Vísir - 05.02.1973, Page 6
6
Vlsir. Mánudagur 5. febrúar 1973.
VÍSIR
Útgéfandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi í)6611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Tekið mark á gagnrýni
Talsmenn rikisstjórnarinnar á dagblöðunum
skrifa nú af vanstillingu um þá gagnrýni, sem
stjórnin hefur sætt fyrir meðferð ýmissa þátta
Vestmannaeyjamálsins. Nota þeir grófara orð-
bragð en lengi hefur sézt i islenzkri pólitik. Má af
þessu orðbragði ráða, að það jaðri við landráð og
drottinsvik að gagnrýna stjórnvöld, þegar jafn al-
varlega standi á og núna.
Þessi vanstilling skiptir litlu máli. Hitt er mark-
verðara, að raunverulega hefur verið tekið tillit til
gagnrýninnar. Ýmsu hefur verið breytt til betri
vegar, siðan hún kom fram. Þar með er tilgangin-
um náð, jafnvel þótt það særi stolt ýmissa tals-
manna rikisstjórnarinnar.
Visir hélt þvi fram nokkrum sinnum um daginn,
að rikisstjórnin hefði tekið „fremur kudlalega” i er-
lend tilboð um aðstoð. Rikisstjórnin og talsmenn
hennar segja nú, að engri erlendri aðstoð hafi verið
hafnað. Það er sjálfsagt rétt, þótt Þjóðvjiljinn hafi
dag eftir dag rekið áróður gegn erlendri aðstoð og
krafizt þess, að þjóðin borgaði sjálf „eldskattinn”.
Rikisstjórnin. neitaði ekki aðstoð, en meðhöndlaði
tilboðin á svo kuldalegan hátt, að erlendis var það
túlkað sem kurteisleg afþökkun, svo sem erlendar
fréttir bera með sér.
Þegar rikisstjórnin hafði sætt gagnrýni fyrir
þetta, snéri hún eða meirihluti hennar við blaðinu.
Forsætisráðherra og utanrikisráðherra fóru að
keppast við að koma þvi á framfæri innanlands og
erlendis, að öll aðstoð væri vel þegin. Hefur málið
þvi komizt inn á farsælli braut, og Þjóðviljinn hefur
einangrazt i áróðrinum gegn erlendri aðstoð.
Visir gagnrýndi einnig á dögunum, að varnarlið-
inu væri „haldið utan við björgunaraðgerðir”, þótt
þar væru bæði tæki, menn og reynsla, sem að gagni
gæti komið. Þessu var svarað með þvi, að stöðugt
samband hefði verið haft við varnarliðið og það
hefði verið til taks til að sinna útkalli. En slik varð-
staða er að sjáifsögðu ekki sama og bein þátttaka i
aðgerðum.
Þegar rikisstjórnin hafði verið gagnrýnd fyrir
vannotkun á varnarliðinu, fór mjög að bera á þvi,
að varnarliðið væri kvatt til björgunaraðgerða.
Flugvélar þess tóku þátt i loftbrú til Eyja og yfir 100
varnarliðsmenn tóku þátt i hreinsun húsþaka i Eyj-
um. Með þessari auknu þátttöku varnarliðsins hafa
Þjóðviljaráðherrarnir beðið ósigur og skynsemin
orðið ofan á.
Þriðja atriðið, sem Visir hefur gagnrýnt, eru til-
raunir rikisstjórnarinnar, einkum Þjóðviljaliðsins,
til að hengja vandamál sin á Vestmanaeyinga. Það
var gert með þvi að blanda saman þeim efnahags-
vanda, sem var i þjóðfélaginu fyrir eldgosið, og
þeim vanda, sem eldgosið sjálft olli. Þetta gerði
Lúðvik Jósepsson strax á fyrsta degi gossins. Og
rikisstjórnin öll hefur slegið á sama streng með
frumvarpi sinu um ráðstafanir i sambandi við gos-
ið.
