Vísir - 26.02.1973, Síða 7

Vísir - 26.02.1973, Síða 7
Vísir. Mánudagur 26. febr. 1973. 7 ll\|[\J I 5ÍÐAN | Umsjón: Edda Andrésdóttir ,,Pang, pang..... Ha, bíddu bara þangað til ég get sent kúlu í hausinn á þér!" ,,Pabbi, pabbi, þeir skutu hestinn minn, sjáðu augun í honum.........". Þetta gætu ósköp vel ver- ið atriði i einhverri þeirri kúrekamynd, sem á hverjum einasta degi eru sýndar í tuga tali, víðs vegar um heiminn. í sjón- varpi, eða í kvikmynda- húsi. Það er ekkert undar- legt, þegar betur er að gáð, þó að ýmsar spurningar vakni öðru hverju: Hafa börn ekki slæmt af slíku? Það er sjálfsagt erfitt að finna hið eina rétta svar við þessari spurningu. Það má segja að fólk skiptist i tvo hópa. Annar hópur- inn heldur þvi fram að grimmd Mörg atriði og hlutir i kvikmyndagerð hræða barnið. Svo sem hljóð, hvassir hlutir, atriði sem eins geta átt sér stað i raunveruleikanum og fleiri. En þó að hræðsla skapist, er i raun og veru ekki vitað hvaða skaða þau atriði geta valdið. Eftir öllu að dæma eru þó þau áhrif, sem börn verða fyrir af foreldrum og félögum frá blautu barnsbeini. svo sterk, að bó að horft sé á sjónvarp eða kvikmynd eina til tvær klukkustundir á dag, ætti það ekki að skaða. Mamma, má ég horfa á sjónvarpið? og harka aukizt við slikar myndir. Hinn hópurinn heldur þvi fram, að jafnt börn sem full- orðnir fái útrás fyrir reiði og grimmd með því að horfa á slikar myndir. Eftir rannsókn, sem gerð var við háskóla i Bandarikjunum, að dæma, hafa slikar myndir ekki beinl. góð áhr. á áhorfend- ur. Nokkrum nemendum var boðið að sjá eina slika mynd, þar sem valdi var beitt, og þar sem dráp, grimmd og harka komu fram i rikum mæli. Á eftir var rannsakað á ýmsan hátt hvaða áhrif kvikmyndin hafði haft. Til dæmis með þvi að nemendur voru látnir gefa hver öðrum rafmagnsstuð á ýmsu stigi. Það kom fljótt i ljós að þeir sem horft höfðu á kvik- myndina gengu mun hraðar til verks, heldur en aðrir nemend- ur, sem horft höfðu á rólega kvikmynd eða alls enga. Augljóslega gætti meiri hörku i fyrstnefndum nemendum. En — það kom i ljós, i mjög stuttan tima á eftir, að kvik- myndin hafði slæm áhrif á þennan hátt. En samt sem áður er ómögulegt að segja til um hvaða áhrif hún hafði eftir lengri tima. Eða hvort hún hafði yfirleitt nokkur áhrif þá. Það er raunar mjög litið vitað um, hvernig áhrif kvikmyndir hafa á bæði fullorðna og börn. Frá sálfræðingum og öðrum slikum er vitað að börnin laga sig eftir þvi umhverfi, sem þau vaxa i. Fyrstu árin eru það for- eldrarnir sem móta þau og mynda, og ef kulda og hörku er beitt i æsku, hefur þaö áhrif á þau. Ef þau njóta bliðu i upp- vexti hefur það einnig áhrif á þau. Barnið vex og þroskast við einhverjar aðstæður, og það lagar sig að þeim. Þegar það siðar gengur i skóla, eða dvelur á leikvellinum, verður það einn- ig fyrir áhrifum frá vinum og leikfélögum. 1 samanburði við þau áhrif, sem foreldrar og félagar hafa á börnin, virðast áhrif sjónvarps og kvikmynda verða smávægi- leg. En samt sem áður er sá möguleiki fyrir hendi, að sjón- varpið og vissar kvikmyndir hafi slæm áhrif. Það leikur enginn vafi á þvi, að kvikmynd verkar sterkar á barn, heldur en til dæmis upp- lestur, segir danski sálfræðing- urinn Jimmy Stahr. Flestir for- eldrar hafa einhvern tima þurft að hugga og róa ruglaö og grát- andi barn sitt, sem vaknaði upp með martröð. Eftir að hafa gengið úr skugga um, að það er ekki hiti sem hrjáir barni, kem- ur það loks i ljós, að það fékk að horfa á kvikmynd i sjónvarpinu kvöldið áður, sem „ekki var við hæfi barna”. Sjálfsagt hefur barnið ein- hvern tima áður fengið mar- tröð, jafnvel áður en það byrjaði að fara i bió eða horfa á sjón- varp. En sálfræðingurinn danski viðurkennir samt sem áður, að hann minnist sérstak- lega einnar martraðar, sem hann fékk sjálfur i æsku. Þá hafði hann horft á ævin- týrakvikmynd um Hróa Hött. Þar var hetjunni sparkað niður háan stiga niður i fangelsi. ,,Ég veit ekki hversu oft mér var fleygt niður þennan stiga þessa nótt, og ekki aðeins þessa nótt