Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 27. janúar 1973 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarrtilltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Áskriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Ekki er allt með felldu Mörgum finnst, að rikisstjórnin hafi tekið of( kuldalega i ákaflega vinsamlegar yfirlýsingar) ýmissa rikisstjórna um aðstoð vegna náttúruham-) faranna i Vestmannaeyjum. Slik hjálparboð eru( sett fram með góðum hug og eru engan veginn litil- ( lækkandi fyrir Islendinga, eins og rikisstjórnin) virðist halda. Þessi boð um liðveizlu eru dæmi um, \\ að við eigum góða granna beggja vegnaíi Atlantshafsins. /) Slik boð á að þiggja með þökkum og láta fylgja ( með, að Islendingar kunni vel að meta hjálpfúsa ná- ( granna. Tilkynningar um að óvist sé, að tslendingar ( þurfi nokkuð á aðstoð annarra að halda, eru barna- \ lega sjálfbirgingslegar og dónalegar. íslendingar ( hafa sjaldan legið á liði sinu, þegar illa hefur staðið ( á hjá öðrum, og eru vanir þvi, að sllkri aðstoð sé vel) tekið. \ Mannalæti Þjóðviljans um, að við skulum) „gjalda sjálfir eldskattinn” stinga illilega i stúf við( grátbólgnar yfirlýsingar Lúðviks Jósepssonar um,( að þjóðarbúskapurinn sé á hverfanda hveli eftir) eldsumbrotin i Vestmannaeyjum. Þær yfirlýsingan komu strax á öðrum degi gossins. Voru þar stórlegaí ýktar tölur um hugsanlegt tjón þjóðarinnar af völd-( um gossins. ) Menn sáu strax, hvar fiskur lá undir steini. Ráð- ( herrarnir vissu, að útlitið var svart i efnahagsmál-) unum, og sumir þeirra sáu i eldgosinu möguleika á ( að skella allri skuldinni á náttúruöflin. Það var( einkar óviðkunnanlegt að sjá eldgosið gripið sem) haldreipi þegar á öðrum degi og lesa feginleikann á \ milli grátbólginna linanna. ( Rikisstjórnin er með mannalæti út á við og þykist \ geta ráðið sjálf við eftirköst eldgossins. En inn á við ( kveinar hún og barmar sér og segir eldgosið koma ( þjóðarbúinu i hreint óefni. Hér er um óvenju grófan ) tviskinnung að ræða, jafnvel hjá þessari rikisstjórn. ( Annað undarlegt mál eru tilraunirnar til að halda ( varnarliðinu á Keflavikurflugvelli utan við aðgerðir \ i Vestmannaeyjum. Þegar eldgosið kom upp, tók ( varnarliðið mjög virkan þátt i aðgerðum fyrstu ( næturinnar og morgunsins, þegar ibúum) Vestmannaeyja var komið til lands. Siðan hefur þvi \ að mestu leyti verið haldið utan við málin. Eru þar ( þó beztu tækin og mest reynslan við að fást við slik ( störf. ( Skýringin er sú, að sumir ráðherrarnir sjá rautt i ( hvert sinn sem þeir heyra eða lesa um einhver ( björgunarstörf varnarliðsins. Þeir vita sem er, að \ tveir þriðju hlutar þjóðarinnar kæra sig ekkert um, ( að varnarliðið fari úr landi að sinni. Og þessum ráð- ( herrum er meinilla við, að varnarliðið auki vin-) sældir sinar með þátttöku i björgunaraðgerðum hér ( innanlands. Frá okkar sjónarmiði hljóta þó al-( mannavarnir að vera höfuðverkefni varnarliðs. ( Það er vegna annarlegra sjónarmiða að varnar- \ liðið má helzt ekki taka þátt I björgunaraðgerðum, ( og það er vegna sömu annarlegra sjónarmiða að ( Bandaríkjastjórn má ekki veita fjárhagslega aðstoð ( vegna eldgossins i Vestmannaeyjum. Á