Vísir - 26.02.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 26.02.1973, Blaðsíða 13
Visir. Mánudagur 26. febr. 1973 13 Anthony Quinn kvikmyndaleikari, fer með hlut- verk aðalpersónunnar i næstu stórmynd um Mafiuna. Kvik- myndatakan hófst i Hollywood fyrir fáeinum dögum. Leikur Quinn undirheimahöfðingja af sömu stærðargráðu og þann er Marlon Brando lék, og á hlut- verkið að gefa ekki siðri mögu- leika til stórbrotinnar túlkunar. Nafn myndarinnar: „Séffinn er dauður”. Skotland Yard reynir að upprœta miní-Mafíu ,,Heyrðu litli minn, ef þú ekki lætur okkur hafa alla þína vasapeninga orða- laust, skulum við hrekkja þig alla næstu skólaviku." Með þessum orðum hafa nokkrir sterkustu strákarn- ir í barnaskólum í suð-aust- urhluta Lundúna haft fé út úr skólafélögum sínum, sem minna mega sín. Er nú svo komið, að Skotland Yard-lögreglan hefur séð sig knúna til að segja þessum „hrekkjusvinum” strið á hendur. Segir i dreifimiðum til foreldra barnaskólabarna, að lögreglan æskiiþjálpar þeirra og óskar eftir að foreldrarnir geri henni viðvart þegar barn þeirra hefur komizt i kast við Mini-Mafiuna. En málið er ekki svo auðleyst: flest barnanna eru treg á að láta foreldra sina, skólayfirvöld og hvað þá heldur lögreglu komast i málið — af ótta við harða útreið hjá ógnvöldunum. Allmargir foreldrar hafa sömu viðhorf og hafa veigrað sér við að bera fram kvartanir við kennar- ana af ótta við að þegar kennar- arnir hafa veitt Mafiustrákunum tiltal, komi,hefnd niður á börnum þeirra. En nú liefur lögreglan sem sé látið málið.til sin taka, og er stað- ráðin i að stöðva fjárkúgarana áður en þeir ná að læsa klóm sinum i enn fleiri. En málið er sagt afar erfitt viðureignar. ÚFF - OG ÞAR AÐ AUKI MÁNU- DAGUR „Gamli Bob” sem er api i dýragarðinum i San Diego i Kaliforniu, upplifði ógleyman- legan sunnudag fyrir nokkru. Nokkrir stúdentar, sem voru nokkuð „hátt uppi”, komu i heimsókn i garðinn og höfðu „pelann” sinn meðferðis. Gamli Bob fékk óspart af brauði, sem stúdentarnir vættu i brennivininu, en stú- dentunum var stungið inn og þeir kærðir fyrir illa meðferð á dýrum. Gamli orangutangapinn var heldur kátur i nokkra klukku- tima, en svo sofnaði hann og þegar hann vaknaði, var kom- inn mánudagur. úff og haus- inn á. #IHI0T(1IL# Allábaddarí * / Fallegt og skemmtilegt mál franskan, verst hve fáir íslendingar skilja hana og geta tjáð sig með henni. Franski matreiðslumaðurinn okkar Paul Eric Calmon, talar að sjálfsögðu frönsku, og á þess 'vegna stundum í erfiðleikum með að „ná sambandi” við íslendinga. En Paul Eric Calmon er ekki hingað kominn til þess að halda langar ræður á frönsku — hlutverk hans hér er að kynna íslendingum matargerð eins og hún gerist bezt, — matargerð á heims- mælikvarða. Þess vegna skiptir mála- kunnátta engu. Matargerð er tjáningar- aðferð Paul Eric Calmon. Með henni „talar hann það mál sem allir íslendingar skilja“. Franski matreiðslumeistarinn okkar vinnur ekki alla daga vikunnar frekar en aðrir. En þér getið tryggt að hann sé við, þegar þér komið, með því að spyrjast fyrir í síma 82200. Verið veikomin. Biðjið um rétti franska matreiðslumeistarans og hann mun gera sig skiljanlegan. Borðapantanir í síma 82200.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.