Enginn er á móti þvi, að rikisstjórnin reyni að
leysa efnahagsvandamálin. En hún á að láta af þvi
siðleysi að kenna Eyjamönnum um þau. Þess vegna
á að taka hin sérstöku vandamál vegna eldgossins
út af fyrir sig og leggja almennar tillögur i efna-
hagsmálum fram i öðru frumvarpi.
Og þessi gagnrýni leiddi einmitt til þess, að hið ill-
ræmda frumvarp var dregið til baka, og i þess
stað skipuð nefnd allra flokka til að gera tillögur um
útvegun fjár i Vestmannaeyjasjóð.
Fossaaflið gœti flýtt
endurreisn S-Víetnam
// Það/ sem Suður-Víetnam
) þarnast öðru fremur til að
( geta með árangri snúið sér
) að endurreisn landsins úr
l stríðsrústunum, er að frið-
/ arsamningarnir hafi í för
\ með sér raunverulegan frið
( fyrir hina striðshrjáðu þjóð.
/ En í Saigon álita menn
) almennt, að skæruhernaði
( kommúnista verði haldið
) áfram eftir samningana,
\ þótt með minni fyrirgangi
/j verði en hingað til.
/ Það mundi hafa I för meö sér,
') að ógnarástandið og óttinn verða
/ áfram viðloöandi ibúana í land-
) inu og að yfirvöld fái aldrei frið
Ítil þess að einbeita sér að þeim
verkefnum, sem framundan
blasa við í endurreisn efnahags-
lifsins.
Þrátt fyrir tillitslausar eyöi-
/ leggingar striðsins á jörðinni,
l borgunum og ibúðarhlutunum á
/ Suður-Vietnam alla möguleika á
l að risa upp úr öskunni og eitur-
/ efnunum.
) Siðustu sprengjuárásir Banda-
(' rikjamanna og eyðileggingin á
) borgunum Hanoi og Haiphong i
( Norður-Vietnam hefur komið
\ mönnum til að gleyma, að stærsti
( hluti þeirra 7,4 milljóna smálesta
\ af sprengjum, sem rignt hefur
Íyfir Indó-Kina á árunum frá þvi
1965 til 1972, hefur komið niður á
Suður-Vietnam. Bæir eins og An
Loc og Quang Tri hafa verið jafn-
aðir við jörðu af sprengjuvörpum
\ Norður-Vietnama og flugher Suð-
/ ur-Vietnama og Bandarikja-
\ manna. Plöntueyðandi efni hafa
/ lagt i auön um það bil helminginn
\ af hinum þykku mangrove-skóg-
/ um láglendisins. Skógarnir i há-
lendinu hafa orðið fyrir svipuöum
skaða, þótt meö öðrum hætti
væri. Stórum landbúnaðarsvæð-
um hefur verið breytt i eyöimörk
með eiturefnum, og sérfræöing-
arnir eru ekki vissir um hve lengi
áhrif efnanna munu vara, svo að
fyrir þær sakir er ekki séö fyrir
endann á eyöileggingunni af
þeirra völdum. Hún gæti þess
vegna haldið áfram nokkur ár til
viðbótar, eftir að friður er kominn
á.
Suður-VIetnam á þó enn stór
flæmi af auðræktuðu landi, sem
er óspillt af styrjaldarrekstrin-
um, að öðru leyti en þvi, að þar
hefur átt sér stað offjölgun ibúa,
eins og er svo einkennandi fyrir
önnur lönd I Asiu. Nema að i Suð-
ur-Vietnam stafar það ekki fyrst
og frémst af barneignum, heldur
meira af flótta ibúanna undan
bardögunum annars staðar i
landinu. En við fríðsælli og
öruggari aðstæður mundi landið
aftur framleiða nóg hrjsgrjón til
þess að brauðfæða ibúana. Það
tæki ekki nema tvö eða þrjú ár að
ná framleiöslunni svo upp. En
það mundi krefjast hreinsunar á
öllum ósprungnum sprengjum,
sem liggja um allt, og laga til
önnur ummerki bardaganna.
