Vísir - 26.02.1973, Síða 5

Vísir - 26.02.1973, Síða 5
Visir. Mánudagur 26. febr. 1973. 5 AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Koma sér ekki saman Bjóða skaðabœtur V-samtök vinsœl í skoðanakönnun Horfurnar fyrir sigri Gaullista i kosningunum i Frakklandi næstu helgi fara vaxandi, þrátt fyrir aö kosningabandalag kommunista og jafnað- armanna heldur ennþá forystu i skoðanakönn- unum. Siðasta skoðanakönnunin sýnir, að 45% kjósenda styðja vinstri- samtökin, en leiðtogi jafnaðar- manna, Francois Mitterand, hef- ur haldið þvi fram, að þeir þurfi 49% atkvæða til þess að tryggja sér meirihluta hinna 490 þing- sæta. — Gaullistaflokkurinn, sem er i stjórn, fékk i þessari könnun 38%. Vegna þess, hve flókið fyrir- komulag kosninganna er i Frakk- landi, eru taldir miklir möguleik- ar á þvi, að Gaullistaflokkurinn nái jafnvel hreinum meirihluta, eða alla vega nógu fylgi til þess að mynda samsteypustjórn með Litla umbótaflokknum. Kosningabaráttunni hefur enn sem komið er verið tekið með nokkru tómlæti af Frökkum. En yfirlýsing Pompidous forseta um, að hann kynni að láta efna til nýrra kosninga, ef vinstrisamtök- in sigra, hefur verið tekið kulda- lega. Skoðanakönnun, sem birt var á sunnudaginn, sýndi, að meir en 60% hinna aðspurðu töldu, að Pompidou bæri að skipa nýja stjórn, ef vinstrimennirnir vinna kosningarnar. Egyptaland, Libýa og Sýrland hafa komið sér saman um að biðja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að taka tii umræðna á fundum sínum atburðinn, þegar israelsmenn skutu niður libýska farþegaþotu á miðvikudag. Um leið var búist við þvf, að Moshe Dayan, varnarmálaráö herra israels, mundi kunngera S.þ. i dag tilboð israelsmanna um skaðabætur til handa ættingja þeirra, sem fórust i farþegaþotunni. Á myndinni hér fyrir neðan stendur israeiskur hermaður vörð um fiugvélarflakið i Sinai- evðimörkinni. Þorskastríð Fœreyinga Dönsk varðskip og ein þyril- vængja vöktuðu i gær fiskimiðin norður af Færeyjum eftir að hafa gefið tveim skozkum togurum fyrirmæli um að fara af svæðinu. Togararnir höfðu verið á veiðum innan sextán sjómilna fiskveiðitakmarkanna. Samband skozkra togaraút- gerðarmanna heldur þvi fram, að þvi sé alls ókunnugt um, að Fær- eyjar séu að reyna að vikka út landhelgi sina úr 12 upp i 16 sjó- milur. — Fulltrúar sambandsins sögðu fréttamanni Reuter-frétta- stofunnar að menn mundu ekki viðurkenna slik fiskveiðitakmörk og að brezka stjórnin hafi verið beðin um að taka málið strax fyrir. um fundarstjóra I þriðja sinnið á nítján árum er i dag efnt til al- þjóðlegrar ráðstefnu til þess að reyna að leysa vandamál Indó-Kína. 1954 og 1962 voru þessir fundir haldnir í Genf, en 1973 er hann haldinn í París og hófst í morgun. Fulltrúar hinna tólf þátttöku- tikja komu með flugvélum til frönsku höfuðborgarinnar i gær. Gátu þeir lent á frönskum flug- völlum, þrátt fyrir verkfall flug- stjóra. Strax eftir komuna i gær hittu fulltrúar rikjanna — Suður-, Norður-Vietnam, Vietcong, Bandarikin, Frakkland, Stóra- Bretland', Ráðstjórnarrikin, Kina, Kanada, Indónesia, Póll- and, og Ungverjaland — hver annan að máli til undirbúnings ráðstefnunni. Þessir fundir þeirra i gær utan dagskrár stafa af