heldur oft siðan”, segir sál- fræðingurinn. Það sem getur verið ástæðan fyrir þvi að kvikmyndin hefur svo miklu meiri áhrifamátt en upplestur, er það, að þegar lesið er upp fyrir barnið er það ekki eitt. Móðir eða faðir les, og barnið er öruggara. Móðirin getur jafnvel lætt þvf að i miðj- um lestri, að allt fari vel að lok- um. Um kvikmyndina gegnir öðru máli. Þar er barnið eitt, og það veit ekki hvernig fer að lokum. Það getur engin áhrif haft á at- burðarásina á tjaldinu. Þaö getur ekki huggað særða hund- inn, og það getur ekki sagt hetj- unnifrá bófanum sem biður bak við næsta tré. Skilningsleysið er annað at- riði sem háir barninu, þegar það horfir á sjónvarpið. Og ekki ein- göngu kvikmynd i sjónvarpinu, heldur einnig i kvikmyndahús- inu. Óöryggi skapast hjá barn- inu, og það getur einnig gert það hjá fullorðnum. Allt til 10 ára aldurs getur barnið ekki lesið texta sem fylgja myndum. Að minnsta kosti ekki svo vel fari. Það sér aðeins myndina, en veit ekki og á erfitt með að skilja hvað fram fer á skerminum eða tjaldinu. Sem dæmi má reyna að imynda sér hvernig það væri fyrir fullorðinn mann að setja höndina yfir textann er horft er á rússneska eða japanska kvikmynd! Annað atriði sem getur hrætt börn, er hljóðið. Barnið er mót- tækilegra fyrir hljóðinu en öðru, og ef það skilur ekki kvikmynd- ina sjálfa, nær hljóðið enn meir tökum á þvi. Svo sem músik, há, skerandi og óhugnanleg hljóð. Hvassir hlutir gera barnið einnig hrætt. Svo sem hnifar, sagir, sverð og fleira. Aftur á móti skilja þau ekki alltaf hvað skot og byssur merkja, og dauði einhverrar persónu i kúreka- mynd hefur tiltölulega litil áhrif á það. Það miðar aðeins við eig- inn kúrekaleik. Þó að einhver deyji i leiknum, þá getur hann jú alltaf staðið upp aftur og haldið öllu áfram. Börnin samsemja sig sjaldn- ast persónunum i kúrekamynd- unum, jafnvel þó að þau liki eft- ir þeim i leik sfnum. öllu verra er, ef barnið sam- semur sig viðkomandi persónu. Það skeður yfirleitt þegar sýnd- ar eru kvikmyndir sem eiga sér stað i raunveruleikanum, eða hlutir sem gætu allt að eins átt sér stað i hinu daglega lifi. Barnið getur lifað sig inn i það sem er að gerast, og það finnur jafnt fyrir gleöi og sorg og við- komandi persóna. Móðirin i myndinni fer ef til vill i burtu og þannig mætti áfram telja. Slikar kvikmyndir geta haft skaðvænleg áhrif i för með sér. Það er að segja ef barnið fer heim, inn i ótryggt umhverfi, þar sem hlutir eins og þeir sem komu fyrir i kvikmyndinni gætu gerst. Ótti þeirra viö eitthvað sem getur komið fyrir verður mikill, eða ótti sem var ef til vill fyrir hendi áður, hefur aukizt. Ef barnið kemur inn i tryggt og öruggt umhverfi, þar sem það veit að það getur verið ró- legt, hefur myndin eöa ýmis at- riði i henni ekki áhrif á það. Flest börn eru mjög hrifin af dýrum. Dýramyndir hafa þess vegna mikil áhrif á þau. Rannsókn sem gerð var i Bandarikjunum á 7 og 8 ára börnum leiddi það bezt i ljós. Börnin horfðu á kvikmynd. Mik- ið var skotið og margir létu lifið. Allra mest hrædd urðu börnin þó i einu atriðanna. Það var þegar hetjan skýldi sér fyrir kúlnahrið inni i miöjum kálfa- hóp. Eftir að myndinni var lokið kom það i ljós, að börnin höfðu ekki verið hrædd um hetj- una sjálfa, heldur um vesalings kálfana, sem gátu fengið i sig skot hvenær sem var! Eftir þessu að dæma, er nokk- urn veginn vitað hvað það er, sem gerir börnin skelkuö. Hins vegar er ekki vitað svo vel með vissu, hvaða skaða börn geta hlotið af vissum atriðum. Þó heldur þessi fyrrnefndi danski sálfræðingur þvi fram, að þó að kvikmyndir geti haft slæm áhrif á börnin, þá séu þau áhrif smá- vægileg miðað við þau áhrif. sem börnin verða fyrir af for- eldrum og félögum. Þau áhrif eru svo miklu sterk- ari og þær persónur hafa svo miklu meira að segja fyrir barnið, að sjónvarpsdagskra eða kvikmynd ættu ekki að geta yfirbugað þau áhrif. Svo lengi sem ekki er horft meira á sjon- varp eða kvikmyndir en goðu hófi gegnir! — KA.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.