Það þarf margar hendur til aö
vinna slik verk, eins og plægja
upp sprengjur og flugskeyti, og
hreinsunin verður sennilega ekki
framkvæmd öðru visi en meö að-
stoð hers landsins, sem telur um
það bil 1,1 milljón manna. Þannig
fengjust ungir og hraustir menn
til þeirra verka, sem börn, konur
og gamalmenni hafa orðið eftir
beztu getu að leysa.
Suður-Vietnamar verða að
byggja sitt á landbúnaðinum,
skógarhögginu og fiskveiðunum á
komandi árum, enda eru mögu-
leikarnir þar óteljandi, sem þeim
býöst — jafnvel þótt tekið sé tillit
til eyðilegginga striðsins.
Aðalvandamálin verða I borg-
unum, þar sem rikir ringulreið
vegna flóttamannanna utan af
landsbyggðinni — og var þó varla
bætandi á ástandiö fyrir. Suður-
Vietnam er landbúnaöarriki, þar
sem 80 prósent ibúanna bjuggu
úti á landsbyggðinni, en rúmlega
helmingur ibúanna hefur þjapp-
azt samani borgunum, jafnt stór-
um semsmáum.vegna striðsógn-
anna.
Eftir brottflutninga banda-
riskra hermanna á siðustu þrem-
ur og hálfu ári hefur myndazt
mikið atvinnuleysi i borgum eins
og Da Nang, sem er næststærsta
borg landsins. Engar ákveðnar
áætlanir liggja fyrir um.hvernig
menn hyggjast leysa þann vanda.
Ein lausnin væri sú að senda
aftur út á landsbyggðina þá, sem
þaðan komu. En það er ekki vist
að allir kæri sig um það. Fjöl-
skyldur, sem áður bjuggu úti i
sveit svo kynslóðum skipti, hafa
eignazt börn i þéttbýlinu, og þau
börn eru að komast á legg án
þess að hafa nokkurn tima komið
i sveit. Þau vita ekkért um bú-
skap og hafa engan hug á að
yrkja jörðina. Þau láta sig engu
skipta, þótt feður þeirra, afar,
langafar og langalangafar hafi
allt sitt lif búið á einhverri jörð.
Þau þekkja einungis borgarlifið
og væru illa á vegi stödd, ef þeim
væri fyrirskipað að hefja búskap
uppi i sveit.
En þar sem Suður-Vietnam fær
sanngj^rnan hluta af þeim 7,5
milljörðum dollara sem Richard
Nixon, forseti Bandarikjanna
hefur lofaö, aö Bandarikin muni
leggja til endurreisnarstarfsins I
Indó-Kina eftir striðið, gæti það
orðið drjúgt búsilag þeim
hundruðum þúsunda flótta-
manna, sem standa nú uppi rót-
lausir, — og til viðgerða á vegum
og járnbrautum um land allt. En
það er einmitt mjög þýðingar-
mikið með tilliti til fólksflutning-
anna aftur i heimabyggðina.
En allar áætlanir um endur-
byggingu Suður-Vietnam leggja
mikla áherzlu á erlent fjármagn
til fjárfestingar i Vietnam. Það
gæti leitt til uppbyggingar
iðnaöarins, sem ali'rei hefur
verið mikill i landinu. Einn af
landkostunum er vatnsaflið, sem
gæti verið grundvöllur stóriðju-
uppbyggingar, þvi að bæði eru
þar til raforkuver knúin af
vatnsafli, og ótal möguleikar
liggja ónýttir til þess að reisa
fleiri slik.
Hins vegar verður sliku ekki
komið i kring, nema friður hald-
ist.