Vísir - 26.02.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 26.02.1973, Blaðsíða 20
vísir Mánudagur 26. febr. 1973. Mokveiði 6 loðnu Gangan komin að Eyjum Magnið ótakmarkað Mokveiöi hefur verið alla helgina á loðnu eins og marga undanfarna dagai. Fyrsta ioðnugangan cr nú komin um klukkutima austur af Eyjum og virðist magnið enn alveg ótak- markað, þrátt fyrir að búið sé að ausa upp úr henni hátt á annað hundrað þúsund tonna á siðast- liðnum mánuði. 1 nótt fengu 24 bátar um 6000 tonn, en i gær tilkynntu 20 bátar um 4 þús. tonna afla. Bátarnir virðast fylla sig svo til sam- stundis og þeir koma á miðin. — Enginn bátur hefur verið að veiðum undanfarna 1-2 sólar- hringa fyrir austan land, þar sem önnur gangan hefur verið. Flest skipin komu nú með afla sinn hingað á Faxaflóahafnir. Nóg þróarrými er i Reykjavik Akranesi og i Hafnarfirði, en einnig hefur losnað nokkurt pláss fyrir austan, þannig að löndunar- stopp virðist ekki alveg yfir- vofandi. Hefur loðnan dreifzt mjög vel á hafnirnar undanfarið, þannig að góð nýting fæst á afkastamöguleikum. —VJ Neita moksturs- vél til Eyja — Gœti unnið á við tíu manns ,,Manni finnst það óneitan- iega skritið, að á meðan kvartað er yfir þvi i Vest- mannaeyjum, að erfiðlega gangi að moka af þökum þar, þá er neitað að kaupa eða lcigja tæki, sem vinnur á við 10 menn við moksturinn, sagði Guömundur Gislason, garð- yrkjumaður, sem hafði sam- band við okkur i morgun. Guðmundur fór til Eyja, skömmu eftir að gosið hófst, með vél til þess að moka af þökum. Vélin var upphaflega notuð við garðyrkju, en er vel hæf til mokstursins. „Við vorum með hana i viku, og þar var það einróma álit manna, að hún hefði gefizt mjög vel”, sagði Guðmundur ennfremur. „Hún vinnur bezt á flötum þökum, og við áætl um, að með þvi að 3 til 4 menn ynnu frá 7 á morgnana til 7 á kvöldin, gætu þeir hreinsað af 3-4 þökum, sem hafa um það bil 50 sm til 1 meters þykkt öskulag.” „Eftir vikuna fórum við með tækið aftur, þar sem okkur skildist, að þeir vildu ekki hafa það lengur. Ég hef siöan haft samband við Eyjar tvisvar sinnum og boðið vélina til kaups eða leigu, en hún kostar 50 þúsund krónur, sem er ekki nokkur fjárfesting. Boðinu hefur ekki verið tekið, en samt virðast vandræði með að moka af þökunum og bjarga þeim.” — EA Maður gegn máttarvöldum Allt strítið virðist hafa talsvert að segja Gos er nú t meðallagi í Eyjum og hefur verið svo að mestu um helgina. Hraun hefur þó verið á hreyfingu/ og hraun er aftur komið á hreyfingu í átt að hafnargarðinum eystri. i morgun þegar blaðið hafði samband til Eyja, hafði hraunið mjakazt áfram um 30 metra frá því í gærkvöldi, að þvi er talið er, og eru nú um 50-60 metrar í hafnargarðinn frá hraun- jaðrinum. Hraunið rennur þó ekki út i sjó, en rennur aðeins i fjöru- borðinu, og er þvi ekki hætta á að innsigling þrengist. Að minnsta kosti ekki eins og er. Einnig hefur verið hreyfing á hrauninu, þar sem það rennur i vesturátt, i átt að varnargarðin- um. Þar er talið að hraun hafi mjakazt áfram um 3 metra og er það nú alveg við varnar- garðinn á flestum stöðum. Jarðfræðingar telja þó, að þarna sé ekki um hraunrennsli beinlinis að ræða, heldur mjakist hraunjaðarinn áfram vegna þrýstings frá fjallinu sjálfu. Enn rennur hraun út i sjó i átt að Bessa, það er að segja i átt að Bjarnarey eins og það hefur gert að undanförnu, um 500 metra austsuðaustur af Yzta- kletti. Aðurnefnt hraun, sem mjakast i átt að varnargarðin- um, hefur nú stöðvazt við hann, og þegar blaðið hafði samband við Jón Eiriksson jarðfræðing i Eyjum i morgun, sagðist hann fullviss um að varnargarðurinn hefði mikið að segja og sömuleiðis það að sprauta á hraunið. Þó að hraunjaðarinn væri öllu hærri en varnargarð- urinn sjálfur, hefði það þó sýnt sig, að það hefur stöðvazt nú. Hraunjaðarinn er um 200 metra breiður. Eftir að hluti af nýja fjallinu svo að segja brotnaði af austur- hlutanum, hefur nokkur partur af vesturhliðinni verið á hreyfingu. Við mælingar kom i ljós, að sá partur hafði færzt um 130 metra á sólarhring i átt til sjávar, norðaustur. Logn var i Eyjum i morgun, en i i