þessumA annarlegu sjónarmiðum ber rikisstjórnin fulla (í ábyrgð. }) Umframboð ó íbúðum og ódýr bjór — en talað tveim tungum Belgía er á sinn hátt al- veg sérstakt ríki, og sjálf- sagt er á ýmsan hátt gott að búa þar, en það gæti þó verið undir lífsviðhorfum manna komið. — T.d. er bjór ódýr þar. En á hinn bóginn geta læknar farið í verkfall, ef þeim sýnist svo, og skilið sjúklinga sína eftirí dauðanum. Og þarer umframboð á íbúðum, sem er fáheyrt ágæti, en á hinn bóginn er póstþjónustan svo gamaldags, að bréf geturverið nokkra daga að berast á milli borgarhluta í Brússel. Og stjórn Belgíu er i fylkingarbrjósti þeirra, sem berjast fyrir aukinni samstöðu Evrópulanda og auknu frelsi, en á hinn bóg- inn hefur hún svipt foreldra öllu valfrelsi, þegar kemur til ákvörðunar um, í hvaða skóla þeir vilja senda börn sín. Það á þvi fullt eins vel við að kalla Belgiu land andstæðnanna, eins og tsland er kallað land bæði eldsins og issins. — I Belgiu er t.d. óskaplegur munur á fátæk- um og rikum. Sá kjarajöfnuður, sem átt hefur sér t.d. stað á Norð- urlöndunum, þekkist ekki i Belgiu. A meðan uppreisn unga fólksins og félagslegt umrót hefur sett flest úr skorðum i næstu ná- grannalöndum, Frakklandi og Hollandi, hafa Belgar ekki hagg- azt. Tungumálastríð. Belgarnir spara sér æsinginn til ákveðins málefnis — tungumála- striðsins. Þjóðin er klofin i tvennt: frönskumælandi Vallóna og flæmskutalandi ibúa þess landshluta, sem telst til Niður- landa. Og þessir hópar eiga i si- felldum erjum, sem jafnvel hinir bezt menntuðu taka þátt i. Kreppa hefur orðið þar á kreppu ofan, og ástandið hefur versnað ár frá ári. Æ háværari hafa þær raddir orðið, sem óttast, að til aðskilnaðar komi, ef til- raunir til sætta mistakast. Það eru einsdæmi, ef rikis- stjórn verður að segja þar af sér vegna misheppnaðra efnahags- aðgerða. En þær hafa kolfallið i móðurmálspólitikinni og falla enn, eins og t.d. stjórn Gaston Eyskens fyrir tveim mánuðum út af ágreiningi um, hvar i sveit ætti skipa nokkur fámenn hreppsfé- lög. Tungumálastriðið setur lika sinn svip á menningarlifið og skólana. Eftir stúdentaóeirðir varð franska deild háskólans i flæmska bænum Leuven (stærsti háskóli kaþólskra i allri Evrópu) að loka, og nýr háskólabær spratt upp i vallónska landshlutanum. Umferöarskilti. Sennilega bera Belgar allra manna hæstu útgjöld af um- ferðarskiltum. Viða þar sem bæði málin eru töluð, hafa umferðar- skiltin verið eyðilögð eða yfirmál- uð. Hinir frönskutalandi ráðast á flæmska tekstann, og Flæm- ingjarnir ráðast á Flandara- tekstann. Þetta kemur auðvitað harðast niður á óviðkomandi aðilum — út- lendu ferðafólki, sem rekur sig lika á ýmis önnur vandamál. Eins og t.d. að sérhvert þorp eða bær hefur tvö nöfn, annað á frönsku og hitt á flæmsku. Eða hver skyldi láta sér detta i hug, að Lille i Norður-Frakklandi heitir einnig Rijssel, eða að Mons i Suður- Belgiu heitir Bergen. En deilan milli þessara tveggja móðurmálshópa hefur ekki komið i veg fyrir, að efnahagur landsins blómgast. Belgia á t.d. heimsmet i útflutningi, miðað við höfðatölu- regluna að sjálfsögðu. Bygginga- iðnaðurinn t.d. i Brússel blómstr- ar meir en i nokkurri