Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 27. janúar 1973 3 Rúmur helmingur skólabarna lét skró sig í gœr Slysstaðurinn á Reykjancsbraut. Areksturinn var svo harður, að hásingin rifnaði undan vörubilnum. DAUÐASLYS Á REYKJANESBRAUT Um það bil 700 böm og unglingar úr Vestmanna- eyjum létu skrá sig til skólasetu í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði í gær. Er þá óvíst um eitt- hvað á milli fjögur og fimm hundruð skólanem- endur úr Eyjum, en það á sér sjálfsagt eðlilegar á- stæður. „Við höfum til að mynda ekki fengið fregnir af því, hversu mörg skólabörn gerðu vart við sig á fræðsluskrifstofunum utan Reykjavikur, en við vitum, að einhver þeirra hafakomið fram á Akureyri og önnur austanlands”, sagði Eyjólfur Pálsson skóla- stjóri gagnfræðaskólans i Eyjum. Hann gat þess, að kennararnir úr barna- og unglingaskólunum i Eyjum væru um 40 talsins. Flest- ir þeirra væru i Reykjavik og reiðubúnir til að hefja kennslu, þegar þörf krefur. En að sjálf- sögðu eiga þeir við ýmiss konar vandræði að striða engu síður en aðrir Vestmannaeyingar. „Þannig get ég t.d. nefnt eitt dæmi”, hóf Eyjólfur máls: „Kennslukona úr Eyjum er gift skipstjóra, en það liggur ekki Dettifoss var beðinn að snúa aftur til iandsins, er hann var á leið til Felixstow á hraðferð sinni. Almannavarnir óskuðu eftir að fá skipið til Vestmannaeyja, og það- an átti skipið að sigia á miðnætti i nótt til Reykjavikur með 180 bila. Þá átti Laxfoss að sigla til Eyja með gáma eða vöruflutninga- geyma, sem fylla á af húsmunum og varningi, sem fiuttur verður til Þorlákshafnar. Hann er ekki um sjötugt, heldur aðeins um fimmtugt, „fyrsti þingmaður næstu kosninga”, Óli Halldórsson bóndi á Gunnars- stöðum N-Þingeyjarsýslu. Vegna misheyrnar i sima sögðum viö, aö hann væri fæddur 1903, en á að vera 1923. ennþá ljóst fyrir, hvaðan báturinn verður gerður út. Konan vill að sjálfsögðu reyna að halda fjöl- skyldunni saman og, hefur þvi dregið það við sig að ráðast til kennslu i ákveðnum skóla á með- an óvist er, hvar húsbóndinn set- ur sig niður”. „Og þannig er það auðvitað lika með stóran hluta þeirra skóla- nemenda, sem eiga eftir að skrá sig. Þeir vilja biða og sjá, hvar þeir muni að lokum ilendast. Nú- verandi dvalarstaður þarf alls ekki að vera sá staður, sem þeim er mögulegt að vera á áfram. Þennan fyrirvara hafa lika haft á skráningunni allmargir þeirra, sem nú þegar hafa látið skrá sig”. Skólagögn kvað Eyjólfur ekki hafa verið flutt að neinu marki til lands úr Eyjum enn sem komið væri. „Það voru ekki nema nauð- synlegustu skjöl og gögn, sem ég og yfirkennari barnaskólans höfðum með okkur i land eftir stutta ferð i Eyjar i gær”, sagði Eyjólfur. „Að sjálfsögðu eru margshátt- ar kennslutæki, sem okkur fýsir að fá i land, en viljum ekki standa i flutningum á sliku, meðan bún- aður úr öðrum húsum i Vest- mannaeyjum er i meiri hættu en það sem er i skólanum”, sagði skólastjórinn að lokum. — ÞJM - tók þor 180 bila Afgreiðsla Eimskips i Eyjum hefur nú náð öllum vörum, sem lágu óafgreiddar, og eru þær i skemmum Eimskips hér i Reykjavik. Mest mun hér um út- gerðarvörur að ræða. Hefur Þrá- inn Einarsson, umboðsmaður fé- lagsins, nú aðsetur á aðalskrif- stofunni og er þar til viðtals við viðskiptavini félagsins úr Eyjum. Oli Halldórsson hefur orðið fyrir angri vegna þessa og verið nefndur sem gott dæmi um, að öldungar sitji alþingi. Þvert á móti mætti kalla hann nokkuð „ungan” þingmann, miðað við hina flesta, ef hann tekur sæti á þingi, sem liklegt er. HH— Kona bcið bana i gærdag og þrjár aðrar slösuðust á Reykja- nesbrautinni, þegar bill þeirra skall harkalega á vörubil, sem kom á móti. Dregið úr réttum lausnum. Slysið varð rétt fyrir norðan ál- verið i Straumsvik. Konurnar voru á leið suður, en þær óku litl- um fólksbil. Stór vörubill kom á móti, og af einhverjum ástæðum skall fólksbillinn á vörubilnum með þeim afleiðingum, að konan, sem ók beið samstundis bana. Konurnar, sem voru farþegar i bilnum, slösuðust allar og voru fluttar á slysadeild Borgarspital ans. Ein konan hafði hlotið áverka á brjósti og var hún lögð inn á handlækningadeildina. Ekki mun Mjög góð þálttaka var i jóla- krossgátu