gær var öllu hvassara af suðaustan. Nokkuð öskufall var þá, en öskufall mældist ekki nema 1 sm i bænum. Mest féll syðst og austast i bænum, og sums staðar mældist öskulag 35 sm. öskufall hætti um miðnætti. Gas er talsvert mikið i Eyjum núna, en það virðist aukast i logni. Sérfræðingar voru við mælingar i Hraöfrystistöðinni i morgun og við simstöðina. Verið var að athuga hvort hægt væri að hefja vinnu á ný við Hraðfrystistöðina. -EA. Þannig er útsýnið yfir kaupstaðinn i Heimaey þessa dagana. Og innan iinanna, sem við höfum sett inn i myndina, sjáum viö það svæði sem daglega blasir við i sjónvarpinu. Myndavélin uppi á Klifinu var annars að fyllast af snjó, þegar fréttaritari Visis klifraði þarna upp. Hreinsaði hann innan úr opi linsunnar eftir föngum, en kvaðst ekki hafa þorað að taka nema það sem laust var, þvi mikill klaki var I botninum. (Ljós- ínynd Guðmundur Sigfússon). „FORTEK EKKI AÐ GOS GÆTI TEKIÐ SIG UPP AÐ NÝJU" segir Sigurður Þórarinsson jarðfrœðingur „Gosið er 1 rénun i bili. Núna hefúr verið minna gos heldur en verið hefur upp á siðkastið, og ég mundi scgja, að það hafi farið að minnka um 8. febrúar. Hins vegar vil ég ekki fortaka, að það gæti tekið sig upp að nýju,” sagði Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur i viðtaii við blaðið i morgun, en margar raddir hafa vcrið á lofti um það, að gos fari nú minnkandi, þrátt fyrir svartsýni hins franska sérfræðings, sem hér dvaldi á dögunum. „Það getur ýmislegt skeð i gosi”, sagði Sigurður ennfremur, „en ég er sammála Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi i þvi, að það er sjálfsagt að reyna að bjarga sem flestu i Vestmanna- eyjum, og ganga út frá þvi, að gosið geti hætt, áður en mikið tjón verður af.” „Timinn er versti óvinurinn, og þvi lengri sem hann verður, þvi mun meira tjón verður af.” „Ég tel óliklegt, að hraun- rennsli komi til með að aukast mikið. I heild held ég, að hraunið minnki hægt og bitandi, þó að erfitt sé að sjá, hvort það minnkar dag frá degi. Gosið getur tekið sig upp i hryðjum og það getur alltaf komið öskufall, og öskugos geta komið öðru hvoru, en þá i hryðjum.” „Það er ómögulegt að spá um, hversu lengi þetta gos kann að standa, en maður vonar bara, að það komi ekki til með að standa lengi.” „Ég hef enga trú á þvi, að gos kunni að koma upp i miðjum bænum. í hinni 1500 metra djúpu borholu , sem er vestarlega i bænum, hefur ekkert komið i ljós, sem ber vott um það, að berg- kvika sé að nálgast yfirborðið, þar hefur vatn kólnað meðal annars, og allar þær mælingar, sem fram hafa farið, halla- mælingar o. fl„ bera ekki vott um neitt slikt.” -EA. SNARRÁÐ FLUGKONA LtNTI Á TÚNSKIKA MGAR MÓTOR/NN HIKSTAÐI „Ég missti bara út mótor og það var ekki annað að gera en nauðlenda. Ég hef fengið þjálf- un I þessu, svo að það er ekkert merkilegt við þetta,” sagði Asta Hallgrimsdóttir i viðtali við Visi i morgun. Það sem Asta lýsti eins og ekkert væri um að vera, var að hún burfti að nauðlenda uppi við Úlfarsfell i gær á smá túnskika og tókst það með slikri prýði að ekkert varð að henni sjálfri, né vélinni, sem er litil tveggja sæta vél. Þegar menn frá Flugstöðinni h.f. komu á staðinn reyndist það vera ising i blöndungi, sem or- sakaði þetta. Gert var við þetta og vélinni siðan flogið til Reykjavikur. Við spurðum Astu hvort hún hygðist læra flug áfram eða hvort hún ætlaði að láta sér nægja að klára einkaflug- mannsprófið. „Ætli maður haldi ekki áfram og ljúki við atvinnu- prófið, hvort sem maður gerir þetta að atvinnu sinni eða ekki.” — Þú ert ekkert smeyk við að fara i loftið aftur eftir að þetta kom fyrir þig? — Nei, nei. Ég fór strax að fljúga aftur i gær, bæði til þess að láta ekki liða of langan tima eftir þetta og eins er ég komin i timahrak með flugtima svo að mér veitti ekki af timunum. Astaþyrjaði að fljúga haustið ’71 og segist hafa mjög gaman af þessu. „Þetta er i fyrsta skipti, sem eitthvað óhapp kemur fyrir mig og eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið prýðis Veynsla fyrir mig,” sagði Asta að lok- um. _LÓ Asta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.