þvi, að menn eru ekki á eitt sáttir um, hver skuli stjórna fundunum, sem haldnir verða i sölum Hotel Majestics — sama stað og vopnahléssamningarnir voru undirritaðir fyrir rúmum fjórum vikum. Þvi var lengi framan af slegið föstu, að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim, yrði fundarstjóri, en mörg rikjanna neituðu að taka það gilt og töldu að Sameinuðu þjóðirnar ættu nóga fulltrúa á ráðstefnunni, þar sem væri Kina, Frakkland, Stóra-Bret- land og Ráðstjórnarrikin. Þeir, sem gleggst þekkja til, telja, að fundarstjórastörfunum verði skipt milli Bandarikjanna og Norður-Vietnam. Aðalverkefni þessarar ráð- stefnu er að binda enda á striðið og tryggja varanlegan frið i Indó-Kina og .þá einkum i Vietnam, þar sem samningarn- ir frá 27. janúar verða hafði til grundvallar. Jafnframt á hún að tryggja ibúum Vietnam borgararéttindi og rétt til sjálfs- ákvörðunar. Utanrikisráðherra Frakk- lands, Maurice Schumann, átti að setja ráðstefnuna kl. tiu i morgun, en sendinefndirnar og utanrikisráðherrar aðildarrikj- anna setjast við samningaborö- ið eftir stafrófsröð. „FBI hleraði forsetans," „Tómt slúður," segjaþó- „Bandariska alríkis- lögreglan, FBI, hefur hlerað simana hjá ýms- um nánum samstarfs- mönnum Nixons forseta samkvæmt skipunum frá Hvita húsinu”, sagði vikublaðið Time, og tel- ur sig hafa það eftir heimildum innan stjórn- arinnar. En fyrrverandi dóms- málaráðherra, John Mitchell, og núverandi dómsmálaráðherra, Itichard Kleindienst, segjast geta afsannað fullyrðingarnar i Time. Þeir tveir og svo tals- menn Hvita hússins segja, að frétt Time sé slúður frá upphafi til enda. Time heldur þvi fram, að hler- síma starfsmanna segir TIME og núverandi anirnar hafi byrjað fyrir næstum þrem árum, meðan J. Edgar Hoover heitinn var ennþá yfir- maður FBI. Þeim á að hafa verið haldið áfram undir stjórn eftir- manns Hoovers, L. Patrick Gray , en siðan hætt i júni i fyrra, þegar það var ákveðið, að einung- is hæstiréttur gæti veitt leyfi til simahlerana, en fram til þessa hefur dómsmálaráðherrann haft umboð til þess. Hoover á aö hafa veígrað sér við þvi að framkvæma þessi fyr- irmæli Hvita hússins og beðið um staðfestingu dómsmálaráðherr- ans, sem John Michell á að hafa veitt honum, samkvæmt þvi, sem Time segir. Siðan heldur blaðið áfram: „Dómsmálaráðherrann, Richard Kleindienst, sem þá var aðstoðardómsmálaráðherra, reyndi eitt sinn að knýja Hoover til að segja af sér embætti og/ studdi 1971 tillögu um, að þing- skipuð nefnd rannsakaði störf FBI. Hoover reiddist þessu og gerði Kleindienst það ljóst, að hann mundi ljóstra upp leyndarmálinu um simahleranirnar, ef hann yrði látinn mæta fyrir rannsóknar- nefnd.” Time heldur þvi einnig fram, að simar einstakra blaðamanna hafi einnig verið hleraðir. — „1 fyrstu voru aðeins nokkrir hleraðir. — ,,I fyrstu voru aðeins nokkrir simar hleraðir, en njósnirnar urðu brátt viðtækari og voru látn- ar ná til sex eða sjö blaðamanna, auk svo óþekkts fjölda starfs- manna forsetans. Mitchell dómsmálaráðherra lét þetta gott heita af „öryggis- ástæðum”, vegna þess að hann þurfti heldur ekki dómsúrskurð fyrir hleranirnar,” segir Time.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.