Vísir - 26.02.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 26.02.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 26. febr. 1973. 3 Loðnubrœðsia í skugga gossins STEIG Á BENSÍNIÐ t STAÐ HEMLANNA bræðslu og á móti hve miklu magni af Toðnu við tökum. Ætli við byrjum ekki á því að fylla 2.500 til 3000 tonna þró, sagði Þorsteinn. Ef unnt verður aö landa úr bátunum tveimur i dag, verður magnið, sem landað hefur verið i Eyjum af loðnu á þessari vertið, komið i 1500 tonn. Helzti ann- markinn fyrir utan gosið er skort- ur á bilum til að flytja loðnuna i þróna og svo mannskapur, ef hefja á bræðslu. -VJ — þrír árekstrar á sama tíma í Keflavík Á rúmum klukkutima urðu þrir árekstrar i Keflavik á laugardag- inn. Þetta var um hádegisbilið. Tveir þessara árekstra urðu vegna þess, að annar aðilinn virti ekki stöðvunar- eða biðskyldu. Þó að nokkuð hált hafi verið, var raunin ekki sú, að bilarnir hafi runnið út á gatnamótin, heldur var þeim ekið inn á aðal- brautina. Þriðja umferðaróhappið henti svo Bandarikjamann. Hann var akandi á nokkurri ferð.þegar honum fipaðist svo vegna návist- ar nokkurra barna, að hann steig á inngjöfina i staðinn fyrir að stiga á hemlana Afleiðingarnar urðu þær, að hann ók i gegnum grindverk, á hús og kikti allhressilega inn um glugga á þvi. Fjórði áreksturinn var i Kefla- vik á laugardaginn, en það var undir kvöldið. Sama sagan með þennan árekstur og tvo þá, sem fyrst voru nefndir, að annar aðil- inn virti ekki stöðvunarskyldu. Þegar bilarnir skullu saman, missti annar ökumaðurinn með- vitund og rann bill hans áfram og hafnaöi utan i þriðja bilnum. Mikiö eignatjón varð i öllum þessum árekstrum, en meiðsli á fólki munu ekki hafa orðið mjög alvarleg. — ló Þessi loðnuskilja beið eftir verkefnum við höfnina i Eyjum á laugardaginn var, — og nú hefur hún væntanlega fengið verkefni til að fást við.i Ljósm. Guðm. Sigfússon). Landað úr sex bátum í Eyjum um helgina Askan er nú hangandi yfir okkur hér i Eyjum, þannig að við verðum að hætta að landa loðnunni um leið og hún bærist yfir okkur, sagði Þor- steinn Sigurðsson, hjá Fiskimjölsverk- smiðjunni í Vestmanna- eyjum i morgun. Þá var verið að landa þar úr tveimur loðnubátum i þró verksmiðjunnar. Það er ekkert hægt að dagsetja hérna um þessar mundir og þvi alls óvist, hvenær við hefjum Fipaðist aðeins — og tveir á spítala lEÐURSTÓLl FORSTJÓRANS FRtlSTADI TIL INNBROTS Hann lá i dýrindis leður- hægindinu og hraut hástöfum, þegar lögreglan kom á vettvang og bjóst við að sjá harðvitugan innbrotsþjóf. Manngreyið hafði farið á dansleik og fengið sér heldur mikið i staupinu. A heimleiðinni var svo ósköp kalt og hann mundi ekki fyrir vist, hvar hann átti heima. Svo þegar hann gengur fram hjá fyrrvérandi vinnustað sinum og minnist stóra mjúka leðursófans inni i skrifstofunni hjá forstjóranum, ber syfjan, þreytan og ölviman samvizkuna ofurliði, svo að hann ákveður að fara inn. Allt var læst, eins og vani er um miðjar nætur, svo að ekki sá maðurinn annaö ráð vænna en að brjóta rúðu og troða sér inn. Ekki var björninn unninn þó að inn i húsið væri komið, þvi að leiðurhægindin, sem svifu fyrir hugskotssjónunum, voru bak við aðrar læstar dyr. Þær voru þá brotnar upp lika. Þegar dyrnar brustu, blasti við leöur- sófinn góði og með feginleika- andvarpi lagðist garpurinn i sófann góða. Lögreglan kom siðan' á vett vang i morgun, og var maðurinn þá enn liggjandi og svaf mikinn eins og áður segir. Farið var með náunga þennan niður á stöð, þar sem hann fékk annað „verelsi” til umráða, að visu ekki með leöurhægindi’ en þó ætti hann að hafa getað bætt sér upp svefnleysið, þó á harð- ara fleti sé. -Ló Öðrum ökumanninum fipaðist aksturinn og bfll hans snarsnerist á götunni. Hinn biliinn var að koma á móti, og skuilu þeir mjög harkalega saman. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Slysavarðstofuna, en að minnsta kosti annar þcirra var ekki mikið slasaður. Þetta gerðist um sjö- leytið i gærkvöldi á beina vegar- kaflanum á Vesturlandsveginum fyrir ofan Artúnsbrekku. Ljós- mynd Bjarnleifur. 1 ÍJw fl Minningar- guðsþjónusta um skipverjana af Maríu Minningarguðsþjónusta var Mariu, sem fórst á dögunum út haldin um skipverjana af af Reykjanesi. Var guðsþjón- ustan i Dómkirkjunni í Reykja- vik og var kirkjan yfirfull af fólki. Fjórir ungir menn létu lif- ið i þessu sjóslysi. A myndinni er séra Guðmundur Þorsteins- son að halda ræðu sina i kirkj- unni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.