VÍSIS og reyndust 93 prósent lausnanna, sem sendar voru, réttar. Góður árangur það. Þegar simastúlkan okkar, hún Asta Valmundardóttir, dró úr réttum lausnum, kom fyrst unn nafn Þóru Kristjánsdóttur, Kirkjuteigi 25 Reykjavik. Hlýtur hún fyrstu verðlaunin, sem eru 5000 krónur. önnur verðlaun hlýtur Inga Sigurðardóttir, Suðurbyggð 17 Akureyri, og hlýtur hún 3000 krónur. En þriðju verðlaunin falla i hlut Eydisar Hansdóttur, Hjallavegi 7 Reykjavik, en það eru eitt þúsund krónur, sem hún fær. konan þó vera i lifshættu. Hinar konurnar hlutu báðar mikla á- verka á höfði, en eftir að gert hafði verið að sárum þeirra, var þeim leyft að fara heim. Vörubilstjórinn slapp aftur á móti alveg ómeiddur. Ekki er vitað, hvað olli slysinu, en hálka var og sólin mjög lágt á lofti og gæti hún hafa blindað kon- una. Til marks um, hversu harður áreksturinn var, má geta, að fólksbillinn reif afturhásinguna undan vörubilnum. Það er ekki tilviljun sem ræður þvi, að það er kvenfólk, sem hlýtur verðlaunin: kvenfólk er i svo miklum meirihluta þeirra, sem skila úrlausnum. Og það er víðar, sem kvenfólk dundar við að ráða krossgátur VISIS, okkur bárust jafnvel lausnir frá Ameriku, Skotlandi, Danmörku og Luxemburg. Og um leið og við þökkum fyrir hina góðu þátttöku i jólakrossgát- unni birtum við hér hina réttu úrlausn: Þó að eyði ama skúr áhrif góðra manna, vcrður aldrei vikið úr vcgi forlaganna. DETTIFOSSI SNÚIÐ TIL EYJA - JBP - Oli ekki dœmi um „öldung á þingi" — ÞM JÓLAKROSSGÁTA VÍSIS: Lausnir frá 4 löndum heims IIMUWU Reykjavíkurmótið: Jón Pálsson efstur eftir 4 Eftir 4 fyrstu umferðirnar i undanrásum Skákþings Reykja- vikur er staða efstu manna þessi: 1. Jón Pálsson 3v + unnin bið skák gegn Kristjáni Guömunds- syni. 2. -3. Jón Briem og Jón Þ. Þór 3v. 4.-8. Jón Þorsteinsson, Július Friðjónsson, Björn Halldórsson, ögmundur Kristinsson og Krist- ján Guðmundsson, allir með 2 1/2 v. og biöskák. Athygli vekur að Jón Kristins- son er ekki i efstu sætum, en hann gerði jafntefli við Ómar Jónsson i 1. umferð og tapaöi siðan fyrir Jóni Pálssyni i 3. umferð. Þaö er orðið sjaldgæft að Jón Kristinsson tapi skák. Hann tapaði aðeins einni á siðasta ólympiumóti og vann siðan haustmótið taplaus. Eftirfarandi skák teflir hann hins vegar ekki af sinu venjulega öryggi. Það notar nafni hans sér vel og við skulum lita á viöur- eignina. Hvitt: Jón Kristinsson Svart: Jón Pálsson Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. C4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 8.... a6 9. Rf3 Dc7 10. 0-0 Rbd7 11. a3 Re8 12. b4 b6 13. Hcl Re5 14. Rxe5 15. Bh6 Bxe5 (Þessi uppbygging er kennd við sovézku skákmeistarana Aver- bach og Borisenko. Svartur verö- ur að gæta sln mjög á þvi að tefla ekki of hægfara, þvi hætta er á að hvitur nái óstöðvandi kóngssókn með framrás g og h peðanna.) 6.... c5 7. d5 Da5 (Ovenjulegt framhald. Venju- lega er leikið 7 ... e6 8. Dd2 exd5 9. exd5 Db6 með ýmsum mögu- leikum.) 8. Bd2! (Ekki 8. Dd2? a6 9. a4 b5 og svartur fær mjög skemmtilega möguleika.) (Tilálita kom 15. Be3 til þess að taka d-4 reitinn af svörtum eftir framrás f-peðsins.) 15. ... Rg7 16. f4 Bd4+ 17. Khl e5 18. dxe6 e.p.? (Hér hefði 18. f5 gert svörtum mjög erfitt um vik. Ef t.d. 18... gxf5? 19. exf5 og hvitur fær e-4 reitinn fyrir riddarann og þægi- lega sóknarstöðu. Eða 18. .. f6 19. g4 og svartur hefur ekkert mót- spil.) 18. ... fxe6 19. Bg4 He8 20. Dd3 Bb7 21. f5 exf5 22. exf5 23. Bxf5 24. Hxf5? gxf5 Rxf5 Hér fatast Jóni illilega. Rétt var 24. Dxf5 De7 25. Rd5 De6 (Ekki 25. .. Bxd5? 26. Dxd5-!- De6 27. Hf8+ ) 26. Rc7 Dxh6 27. Rxe8 Hxe8 28. DÍ7+ og vinnur.) 24. ... He6! 25. Bd2? umferðir (Enn gefur hvitur eftir. Nauð- synlegt var 25. Bf4 og hvítur getur svarað 25.... Hg6 með 26. Bg3.) 25.... Hg6! 26. Rd5 Bxd5 27. Hxd5 Dg7 28. De4 Hf8 (Staðan hefur algjörlega snúizt við. Hvitur er kominn á undan- hald og eins opin og staðan er verður vörnin erfið.) 29. Hf5 Hxf5 30. Dxf5 Hf6 31. Dd5+ Df7 32. Dxf7+ Kxf7 33. bxc5 dxc5 34. g3 Hf3 35. a4 Ha3 36. a5 bxa5 37., Hbl a4 38. Hb7+ Kg6 39. Bf4 Hb3 40. Ha7 Hb6 41. Bc7 Hc6 og hvitur gafst upp. Jóhann örn Sigurjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.