringdi: „Mér dettur i hug, þegar nefnt er boð Bandarikjamanna um að- stoð til handa Vestmanna- eyingum, aö nú stendur til, að rikisstjórnin láti varnarliðið fara úr landi. Hvernig væri nú aö sameina þetta tvennt? Ef varnarliðið færi nú i einum hvelli úr landi og Bandarikja- menn gerðust svo rausnarlegir að eftirláta Vestmannaeyingum húsin á Keflavikurflugvelli — bara alla byggðina — þá gætu Vestmannaeyingar flutt beint inn. Húsnæðiö biði bara tilbúiö. Hvernig væri það, ha?” B. skrifar: „Ef allir eru boðnir og búnir til þess aö veita okkur efnahagsaö- stoð vegna vandræðanna i Vest- mannaeyjum, hvernig væri þá að þiggja allt, sem okkur er rétt, og drifa I þvi að byggja upp lands- höfnina við Dyrhólaey, eins og til stóð einu sinni? Þessi gamla hugmynd var, held ég , komin svo langt, að gerð hafði veriö áætlun um þetta, þótt allt hafi strandað á fjárskorti. Þarna væri kannski tækifærið til þess að hrinda þessu i fram- kvæmd og flytja höfnina og allt saman úr Vestmannaeyjum til Dyrhólaeyjar”. Þorsteinn Kristjánsson hringdi: „Þegar menn eru nú að láta sér detta i hug að fara með vatns- slöngu og sprauta á glóandi hraunið, svo að það storkni — þá verður manni ósjálfrátt á að brosa. En um leið kom mér i hug, að i Kaliforniu notuðu þeir stórar flugvélar til þess aö slökkva skógarelda. Þær tóku, minnir mig, 10-15 smálestir af vatni, með þvi að renna sér eftir sléttum vatnsfleti, og siðan slepptu þær öllum farminum yfir eldana. Ef menn eru aö gæla við þá hugmynd að kæla hraun- strauminn, svo að hann storkni, þá væri heldur ráð að reyna að fá þessar flugvélar lánaðar. Banda- rikjamenn segjast boðnir og búnir til þess aö aðstoða okkur, og þessar flugvélar eru ekki i notkun eins og stendur, þvi að núna er regntíminn i Kaliforniu”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.