stórborg llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson annars staðar i Vestur-Evrópu. Og nýr iðnaður sprettur þar hrað- ar upp en gorkúlur. Skatta- og ýmsar aðrar ivilnanir laða að sér erlent fjármagn i stórum mæli. Verölag Þrátt fyrir tið rikisstjórnaskipti hefur stjórn landsins tekizt að býggja upp stöðugan efnahag og eflaiðnaðinn i þeim hlutum lands- ins, sem lent höfðu á eftir. Samt hefur verðbólgan flætt yfir Belgiu sem önnur lönd álfunnar, engu að siður eru lifsnauðsynjar ódýrar. Eins og t.d. bjórinn! Hann kostar rétt rúmar 20 krónur (isl.), og hinar vinsælu belgisku sigarettur kosta 43 krónur pakkinn, með 25 sigarettum i pakkanum. Nú kann einhver að spyrja, hvaða gagn sé að ódýrum bjór, meðan sjúkrahúsin eru léleg. Belgar viðurkenna sjálfir, að heilbrigðisþjónusta þeirra sé gamaldags og þarfnist endur- skipulags. Læknarnir segjast hafa of lág laun, en ibúunum er enn minnisstætt, þegar læknar fyrir nokkrum árum fóru i verk- fall i mótmælaskyni við læknalög- in. Að visu var sett upp neyðarað- stoð en menn kunna ógrynni af sögum um ættingja, sem létu lifið vegna þess að þeir komust of seint undir læknishendur. Það er erfittaðfálækni heim og oft alveg ómögulegt. Þeir vilja helzt, að fólk komi á læknastofuna, og þá auðvitað á skrifstofutima. Hversdagslegt En Belgar æsa sig ekki upp af slikum hlutum. Ekki einu sinni þótt afleiðingarnar kunni að vera örlagarikar, og dauðsfall hljótist af læknisskorti. Borgarinn finnur, að ekki getur allt verið fullkomið. Hann virðir það, ef eitthvað er gert til þess að bæta úr ástandinu. Að minnsta kosti sezt hann ekki niður til að skrifa i blöðin skammargreinar út af hlutum, sem honum þykja ósköp hvers- dags. Það er annars einkennandi fyr- ir ibúa þessa lands, að þar unir yfirleitt hver ánægður við sitt. Nema náttúrlega, ef tungumála- striðið snertir viðkomandi. Ef bylting yrði i Evrópu, mundi hún sennilega einna seinast berast til Belgiu. Það vakti þvi gifurlega athygli um alla Belgiu þegar smákaup- menn (sennilega um 10% ibúanna) lokuðu ekki alls fyrir löngu verzlunum sinum i mót- mælaskyni við rekstrarerfiðleika. Ráðherra millistéttarinnar (sennilega sá eini i öllum heimin- um), lofaði að taka málið til gaumgæfilegrar athugunar, og smákaupmennirnir gerðu sig harðánægöa með þá afgreiðslu og gengu aftur inn i verzlanir sinar, sem hafa engan ákveðinn lok- unartima og ekki heldur neinn ákveðinn opnunartima. Stjórnarskiptin Stjórnarkreppur eru mjög al- gengar i Belgiu — eða það, sem annars staðar er kallað stjórnar- kreppa. Það sem öðrum þykir vera kreppa, ef dregst i nokkra daga eða vikur að mynda nýja rikisstjórn við stjórnarskipti, er naumast hægt að kalla kreppu i Belgiu. Meðgöngutimi þar hleyp- ur á mánuðum, áður e.> ný rikis- stjórn fæðist. Slikt er nánast regla i Belgiu og hitt undantekning, ef rikisstjórn er mynduð fljótlega eftir kosningar. Þannig bárust t.d. fréttir af þvi, að i fyrradag hefði loks Edmond Leburton, leiðtoga sósialista, tek- izt að mynda samsteypustjórn þriggja flokka — tveim mánuðum eftir að stjórn Gaston Eyskens féll frá. Turninn á ráðhúsinu i Brússel að næturlagi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.